Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 31 LISTIR Bjarni Thor Kristinsson syngur hlutverk Ochs baróns í Rósariddaramim eftir Strauss „Heiður að vera treyst fyrir svo feitum bita“ BJARNI Thor Kristinsson bassa- söngvari mun syngja hlutverk Ochs baróns í Rósariddaranum eftir Richard Strauss í óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi á næsta leikári. Um er að ræða eitt stærsta óperuhlutverk sem skrif- að hefur verið fyrir bassarödd og er Bjarni, að því er næst verður komist, fyrsti Islendingurinn sem tekst það á hendur. Frumsýnt verður í september næstkomandi og fyrirhugaðar ei-u tólf til fímmtán sýningar. Bjarni kveðst hæstánægður með tækifærið. Það sé heiður að vera treyst fyrir svo „feitum bita“. „Fyrir það fyrsta er það ákveðin viðurkenning að vera beðinn um að syngja þetta hlut- verk - ákveðin staðfesting á því að ég sé á réttri leið og eigi heima í þessu fagi. Eg geri inér líka grein fyrir því að ef vel gengur gæti þetta átt eftir að opna mér ýmsar dyr.“ Og Bjarni veit að hann verður undir smásjánni í Wiesbaden. „Ochs barón er eitt af fáum hlut- verkum þar sem bassasöngvarinn fær athygli á við tenórsöngvara," segir hann og bætir svo hlæjandi við: „Og fær greitt í samræini við það.“ „Að öllu gríni slepptu," heldur hann svo áfram, „þá verða hlut- verkin ekki mikið stærri en þetta. Sumir ganga meira að segja svo langt að halda því fram að þegar búið er að syngja Ochs barón séu engin hlutverk eftir. Það eru líka til bassasöngvarar sem gera ekk- ert annað en syngja Ochs barón. Það gæti ég þó ekki hugsað mér.“ Bjarni hefur lengi rennt liýru auga til barónsins. „Allt frá því ég tók þátt í fyrstu óperuupp- færslunni í Tónlistarháskólanum í Vín hafa margir sagt mér að þetta hlutverk myndi henta mér vel. Meira að segja blaðagagn- rýnendur hafa minnst á þetta þegar ég hef verið að syngja allt önnur hlutverk. Samt átti ég ekki von á því að þetta myndi gerast svona snemma. Það er nefnilega mjög sjaldgæft að bassar syngi hlutverk Ochs í byrjun ferilsins. Hlutverkið er stórt, spannar langt raddsvið, og er ekkert létt- meti í leiklistarlegum skilningi en baróninn er inni á sviðinu mestan hluta óperunnar." Er Bjarni þá ekki að taka vissa áhættu með því að leggja svo snemma til atlögu við Ochs? „Auðvitað kemur reynslan manni alltaf til góða og eflaust eiga ein- hveijir eftir að halda því fram að ég geti gert þetta betur seinna. Á móti kemur að það getur líka verið gott að spreyta sig snemma á hlutverki sem þessu, maður vex af verkunum. Eg treysti mér líka 100% í þetta, annars væri ég ekki að þessu. Eg þarf auðvitað að undirbúa mig mjög vel en þar sem ég held að þetta liggi ágæt- lega fyrir mér er ég hvergi smeykur.“ Bjarni segir óperuhúsið í Wies- baden vel til þess fallið að þreyta frumraun sína í Rósariddaranum. Það sé hvorki lítið né stórt og því hæfilegur vettvangur fyrir glímu af þessu tagi. „Það hefur sína kosti að „máta“ hlutverk, eins og við segjum, í húsi af millistærð. Því er aftur á móti ekki að leyna að ég geri mér vonir um að syngja Ochs í stærri húsum þegar fram líða stundir." Bjarni er þegar farinn að búa sig undir hlutverkið en vegna stærðar þess segir hann æskilegt að söngvarar hafi ár til að læra hlutverkið og undirbúa sig. „Eg fæ hins vegar ekki nema níu mánuði sem er knappur tími. Það ríður því á að skipuleggja vinn- una vel.“ Rósariddarinn er ein vin- sælasta, ef ekki vinsælasta, ópera Richards Strauss og er flutt reglulega í óperuhúsum Þýska- lands og víðar. Að sögn Bjarna syngja eigi að síður fáir bassa- söngvarar hlutverk Ochs og „enn færri þykja komast vel frá því. Hlutverkið er ekki á færi hvers sem er. Það gerir þetta ennþá meira spennandi.“ Bjarni mun skrifa undir gesta- samnhig við óperuhúsið í Wies- baden en hann er fastráðinn við Volksoper í Vín og verður „að öllu óbreyttu þar enn um sinn“. Operuunnendum í Wiesbaden gefst nú tækifæri til að endurnýja kynni sín við íslenska söngvara en Viðar Gunnarsson, Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guð- björnsson störfuðu allir við óp- eruhúsið í lengri eða skemmri tíma. BJARNI Thor Kristinsson í hlutverki Bartólós í Brúðkaupi Fígarós á sviði Volksoper í Vín. Islenskt leikrit frumsýnt í Þýskalandi í aprfl Fj ölsky lduharmleikur sem gerist í nútímanum LEIKRITIÐ Fjörbrot fuglanna eft- ir Elías Snæland Jónsson, rithöfund og ritstjóra, verður frumsýnt í Dresden í Þýskalandi í apríl næst- komandi, í borgarleikhúsi unga fólksins, Theater Junge Generation. Leikritið var valið til þátttöku í evrópskri leikskáldasamkeppni fyr- ir um fímm árum. „Það fékk nú eng- in verðlaun þarna úti en hins vegar var umboðsmaður í Berlín sem átti aðild að keppninni og fékk mikinn áhuga á þessu verki. Hann tók að sér að koma því á framfæri í Þýska- landi, í þýskri þýðingu Gudrunar M.H. Kloes. Það hefur nú skilað þessum árangri,“ segir Elías í sam- tali við Morgunblaðið. Ólík viðbrögð einstaklinga sem lenda undir harðstjórn Aðspurður um efni leikritsins segir hann að það sé fjölskyldu- harmleikur sem gerist í nútímanum. „Það tekur fyrst og fremst á spurningunni um harð- stjórann, sem í þessu tilfelli er innan ramma fjölskyldunnar. Leik- ritið hefst þegar aðal- persónan, ung stúlka, kemur heim eftir nokkra fjarveru vegna andláts föður síns. Það verður tilefni til upp- gjörs og endurminn- inga og dramatískra átaka sem snúast um harðstjórann og ólík viðbrögð einstaklinga sem lenda undir harð- stjórn,“ segir hann. Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit eftir Elías er sett á svið en fram- haldsleikrit eftir hann, Myrkraverk, var flutt í Útvarpsleik- húsi Ríkisútvarpsins árið 1996. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka á undanförnum árum, m.a. sjö skáldsögur, nokkrar smásögur og ýmis rit sagnfræðilegs eðlis. „Síðustu árin hef ég fyrst og fremst ein- beitt mér að því að skrifa fyrir börn og unglinga," segir hann og bætir við að síðasta árið hafí hann farið að fást meira við leikritun, sem honum þyki afar skemmtilegur og spennandi miðill. Vart þarf að taka fram að Elías hyggst þekkjast boð leikhúss- ins um að vera viðstaddur frumsýn- inguna í Dresden í apríl. 15% aukaafsláttur af öllum vörum fimmtudag til laugardags Nýjar vörur á mánudag Opið á laugardögum frá kl. 10 til 16 mmarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 ALNABÆR Síðumúla 32, Reykjavík Símar 553 1870 & 568 8770 Tjarnargötu 12, Keflavík Sími 421 2061 50% afsláttur af glugga- tjaldaefnum. Efni frá kr. 200,- m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.