Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 61 I DAG BRIDS Unisjón fiuilinuiidiir l'áll Arnarsou ZIA Mahmood er nú vænt- anlegur á bridshátíð eftir nokkurt hlé, en Zia hefur frá fyrstu tíð verið nánast eins konar tákn hátíðarinn- ar og mönnum finnst vanta eitthvað þegar hann er ekki með. Einn spilari orðaði það svo: „Bridshátíð án Zia er eins og jól án jólasveina.“ Aður fyn- dvaldi Zia oft í nokkra daga á Islandi eftir að hátíðinni lauk og spilaði þá gjarnan rúbertubrids. Hér er hann í góðum félags- skap íslenski'a spilara í harðri rúbertu árið 1987: Suður gefur; AV á hættu. Norður A 3 V 108764 ♦ Á9652 ♦ 53 Vestur Austur A 102 * KDG9865 VK2 V D ♦ K1083 ♦ G8 *ÁD864 *G102 Suður *Á74 VÁG953 ♦ D4 *K97 Vcstur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 1 grand 2 spaðar Pass Pass 2grönd 3spaðar 3grönd Dobl 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Fyrst ein létt þraut: í hvaða sæti var Zia? Þeir sem kannast við kappann sjá umsvifalaust að hann hlýtur að hafa verið í norður. Rétt. Félagi hans í suður var Þórarinn Sigþórs- son og hann fékk það verk- efni að spila fjögur hjörtu dobluð. Ut kom spaði, sem Þórarinn drap og trompaði strax spaða. Hann spilaði næst trompi á ásinn og stakk síðasta spaðann. Síð- an sendi hann vestur inn á tromp og beið eftir tíunda slagnum á tiguldrottningu eða laufkóng. Tíu slagh-, þegar AV eiga geim í spaða. Nokkuð gott. Árnað heilla Q/AÁRA afmæli. í dag, *J V/ fimmtudaginn 11. febrúar, verður níræð Ellen Sighvatsson, Amtmanns- stíg 6, fv. forsljóri Vá- tryggingaskrifstofu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara íyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI /, Ef þab erbiettur á. loféinu, þá, Þýtir þdb sigur—b/etturdi gó/f/nu — ." Með morgunkaffinu NEI, pabbi er ekki heima. ÉG var svo uppgefin að ég gat ekki eldaö. Ég tók til í veskinu mínu í allan dag. COSPER STJÖRNUSPA cftir Frances Drakc * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert fordómalaus en þó fastur fyi’ir og lítið gefínn fyrir breytingar. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú hefur þann hæfileika að þú tekur hlutina föstum tökum strax í upphafi og fylgir þeim í höfn. Þess vegna skararðu fram úr. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú getur ekki lengur neitað að horfast í augu við að gera nauðsynlegar breytingai'. Reyndu í það minnsta að sætta þig við tilhugsunina. Tvíburar (21. maí - 20. júní) nrt Einhver mun treysta þér fyrir leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi. Hugsaðu þvi málið vandlega. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Taktu sjálfan þig ekki of alvarlega og reyndu að sjá broslegu hliðarnar á lífinu. Gerðu góðlátlegt grín að sjálfum þér og öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú veist hvernig á að höndla málin svo láttu ekki bugast heldur taktu við stjórninni. Þú átt heldur ekki í vandræðum með að koma fyrir þig orði. Meyja (23. ágúst - 22. september) vtmL Muna skaltu að sumt er ekki svara vert svo sparaðu tíma þinn og orku þar til uppbyggilegar samræður bjóðast sem gefa eitthvað af sér. SITT hár fer þér ótrúlega vel. (23. sept. - 22. október) m Þú ert í rómantískum hugleiðingum enda kominn tími til að dekra við sjálfan sig og aðra í leiðinni. Komdu félaga þínum á óvart. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur djúpan skilning á lífinu og tilverunni og skalt notfæra þér hann til að koma á betra jafnvægi milli þín og þinna nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Lánið leikur við þig þessa dagana og það er engin tilviljun því þú ert að uppskera það sem þú hefur lagt að mörkum að undanfórnu. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Gleymdu ekki að þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CísS Þú ert í frábæru skapi sem smitar út frá sér svo um munar. Því væri upplagt að kalia saman nokkra vini og eiga saman ánægjustund. Fiskar (19. febxúar - 20. mars) Það eru átök innra með þér og þú veist ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga. Slakaðu bara á og finndu innri frið þvi þá leysast málin af sjálfu sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Tónlist í guðs- þjónustunni VIÐ föstuinngang og í upphafi föstu býður Reykjavíkurprófastsdæmi eystra til fræðslukvölda í Seljakirkju í Breiðholti. Fyrsta í röð þessara fræðslukvölda er í kvöld, fimmtudag- inn 11. febrúar, og hefst kl. 20.30. Þar mun Jón Stefánsson, organisti og kór- stjóri við Langholtskirkju, fjalla um tónlistina í guðsþjónustunni. Að loknu erindi hans mun gefast tækifæri til umræðna yfir kaffibolla. Notum tækifærið til auka við þekk- ingu okkar og tökum þátt í uppbyggi- legum umræðum. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Samkoma á vegum Byrgisins og Hafnarfjarð- arkirkju BYRGIÐ nefnist hjálpai-starf og björgunarþjónusta til hjálpar vímu- efiianeytendum og húsnæði sem því tengist í Hafnarfirði og í Hlíðardals- skóla. Guðmundur Jónsson, sem er Hafnfirðingur, veitir þvi forystu, en hann hefur fengið helga köllun ti slíkrar þjónustu og rekið þetta starf ásamt aðstoðarfólki af miklum mynd- arskap og drifkrafti. Til stuðnings þessu starfi munu fara fram samkirkjulegar samkomur í Hafnarfjarðarkirkju á föstudags- kvöldum einu sinni í mánuði fram á vor. Hin fyrsta þeirra verðm' á föstu- dagskvöld 12. febrúar og hefst kl. 20. Guðmundur Jónsson og sr. Gunnþór Ingason munu stýra henni. Strand- berg verður opið eftir samkomuna. Heimsókn frá Noregi NORSKI vakningarprédikarinn Gunnai' Hammoy mun tala á sam- komum í Kristniboðssalnum í dag og á morgun kl. 20.30. Hann er áhrifa- mikill og eftirsóttur prédikari í heima- landi sínu, hefur ferðast víða og hefir frá mörgu að segja. Mikill söngur. AU- ir eru hjartanlega velkomnir. Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safhaðarheimili Askirkju. Jóhannes- arbréf lesin og skýrð. Arni Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirlga. Foreldramorgnai' kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðai'- heimilinu á milli kl. 14 og 16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Léttur málsverður í safnaðai'heimili eftir stundina. Æskulýðsfélagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. í auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun. Kii'kjan opnuð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti. Kl. 20.15 trúar- reynsla - fræðsla, kl. 21 Taizé-messa. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri barna kl. 10-12. Fræðsla fi'á Heilsuvemdarstöð: Aðlögun í dag- visturýaðskilnaðarkvíði. Hallveig Finnbogadóttii' hjúkrunarfræðingur. Söngstund. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugameskirlga. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel fi'á kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Selljamanieskirkja. Starf fyrir 9-10 ára böm kl. 17-18.15. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Fræðsluerindi í prófastsdæminu fyrir almenning sem verða í Seljakirkju í febrúai'- og marsmánuði á fimmtu- dögum kl. 20.30 og munu fjalla um: Táknmál kirkjunnar. Jón Stefánsson, organisti í Langholtskirkju, flytur er- indi í kvöld sem nefnist: Tónlist í guðsþjónustunni. Umræður um efnið og kaffi á eftir. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10- 12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Bæna- og kyn-ðai'- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnai’. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrii’ 11- 12 árakl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgnai' kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestrar, létt spjall og kaffi og djús fyrir bömin. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Fyrirbænir og altárisganga, léttur há- degisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðai'- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12 í Vonarhöfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíu- lestur kl. 21. Víðistaðakirlga. Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar-, bæna- og iræðslustund í kirkjunni kl. 17.30-18. Guðrún K. Þórsdóttir, framkvæmda- stjóri FAAS (Félags aðstandenda alzheimersjúklinga), flytur erindi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Prest- arnir taka við ábendingum um fyrir- bænir. ALlir velkomnir. Kl. 17 TTT- starf 10-12 ára krakka. Kl. 20.30 opið hús fyrii' unglinga í KFUM & K-hús-. inu. Lokaskráning á æskulýðsmótið í Vatnaskógi. Síðustu dagar útsölunnar Frábær afsláttur við kassann Tískuverslun»Kringlunni 8-12»Sími 5533300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (11.02.1999)
https://timarit.is/issue/131429

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (11.02.1999)

Aðgerðir: