Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kvótaverð of hátt fyrir kvótalítil skip Ætla að róa í trássi við lög UR VERINU Fyrrverandi íslenskir Smugutogarar landa á Húsavík Kemur Islendingum til góða í framtíðinni RÚSSNESKI togarinn Belarius var væntanlegur til Húsavíkur seint í gærkvöldi með um 30 tonn af þorski fyrir Fiskverkun GPG en togarinn Mír frá sama fyrirtæki landaði álíka miklum afla á Húsavík á mánudagskvöld. Togai’arnir voru áður í eigu Islendinga, hétu Runólf- ur og Már, og voru þá við veiðar í Smugunni en Norðmenn hafa bann- að erlendum togurum, sem veitt hafa í Smugunni, að landa í Noregi og því gerði rússneska fyrirtækið samning við GPG. Gunnlaugur Karl Hreinsson hjá Fiskverkun GPG sagði að upphaf- lega hefði verið haft samband við rússneska fyrirtækið með samning í huga í þeim tilgangi að auka stöðug- leikann í verkuninni en aðgerðir í Noregi eftir áramót hefðu síðan haft áhrif á gang mála fyrr en til stóð. Löndunarbann í Noregi „Okkur hefur vantað hráefni vegna saltfískverkunarinnar eftir vetrarvertíðina og því fór ég af stað að reyna að tryggja meira hráefni yfír sumarið og fram á haustið," sagði Gunnlaugur Karl við Morgun- blaðið, spurður hvernig samstarfið hefði komið til. Hann sagðist ekki hafa vitað að rússneska fyrirtækið gerði út fyrrverandi íslenska Smugutogara þegar hann leitaði eftir samstarfí við það enda hefðu Rússar keypt fleiri skip en hefðu veitt í Smugunni. Hins vegar hefði afstaða Norðmanna til erlendra Smugutogara verið kunn þó ekki hefði reynt á hana varðandi þessa rússnesku togara fyrr en nú. „Við höfðum samband við útgerð sem á skip með kvóta í Barentshafi, en um er að ræða fyrirtæki sem hefur ver- ið að skipta út gömlum kláfum og keypt nýrri skip af íslendingum í staðinn. Pessi skip hafa landað í Noregi en allt í einu bönnuðu Norð- menn þeim það. Þeir geta refsað þeim með því að banna þeim að landa en geta samt ekki tekið af þeim kvótann. Löndunarbannið gerðist snögglega og þar sem þessi skip eru í rekstri og þurfa að landa ísfíski á sjö til 10 daga fresti vildu þau koma til okkar. Við höfðum gert áætlun með þrjú skip í huga, að eitt sigldi með afla allra hverju sinni, til að vera alltaf með fisk sem væri ekki meira en 10 daga gamall og áætlunin varð allt í einu að veru- leika.“ Gunnlaugur Karl sagði að samn- ingurinn væri opinn og uppsegjan- legur með ákveðnum fyrirvara en héldu Norðmenn löndunarbanninu til streitu mætti alveg eins gera ráð fyrir viðvarandi samstarfí. „Þetta er erfiðasti tíminn núna og því er afli togaranna ekki mikill en það er líka ágætt fyrir okkur að fá minni skammt í byrjun meðan við erum að finna út hvernig við viljum hafa þetta. Hins vegar má gera ráð fyrir auknum afla þegar febrúar er liðinn. Mesta hættan er á að upp úr svona samstarfí slitni í byrjun en byrjunin lofar góðu og ég vona að samstarfíð haldi áfram.“ Meiri stöðugleiki Að sögn Gunnlaugs Karls er Fiskverkunin í föstum viðskiptum við um 30 dagróðrabáta og kaupir auk þess á fiskmörkuðum. Hann sagði að hráefnið væri dýrt um þessar mundir en verðið hjá Rúss- unum væri ekki hærra, jafnvel ívið lægra. „Verðið á mörkuðunum í haust var það hátt að menn töpuðu jafnvel á því að kaupa. En físk hefur vantað á markaðinn og því hefur verðið verið hátt. Þessi möguleiki eykur stöðugleikann og vonandi opnar hann leið íyrh’ alla til að fá físk í vinnslu. Með þessum aðgerðum eru Norð- menn að ýta frá sér ákveðnum hlut en annaðhvort eru þeir með aðgerð- ir eða ekki. Norðmenn vilja ekki sjá íslensk skip sem hafa verið í Smug- unni, helst ekki fá þau inn í land- helgina, en þeir verða að útiloka skipin og þegar þau eru komin í eigu Rússa er spuming hvað þeir gera. Annaðhvort hætta þeir þess- um aðgerðum, leyfa bátunum að landa og opna þar með fyrir okkur Islendinga líka eða missa af hráefn- inu. Því ætti þetta að koma íslend- ingum til góða til framtíðar, á hvorn veginn sem fer.“ KVÓTALITLAR útgerðir sjá nú fram á að þurfa að binda báta sína vegna hækkandi verðs og lítils framboðs á leigukvóta. Viðskipta- verð á þorskaflamarki var 103,55 krónur á Kvótaþingi Islands í gær. Lögmaður Landssamtaka útgerða kvótalítilla skipa, segir marga út- gerðarmenn tilbúna að grípa til ör- þrifaráða, enda sé rekstrargrund- völlur þessara útgerða gersamlega brostinn. Hilmar Baldursson, lögmaður LÚKS, segir að við stofnun sam- takanna hafí verið reiknað með á milli 3-400 félagsmönnum en síð- ustu daga hafi ótal margir aðrir útgerðarmenn sett sig í samband við samtökin. „Margir útgerðar- menn segjast tilbúnir að fara á sjó og fiska í trássi við lög verði ekki gripið til einhverra aðgerða. Við viljum gera gagngerar breytingar á Kvótaþingi og helst leggja það af. Þá hafa reglur um 50% veiði- skyldu á ári og afnám línutvöföld- unar gert kvótalitlum útgerðum mjög erfítt fyrir. Ennfremur hafa stórútgerðir leigt til sín mikið af kvótalitlum bátum sem leiðir til enn minna framboðs aflamarks á markaðnum. Náðarhöggið var síð- an nýju fiskveiðistjórnunarlögin sem sett voru í kjölfar Hæstarétt- ardómsins. I framtíðinni getur hver sem er fengið veiðileyfí sem voru einu verðmætin sem kvóta- litlar útgerðir höfðu í höndunum. Þessir útgerðarmenn þurftu að kaupa báta vegna úreldingarkerf- isins og þá voru veiðileyfín stór hluti af verðmæti bátsins. Það eru dæmi um að verðmæti báta nú sé aðeins fjórðungur þess sem það var fyrir lagasetninguna," segir Hilmar. Kæmum út í mínus Erlingur Sveinn Haraldsson, út- gerðarmaður Sveins Sveinssonar BA frá Patreksfirði, segist nú vera búinn að veiða kvóta sem hann leigði á 88 krónur í haust. Leigu- verðið sé nú komið í um 103 krónur og fari haekkandi. „Miðað við það fískverð sem við höfum fengið kæmum við út í mínus ef við leigð- um kvótann á þessu verði. Menn eru að reyna að halda þessu áfram til að halda þessu saman og geta búið hér á landsbyggðinni." A Patreksfirði eru nú gerðir út 7 kvótalausir bátar og segir Erlingur 20 fjölskyldur standa að útgerðum skipanna. „Þessir bátar lönduðu 1.500-2.000 tonnum af fiski hér á síðasta ári. Við það hefur skapast heilmikil atvinna og byggðarlagið notið góðs af. A meðan leiguverðið var undir 80 krónum var hægt að láta enda ná saman með mikilli vinnu. Við erum ekki að biðja um neitt gefins. Við viljum aðeins fá að hafa í okkur og á til að þurfa ekki að flykkjast suður til Reykjavíkur á bætur,“ segir Erlingur. Upplýsingatækni og umhverfismál Markáætlun um rannsóknir og þróun Rannsóknarráð íslands auglýsir eftir umsóknum í markáætlun um rannsóknir og þróun á sviði upp- lýsingatækni og umhverfismála. Markáætlunin var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 21. ágúst sl. og gerir hún ráð fyrir að 580 milljónir kr. verði til ráðstöfunar á árabilinu 1999 - 2004. Markmið Leitað er eftir umsóknum til verkefna í samræmi við yfirskriftir og efnislega lýsingu áætlunarinnar. Endanlegt val verkefna ræðst af mati á gæðum þeirra umsókna sem berast og metnar verða í innbyrðis samkeppni. Veittir verða styrkir til verkefna sem koma fyrirtækjunum til góða og leitt geta til þjóðfélagslegs og hagræns ávinnings, svo og verkefna sem stuðla að langtíma- uppbyggingu þekkingar hjá stofnunum og fyrirtækjum á sviðum áætlunarinnar. Form styrkja Verkefnastyrkir geta verið til allt að þriggja ára og numið allt að 7 m.kr. á ári til einstakra verkefna. Heimilt er að styrkja allt að 50% af heildarkostnaði einstakra þátttakenda. Rannsóknarráði er heimilt að veita styrki til forverkefna allt að 600 þ.kr. og styðja sérstakar aðgerðir eins og ráðstefnur og vinnufundi og bjóða erlendum vísindamönnum til fyrirlestrahalds eða tímabundinnar dvalar ef það er talið þjóna vel skilgreindum markmiðum áætlunarinnar. Upplýsingatækni - meginsvið • Upplýsingatæknileg aðlögun að menntun, menningu og tungu. • Upplýsingatækni innan stjórnsýslu og stofnana. • Notkun og þróun upplýsingatækni innan fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. • Öflugri upplýsingatæknifýrirtæki. • Fjarvinna í þágu byggðastefnu. • Fjarkönnun í þágu umhverfismála. • Upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs á íslandi. • Upplýsingatækni í þágu íslensks menningararfs. • Tölfræði upplýsingatækni. Umhverfismál - meginsvið • Sjálfbær nýting auðlinda - sjálfbært efnahagslíf. • Hnattrænar umhverfisbreytingar og náttúrusveiflur. • Umhverfisvænt atvinnulíf. • Umhverfi, hollusta og heilsa. • Erfðaauðlindir íslands. Tvö umsóknarþrep Til 15. mars 1999 verður hægt að skila inn forumsóknum á einföldu formi þar sem verk- efni er lýst á þrem til fjórum blaðsíðum. Um- sækjendur fá skjót viðbrögð Rannsóknarráðs við forumsókn og aðstoð við frágang endan- legrar umsóknar, séu efni til þess. Forumsókn er ekki skilyrði fyrir umsókn í markáætlunina en eindregið er hvatt til þess að umsækjendur nýti sér boðið. Til og með 15. apríl 1999 verður hægt að skila endanlegum umsóknum ásamt nauðsyn- legum fylgigögnum. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar Á heimasíðu Rannsóknarráðs http://www.rannis.is og á skrifstofu ráðsins Laugavegi 13,4. h. (s. 562-1320), er hægt að nálgast umsóknareyðublöð og bækling með ítarlegri upplýsingum um markáætlunina. 73 Mat á umsóknum Fagráð Rannsóknarráðs munu meta umsóknir. Að öðru jöfnu njóta umsóknir forgangs; • þar sem náin samvinna er milli þeirra sem stunda rannsóknir og ráða yfir viðeigandi sérþekkingu og þeirra sem hyggjast nota niðurstöðumar eða ætla sér að koma þeim á framfæri og markvisst stuðla að notkun þeirra; • þar sem mikils ávinnings er að vænta í Ijósi markmiða áætlunarinnar; • þar sem fleiri verkefni stuðla að samvirkni á viðkomandi sviði; • þar sem vísindaleg þjálfun og þáttur ungra vísindamanna er hluti af framkvæmd verkefnisins. RANNÍS Rannsóknaráð íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 5621320, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.