Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 49^ BALDUR GUÐMUNDSSON + Baldur Guð- mundsson fædd- íst 4. mars árið 1925. Hann lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn. Hann ólst upp í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Mar- grét Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd 4. nóvember 1897, dá- in 1985, og Guð- mundur Jóhanns- son, skipstjóri, fæddur 4. apríl 1886, dáinn 1974. Systkini Baldurs: Jóhann Krist- inn f. 1921; Gíslín f. 1926, d. 1995; Guðbjörg Ásthildur, f. 1928, og Sigurður Halldór, f. 1930. Baldur kvæntist Ástu Sigurð- ardóttur, rithöfundi, árið 1966 en hún lést árið 1971. Baldur var jarðsettur frá Leifskapellu í kyrrþey. Baldur frændi var ekki allra. Hann bjó niðrí bæ og var fastakúnni í bókabúðunum við Laugaveginn. Okkur var sagt að hann hefði orðið veikur í höfðinu sem unglingur og aldrei borið sitt barr eftir það. Baldur frændi kom stundum í heimsókn og ræddi þá við mömmu um alla heima og geima, stundum ílentist hann og stundum ekki. Hann dýrkaði konur og fallegasta nafn sem hann vissi var nafnið As- dís. Og nutum við sumar góðs af því. Hann lét minna með strákana. Hann vildi að við stelpurnar yrð- um bestar, mestar og gáfaðastar. Konur verða að vera helmingi bet- ur menntaðar en karlmenn til að eiga sömu möguleika. Þessu hamraði hann á fyrir þrjátíu ár- um. í gegnum tíðina fylgdist hann með okkur, hvort sem við vorum á landinu eður ei. Hann tönnlaðist á því að hægt væri að ræna fólk öllu, meira að segja vitinu, en menntun væri það eina sem ekki væri hægt að taka frá fólki. Sumar okkar eignuðust lagasafnið, sumar okkar flestar kvenréttindabækur út- komnar og allar eignuðumst við nýjasta Verudiskinn, Stelpurokk, þegar hann kom út. I sumar okkar hringdi hann út á land og spilaði af bandi þakkarræðu Toni Morri- son, þegar hún fékk nóbelinn um árið. Það tók heilar þrjátíu mínút- ur. Og aðra hvatti hann til að sækja kvennaráðstefnuna í Kína. Sem hún og gerði. Og hann naut þess að skoða gögnin frá ráðstefn- unni og fylgjast með því hvernig konur þriðja heimsins börðust fyr- ir réttlæti. Ætli það sé ekki Baldri að þakka hve miklar kvenrembur við erum í dag? Frænkurnar í Ásgarði. Það er kannski í takt við tímann nú þegar kvennahreyfingin á Is- landi virðist vera um það bil að fara undir yfirborðið á ný að hann Baldur Guðmundsson skuli einnig hverfa af sjónarsviðinu. Hann var einhver mesti og staðfastasti femínisti sem við höfum kynnst og eyddi megninu af tíma sínum og peningum í að útbreiða fagnaðar- erindi kvenfrelsisbaráttunnar. Hann kom til starfa í Rauðsokka- hreyfingunni, gekk til liðs við Kvennaframboðið þegar það var stofnað og hélt tryggð við Kvenna- listann og tímaritið Veru allt fram til síðustu stundar. Bókasaín Kvennalistans og Veru er svo að segja allt gjöf frá Baldri en hann áleit meðvitund og menntun besta vopnið gegn kúgun og misrétti. Hann kom um hver mánaðamót færandi hendi með nýjar bækur, stundum fleiri en eitt eintak af hverri. Flestar las hann sjálf- ur og festi sér í minni bestu setningarnar og vissi á hvaða síðu þær væri að finna. Hann hafði mjög glöggt auga fyrir góðum bók- um enda er safnið stórmerkilegt. Baldur reyndi líka að upp- fræða fleiri en „sínar“ konur. Ef hann datt niður á sérstaklega góða bók pantaði hann hana í mörgum eintökum og leysti ekki nema nokkur út sjálfur. Svo gætti hann þess að þau sem hann ekki sótti væru sem mest áberandi í hillum verslunarinnar. Baldur fylgdist vel með því sem gerðist í heiminum, síðustu árin horfði hann t.d. mikið á erlendar sjónvarpsstöðvar og alltaf voru mannréttindamálin í brennideplin- um. Hann unni skáldskap og kunni mikið af kveðskap kvenna utan að enda hafði hann einstak- lega gott minni. Hann kunni líka sögur margra kvenna sem höfðu háð harða baráttu fyrir menntun og frelsi og vitnaði gjarnan til þeirra. Sérstaklega voru honum aðstæður blökkukvenna hugleikn- ar. Allra mest dálæti hafði hann á Toni Morrison en hana taldi hann mestan snilling sem heimurinn hefði eignast. Baldur átti ekki auðvelda ævi en honum þótti vænt um þann kafla hennar sem hann deildi með eiginkonu sinni, Ástu Sigurðar- dóttur rithöfundi. Hann glímdi sjálfur við þá íþrótt að setja sam- an vísur og þær fjalla allar um réttlæti og frelsi, ástríðu hans í líf- inu. Við starfskonur Kvennalistans í gegnum tíðina eigum sjálfsagt mjög ólíka reynslu en eitt eigum við þó allar sameiginlegt - Baldur heimsótti okkur allar, fræddi okk- ur og ól okkur upp og hvatti okk- ur áfram í baráttunni. Hann átti okkur að og við hann. Nú eigum við allar þá sameiginlegu ósk að hvar sem hann dvelur nú, þar ríki kvenfrelsi og réttlæti svo hann geti hvílt sig eftir lífið. Við þökk- um Baldri kærlega fyrir vinátt- una. Starfskonur Kvennalistans frá ugphafi, Ina Gissurardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Áslaug Thorlacius, Sigrún Erla Egilsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Það var nokkuð öruggt að um það leyti sem tryggingabæturnar voru greiddar út í byrjun hvers mánaðar kom Baldur Guðmunds- son á skrifstofu Veru eða Kvenna- listans með bækur í poka sem hann hafði verið að kaupa. „Þið þurfið á þessu að halda í barátt- unni,“ sagði hann og bætti við bókum í safnið sem er að mestu hans gjöf til þeirrar hreyfingar sem hann batt svo miklar vonir við. Flestar eru bækurnar á ensku og fjalla um kvennafræði og ýmis- legt sem tengist baráttumálum kvenna og að sjálfsögðu skipar smásagnasafn Ástu Sigurðardótt- ur þar veglegan sess en Baldur og Ásta voru gift síðustu árin sem hún lifði. Hann gaf einnig mikið af skáldsögum eftir bandarískar blökkukonur en hann taldi Toni Morrison besta núlifandi skáld heims. I áratugi var kvennabarátta heitasta áhugamál Baldurs Guð- mundssonar og hann sýndi það í verki m.a. með þessum hætti. Oft var hann búinn að lesa bækurnar sem hann færði okkur og ef hon- RAGNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR + Ragnheiður Ingimundar- dóttir fæddist á Hvoli, Saurbæ í Dalasýslu 20. aprfl 1933. Hún lést á hcimili sínu 31. jan- úar síðastliðinn. Árið 1959 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Jónssyni trésmið, f. 29. janú- ar 1922. Þau eign- uðust tvö börn. Þau eru: 1) Ómar, f. 29.11. 1955 og á hann tvö börn, Viktor, f. 17.6 1983, og Tinnu, f. 28.2. 1986. 2) Svava Jónheiður, f. 21.10. 1958 og á hún eina dóttur, Helgu Dögg, f. 8.11. 1996, sem þau Ragnheið- ur og Einar ólu upp. Ragnheiður og Einar fluttu til Borgarness árið 1972 og hafa búið þar síðan. Utför Ragnheiðar fór fram frá Borg- arneskirkju föstu- daginn 5. febrúar. um fannst þær virkilegá góðar átti hann það til að kaupa fleiri en eitt eintak af hverri til þess að sem flestar kvennabaráttukonur gætu notið þess sama og hann hafði gert við lesturinn. Baldur var fljúgandi læs á enska tungu, hafði lært málið vel er hann dvaldist á Bretlandseyjum þegar faðir hans var þar skipstjóri. Það góða vald sem hann hafði á málinu varð til þess að hann var gerður að her- túlki hér á landi á stríðsárunum, aðeins unglingur að aldri. Baldur talaði oft um það álag sem fylgdi þessu starfi og svo virt- ist sem hann hefði þurft að túlka fyrir herliðið jafnt daga sem næt- ur. Á þessum árum sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli sem varð til þess að hann gerðist mjög frá- hverfur peningum. í hvert skipti sem við lýstum áhyggjum okkar af því að hann væri að fara með of mikið af sínum litlu tryggingabót- um í bókakost fyrir kvennahreyf- inguna sagði hann að peningar skiptu sig engu, þeir væru einskis nýtt drasl sem hann hirti ekki um. Þegar Baldur var kominn á sjúkrahús í desember heimsóttum við hann og færðum honum blóm í þakklætisskyni fyrir tryggð hans í gegnum árin. Hann var á leið í uppskurð daginn eftir og var al- tekinn gleði yfir nýrri bók sem honum hafði verið færð. Bókin fjallaði um ævistarf íslenskrar konu og ekki minnkaði það áhuga hans á henni að bróðurdóttir hans hafði séð um útlitshönnun hennar. Baldur hafði lesið bókina aftur og aftur og gladdist yfir henni eins og lítið barn. Það er falleg minning sem við eigum af honum sitjandi á rúmstokknum með sitt hógværa bros og ástríðufulla áhuga á öllu sem viðkom framgangi kvenna í heiminum. Á náttborðinu var önn- ur bók sem hann hafði marglesið. Það var bókin Kvennaklósettið eftir Marilyn French á ensku en hún varð nokkurs konar biblía kvennabaráttukvenna á áttunda áratugnum. Að skilnaði bað hann okkur að taka bókina því meiri þöif væri fyrir hana hjá okkur en þarna á sjúkrahúsinu. Bókin er hér á Veru og bíður nýrra lesenda ásamt öllum hinum bókunum sem munu halda minningu Baldurs Guðmundssonar á lofti á meðal okkar í framtíðinni. F.h. Veru, Elísabet Þorgeirsdóttir, Vala S. Valdimarsdóttir. Kvennahreyfingin fyrr og nú hefur átt sína menn. Baldur Guð- mundsson var einn þeirra. Eg man eftir honum fyrst uppi í Sokkholti, húsnæði Rauðsokka- hreyfingarinnar. Þar var hann tíð- ur gestur. Ekki bara gestur, því hann kom alltaf færandi hendi. Hann fylgdist vel með kvennapóli- tík sem og annarri pólitík og kom iðulega með bækur sem hann taldi okkur hollt að lesa til þess að geta fylgst með í hinum stóra heimi. Álltaf var gaman að spjalla við Baldur. Hann hafði verið giftur Ástu Sigurðardóttur rithöfundi og prýddu bækur hennar jafnframt litla bókasafnið í Sokkholti. Síðar fór ég erlendis til dvalar í nokkur ár. Þegar heim var komið á nýjan leik hafði Kvennalistinn sitt hús- næði og viti menn. Tíður gestur þar var auðvitað Baldur. Og enn kom hann færandi hendi. Það bókasafn sem Kvennalistinn á nú er að stórum hluta Baldri að þakka. Hann var óþreytandi við að leita og lesa og hann vildi enn á ný að kvennahreyfíngin hin nýja kynnti sér stefnur og strauma sem allra best. Á síðustu tímum sást Baldur ekki svo oft, enda orðinn veikur. En við fylgdumst með líð- an hans eftir föngum. Eg vil hér með þakka honum fyrir fræðsluna, hans góðu návist og samfylgdina í gegnum árin. Við á Kvennalistan- um söknum vinar í stað, og óskum honum góðrar heimferðar. Guðrún Ögmundsdóttir. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Þessi ljóðlína kom upp í hugann er við fréttum að hún Ragna hans Einars væri látin. Mað- urinn með ljáinn hefur höggvið skarð í okkar góða félagsskap, Golf- klúbb Borgamess. Þau hjónin voru meðal stofnenda hans og hafa alla tíð síðan verið virkir og góðir félag- ar. Rögnu kynntumst við flest í gegnum starfið í golfklúbbnum. Hún spilaði ekki golf en eyddi mörgum stundum í golfskálanum og fyrr á árum sá hún ásamt stöllu sinni henni Siggu til þess að félag- amir fengju hressingu; kaffi, heitar pönnukökur og annað góðgæti, er þeir voru búnir að spila. Þetta lagð- ist að mestu af er ráðnir voru sér- stakir rekstraraðilar að skálanum. Þó er ekki ýkja langt síðan við fé- lagarnir fengum kaffi, nýbakaðar pönnukökur og fleira gott hjá þeim stöllum; á haustdögum 1997. Ragna átti við heilsuleysi að stríða síðast- liðin ár. Engu að síður kom hún' gjaman upp á völl með Einari. Hann spilaði golf en hún sat þá inni í skála, ýmist að prjóna, leggja kap- al eða jafnvel að spila við krakkana sem þar biðu á meðan foreldrarnir voru úti á velli. Við félagamir eigum eftir að sakna hennar úr skáianum. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðarfiðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, mai'gt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í ffiði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði. Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Verum þakklát fyrir að hún fékk sína hinstu hvíld eins og hún helst óskaði. Með þessum fátæklegu orð- um langar okkur að þakka Rögnu fyrir samstarfið. Blessuð sé minn- ing hennar. Elsku Einar, hugurinn er hjá þér. Megi algóður guð styrkja þig og fjölskyldu þína. Félagar í Golfklúbbi Borgarness. Þitt fótatak hljóðnað og harpa lífsins brostin. Heiminn þú kvaddh-, svo snögglega af dauðanum lostin. Á daganna göngu, hógvær oft studdir hina. Til heimkynna ljóssins fylgir þér söknuður, vina. Við áttum létt spjall að kvöldi. En að morgni hafði hún kvatt þetta líf. Án aðdraganda. Hún hafði oft haft orð á því við mig að svona vildi hún fara þegar þar að kæmi. Nú hefur henni orðið að ósk sinni. En alltof fljótt, finnst okkur hinum. Hún hafði oft á orði að hún vildi ekki verða gömul og farlama. Það verður að vera okkur vinum og ættingjum huggun að hún losnar við það elli- stríð, er sumum verður erfitt. Ragnheiður var hlédræg og hóg- vær, kannski um of því með henni bjuggu margir hæfileikar sem ekki nutu sín til fulls, því í hógværð sinni taldi hún sér trú um að hún ætti þá ekki til. Hún var hinn hljóðláti þegn sem lét lítið íyrir sér fara. I hópi góðra vina var hún glöð og geislandi, hafði hressilega kímni- gáfu. Gat verið hrókur alls fajgnaðar þegar út í það var komið. A yng^i árum fékkst hún við leiklist, hún hafði yndi af því að dansa í þá daga og taka lagið á góðum stundum. Ragnheiður var rausnarhúsmóð- ir. Tók vel á móti öllum sem að garði bar og naut þess að fagna gestum með góðum beina og hlýju viðmóti. Hún hafði það í fari sínu að fólki leið vel og fannst það heima hjá sér í návist hennar. Slíkt er ómetanleg gjöf. Þeir sem áttu á brattann að sækja í þessu jarðlífi gátu treyst á stuðning og hjarta- hlýju þessarar smávöxnu konu. Hún'* hafði hjartað á réttum stað. Þessa munu margir minnast nú, með þakklæti. Þær skuldir verða kannski ekki greiddar nema með góðum bænum, sem ég veit að verða margar og munu fylgja henni áleiðis til bjartari heims. En hún trúði staðfastiega á annað og betra líf en það sem við hrærumst í hér. Slíkir eiga góða heimvon að leiðar- lokum. Með þökk fyrir langa vináttu og tryggð kveð ég Ragnheiði. Vertu guði falin. Samúðarkveðja til Einars bróður og fjölskyldunnar allrar. Þórey Jónsdóttir, frá Þorvaldsstöðum. Frágangur afmælis- og minningar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda» 6 - greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukeifin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úivinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrai- grein- ar um sama einstakling tak- • markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru heðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir giæinunum. i y *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.