Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samfylkingin á Norðurlandi eystra Alþýðuflokki spáð sterkri útkomu í prófkjörinu Sex frambjóðendur keppa um efstu sætin hjá Samfylkingunni á Norðurlandi eystra. Mestar líkur eru taldar á að alþýðuflokks- maður verði í fyrsta sæti enda er Alþýðu- bandalagið í kjördæminu klofíð eftir að þingmaður flokksins sagði sig úr honum. Egill Olafsson fjallar um prófkjörið sem fram fer á laugardag. Morgunblaðið/Kristján GEIRLAUG Sigurjónsdóttir hefur séð um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu fyrir Samfylkinguna á Norður- landi eystra í Lárusarhúsi á Akureyri. 50 manns höfðu kosið þar síðdegis í gær. FLEST bendir til að alþýðu- flokksmaður verði í efsta sæti í prófkjöri Samfylk- ingar á Norðurlandi eystra. Baráttan um fyrsta sætið á Norðurlandi eystra stendm- ekki síst á milli Svanfríðar Jónasdóttur alþingismanns og Sigbjöms Gunn- arssonar, fyrrverandi alþingis- manns. Alþýðubandalagið hefur haft meira fylgi en Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra í öllum kosning- um síðan 1978. í síðustu alþingis- kosningum var fylgi Alþýðubanda- lagsins mest á Norðurlandi eystra. Alþýðubandalagið vann auk þess glæsilega sigra á Norðausturlandi í sveitarstjórnarkosningunum í vor og er með meirihluta í sveitarstjórn Þórshafnar og Raufarhafnar og sameiginlegt framboð A-flokkanna náði meirihluta í bæjarstjóm Húsa- víkur. í síðustu kosningum fékk Al- þýðubandalagið 16,8% fylgi, Al- þýðuflokkurinn 7,4% og Þjóðvaki 8,7%. Alþvðubandalaeið er laskað I vor sagði Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður sig úr Alþýðu- bandalaginu og er nú orðinn for- maður í nýjum stjómmálaflokki, Vinstrihreyfíngunni. Alþýðubanda- lagið á Norðurlandi eystra gengur því laskað til þessa prófkjörs. Að- eins tveir alþýðubandalagsmenn bjóða sig fram í prófkjörinu, Örlyg- ur Hnefill Jónsson, héraðsdómslög- maður á Húsavík, og Kristín Sigur- sveinsdóttir, iðjuþjálfi á Akureyri. Kristínu var raunar bætt á listann eftir að framboðsfrestur rann út. Alþýðubandalagsmenn á Akur- eyri telja að Steingrímur eigi ekki jafnmikið fylgi á Akureyri og hann á á Norðausturlandi. Þeir telja því ofmælt að segja að Alþýðubanda- lagið í kjördæminu sé lamað. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra hefur aldrei efnt til próf- kjörs, en það hefur Alþýðuflokkur- inn hins vegar iðulega gert. Hann hélt ekki prófkjör fyrir síðustu kosningar, en fyrir kosningarnar 1991 efndi flokkurinn til prófkjörs, sem þótti merkilegt fyrir þá sök að fleiri tóku þátt í því en kusu flokk- inn síðan í sjálfum alþingiskosning- unum. Prófkjörsreglurnar gera ráð fyrir að sá flokkur sem tapar baráttunni um fyrsta sætið fái annað sætið og flokkurinn sem nær fyrsta sætinu fái þriðja sætið. Fari svo sem marg- ir telja að Svanfríður og Sigbjöm verði í fyrsta og öðra sæti fellur það þeirra sem tapar slagnum í þriðja sætið, en Örlygur eða Kristín verða í öðru sæti. Engin kvennalistakona tekur þátt í prófkjörinu, en þær standa engu að síður að Samfylk- ingunni í kjördæminu. Svanfríður Jónasdóttir hefur lengi tekið þátt í stjórnmálum. Hún var varaformaður Alþýðubanda- lagsins 1987-1989, var aðstoðar- maður fjármálaráðherra í þrjú ár og varaþingmaður um tíma fyrir Al- þýðubandalagið. Fyrir síðustu kosn- ingar gekk hún úr Alþýðubandalag- inu og bauð sig fram fyrir Þjóðvaka og náði kjöri til Alþingis. Á kjör- tímabilinu gekk hún í Alþýðuflokk- inn og býður sig því fram undir merkjum hans. Hún hefur eins og aðrir þingmenn Þjóðvaka verið nokkuð áberandi þingmaður. All- góðar líkur ættu því að vera á að henni takist að ná fyrsta sætinu. Svanfríður ætti auk þess að geta vænst stuðnings frá alþýðubanda- lagsmönnum umfram ýmsa aðra frambjóðendur Alþýðuflokksins, sem ekki hafa starfað í þeim flokki. Þó verður að hafa í huga að ekki hafa allir alþýðubandalagsmenn fyrirgefíð henni að hafa yfirgefíð flokkinn fyrir síðustu kosningar. Sigbjörn Gunnarsson hefur starf- að lengi innan Alþýðuflokksins og var þingmaður flokksins 1991-1995. Framboð Þjóðvaka með Svanfríði í forystunni átti hvað stærstan þátt í að hann náði ekki kjöri í síðustu kosningum. Síðustu ár hefur hann verið sveitarstjóri ■ Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit. Sigbjörn hefur lengst af búið og starfað á Akureyri og ætti því að geta vænst góðs stuðnings þaðan auk þess sem búseta hans í Mývatnssveit ætti einnig að auka líkur á að hann fái góðan stuðning úr austanverðu kjördæminu. Sigbjöm hefur á bak við sig öfluga sveit stuðningsmanna eins og kom vel í ljós í prófkjöri Al- þýðuflokksins fyrir kosningarnar 1991. Itök hans innan íþróttahreyf- ingarinnar á Akureyri hafa t.d. reynst honum drjúg. Finnur Birgisson, arkitekt á Akureyri, stefnir einnig á toppinn. Hann hefur verið formaður Alþýðu- Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra Mikil óvissa um hver nær 1. sætinu Mikil spenna ríkir um hver verður í fyrsta sæti Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra, en það ræðst í prófkjöri um helg- ina. Þrátt fyrir að Alþýðubandalagið hafi alla tíð verið mun sterkara í kjördæminu en Alþýðuflokkurinn er ekki talið sjálfgefíð að alþýðubandalagsmaður verði í fyrsta sæti. Egill Qlafsson fjallar um prófkjörið. Alþýðubandalagið hefur alla tíð verið sterkasta aflið á vinstri kanti stjórnmálanna á Norðurlandi vestra. I síðustu kosn- ingum fékk flokkurinn meira en helmingi fleiri atkvæði en Aiþýðu- flokkurinn, Þjóðvaki og Kvenna- listinn til samans. Alþýðubandalag- ið hefur átt þingmann í nokkuð ör- uggu þingsæti í kjördæminu und- anfarna áratugi, en efsti maður á lista Alþýðuflokksins hefur ýmist verið úti eða inni á þingi. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki átt þing- mann í kjördæminu síðustu tvö kjörtímabil. Þrátt fyrir þessa sterku stöðu Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra er það ekki tryggt að al- þýðubandalagsmaður verði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingar í kjördæminu. Skýringin á því er m.a. sú að þrír alþýðubandalags- menn stefna á fyrsta sætið, en ein- ungis einn alþýðuflokksmaður stefnir á það sæti. Það má því bú- ast við að atkvæði alþýðubanda- lagsmanna dreifíst nokkuð á milli frambjóðenda á meðan alþýðu- flokksmenn standi betur saman um sinn frambjóðanda. Fjórir stefna á fyrsta sætið Prófkjörið er algjörlega opið og girðingalaust. Flokkamir hafa því enga tryggingu fyrir því að þeirra flokksmenn verði í efstu sætunum. Ragnar Amalds alþingismaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og því býður enginn sitjandi þing- maður sig fram í prófkjörinu. Það ríkir því mikil spenna meðal sam- fylkingarmanna í kjördæminu. Fjórir frambjóðendur stefna á fyrsta sætið, en það em Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari á Sauðárkróki, Jón Bjamason, skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, Kristján Möller, versl- unarmaður á Siglufirði og Signý Jóhannesdóttir, formaður verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Ánna Kristín, Jón og Signý era al- þýðubandalagsmenn, en Kristján er alþýðuflokksmaður. Anna Kristín hefur lengi tekið virkan þátt í stjómmálum. Hún sat í 12 ár í bæjarstjóm Sauðárkróks og í 16 ár í nefndum á vegum bæjarfé- lagsins. Hún hefui- verið á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í femum síðustu alþingiskosningum og hefur nokkram sinnum tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður. Sigurlíkur Önnu Kristínar ættu því að teljast allgóðar, en hún fær hins vegar harða keppni bæði frá félög- um sínum í Alþýðubandalaginu og frá Kristjáni, sem hún sjálf segist líta á sem sinn skæðasta keppinaut. Jón Bjarnason hefur unnið ötul- lega að framboði sínu. Hann hefur verið skólastjóri á Hólum í Hjalta- dal síðan 1981, en var áður bóndi að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Reiknað er með að hann fái m.a. öflugan stuðning úr dreifbýlinu, en hann höfðar einnig til kjósenda í þéttbýlinu. Sjálfur segir hann að búseta manna skipti ekki höfuð- máli heldur sé verið að velja öflug- an málsvara fyrir kjördæmið allt. Viðmælendur blaðsins töldu erfítt að ráða í styrkleika Jóns. Hann kynni að koma á óvart. Standa kratar saman í prófkjörinu? Kristján Möller hefur lengi verið í forystusveit Alþýðuflokksins í kjördæminu. Hann sat í bæjar- stjórn Siglufjarðar í 12 ár og var 9 ár forseti bæjarstjómar. Fullyrt er að Siglfirðingar ætli að standa saman um að styðja hann í fyrsta sætið, en kratar hafa verið þar nokkuð sterkir. Sameiginlegan lista félagshyggjuflokkanna á Siglufirði vantaði aðeins 16 at- kvæði til að ná hreinum meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Framboð Signýjar gæti hins vegar dregið úr sigurlíkum Krist- jáns, en hún er líka Siglfirðingur. Þótt Kristján sé eini kratinn sem stefnir á fyrsta sætið má ekki gleyma því að framboð Þjóðvaka í síðustu kosningum hjó mikið í fylgi Alþýðuflokksins og því telja sumir óvíst hvað kratarnir standa vel saman í prófkjörinu. Sjálfur vonast Kristján eftir að fá góðan stuðning frá alþýðubandalagsmönnum. Signý Jóhannesdóttir er formað- ur verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og hefur verið öflugur málsvari verkafólks í kjördæminu. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið, verka- lýðsfélagið og Álþýðubandalagið. Signý bauð sig fram til embættis varaformanns Verkamannasam- bandsins á síðasta þingi þess en tapaði fyrir fulltrúa Dagsbrúnar. Hún á sæti í sambandsstjóm VMSÍ. Til þess að eiga möguleika á fyrsta sætinu þarf Signý að fá góð- an stuðning frá Siglfirðingum. Framboð Kristjáns veldur henni því erfíðleikum. Hún gæti vegið það upp ef hún fær öflugan stuðn- ing frá verkafólki í kjördæminu. Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem einnig er frá Siglufirði, stefnir á annað sætið. Hann sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í eitt kjörtíma- bil, en hefur undanfarin ár starfað í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.