Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 53 Helgu, yngstu dóttur Kristjáns. Ég hefi aldrei kynnst eins miklum dugnaði og vinnusemi. Mætt var yf- irleitt um klukkan 6 á morgnana og unnið fram að kvöldmat og marg- sinnis þurfti að fara aftur niður eftir og vinna fram eftir. Um 1990 urðu miklar breytingar. Aðilar á Akur- eyri og Dalvík keyptu hlut bræðra og systur Kristjáns í verksmiðjunni. Ég veit að Kristján batt mikilar vonir við að það gæti eflt fyrirtækið, en þegar á reyndi og mjög miklir og óvæntir erfiðleikar dundu yfir 1993 varð Rristján að láta gera fyrirtæk- ið upp og hætti hann þar með störf- um. í einkalífi var Kristján mikill gæfumaður. Þann 14. október 1944 kvæntist hann Sigþrúði Helgadótt- ur. Þau stofnuðu heimili á Þingvall- arstræti 4 en fluttu síðan að Þing- vallarstræti 20, þar sem þau bjuggu alla tíð og Kristján eftir fráfall konu sinnar. Heimili þeirra Sigþrúðar og Ki-istjáns bar vott um mikla smekk- vísi, enda voru þau bæði snyrti- menni mikil. Sigþrúður stóð ætíð sem klettur við hlið Kristjans í öll- um hans framkvæmdum. Arið 1985 féll Sigþrúður frá og var það Krist- jáni mikill missir. Arið áður hafði Mikael, bróðir hans, andast og var það erfitt fyrir Kristján. Þeir höfðu starfað mjög náið saman, Kristján alltaf á gólfinu við framleiðsluna en Mikael sá um fjármálin og skrif- stofuhaldið. Kristján hafði mikla ánægju af silungs- og Iaxveiði. Hann fór í flest- ar ár við Eyjafjörð og æði oft varð hann samferða félaga sínum sem var að fara í róður. Þeir höfðu lítinn bát með sér. Kristján reri svo í land á leiðinni. Oft var farið norður fyrir Gjögur í svonefndan Hvalvatns- fjörð. Þar brá Kristján stönginni meðan félaginn var í róðri. Hann tók síðan Kristján með sér til baka á heimleiðinni. Uppáhalds áin hans Rristjáns var Laxá í Aðaldal. Þar veiddi hann mikið og var duglegur og slunginn veiðimaður. Margar veiðisögur sagði hann mér og lang- ar mig að nefna tvær. Hann var við veiðar í Neslandi. Veðrið var slæmt, mikil rigning og mjög hvasst. Eftir kaffi lögðu félagar hans ekki í að fara í veiði í þessu veðri, en Kristján lét það ekki aftra sér. Hann kom á stað sem heitir Skerflúðir. Hann náði að kasta spæni og setti strax í lax og reyndist þetta stærsti laxinn sem hann veiddi um ævina, 25 punda. Hann reyndi aftur og setti strax í annan, sá var um 20 pund. Þegar hann kom heim í veiðihúsið og sýndi félögunum veiðina var hann örmagna af þreytu, slík voru átökin við laxinn í þessu veðri. Hin sagan er þessi: Það vildi oft verða hér á árum áður, að sumir fengju sér nokkuð vel neðan í því við veið- ai'. Reyndar voru þetta oftast sömu mennirnir. Eitt sinn kom hann nið- ur að veiðistaðnum Mjósundi og sér hann þá þjóðkunnan mann sem Kri- stján þekkti nokkuð vel. Honum þótti sopinn góður. Hann steinsvaf á árbakkanum og sá Kristján að vinurinn hafði fengið sér einum of mikið. Kristján byrjaði að veiða, náði tveimur löxum og lagði þá við hliðina á veiðimanninum og fór svo á aðra veiðistaði. Þegar veiðitími dagsins var úti kom viðkomandi heim í veiðihús með tvo laxa. Við matarborðið um kvöldið þótti gam- an að heyra hann lýsa því, hvar hann hafði veitt þessa tvo laxa, á hvað hann fékk þá og hvemig þeir tóku. Eftir að Kristján hætti störfum við Niðursuðuna var þeim þætti lokið í hans lífi. Sama hafði gilt þeg- ar hann hætti að framleiða herða- tré, seldi vörubilana og búðirnar. Þessum verkefnum var lokið. Hann horfði ekki til baka en skipulagði líf sitt upp á nýtt og horfði til framtíð- ar. Hann var nákvæmur og vildi hafa reglu á hlutunum. Hann var að jafnaði með tímasetta áætlun í störfum sínum og einnig í frístund- um. Þannig leið honum best. Krist- ján ferðaðist töluvert þegar hann starfaði við Niðursuðuna, bæði á vörusýningar, heimsótti verksmiðj- ur erlendis og einnig í tengslum við sölumál fyrirtækisins, þá einkum til Rússlands. Kristján og Sigþrúður fóru í nokkur skipti til Kanaríeyja og dvöldust þar yfir jól og áramót. Það var ætíð gaman að heyra ferða- sögur þeirra, þegai' heim var kom- ið. Kristján hélt því áfram eftir hennar dag. Og eftir að hann hætti störfum dvaldist hann þar um lengri tíma. Hann eignaðist marga góða vini í þessum ferðum. Fyrir ári fór hann með okkur Önnu Mar- íu til Kanarí. Um mitt síðasta ár ákváðu þeir gömlu félagarnir, Kri- stján og Hjalti Eymann, að fara til Kanarí saman í fyrsta sinn. Þeir voru búnir að kaupa sér ferð 4. jan- úar síðastliðinn. Sú ferð var aldrei farin. Við ferðalok er margs að minnast eftir 30 ára einstaklega góð kynni. Aldrei bar skugga á þau. Hér hefur ýmislegt verið nefnt, en vert væri að nefna fjölmargt til viðbótar um þennan ljúfa, framsýna atorku- mann. Fölskvalaust vinarþel hans mun lifa í hjarta okkar. Fari hann í friði og friður Guðs hann blessi. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Fjölskylda hans þakkar starfs- fólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri frábæra umönnun. Ágúst Már Ármann. Pabbi minn. Ferðalag, já þú varst búinn að ákveða að fara í ferðalag. Það vissum við öll, en þú ætlaðir bara til Kanarí með Hjalta vini þín- um 4. janúar. Þú varst búinn að pakka niður og allt var í röð og reglu, eins og þú varst alltaf vanur að hafa það. En snemma á nýárs- dagsmorgun veiktist þú og varst fluttur á sjúkrahús. Þar dvaldir þú í nokkra daga og varst ótrúlega fljót- ur að ná þér, það var svo mikill kraftur í þér. Þú frestaðir ferðinni bara um hálfan mánuð. Þú fórst heim og allt virtist vera í lagi, en þú stoppaðir stutt. Þá fékkstu annað áfall, en aftur ætlaðir þú að rífa þig upp úr þessu, þú varst ákveðinn í því. Þegar ég sat hjá þér síðasta föstudaginn þinn í þessu lífi, rædd- um við ýmislegt, meðal annars var minnst á Kanarí. Þá sagðir þú: „Þetta er nú allt í lagi, það kemur nú sumar eftir þetta sumar.“ Ferðin breyttist og þú færð annan ferðafé- laga, því ég veit að mamma bíður eftir þér og er tilbúin að fara með þér. Eða eins og einn vinur okkar sagði þegar hann hringdi í mig: „Mig dreymdi pabba þinn, ég skildi ekkert í þessu, hann var úti að keyra með mömmu þinni.“ Það kæmi mér ekki á óvart að þið færuð fyrst á rúntinn, eins og þið gerðuð svo oft. En svona er lífið, aðeins undar- legt ferðalag. Fram á síðustu stundu var mikill kraftur í þér og lífsvilji, þú varst svo jákvæður og kinkaðir alltaf kolli, ef þú varst spurður hvort allt væri í lagi og hvort þér liði vel. En ég vissi undir það síðasta, þegar ég var hjá þér, að þú varst orðinn ofsalega þreyttur. Það var mér mjög mikils virði að fá að vera svona mikið hjá þér síðustu dagana, og vona ég að þér hafi þótt það gott. Þú barst aldurinn vel og höfuðið hátt, gekkst teinréttur og óstuddur, eða eins og konan sem ég hitti sagði: „Hvað ertu að segja, hann pabbi þinn, hann var nú svo ungur og hress.“ Pabbi minn, villtu kyssa mömmu frá mér, Guð veri með ykkur og góða ferð. Nú get ég verið örugg um að ykk- ur líður báðum vel. Loks er dagsins ðnn á enda úti birtan dvín. Byrgóu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Eg skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveid. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tái'in falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvflast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðai' yfirjörðufer, sofþúværan,vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Helga. Það er undarlegt að hugsa til þess að afi minn sé dáinn. Ég man þegar ég kvaddi hann síðast. Það var í haust, eftir að hann hafði dvalist hérna heima og hélt norður á leið. Ég horfði á eftir honum niður tröppurnar og útí bíl og veifaði til hans. Þá varð mér hugsað til þess hvort þetta væri nokkuð í síðasta skipti sem ég sæi hann. Sú varð og raunin og mun ég aldrei gleyma þessu andartaki. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir afa. Þegar ég var yngri þekkti ég hann í raun ekki mikið. Hann bjó á Akureyri en við fjölskyldan í Reykjavík. Við fórum oft norður og fannst mér þá gaman að hitta afa. Það var mikil reisn yfir honum og stundum var ég hálf feimin að hitta hann. Á unglingsárunum vann ég tvö sumur hjá Niðursuðuverksmiðjunni og hafði mjög gott af. Þar ríkti mik- ill agi og maður lærði vönduð vinnubrögð. Snyrtimennskan var til fyrirmyndar enda mikið lagt uppúr hreinlæti. Einna mest lærði ég þó hversu mikilvægt það er að mennta sig. Afi lagði líka mikið uppúr menntun og gagnrýndi mennta- kerfið fyrir að leggja ekki meiri áherslu á greinar tengdar lagmetis- iðnaðinum. Á síðari árum, eftir að afi hætti vinnu, fór hann að koma meira hingað suður og dvaldi þá hjá okk- ur. Má í raun segja að þá hafi ég fyrst kynnst honum og hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var mjög formfastur, skýrði ávallt greinilega frá og ýkti ekkert í frá- sögnum sínum. Eg hafði ánægju að sjá hvað allt var í röð og reglu hjá honum. Afi borðaði helst alltaf á sama tíma og vildi fá heitan mat í hádeginu. Las blöðin ítarlega og ekki má gleyma fréttunum. Var hann sestur við viðtækið fyrir klukkan sjö á kvöldin og hlustaði á fréttirnar. Síðan tóku fréttirnar á Stöð 2 við og á slaginu átta var skipt yfir á RÚV og fylgst með fréttunum þar. Enda var hann mjög vel að sér um allt sem var að gerast og fræddi mig oft um at- burði líðandi stundar. Einnig var vel fylgst með íþróttum og þá helst knattspyrnu og handbolta enda afi gamall KA-maður. Það var reglulega gaman að afa og Hjalta, besta vini hans. Þeir hitt- ust daglega þegar hann var í bæn- um og minntu þeir mig einna helst á litla skólastráka. Þeir fóru ávallt í bíltúr eftir hádegi, þræddu hafnim- ai' í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurnesjum enda þekktu þeir vel flest fiskiskip landsins. Að lokum var farið í Kaffivagninn þar sem afi fékk sér þykka jólakökusneið, eins og hann vildi hafa hana, og Hjalti kleinu. Ég minnist þess þegar við Kjartan fórum með afa í Kaffivagn- inn í fyrra og hann sagði okkur mik- ið frá útgerð og fiskverkun. Afi var mikið fyrir að „dytta“ að heimilinu okkar, eins og hann orð- aði það sjálfur og tók að sér hin ýmsu verkefni, pabba til mikillar ánægju. Svo sem að smyi-ja allar hurðarlamir í húsinu og þá sérstak- lega útidyrahurðina, taka til í verk- færaskápnum, brýna alla hnífa og ég man þegar hann vildi endilega afþíða frystikistuna þegar mamma var erlendis. I fyrra vorum við afi tvö hérna heima um tíma þegar for- eldrarnir voru erlendis og ég fékk að elda fyrir hann og fannst það mjög krefjandi og skemmtilegt. Það þýddi ekkert að bjóða honum 1944- rétti eða pizzur því slíkt var ekki matur í hans augum. Hann vildi soðnar kartöflur og kjöt eða fisk. Við náðum einstaklega vel saman og ég fann mikla hlýju frá elskulegum afa mínum. Hann hafði mikla kosti að bera, var snyrtimaður mikill og glæsileg fyrirmynd sem ég leit mik- ið upp til. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynnast afa mínum. Minningin um hann hverfur aldrei úr huga mér. Guð varðveiti afa Kristján. Sigþrúður Ármann. Elskulegur afi minn, Kristján Jónsson, er dáinn. Ég minnist afa míns sem frekar sérstaks manns, annars vegar afa í niðursuðunni og hins vegar afa uppi. Afi í niðursuð- unni var strangur maður og gjarnan kallaður „kallinn", en samt held ég að öllum hafi líkað við hann innst inni, a.m.k. fannst mér gott að vinna hjá honum og gott veganesti fyrir framtíðina að vera „alinn“ upp við strangan vinnuaga. Við kölluðum afa Kristján ávallt afa uppi, en það var það sem skilgreindi hann frá afa Magnúsi. Afi uppi var vanalega brosandi og kátur, afinn sem kom í mat til okkar blístrandi á sunnudög- um og tók okkur með sér í bíltúra út á Dalvík, Olafsfjörð, inn í sveit eða „onettir" eins og hann kallaði alltaf niðursuðuna. Afa þótti ávallt gaman að veiða, en það var hans helsta áhugamál. Ég fór ekki oft með honum í veiðit- úra, en þó man ég eftir að hafa farið með honum í Olafsfjarðará þegar ég var yngri, ásamt pabba, Bróa og Haffa. Seinna fórum svo ég og Mikki bróðir oft með afa á „klett- inn“, sem er smá klettasylla skammt frá Svalbarðseyri þar sem við veiddum silung eða þorsk, og höfðum svo í matinn seinna. Það er erfitt að vera eins langt í burtu frá heimalandinu og ég er núna þegar einhver nákominn deyr. Mikið vildi ég óska að geta verið heima og getað kvatt afa, en með þessari stuttu grein vil ég kveðja afa minn, sem mér þykir svo vænt um. Elsku afi, ég mun ávallt sakna þíns léttleika og hins þétta hand- taks sem ég fann er við kvöddumst í síðasta sinn. Ég get þó huggað mig við, að loksins ertu kominn til ömmu og nú get ég sagt á ný „afi og amma uppi“. Magnús Símonarson, Kanada. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að nú ertu farinn frá okkur, en hjá ömmu veit ég að þér líður vel. Ég á eftir að sakna þess að þú komir ekki að borða hjá okkur á sunnudögum eins og þú gerðir svo oft. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna, til dæmis veiðitúrarnir á klettinn hjá Svalbarðseyri eða á Hjalteyri og með þér veiddi ég minn fyrsta fisk. Allir bíltúrarnir og þeg- ar við vorum að vinna í lóðinni hjá þér. Takk fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér. Ég kveð þig með söknuð í hjarta mínu. Ég mun minnast þín svo lengi sem ég lifi. Mikael (Mikki). Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu og ég veit að hjá henni líð- ur þér vel. Fyrstu fjögur ár ævi minnar bjuggum við í Reykjavík. Síðan fluttum við til Akureyrar og bjuggum á miðhæðinni hjá afa og ömmu eða eins og við kölluðum ykk- ur „afi og amma uppi“. Þá fórum við Magnús bróðir minn oft upp til ykk- ar í heimsókn. Þá voru nú oft látnar á fóninn vísur úr vísnabókinni. Var þá setið, hlustað og sungið með. Ekki mátti nú mikið koma við dótið, bara sitja og hlusta. Elsku afi, ég man svo vel þegar ég og Magnús fengum að fara með þér og ömmu á sunnudögum í ís- bíltúr á flotta bláa BMW-bílnum. Fórum við þá oft í Mývatnssveit og fengum okkur ís. Svo var það þegar við fengum að fara með þér í vinn- una til þess að líta yfir. Þá fengum við oft að prófa lyftarann. Ég man hvað það var mikið sport að fá að keyra hann. Svo þegar ég var orðin eldri fékk ég vinnu hjá þér. Það fannst mér nú ekkert gaman og sá það fljótt út að þetta var ekki fyrir mig að sitja á stól og taka á móti baunadósum eða að pilla rusl af rækjubandinu, en þarna vann ég nokkur sumur og þroskaðist mikið á því. Síðan lá leið mín út í nám og alltaf skrifaði ég afa reglulega póstkort og leyfði honum að fylgjast með mér. Elsku afi, ég man hvað þú varst stoltur af mér þegar ég var að þeytast til útlanda ein í sambandi við vinnuna mína og hvað mér fannst þetta vera lítið mál. Afi, ég man svo vel þegar ég kom úr einni utanlandsferðinni. Þá varst þú staddur í Gilsárstekknum og ferða- töskunar mínar komu inn. Þú tókst eina upp og sagðir við mig, að þú skildir ekki hvernig svona lítil stelpa eins og ég gæti lyft þessum töskum en þá sagði ég: „Afi þegar ég þarf að vera sterk þá reyni ég það.“ Síðustu árin komstu oft í mat til okkar á sunnudögum. Ég man hvað okkur fannst kjötsúpan góð og við nutum þess að borða hana. í janúar áður en þú veiktist stóð til að þú færir með vini þínum Hjalta til Kanaríeyja og ég man hvað þú varst orðinn spenntur að fara. Mér fannst eins og þú værir orðinn lítil krakki í anda og allt var tilbúið hjá þér, svona rétt eins og ég man eftir mér þegar ég var að fara í mínar fyrstu utanferðir. Á gamlárskvöld varstu hjá okkur í mat og var þá talað mikið um Kanaríeyjar. Svo um kvöldið fór ég út að skemmta mér og þú fórst heim. Þegar ég fór heim til mín um nóttina keyrði ég fram hjá húsinu þínu og ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá sjúkrabílinn fyr- ir utan húsið þitt. Ég stoppaði í smástund því ég trúði þessu ekki, ók áfram af stað heim. Þá voru mamma og pabbi farin til þín. Mig grunaði aldrei að síðasti sunnudag- urinn sem þú varst í mat hjá okkur yrði okkar síðasta kjötsúpumáltíð. Ég kveð þig með söknuð í hjarta mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yflr minni. (Sig. Jónsson.) Þín Helga María. Akureyri hefur haft sérstöðu sem iðnaðarbær. Hvergi voru umsvif SÍS meiri og hér voru einstaklingar sem sköruðu framúr fyrir dugnað, áræði og framsýni. Einn þessara manna var Kristján Jónsson sem er til moldar borinn í dag. Hann verð- ur mér ævinlega minnisstæður, hlýr og yfirlætislaus. Hann hafði mikinn innri kraft og vilja og hugur hans var bundinn fyrirtækinu. Niðui'- suðuverksmiðja K. Jónssonar var eitt af glæsilegustu fyrirtækjum þessa lands. Kristján hafði stofnað það fyrir rúmri hálftí öld með fóður sínum; bræðrum sínum Mikael og Jóni Árna og Hjalta Eymann sem þar var lengi verkstjóri. Verka- skiptingin var þannig að Mikael annaðist fjárreiður og skrifstofu- hald en Kristján stóð fyrir rekstrin- um að öðru leyti og var sálin í fyrir- tækinu. Þeir bræður unnu vel sam- an, snyrtimenni í hvívetna og höfðu góður reiður á öllu. Sérstaða Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar var m.a. fólgin í því að hún var braut- ryðjandi í útflutningi á niðursuðu- vörum. Kristján hafði ekki nægilegt olnbogarými á heimamarkaðnum af því að hann vildi byggja upp verk- smiðju sem stæði sambærilegum verksmiðjum í nálægum löndum ekki að baki. Fyrsta skrefið var að ná fótfestu fyrir gaffalbita í Sovét- ríkjunum. Síðan var leitað á aðra markaði og útflutningurinn varð fjölbreyttari, síld, rækja og kavíar. Ég þori ekki að fara með hversu mörg löndin voru undir lokin sem selt var til. Og jafnt og þétt var verksmiðjan stækkuð og betur búin undir starfsemina í samræmi við hörðustu kröfur. Niðursuðuverksmiðjan var löng- um eitt af umsvifamestu fyrirtækj- SJÁ NÆSTU SÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.