Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mannskæð snjóflóð falla á tvö þorp í frönsku Ölpunum Húsin sphindruðust og feyktust hundruð metra Ottast að allt að tólf manns hafi farist í snjoflóðunum Chamonix. Reuters. BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að fómarlömbum snjóflóða sem féllu á tvö þorp í frönsku Ölp- unum í fyrradag, en björgunar- starfið gekk erfiðlega í fyrstu vegna slæmra aðstæðna. Snjóflóðin hrifu með sér 17 hús og nokkur þeirra feyktust allt að 400 metra. Talið var í gær að allt að tólf manns hefðu farist í snjóflóðunum. A meðal þeirra sem fórust voru hjón og þrjú böm þeirra á aldrin- um 11—13 ára, gömul hjón og ungt barnabarn þeirra. Nöfn hinna látnu voru sögð frönsk en engar upplýsingar vora birtar um þjóð- emi þeirra. Sautján manns slösuðust, þeirra á meðal tveir Bandaríkjamenn og svissnesk kona, og nokkrir þeirra fengu taugaáfall. Tólf ára drengur var enn á sjúkrahúsi vegna lágs líkamshita eftir að hafa verið á kafi í snjó í nokkrar klukkustundir. Björgunarmenn sögðu að það gengi kraftaverki næst að hann skyldi hafa komist lífs af. Um 200 manns tóku þátt í björg- unarstarfinu í gær og notuðu hita- nema og leitarhunda. Björgunar- mennirnir grófu upp 27 manns sem komust lífs af í þorpunum, Le Tour og Montroc-le-Planet, sem eru í 1.400 m hæð og skammt norðan við vinsælan skíðastað, Chamonix. Veður torveldaði björgunarstarfið Ibúar þorpanna sögðu að flóðin hefðu hrifið með sér 17 hús og sex til viðbótar hefðu grafist á kaf þeg- ar snjórinn féll niður hlíðarnar á rúmlega 100 km hraða á klukku- stund. Nokkur húsanna tættust sundur, þannig að aðeins steyptur grunnur þeirra stóð eftir, og bjálk- ar, húsgögn og rúmdýnur dreifðust yfir stórt svæði. Björgunarsveitimar notuðu snjóplóga og ýtur til að ryðja burt snjódyngjunni, sem var sex metra djúp og 200 m breið. Slæmt veður og fannfergi torveldaði björgunar- stai-fið í fyrstu, ekki var hægt að nota þyrlur fyrr en síðar um dag- inn þegar veðrið batnaði og margir vegir í grennd við þorpin voru ófærir. Björgunarmenn m-ðu því að fara á skíðum á snjóflóðasvæðin. Yfirvöld höfðu varað við því að hætta væri á snjóflóðum í þorpun- um þar sem snjó hafði kyngt niður í nokkrar klukkustundir. Rúmlega tveggja metra háir skaflar vora í þorpunum áður en flóðin féllu og íbúar þeirra sögðu þetta versta snjóhret á þessum slóðum í rúma öld. Varað við fleiri snjóflóðum í frönsku Ölpunum Snjóflóð era mjög sjaldgæf í þessum hluta frönsku Alpanna og yfirvöld sögðu þetta mestu snjóflóð á svæðinu frá 1908. Fréttamönnum var meinað að fara til þorpanna þar sem óttast var að fleiri snjóflóð féllu. íbúum nálægra þorpa var einnig sagt að fara þaðan vegna snjóflóðahættu og um 200 þeiri-a höfðust við í skóla í nágrenninu. Lestarferðum milli Chamonix og St. Gervais var einnig aflýst vegna Reuters BJÖRGUNARSVEIT leitar í rústum húsa, sem eyðilögðust í snjóflóði á þorpið Le Tour nálægt skíðastaðn- um Chamonix í frönsku Ölpunum í fyrradag. hættunnar á snjóflóðum og göng í gegnum Mont Blanc til Italíu vora lokuð. „Allir þorpsbúar eru að moka snjó“ Peter Borgaard, hóteleigandi í Montroc, kvaðst hafa séð snjóflóðið falla á þoi-pið. „Eg óttast nú mest að vinir mínir hafi grafist í snjón- um.“ „Það er eins og fellibylur hafi geisað hér,“ sagði einn þorpsbú- anna um eyðilegginguna. „Allir þorpsluiarnir era að moka snjó,“ sagði annar íbúi í samtali við franska útvarpsstöð. „Við vitum ekki hvort við göngum yfir fólki sem grófst á kaf.“ „Eg var að þvo upp og eitt barn- anna sagði: „sjáðu snjóplóginn". Hálfri mínútu síðar var allt afstað- ið,“ sagði kona í Montroc. „Glugga- hlerarnir rifnuðu af. Við voram heppin að vera á jaðrinum." Nýsjálenskur ferðamaður talinn af Nýsjálenskur ferðamaður varð einnig fyrir snjóflóði í brekku sem bannað hafði verið að fara um í frönsku Ölpunum. Talið var að hann hefði farist. Tveir menn gróf- ust á kaf í öðru snjóflóði á bílastæði í nágrenninu en þeim var bjargað. Mikil snjókoma var einnig í gær í Austurríki og Sviss, allt að 70 sm jafnfallinn snjór, og þarlend yfir- völd hafa varað við snjóflóðum. Þúsundir ferðamanna hafa verið veðurtepptar á nokkram austur- rískum skíðastöðum frá því á laug- ardag þegar snjódýptin eftir dag- inn var um 1,70 metrar. Aðfaranótt þriðjudags bættust síðan aðrir 40 sm við. Her landsins flutti matvæli á einn þeirra, Galtuer, með flugvél- um í gær en búist var við að hægt yrði að ryðja vegina til flestra skíðastaðanna bráðlega. Veðrakerfið, sem valdið hefur snjókomunni í Ölpunum, færðist í gær í austur og suður og olli mikilli ófærð í Slóveníu þar sem loka varð flugvellinum í Ljubljana. Reuters BJÖRGUNARMENN standa við fjallshlíð þar sem snjóflóðið féll á Le Tour. FANNFEREGI OG SNJÓFLÓÐ í ÖLPUNUM Mikil snjókoma hefur verið í Ölpunum síðustu daga og valdið snjóflóðum, auk þess sem fjallvegir hafa lokast og tafir orðið á flugi. Þúsundir ferðamanna hafa orðið veðurtepptar. SNJÓFLÓÐAHÆTTA Snjó hefur kyngt niður í norðurhluta Alpanna og allt að tveggja metra háir skaflar eru á hlíðum fjallanna. Wengen Tveir fórust í snjó- flóði á sunnudag og íbúum og hótel- gestum staðarins var skipað að fara þaðan á mánudag Le Tour / Montroc Mannskæð snjó- flóð féllu þar á þriðjudag Basel Flugvellinum var lokað um tíma á þriðjudag Ziirich Helmingi áætlunarflugs aflýst á þriðjudag Austurríki 9.000 skíðamenn urðu veðurtepptir á skíða- stööunum St Anton, Lech, Zuers, Ischgi og Galtuer ÞYSKALAND Innsbruck ® ,'Wff AUSTURRIKI ÍTALÍA 80 km Heimild: The Lie ofthe Land, Time Life Books mmmnmra Efnahags- aðgerðir Lukash- enkos ALEXANDER Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hvatti í gær stjórn sína til að ná hagkerfinu upp úr efna- hagsþrengingum þeim sem hrjáð hafa landið undanfarin misseri. Forsetinn, sem er hlynntur ríkisbúskap, hefur hafnað markaðsumbótum og kennir iðnrekendum og land- búnaði um fall gjaldmiðils landsins. „þeir era einir um að færa óhagstætt gengi gjald- miðilsins inn í verðlagið og auka þannig á verðbólguna." Sagði hann það vera óskiljan- legt að á meðan landsfram- leiðsla aukist skulu lífsgæði minnka. Meðalmánaðarlaun í landinu hafa fallið úr 100 Bandaríkjadölum í 30 og verð- bólga mælist nú 182%. Yerkföli yfirvofandi í Þýskalandi SÁTTAUMLEITANIR milli hagsmunasamtaka þýskra iðnverkamanna og atvinnu- veitenda mistókust í gær og virðist flest benda til að alda verkfalla muni íylgja í kjölfar- ið en slíkt er talið geta skaðað samsteypustjórn Jafnaðar- manna og Græningja undir forystu Gerhard Schröders kanslara. Forystumenn IG Metall, stærstu launasamtaka Þýskalands, munu funda á næstunni og ákveða hvort blásið verði til verkfaUs. At- vinnurekendur hafa boðið launafólki 2,3% launahækkun auk eingreiðslu en hagsmuna- samtök standa fast við kröfu sína um 6,5% hækkun. Samgöngur raskast STARFSMENN neðanjarð- arlestarkerfis Lundúnaborgar hafa boðað til tveggja daga verkfalls, frá og með næsta sunnudegi, tU að mótmæla fyrirhuguðum áætlunum stjórnvalda um að einkavæða kerfið að hluta tU. Mikill ugg- ur er í starfsmönnum og vilja forsvarsmenn samtaka þeirra tryggingar fyrir því að fjölda- uppsagnir komi ekki í kjölfar áformanna. Verkfallið mun valda mikilli röskun á sam- göngum innan borgarinnar og er talið að tjón af völdum þess muni nema um 70 milljónum punda. Umbótasinnar * fagna í Iran FRJÁLSLYND dagblöð í ír- an hafa fagnað afsögn Qor- banali Dorri Najafabadis, ráð- herra leyniþjónustumála í ír- an. Hvetja þau ennfremur Khatami, forseta landsins, til að skipa í hans stað umbóta- sinnaðan ráðherra. Najafa- badi hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir að viðurkenna að leyniþjónustumenn sínir hafí myrt leiðtoga andófs- manna á síðasta ári. „Afsögn- in er sigur fyrir lýðræðisleg öfl í landinu" var haft eftir einu dagblaðanna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.