Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaður- Radíus Reykjavík ÞAÐ VAR ofurlítið skoplegt en þó ánægju- legt að hlusta á bæjar- stjórann á Seltjarnar- nesi halda fram hug- myndum um að eðlilegt væri að færa land- búnaðarstofnanir út úr Reykjavík. Hann mælir með Akureyri sem viðtökustað. Hann vill efla einn byggðakjarna til mótvægis við suðvesturhornið. Af hverju þarf bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu til að benda á þetta? Eg færi honum hér með þakkir fyrir þessar ábendingar. Þær verða vonandi teknar alvarlegar þar sem þær koma frá ráðamanni innan „radíuss Reykjavíkur“ en ef þær kæmu frá landsbyggðarmanni. Allir standa á tímamótum Tímamót Bændasamtakanna eru þau að með sameiningu Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarfélags ís- Stofnanaflutningur Eg tel að verði stofnan- ir landbúnaðar, rann- sóknir atvinnuveganna og menntun, segir Ævarr Hjartarson, fluttar hingað til Eyja- fjarðar þurfum við ekki að berjast við fólksfækkun. lands hófst ferill sjálfseyðingar, bú- greinafélögin eru að eta innanúr sam- tökunum, án sýnilegs tilgangs fyrir bændastéttina. Vil eg þar benda á t.d. kjör formanns Landsambands kúa- bænda (LK). Hann taldi sig ekki geta verið innan stjórnar BI eftir kjör hans sem formanns LK. Þar virðist vera sjónarmið að BÍ vinni ekki fyrir kúa- bændur heldur beri að líta á stjóm BÍ sem and- stæðing sem berjast verði við. Er það eðli- legt? Svari hver fyrir sig. Er kúabóndi orðinn andstæðingur sauðfjár- bónda eða hrossabónda? Er ekki styrkur sveit- anna að standa saman. Tímamót leiðbein- ingaþjónustunnar eru að einstaka búgreinar eru nú að ráða sér leiðbein- endur. Samstaðan um að halda uppi heil- steyptu kerfi er brostin. Loðdýrabændiu' em að ráða sér ráðunaut kostaðan af ein- staklingum fyrirtækjum o.fl. Þetta er svipað og maður sér í sjónvarpi þar sem stendur að „Gróðapungar styrktu útsendingu þessa þáttar". Þar með er brostinn grundvöllur sameiginlegrar leiðbeiningaþjónustu fyrir bændur. E.t.v. er tími útboða runninn upp í þessari grein. Af hverju er þetta að gerast? Stendur núverandi leiðbein- inga- og félagskerfi ekki undir því sem ætlast var til af því? Hefur það sofnað eða vilja menn að það sofni? Það er rætt um og sett í lög að koma eigi á fót leiðbeininga- miðstöðvum úti á landi. Eg held að leiðbeiningamiðstöðvar á lands- fjórðungastigi séu ekki lausnin. Það á að tengja þessa starfsemi og þjón- ustu miklu meira við sveitarstjórn- arstig, stækkandi sveitarfélög og at- vinnuráðgjöf. Tímamót rannsókna eru þegar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins rannsakar hrútakjöt með tilliti til fengitíðarbragðs, en ekki Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Þörf rannsókna er augljós og mörgum spurningum ósvarað. Ef framfarir eiga að verða þai-f rannsóknir. Rannsókn og tilraunir eru hluti af rekstrarkostnaði at- vinnuvegarins og við verðum einfald- lega að sætta okkur við að sá þáttur er kostnaðarsamur og svarai- ekki alltaf spurningum í hvelli, en gerir það að lokum. Þegar ákveðið verður að flytja allar rannsóknastofnanir at- vinnuveganna norður til Akureyrar og koma þeim fyrir við hinn atvinnu- tengda háskóla þar, skapast tækifæri á endurskipulagningu með tilliti til verkefna með t.d. rannsókn matvæla. Tímamót menntunar eru alltaf. Við spyrjum nú, hvar er nemandinn? Fyrii’sagnir blaða nú era: „Samning- ar um fjarnám undirritaðir." Fjar- fundabúnaður tekinn í notkun. Nem- endur vitna um ágæti þessara sam- skipta. Kennarinn orðinn mynd á skjá. Netfang, heimasíða, tölvupóst- ur. Hér koma einnig inn tímamót í leiðbeiningaþjónustu. Þá má spyi'ja: Hvaða máli skiptir staðsetning menntunai'/mennta- setra? Hún skipth' alltaf máli fyrir byggðaþróun og eflingu atvinnu. Menn þurfa að vera einhvers staðar til að ræsa fjartengibúnað og skipu- leggja fjarkennslu. Að öllu þessu samanlögðu tek eg undir með bæjarstjóra Seltjarnar- ness að landbúnaðarstofnanir á að flytja út á land og þá er Akureyri sterkasti staðurinn til að hamla á móti myndun borgríkis á Islandi. Hér ætti að vera aðsetur landbúnað- arstofnana í félagsmálum land- búnaðar, í leiðbeiningaþjónustu við landbúnaðinn, rannsóknum í land- búnaði og sjávarútvegi, iðnaði o.fl. og æðri menntun í landbúnaði í tengsl- um við Háskólann á Akureyri. Eg þakka þeim sem nennt hafa að lesa hingað. Þegar þessi flutningur hefst, sem þarf að gerast fljótt, gefst tækifæri á endurskoðun og uppbyggingu á breyttu starfsumhverfi og formi þess- ara þátta. Eg tel að verði stofnanir landbúnaðar, rannsóknir atvinnuveg- anna og menntun flutt hér til Eyja- fjarðar þurfum við ekki að berjast við fólksfækkun, þetta gefur héraðinu og landsbyggðinni sterka sóknarstöðu til mótvægis við „radíus Reykjavík“, gæti verið okkar stóriðja. Um þetta þarf að fara af stað um- ræða, ekki þó mjög löng svo að frarn- kvæmdir geti hafist á þessum flutn- ingum strax í upphafi nýrrar aldar. Höfundur er ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Ævarr Hjartarson Þakkir fyrir öflugan stuðn- ing til áhrifa Suður- landskj ör dæmis UM LEIÐ og ég þakka Sunnlending- um fyrir mjög öflug- an stuðning og traust sem ég hlaut í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins á Suður- landi um síðustu helgi þá vil ég um leið þakka Sunnlending- um fyi'ir þann mikla áhuga sem þeir sýndu á prófkjörinu með metþátttöku, einhverri þeirri mestu sem um getur hlutfallslega á Islandi í prófkjöri stjórn- málaflokks. Margir nýir frambjóðendur voru í próf- kjörinu og það eru gömul sannindi að þeir eiga erfíðara um vik til árangurs og stjórnmálaframinn getur verið tímafrekur, hægfara og óviss, en þakka ber áhuga og áræði allra þátttak- enda. Þá öld sem nú er senn á enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið forystuafl á Suð- urlandi á vettvangi stjómmálanna og ávallt hefur farið saman að þegar styrkur sjálf- stæðismanna hefur verið mestur á Suður- landi hafa framfara- skrefin verið stigin markvissast og með mestum árangri. I komandi alþingis- kosningum 8. maí nk. er mikilvægt fyrir stöðu Suðui'landskjördæmis að Sjálfstæðisflokkurinn komi öflug- ur til leiks á nýju þingi með þrjá þingmenn í kjördæminu. Hvar- vetna um kjördæmið var góð þátt- taka og því augljóst að fólk er sér Kosningar í komandi alþingis- kosningum er mikil- vægt fyrir stöðu Suður- landskjördæmis, segir Arni Johnsen, að Sjálf- stæðisflokkurinn komi öflugur til leiks á nýju þingi með þrjá þing- menn í kjördæminu. mjög vel meðvitandi að það skipt- ir miklu máli að þétta aflið fyrir framtíð Suðurlandskjördæmis og væntanlegs Suðurkjördæmis. Fyrir hönd okkar frambjóðenda vil ég ítreka þakkir til Sunnlend- inga fyrir þátttökuna í prófkjörinu og hvet til samstöðu um sigur á komandi vori. Höfundur er alþingismaður Sjálfsiæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Fréttir á Netinu vd) mbl.is ALLTAf= GITTH\SA£> A/ÝT7 Árni Johnsen Enn betri fram- haldsskóli í FYRSTA skipti í ís- lenskri skólasögu er samtímis verið að vinna að námskrám fyrir bæði grunn- og framhalds- skóla. Þetta heftu- átt sér langan aðdraganda. I skýrslu um mótun menntastefnu sem birt var í júni 1994 segir: „Aðalatriði í námskrár- gerð er því ekki, hvaða námsgreinar á að kenna, heldur hvaða kunnáttu, skilning, fæmi og námsreynslu nemendur ættu að hafa öðlast við námslok, svo og hvaða viðhorf og gildi eigi að einkenna skólastarfið." I mannréttayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir svo um menntun: Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstak- linganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skiln- ing, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúflokka. Til þess að fullnægja þessu ákvæði þarf skólakerfið, ekki síst framhalds- skólinn, að ætla þeim greinum rúm Menntun Menntun skal beina í þá átt, segir Sigurður Pálsson, að þroska per- sónuleika einstakling- anna og innræta þeim virðingu fyrir mannrétt- indum og mannhelgi. sem snerta þessi efni. Til að skilja aðra, - menningu, siði, trúarbrögð, - þarf þekkingu, bæði á eigin menn- ingararfi svo og menningararfi fram- andi þjóða. Námsgreinar sem fjalla sérstaklega um siðfræði, trúarbrögð og lífsskoðanir veita slíka þekkingu. Þar hefur verið fátt um fína drætti í íslenskum framhaldsskólum. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar þar sem þessar greinar eru víða kjarnagreinar á öllum brautum framhaldsskóla. Inntakið er siðfræði, heimspeki og trúarbragðafræði með sérstakri áherslu á hinn kristna menningar- og trúararf. Þar hafa menn áttað sig á því sem Páll Skúla- son háskólarektor hefur leitast við að vekja athygli á hér: „Öll hug- myndasaga Vesturlanda - og þar með talin saga heimspeki, vísinda og bókmennta - er jafnt í almennum sem einstökum atriðum óskiljanleg nema í ljósi kristinnar kenningar og með sífelldri hliðsjón af henni... Til þess að kynnast sjálfum okkur, sögu okkar og menningu, þurfum við því að kunna ítarleg skil á hinni kristnu kenningu, enda hefur trúlega engin kenning verið jafn rækilega rannsökuð og hugleidd af fræðimönnum sem alþýðu manna.“ (Pælingar, 1987, bls. 261). Ekki var annað að sjá en sömu áherslur hafi verið uppi á málþingi rómversku kirkjunnar sem menntamál- aráðherra sótti fyrh' skömmu sbr. frétt í Mbl. 21. jan. sl. Upplýsingasamfélagið, sem hin nýja skólastefna er að vonum mjög upptekin af, gerir mönnum kleift að nálgast margvíslega vitneskju fyrir- hafnarlítið. Tækniþekkingu fleygir fram, má þar minna á nýjustu afrek á sviði líftækni. Með öllu þessu fjölg- ar siðferðilegum álitamálum. Hafi einhvern tíma verið þörf á að leggja áherslu á gildismat og efiingu sið- ferðilegs þroska og siðferðilegrar dómgreindar í menntun uppvaxandi kynslóðar er það nú. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa. Manninum er stundum lýst sem veru er leitar lífi sínu merkingar. Líklega er sú leit aldrei ákafari en á þeim árum sem ungmenni stunda ft-amhalds- og háskólanám. Skóla- kerfinu er ekki ætlað hlutverk í þeirri leit, en eigi að síður ætti það að gegna mikilvægu hlut- verki. Framhaldsskól- inn þarf að vera vett- vangur þar sem hægt er að kynnast, ræða og glíma við spurningar um lífsgildin, tilganginn með veru mannsins, hugsjónir og siðgæði, svo nemendur öðlist forsendur til að taka af- stöðu og koma sér upp lífsviðhorfum á grund- velli þekkingar og skilnings. Það vekur mörgum ugg hve stríðalin og dekruð börn vestrænnar velsældar eru mörg hver þjökuð af merkingar- og tilgangsleysi eigin veru. Hvað veldur? Hefm- uppeldið og menntun- in svikið þetta fólk um mikilvæga þætti sem heilbrigð sjálfsmynd og jákvæð lífssýn er smíðuð úr? Hefur efnishyggja, tæknihyggja og áhersl- an á það sem hagnýta má með áþreifanlegum hætti ýtt tO hliðar eða vanrækt það sem stuðlar að heil- brigðri mennsku? Trú- og skoðana- frelsi eru grundvallarmannréttindi. Þetta frelsi leiðir af sér fjölhyggju sem krefst umburðarlyndis, en gefur jafnframt möguleika á að ræða og takast á um ólík viðhorf. En það þarf að gerast á grundvelli þekkingar og skilnings. Slík umræða er mikilvæg og stuðlar að því að menn haldi vöku sinni varðandi gildi sem þeh' telja mikilvæg. En fjölhyggjunni fylgir einnig hættan á afstæðishyggju sem ekki nennir að leggja á sig að vega og meta lífsgildin. Slík afstaða leiðir auðveldlega til tómhyggju (nihil- isma) þar sem ekkert skiptir lengur máli. Haft er eftir menntamál- aráðheira að á fyrrnefndu málþingi rómversku kirkjunnar hafi sérstak- lega verið varað við tómhyggjunni. A þessu getui' framhaldsskólinn tekið með því að miðla þekkingu og vera vettvangur umræðu um lífsviðhorf og siðferðileg gildi. Það yrði fagnaðarefni ef góður framhaldsskóli yrði enn betri með nýrri námskrá og þeim efnum sem hér hafa verið rædd gert hærra und- ir höfði en verið hefur. Eftirfarandi klausa í bæklingnum „Enn betri skóli“ (apríl 1998) vekur vonir um það. í framhaldsskóla hafa kristin fræði og trúarbragðafræðsla ekki verið á almennri námskrá eins og tíðkast í nági’annalöndum. I nýrri námskrá mætti huga að því hvort slíkar greinar geta rúmast í kjarna, a.m.k. á félagsfræðibraut. ( Bls. 46). Þetta ætti þó að mínu mati að vera viðfangsefni allra framhaldsskóla- nema. Séra Jóhann Hannesson, kristni- boði og síðar prófessor, skrifaði í grein í Kristilegu stúdentablaði árið 1958: „Uppeldi á heimilum og í skól- um miðar ekki einvörðungu að því að veita mönnum hagnýta og fræði- lega þekkingu. Það stefnir einnig að því að kenna mönnum að meta hin ýmsu verðmæti bæði almenn menn- ingarleg verðmæti, trúarleg, sið- ferðileg og þjóðleg verðmæti. Það er þessi síðari þáttur uppeldisins sem þroskar nemendur fremur hinum fyrri og er þar að auki miklu erfiðari viðfangs (leturbr. mín). Að verulegu leyti gegnur vitsmunahyggjan (in- telektúalisminn) á snið við mat þeirra verðmæta sem ekki eru vits- munalegs eðlis eða leysir það mjög einhliða af hendi... Gildismat ver- aldarhyggjunnar (secúlarismans) miðast afttur á móti við þau verðmæti ,er veita mikinn sýnilegan árangur á einhverju sviði... Mark- miðið er að komast áfram í lífs- baráttunni... Hvers óskum við afkomendum okkar? Höfundur er fyrrvcrandi námsljóri í kristnum fræðum og er sóknar- prcstur { fíal lyrunsk irkj u. Sigurður Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.