Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 42
: 42 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Radíóamatörar ' FÉLAGIÐ íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og^ efla radíó- kunnáttu Islendinga og stuðla þannig að tækni- framförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar. Aður höfðu nokkrir ungir menn smíðað og ■* notað fjarskiptatæki til þess að hafa samband við útlönd og mun fyrsta tækið hafa verið smíðað árið 1913 á Seyðisfírði af þeim Þorsteini Gísla- syni, sem síðar varð stöðvarstjóri Pósts og síma þar eystra, og Frið- birni Aðalsteinssyni, síðar skrif- stofustjóra Pósts og síma. Þetta var frumstæður neistasendir og fátt um aðkeypta hluti. Fleiri fylgdu á eftir og á millistriðsárunum vai- nokkuð um að menn væru að senda skilaboð á milli landa og var í flestum tilfell- um notað mors. Fyrsta reglugerð um starfsemi radíóamatöra var sett í aprílmánuði 1946 og eftir það tók ^fyrir þessar „ólöglegu" sendingar og félagsmenn fengu reglur til að starfa eftir. í fyrstu var starfsemi radióama- töra undir miklu eftirliti hins opin- bera, enda stutt frá stríðslokum og hræðsla við njósnastarfsemi mikil. Sá ótti reyndist náttúrlega ástæðu- laus og hafa starfsskilyrði amatöra breyst mikið síðan þá. Margvísleg- um hömlum sem áður þóttu eðlileg- ar hefur verið aflétt og þar að auki hefur tækniþróunin ýtt undir að D amatörar hafa fengið fleiri tíðnisvið til afnota með árunum. Radíóamatörar voru fljótir að til- einka sér tækni sem fylgdi í kjölfar geimvísinda og geimferða og fengu að senda á sporbaug um jörðu fjar- skiptahnetti og þannig er í dag að í mörgum flaugum sem flytja gervi- hnetti eiga radíóamatörar einn eða jafnvel tvo. Má nefna að í geimstöðinni MIR er endurvarpi ætlaður fyrir radíóamatöra og hafa stórveldin sem manna stöðina lagt mikla áherslu á að geimfararnir væru einig radíóamatörar. Hafa ófáir amatörar víðsvegar um heiminn haft þá ánægju að spjalla við geimfarana í tómstundum þeirra um borð. Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli og eru stjórnmál, trúmál og önnur slík ágreiningsefni aldrei til umræðu, en vináttuþel, sameigin- legur áhugi á fjarskiptunum og for- Fjarskipti Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli, segir Haraldur Þórðar- son, og eru stjórnmál, trúmál og önnur slík ágreiningsefni aldrei til umræðu. vitni um það sem að baki tækninni býr er umræðuefnið. Amatörar hafa áunnið sér verðugt traust hvarvetna og skiptir þá engu hvert þjóðskipu- lag eða stjómmálakerfí er í landi þeirra og í dag eru sárafáar þjóðir sem ekki leyfa þessa starfsemi. A Islandi hafa radíóamatörar ver- ið framarlega í þróun þráðlausra fjarskipta, t.d. voru það þeir sem settu fyrst upp endurvarpa á metra- bylgju þrátt fyrir vantrú á að slíkt gæti heppnast. Ái-angurinn varð sá að nú í dag eiga íslenskir amatörar fjóra slíka og í undirbúningi er að setja enn einn upp. Radíóamatörar hafa séð um fjarskiptastörf fyrir Al- mannavarnir ríkisins og þá á sama grundvelli og björgunarsveitimar, í sjálfboðavinnu, og hefur fjöldi manna komið að því starfí. Fyrir rúmu ári á æfingu Almannavarna og NATO voru það radíóamatörar sem sáu um framkvæmd fjarskipta og það var einnig hópur radíóama- töra sem tryggði að skipuleggjend- ur æfingarinnar væru í góðu fjar- skiptasambandi við hina ýmsu þætti. Víða erlendis er það eitt af skilyi’ðum fyrir leyfisveitingu að þeir skuldbinda sig til þess að nota fjarskiptatæki sín í þágu almenn- ings þegar þannig háttar til. Nú sem fyrr ætlum við hjá ÍRA að halda námskeið í grunnþáttum radíófræðanna fyrir þá sem hyggj- ast þreyta próf til réttinda og verð- ur kynningarfundur í Þróttheimum við Holtaveg fimmtudaginn 4. febr- úar kl. 20:30. Reyndar er ætlunin að halda tvö námskeið: a) Nýliðanámskeið, en próf að því loknu gefur réttindi til þess að nota stuttbylgju (3.5 , 7.0 og 21 Mhz) og þá eingöngu á morsi. b) Námskeið til A- og T-prófs. Sömu kröfur eru gerðar til kunnáttu í radíófræðum þeirra tveggja leyfa, en T-leyfið heimilar tal- og tölvusamskipti á metrabylgju en fyrir A-leyfið er að auki krafist leikni í morsi og má þá nota það á stuttbylgju. Þegar ama- tör hefur síðan verið virkur þátttak- andi með A-leyfi í sex mánuði getur hann þá sótt um B-leyfí án frekara prófs og fær þá réttindi til að tala á stuttbylgjutíðni og nota aukið afl. Netslóð ÍRA er http://www.nett. is/~ tf5bw/ira./ira.html en þar er að finna ýmsar upplýsingar um fé- lagið og þar er einnig netútgáfa af félagsblaðinu okkar. Agæti lesandi, ef þú hefur áhuga, komdu í Þróttheima og athugaðu hvort ekki sé þar eitthvað fyrir þig. Höfundur cr formaður Islcnskra radíóamatöra. Haraldur Þórðarson Ný von um rétt- læti og frelsi FYRSTI landsfund- ur Frjálslynda flokks- ins var haldinn um helgina 23. og 24. jan. Eftir afar neikvæða umfjöllun fjölmiðla voru aðstandendur Frjálslynda flokksins ekkert of bjartsýnh á viðtökur almennings. Þegar hinsvegar fólk tók að streyma að fundarstaðnum, Rúg- brauðsgerðinni, strax kl. 9 um morguninn þ. 23 jan., tók brúnin að lyftast á mönnum og þeim varð það ljóst að þarna hafði náðst ár- angur, fólkið hafði hlustað, vonin var vöknuð. Það var sú von, sem hefur blund- að í sérhverju íslensku alþýðu- hjarta, um betri tíð með blóm í haga. Það er sú von, sem hefur fengið fólk til þess að berjast í þessu landi gegn óblíðum náttúru- öflum og enn óblíðari og fjandsam- legri ráðamönnum. Það er sú von, sem hefur fengið fólkið í landinu til þess að axla þær byrðar, sem óréttlæti og höft hafa lagt á lífsbaráttu þess. Sú von, sem vaknað hefur í brjósti hvers alþýðu- manns, þegar kosningar hafa verið í nánd. „Verður það núna, sem það skeður" hafa menn sagt hver við annan. „Verður það núna, sem óréttlætinu og ófrelsinu verður loksins hrundið af okkur og fjöl- skyldum okkar.“ Alltaf hefur það verið svikið og menn hafa snúið sér undan með svip beiskju og vonbrigða á andlitinu. A hinum ýmsu kaffistofum hins vinnandi fólks í landinu hafa sömu spurning- arnar verið bornar fram. Eiga þessir andskot- ar, sem kosnir hafa verið á þing, enga aldr- aða innan sinna vé- banda? Eiga þeir engin börn eða barnabörn? Eiga þeir enga í fjöl- skyldunni, sem á við erfiða sjúkdóma að etja? Eiga þeir enga aðstandendur, sem eru öryrkjar? Til hvers eru þessir menn á Al- þingi? Það er stórt spurt og í kom- Stjórnmál Það er frá fólkinu, seg- ir Ægir Geirdal, sem Frjálslyndi flokkurinn fær tillögur sínar. andi kosningum ætlast menn til þess að svörin séu á reiðum hönd- um. Það er nóg komið af sviknum loforðum. Annar ríkisstjórnarflokkanna setti fram í síðustu kosningum, slagorðið „Fólk í fyrin-úmi“, annað eins rugl hefur aldrei sést. Hvaða fólk var það, sem átti að vera í fyr- Ægir Geirdal irrúmi? Var það sægreifinn, sem vermir ból heilbrigðisráðherra? Voru það sægreifai'nir í ætt utan- ríkisráðherra? Voru það valdir vinir og vandamenn félagsmálaráð- herra? Voru það ráðamenn erlendr- ar stóriðju og umhverfisspellvirkja, sem strjúka iðnaðarráðherra í bak og fyrir? Fólkið í landinu var svo sannar- lega ekki í fyrirrúmi eins og athafn- ir stjórnarherranna hafa sýnt og sannað. Það sýndi sig á landsfundi Frjálslynda flokksins að ætlunin var að vinna af einlægni og alhug að bæta kjör fólksins í landinu. Það var hlustað af athygli á alla, sem töldu sig hafa eitthvað fram að færa til hinna ýmsu málaflokka og unnið af samhug að því að móta hinar ýmsu tillögur þannig að allir yrðu á eitt sáttir. Það tókst og allir sem einn lýstu því yfir að þannig hefði ekki verið komið fram við hinn almenna flokksmann í hinum ýmsu stjórn- málaflokkum, sem þeir áður til- heyrðu. Frjálslyndi flokkurinn hafði vakið upp sanna von í brjóst- um þessa fólks um að hægt væri að bæta úr því óréttlæti og ófrelsi, sem alltof lengi hefur ríkt í þessu landi. Það er frá fólkinu, sem Frjáls- lyndi flokkurinn fær tillögur sínar um úrbætur í málum réttlætis og frelsis og þeir, sem að honum standa munu skila þeim fullunnum til framkvæmda aftur, til fólksins A komandi mánuðum fer í hönd mikil mótunarvinna, sem unnin verður af alúð og eindrægni með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Nýju afli í íslenskum stjórnmálum er ýtt úr vör með bjartsýni og von um frelsi og réttlæti öllum til handa. Höfundur er listamaður, sem hýr í Kópavogi. Hringbraut flutt til einskis? í BYRJUN desem- ber sl. barst flestum íbúum í hverfinu á móts við Umferðarmið- stöðina bréf frá Borg- arskipulagi Reykjavík- ur þar sem áform um tvær nýjar byggingar á svæðinu voru kynnt og íbúunum boðið að gera athugasemdh'. A svip- uðum tíma fregnaðist af byrjun á fram- kvæmdum við Bama- spítalann sem og skil- yrtu samkomulagi borgar og ríkis um að færsla Hringbrautar suður fyrir Umferðar- miðstöðina yrði samtímis að veru- leika. Af þéssu tilefni birtu dagblöð teikningar af staðsetningu hins nýja Umferðin A Ibúar hverfisins sjá ekki, segir Einar Jóns- son, að almannaheill krefjist þess að þeim sé réttur þessi kaleikur. spítala og Hringbrautar. En íbúum þeim sem fengu áðurnefnt bréf brá nú í brún og þóttust illa sviknir. Margir höfðu beðið þess dags að brautin yrði loks flutt því þarna hef- ur gætt sívaxandi umferðarmeng- unar af ýmsum toga. En viti menn, í stað hins burtflutta umferðarfar- vegs þar sem aðeins tveir breiddar- metrar gangstéttarinnar skilja á milli fljótsins og lóðamarka hjá sumum íbúum hverfisins var nú komin önnur elfa, þ.e. veglykkja, nákvæmlega á sama stað, og engu minni að sjá en sú sem fyrir var. Þetta er hin fyrirhugaða nýja stofn- braut sem tengja skal miðbæinn við Hringbraut um Sóleyjargötu. Fjölmiðlar hafa á sl. ári töluvert fjallað um hávaðamengun frá bif- reiðum í borginni. En fyrir þá sem búa allra næst stofnbrautum er há- vaðinn ef til vill ekki versti óvinur- inn. Bein efnamengun getur á stillt- um dögum orðið mjög mikil. Mér segir fólk sem býr í hvað mestri nánd við þéttsetnustu umferðargöt- urnar að ekki megi opna nokkurn glugga og tjaran og drullan leggist yfir garða og gróður rétt eins og svört slikja. Það gefur augaleið að hér er ekki lengur um óþægindi að tefla heldur getur líf og heilsa fólks beinlínis verið í hættu. Ókunnugt um nýja stofnbraut En hvernig má það vera að íbú- arnir í áðurnefndu hverfi höfðu ekki gert sér grein fyrir hinni nýju stofnbraut eða legu hennar? Und- irrituðum sýnist málin liggja þannig að lagning vega og stofn- brauta sé ekki kynnt íbúum bréf- lega heldur aðeins almennt, sem fer auðsæilega oft framhjá fólki. Það er vissulega þakkarvert af hálfu borgarinnar að kynna vel og gefa fólki kost á að gera athuga- semdir við nýjar byggingar eða breytingar á þeim eldri. En hitt er eins fráleitt og hið fyrrnefnda er sjálfsagt að standa svo slælega að sömu málum er varða vegi og stofnbrautir að menn koma ger- samlega af fjöllum þegar hefja skal framkvæmdir. Þetta er þeim mun forkastanlegra þegar haft er í huga að áform um hið síðarnefnda, þ.e. staðsetningu nýrra samgönguæða, geta beinlínis varðað líf og heilsu borgaranna og er þá einnig hugsað til slysahættu. íbúar í áðumefndu hverfi héldu borgaralegan fund í desember sl. um þetta mál. Dreifibréf Borgar- skipulags kom þar til umræðu en það var þó ekki efst á baugi heldur hitt, sem þá hafði dagað upp á menn þá sömu viku, að færsla Hringbrautarinnar væri síður en svo gleði- tíðindi fyrir hverfið heldur þýddi nánast að farið væri úr öskunni í eldinn. Sveigurinn mikli var fólki mestur þyrnir í augum, sem best lýsir sér í orðum eins fundarmanna, sem sagði: „Ef þessi stofn- brautarlykkja á efth að koma hér inn í hverfið breytir engu fyrir næstu íbúa hvort inni í henni rís blómabúð eða álverksmiðja." Það sem íbúum hér í hverfinu svíður hvað mest í þessu máli öllu er það að engin augljós al- mannaheill krefst þess að þessi kaleikui' sé að þeim réttur sem er þessi stofnbrautarkrans. Eðlilegast sýnist að tenging Sóleyjargötu við Hringbraut verði um veg sem liggi eins eða svipað og Njarðargata. Með því er miðbæjarumferðinni beint frá íbúðarhverfum eins fljótt og mögulegt er. En hvers vegna ekki þessi leið, heldur þessi árans beygja alveg upp að og meðfram hverfinu? Astæðan fyrir þessu verð- ur ekki séð af skipulagskortum eins og þeim sem birtust í fréttum af málinu. Spyrja mætti einnig til hvers sé verið að færa Hringbraut- ina þegar eina íbúðarhverfið sem við hana liggur á þeim kafla sem til- færslan nær til er síðan í sömu framkvæmd kæft með annarri stofnbraut á sama stað og Hring- brautin var? Þá má einnig benda á að þar sem styst er verða innan við 100 m frá hinum nýja stofnbrautar- sveig í Barnaspítalann, sem vernda átti sérstaklega fyiár slíkum mann- virkjum. Fossvogsbraut sökudólgur Sé litið á yfirlitsteikningar Borg- arskipulags af svæðinu sést hins vegar hvar hundurinn liggur gi’af- inn. Rætur vandans er að finna alla leið uppi í Elliðaárdal. Þar byrjar Fossvogsbrautin sáluga, eða hvað? Það voru reyndar Kópavogsbúar sem mest mótmæltu brautinni þannig að áform um hana virtust gufa upp. Reykvísk skipulagsyfir- völd virðast hins vegar aldrei hafa getað brotið odd af oflæti sínu og fallið formlega frá Fossvogsbraut. Því mun hún enn til á uppdráttum. Beint framhald Fossvogsbrautar áfram um Fossvog og Öskjuhlíðar- rætur og alla leið niður í miðbæ hlaut nafið Hlíðarfótur. Það er þessi stofnbraut sem Borgarskipulag er enn að burðast með í magangum sem skapar lykkj- una illræmdu. Komandi með þessa ímynduðu braut austan við Loft- leiðahótelið og ætlandi sér með hana niður í bæ finnst skipuleggj- endunum orðið of aðþrengt vegna flugvallarins að fara yfir hina nýju Hringbraut vestan Umferðarmið- stöðvar. Allir hugsandi menn gera sér þó grein fyrir því að Fossvogs- brautin vei'ður aldrei að veruleika og þar með Fóturinn. Nú í lok ald- arinnar hugsa menn allt öðravísi en gert var fyrir 20 til 30 árum þegar drög að þessum stofnbrautum voru lögð. Hlíðarfótur er þannig alls kostar óraunhæfur í dag af náttúru- vemdar- og umhverfisástæðum ein- um saman, það hlýtur hver einasti pólitíkus sem hugsar sér að komast í borgarstjórn eða situr þar nú þeg- ar að gera sér ljóst. Það er því steinrunnið fóstur sem Borgar- skipulagsmenn eru enn að burðast með í kviðnum sem er orsök allrar þessarar óánægju. Nú verða stjórn- málamennirnir að gera aðgerð og nema á brott þennan steingerða þunga sem embættismenn þeirra ganga með svo öllum létti. Höfundur er fiskifræðingur og íbúi við Smáragötu. Einar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (11.02.1999)
https://timarit.is/issue/131429

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (11.02.1999)

Aðgerðir: