Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Tófú eða sojabaunahlaup í stað kjöts og físks Dregiir í sig brag’ð af kryddinu Tófú er próteinríkt TÓFÚ er góður próteingjafi sem inniheldur litla fitu. Það er mikilvæg afurð fyrir þá sem borða ekki kjöt og fisk og líka fyrir þá sem vilja auka próteinneyslu sína og halda fituneyslu í skefjum. Tófú inniheldur kalk og í sojavörum eru ákveðin jurtaefni (phytochemicals) sem menn telja að geti jafnvel átt þátt í að varna myndun krabbameins. -/elinet Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. „ÉG BJÓ alltaf til tófú (sojabauna- hlaup) áður en það fékkst hér á landi,“ segir Gunnhildur Emilsdótt- ir en hún rekur matstofuna A næstu grösum. „Það er hægt að gera marga skemmtilega rétti með þess- ari afurð því hún er svotil bragðlaus og dregur í sig allt krydd sem notað er við matargerðina.“ í staðinn fyrir rjóma eða majónes „Það er líka talið mjög gott að nota tófú í staðinn fyrir majónes og ég hef stundum þeytt það út í þykk- ar sósur og notað í stað rjóma í eft- irrétti. í þeim tilfellum sem afurðin er notuð sem rjómi eða majónes hentar mjúkt tófú betur en með- alstíft eða stíft.“ Gunnhildur segir að í Japan sé tó- fú eða sojabaunahlaup á borðum fólks svo til daglega. Sölufólk ekur með ferskt tófú í sérstökum kerrum um hverfín og fólk kemur út og kaupir í matinn. „Til að hleypa tófú er bætt í það hleypiefni og mér finnst ég finna aukabragð af þeim tegundum sem fást hér á landi, sem eflaust kemur af þessum hleypiefn- um. Þegar ég bjó til tófú notaði ég sítrónu sem hleypiefni og það kom vel út.“ -Hvernig er tófú búið til? , „Ég byrjaði á því að leggja sojabaunir í bleyti, hakka þær svo og sjóða. Að því loknu sigtaði ég þær með bómullargrisju, hleypti mjólkina með sítrónu og það má í raun segja að þetta sé sama aðferðin og þegar verið er að búa til osta. Tófú er í raun sojaostur." Alltaf að sjóða eða frysta tófú - Sker maður tófú niður í bita og borðar beint úr pakkan- um? „Það myndi ég aldrei gera. Fyrir það fyrsta er mjög gott að frysta það. Tófú geymist þannig í 3-4 mán- uði og það tekur betur við kryddi og heldur sér betur með þeim hætti. Frysti ég það ekki tel ég nauðsyn- legt að láta það alltaf sjóða aðeins TÓFÚBOLLUR til að fá úr því óæskilega gerla ef einhverjir eru. Þegar ég tek það úr frysti og er búin að láta það þiðna, þá pressa ég úr því vökvann og sker það síðan niður í sneiðar eða bita og legg í kryddlög. Mér finnst nauðsynlegt að leggja það í soja- eða tamarisósu og leika mér síðan með kryddtegundir." Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNHILDUR Emilsdóttir, sem rekur matstofuna A næstu grösum. Hún bendir á að margir noti rauðvín í kryddlög og hún bætir við að grænt krydd fari agætlega með því. „Mér finnst líka gott að borða djúpsteikt tófú, það breytir sér ekki í lögun við steikinguna og er fjarska gott á bragðið. Síðan hef- ur verið hægt að kaupa lífrænt tó- fú í Yggdrasli sem er í kryddlegi og tilbúið. Það er frábært og ég hef skorið það í kubba og steikt með kryddi og sett í pottrétti. Með þeim hætti kemur tófú í stað fisks eða kjöts. Það má líka setja það út í salöt.“ Hún ítrekar þó að það sé grundvallaratriði að sjóða afurðina eða frysta áður en hennar er neytt. Góður kryddlögur góðan - Hvernig býrðu til kryddlög fyrir tófú? „Ég nota alltaf ekta shoyasósu og ekki sojasósu sem búið er að blanda saman við sykri eða öðrum sætuefn- um. Tamari-sósa er líka góður kost- ur sem kryddlögur. Hér er tillaga að kryddlegi sem ég nota stundum. Til að byija með set ég þijár stórar matskeiðar af Tamari-sósu eða shoyasósu í skál. Út í hana set ég 1 matskeið af safa úr rifnum og kreistum ferskum engifer. Þá bæti ég í ögn af cayenne-pipar eða chilipipar og smávegis af hlynsírópi (maple-sírópi). Þetta hræri ég vel saman og læt bitana eða þá sneiðamar liggja í leginum í nokkra tima eða geymi þá í leginum í ísskáp yfir nótt. Þá dregur soja- baunahlaupið í sig allan vökvann. Tófú með græn- metiskæfu ____________4 vorlaukur__________ ________1 msk. maísenamjöl_______ örlítið reykt tófú______ Nori-þang (fæst í Heilsuhúsinu) natríumskert salt, pipar og ferskt krydd eftir smekk Látið suðu koma upp á tófúinu, kreistið vökva úr því og skerið í sneiðar. Leggið í kryddlög. Setjið grænmetið í matvinnsluvél og maukið. Bætið í það örlitlu reyktu tófúi, kryddi eftir smekk og bindið það saman með maísenamjöli uns komin er álitleg gi-ænmetiskæfa. Búið síðan til samlokur með því að setja sneið af tófú neðst, smyija grænmetiskæfu þar ofan á og setja að lokum aðra sneið af tófú ofan á. Bindið með Nori-þangi. Skerið Nori í strimla og vefjið utan um samlokurnar. Bakið í ofni við með- alhita í um 20 mínútur og berið fram með hýðishrísgrjónum, salati og sósu. mmmmmmmmmmmmmsrnmm Tófúbollur ____________Stíft tófú___________ ____________vorlaukur____________ ________1 dós vatnshnetur________ _________(Waterchestnut)_________ ___________hnetusmjör____________ __________cayenne-pipar__________ ______________karrí______________ ____________salt og pipar________ ____________gulrætur_____________ _____________sveppir_____________ _____________pgprikg_____________ hveiti______________ sojasósa Tófú er sett í sjóðandi vatn og síð- an er allur vökvi kreistur úr því. Grænmeti og krydd er sett í mat- vinnsluvél og tófúi bætt út í síðast. Mótaðar bollur. Bollunum er velt upp úr hveiti og þær síðan djúp- steiktar. Borið fram með hýðis- grjónum, salati og súrsætri sósu. ÓTRÚLEGT Nú er FELICIA komin með glæsilegan framsvip af nýjum SKODA OCTAVIA. Með nýtt útlit og betri staðalbúnaði verður traustui' rúmgóður fjölskyldubíll með fjölbreytt notagildi að enn betri kosti. Og verðið er hi'eint ótrúlegt! HEKLA www.hekla.is Skoda Felicia kostar aðeins kr. 865000 Fyrir 4 2 pakkar ókryddað meðalstíft sojabaunahlaup (tófú) kryddlögur (uppskrift að ofan) __________2 gulrætur__________ 1 rófa Heldur þú að 5 E-vítamm sé nóg ? - NATEN 1 _______- er nóg l_£
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.