Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Meira en 300 manna saknað eftir ferjuslys Djakarta. Reuters. YFIR 300 manns er saknað eftir að ferja fórst undan ströndum Borneó í Indónesíu um síðustu helgi. Mönnum ber ekki saman um að- draganda slyssins og hefur því ver- ið haldið fram að ferjan hafi ekki verið ætluð farþegum, heldur til flutnings á timbri. Atburðurinn átti sér stað á mið- nætti sl. laugardag, en fregnir af slysinu bárust ekki f'yrr en í gær. Ekki var ljóst hvers vegna þær bárust svona seint. Ferjan, Harta Riba, sem var á leið frá Kuala Sambas á vestur- strönd Bomeó austur til Riau-eyja- klasans, sökk um 70 sjómílur norð- vestur af Borneó. Um 325 farþegar voru um borð og var 19 þeirra bjargað af skipverjum vömflutn- ingaskips sem sigldi hjá, tveimur dögum eftir að óhappið varð. Hadi Pangestu, starfsmaður indónesíska flotans, hefur umsjón með björgunarstarfinu og sagði hann leitina enn standa yfir í gær. Starfsmenn á varðskipi flotans em á vettvangi, en enn sem komið er hafa engar fregnir borist um ár- angur aðgerðanna, sökum slæmra skilyrða og óveðurs, að sögn Pangestu. Samkvæmt heimildum frá fréttastofunni BBC er talið ólíklegt að fleiri finnist á lífi. Orsakir óljósar Mönnum ber ekki saman um or- sök slyssins, og var haft eftir hafn- ai-stjóra á vesturströnd Borneó, að ferjan hefði bilað og rekið í miklum öldugangi undan ströndum eyjar- innar. Hins vegar sagði einn far- þeganna sem komust lífs af að veðrið hefði verið stillt er ferjan sökk. Annar hafnarstarfsmaður sagði ferjuna ekki hafa haft leyfi til að flytja farþega, „sótt hafði verið um siglingaleyfi í þeim tilgangi að flytja timbur, skipinu var ekki ætl- að að flytja farþega“. Vonast er til að hægt verði að fá frekari upplýsingar frá skipstjóra ferjunnar, en hann er einn þeirra sem komust lífs af. Hann liggur nú á sjúkrahúsi og var haft eftir starfsmanni þar, að hann væri enn ekki fær um að tjá sig um slysið. Jafnréttið gengur \vægi heima fyrir Heima ræður mamma Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. JAFNRÉTTISBARÁTTAN hefur skilað konum töluvert áfram í þjóðfélaginu ef marka má vax- andi atvinnuþátttöku kvenna ut- an heimilis. Heima virðist þróun- in í jafnréttisátt þó ganga hægar, því ef marka má nýja danska könnun á verkaskiptingu og kynjahlutverkum á heimilinu eru konurnar nokkurn veginn ein- ráðar þar. Hvorki eiginmenn né börn fá miklu um verkaskiptingu ráðið og mamma talar líka lang- mest. Könnunin er gerð af Torben Berg Sorensen lektor við Den sociale hojskole í Árósum, en hann ályktar sem svo að karl- „Blóðhneykslið“ í Frakklandi Ber á móti vanrækslu París. Reuters. EDMOND Herve, fyrrverandi heilbrigðisráðhen-a Frakklands, sagði í gær á öðrum degi réttar- haldanna vegna hins svokallað „blóðhneykslis", að hann hefði ekki tekið þátt í umræðum á sínum tíma um skimun blóðs í leit að alnæm- isveirunni. Herve kvaðst ekki hafa vitað, að bíða ætti með að taka upp banda- ríska skimunaraðferð þar til frönsku fyrhtæki hefði tekist að ná tökum á tækninni en þessi töf olli því, að þúsundir manna sýktust af smituðu blóði. Hann neitaði því þó, að með þessu væri hann að lýsa yf- ir, að hann hefði verið utangátta sem ráðherra. Fimm ára fangelsi Verði þeir Herve, Laurent Fabi- us, fyrrverandi forsætisráðherra, og Georgina Dufoix, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fundin sek eiga þau allt að fimm ára fangelsi í vændum og miklar sektir. Allir þrír sakborningarnir viður- kenna, að þeir hafi borið nokkra ábyrgð í þessu máli en segjast samt saklausir. Segja stuðnings- menn þeirra, að verði þeir dæmdir, muni franskir ráðamenn verða út- settir íyrir alls kyns málsóknir, sem oft gætu verið af pólitískum rótum runnar. Rússneskur vetur Reuters MIKIL kuldatíð hefur verið í Rússlandi eins og víðast hvar í Norðurálfu að undanförnu en þessi mynd er tekin af ísilagðri Nevu við Pétursborg. menn skipi ekki háan sess heima fyrir. Rannsóknina framkvæmdi Berg Sorensen með því að fá að koma fyrir segulbandi hjá út- völdum fjölskyldum úr öllum lög- um þjóðfélagsins, líka hjá nýbú- um. Aðferðina telur hann gefast vel, því þótt einhverjir hafi kannski hemil á sér með segul- bandið í gangi hafi hann þó einnig fengið nokkur eintök af alvöru rifrildum. Rannsóknin dregur upp mynd af dönsku heimilislífi, sem sýnir ótvíræð undirtök kvenna. Það eru konurnar, sem tala lang- mest. Pabbarnir segja lítið eða ekki neitt og börnin komast heldur ekki að fyrir mömmu. Mamma ákveður líka hver geri hvað af þeim hlutum, sem að hennar mati eru nauðsynlegir. Niðurstaða hans er einnig að staða konunnar í fjölskyldunni sé sterkust, því allt snúist í kring- um hana og eftir þeim línum sem hún leggur. Þeir sem vantrúa eru á niður- stöðurnar spyrja væntanlega hvort konurnar taki ekki einfald- lega að sér verkefni, sem karl- arnir sinni ekki. Könnuniu sker ekki úr um það, en sýnir að hvernig sem stendur á valda- stöðu kvenna, þá sfjórni þær á eigin forsendum. Það eru gömul sannindi að konur eru betri en karlar í að koma hugsunum sínum í orð og þær tala einnig meira lifandi mái. Þetta kemur einnig fram í dönsku könnuninni. Þeir sem halda að börnin hafi oftast orðið komast að öðru við lesturinn. Strákar hafa reyndar tilhneig- ingu til að grípa fram í fyrir heimilisfólkinu en enginn talar eins mikið og mamma. í félags- lega illa stæðum íjölskyldum eru karlarnir í enn rýrara hlutverki en ella. Konurnar halda íjöl- skyldunni gangandi, oft með dyggum stuðningi ömmu, mömmu og vinkvenna en eigin- mennirnir eru lítið við. í viðtali við Berlingske Tidende tekur Torben Berg Sorensen fram að hann hafi ekki tekið efnið til rannsóknar vegna sinnar eigin stöðu á heimilinu. Hins vegar hafi hann ekki komist hjá að taka eftir ýmsu, sem hann hefði ekki hugsað út í ella. Banciaríkj amenn skjóta á S-Irak Washington. Reuters. BANDARISKAR herþotur skutu flugskeytum á írösk loftvamar- bjTgi yfir flugbannsvæðinu í Suð- ur-Irak í gær. Sneru allar flugvél- anna aftur til bækistöðva sinna í Tyrklandi heilu og höldnu, að sögn talsmanna bandaríska vamarmála- ráðuneytisins. Irakar segja, að einn maður hafi fallið. Sagði Joe LaMarca, talsmaður vamarmálaráðuneytisins, að skotið hefði verið á tvö skotmörk, annað í nágrenni borgarinnar Talil og hitt nærri an-Najaf. Var að hans sögn að finna flugskeytaútbúnað á fyrr- nefnda staðnum en í an-Najaf var að finna ratsjárstöð. Sagði LaM- arca að gripið hefði verið til þess- ara aðgerða eftir að vart var við ferðir íraskra MiG-213 og MiG-25 herþotna á flugbannsvæðinu. „Við höfum margoft sagt að við myndum gera árásir á loftvamar- byrgi Iraka brjóti þeir flugbannið eða geri sig líklega til einhverra óhæfuverka,“ sagði LaMarca, „og þetta er það sem við gerðum í gær.“ Hefur margoft komið til slíkra aðgerða eftir að fjögurra daga árásum Breta og Bandaríkja- manna á írak lauk í desember. Héldu írakar því fram á þriðju- dag að þeir hefðu skotið niður vest- ræna herþotu en þeim fregnum neituðu bandarísk stjórnvöld alfar- ið. Saddam Hussein íraksforseti hefur lofað þeim hersveitum sem tekst að skjóta niður bandaríska herþotu tæplega einni milljón ísl. króna. íraska fréttastofan sagði í gær, einn óbreyttur borgari hefði fallið í árás Bandaríkjamanna og nokkrir slasast. Fjármálaráðherrar í Austur-Evrópu funda ESB hvatt til að lækka nið- urgreiðslur til landbtínaðar Varsjá, Brussel. Reuters. F JÁRMÁL ARÁÐHE RRUM nokkurra Austur-Evrópulanda þykir hægt ganga í umbótaátt inn- an Evrópusambandsins, bæði hvað varðar innri stjórnun ESB og lækk- un niðurgreiðslna á útlfluttum landbúnaðarvörum. „Við emm sammála um að ESB þurfi að hraða umbótum svo að það geti betur tek- ið á móti nýjum aðildarlöndum," sagði Leszek Balcerowicz, fjár- málaráðherra Póllands, er hann mælti íyrir munn starfsbræðra sinna í Slóveníu, Ungverjalandi, Tékklandi og Eistlandi, að loknum fundi þeirra í Varsjá. Ráðherrarnir telja landbúnaðar- stefnu ESB vera útflutningi land- búnaðarafurða frá Austur-Evrópu fjötur um fót. Þeir segja ennfremur að ESB beri að sýna gott fordæmi með því að lækka niðurgreiðslur til landbúnaðarframleiðslu. Einnig kom fram á fundinum að ráðherrarnir hafa vaxandi áhyggj- ur af seinagangi í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Löndin fimm, auk Kýpur, eru reiðubúin að ganga inn í ESB árið 2002, en fram- kvæmdastjórnin í Brussel telur raunhæfara að miða aðild við árið 2005. „Okkur þykir staðan óljós, ekki síst af hálfu ESB, en sjálfir stöndum við í ströngu við að undir- búa aðild,“ sagði Mitja Gaspari, ráðherra fjármála í Slóveníu. Meira aðhalds þörf Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, telur þurfa meira að- hald og sveigjanleika í fjármálum Evrópusambandsins. I ræðu sem hann hélt í Louvain-la-Neuve há- skólanum í Belgíu sagði forsætis- ráðherrann: „Það þarf að refsa mönnum fyrir eyðslusemi og svindl, en jafnframt að stjórna út- gjöldum með þeim hætti að svig- rúm sé til aðgerða sem nauðsyn- legar eru til að efla félagslega sam- heldni og samstöðu innan sam- bandsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.