Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
DJASSTRÍÓIÐ Svartfugl.
Djass í Djúpinu
DJASSTRÍÓIÐ Svartfugl heldur
tónleika í Djúpinu, kjallara veitinga-
staðarins Homið við Hafnarstræti,
fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl. 21.
Tríóið mun flytja eigin útsetningar
af verkum eftir Cole Porter, eitt af
helstu tónskáldum bandarískrar
djass- og dægurlagamenningar.
Svartfugl skipa Sigurður Flosason
saxafónleikari, Björn Thoroddsen
gítarleikari og Gunnar Hrafnsson
bassaleikari.
Alan James sýnir
í Horninu
ALAN James opnar sýningn á
olíumálverkum og verkum unn-
um með blandaðri tækni í Gall-
eru Horninu, Hafnarstræti 15, á
laugardaginn kl. 16.
Alan stundaði myndlistarnám
í Myndlistaskóla Akureyrar
1994-97. Hann hefur haldið
nokkrar einkasýningar, og tek-
ið þátt í samsýningu.
Sýningunni lýkur miðviku-
daginn 3. mars og verður opin
alla daga kl. 11-24, en sérinn-
gangur opinn kl. 14-18.
FYRSTU snjóar, eftir Alan
James.
mora
|8^i nnTWTim
Blöndunartæki
Moraterm sígild og stílhrein.
Með Moraterm er alltaf kjörhiti
í sturtunni og öryggi og þægindi
í fyrirrúmi.
Mora sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11. Kópavogí
Sími 564 10BB. fax 564 1089
Fæst í byggingavöruuerslunum um land allt.
Sýningum lýkur
Norræna húsið
DEAIDIT - Sjónhverfíngum, sýn-
ingu á verkum fimm samískra
listakvenna, lýkur nú á sunnudag.
Ráðhúsið
Ljósmyndasýningu Magnúsar
Baldvinssonar í Ráðhúsinu lýkur
núna um helgina.
Stöðlakot
Sýningu Guðmundar Odds - „Úr
Goddaveri" í Gallerí Stöðlakoti lýk-
ur á sunnudaginn. Opið er daglega
klukkan 14 -18.
vfj> mbl.is
_ALLTTAf= eiTTH\SA£J NÝTT
mlegaþaó
m 7 manna
tarex
a.^48.000
2.438.000
HYunoni
STAREX
4x4, hátt og lágt dríf
Starex hefur alla
eiginleika jeppa og
rúmlega það
Xrmúla ia Sfmi 575 1100 SMudeiId 57$ mo www.bt.fs
Mario Lanza var
enginn engill
Los Angeles. The Daily Telegraph.
MARIO Lanza,
söngvarinn holdugi
sem naut aðdáunar
fólks um gjörvalla
veröldina fyrir með-
fædda hæfíleika sína,
var orðljótur maður
með eindæmum og
kynlífssjúkur, ef
marka má nýja ævi-
sögu hans.
Segir í bók Rol-
ands Bessettes Mario
Lanza: Tenor in Ex-
ile að Lanza, sem hét
upphaflega Alfred
Corcozza og var frá
Philadelphiu, hafi
m.a. átt í ástarsam-
bandi við söng- og
leikkonuna Judy
Garland og jafn-
framt notið blíðu
urmuls
vændiskvenna.
Lanza var einungis
38 ára gamall þegar
hann dó árið 1959
MARIO Lanza
eftir afar óheilbrigt líferni.
Hafði hann þá selt tugi milljóna
hljómplatna og leikið í átta
kvikmyndum.
Kemur fram í bók Bessettes
að Lanza tók óhóflegu líferni
Hollywood - stjarna opnum
örmum og þegar hann var ekki
að borða eða drekka frá sér allt
vit eltist hann við hveija þá
konu sem vildi þýðast hann - og
stundum jafnvel þær sem alls
ekki vildu þýðast hann.
Lét Lanza sig það litlu varða
þótt hegðun hans hneykslaði
samstarfsfólk og lék sér reynd-
ar að því að hrella mótleikara
sína. Gekk hann eitt sinn svo
langt í dónaskap sínum við
leikkonuna Dorettu Morrow að
kvikmyndaverið, sem fram-
leiddi myndina Because you’re
mine, sá sér þann kost vænstan
að ráða handa Morrow lífvörð
sem síðan lést vera bróðir henn-
ar.
Sagði lífvörðurinn við Lanza
að ef hann hagaði sér ekki
skikkanlega myndi hann berja
hann til óbóta.
Richard Boone
Eftir Vernharð Linnet
EINN litríkasti djassleikari
okkar heimshluta, básúnu-
blásarinn og söngvarinn
Richard Boone, er látinn tæplega
69 ára gamall.
Það þurfti
ekki að koma
þeim sem til
þekktu á óvart.
Hann hafði ver-
ið hlekkjaður
við súrefniskút-
inn síðasta ár og
er vinur hans,
Tony Bennett,
hélt stórtónleika
á Kaupmanna-
hafnardjasshá-
tíðinni í sumar
sat Richard í
búningsklefa
söngvarans og
fylgdist með
tónleikunum af
sjónvarps-
skermi. Hann
kunni ekki við
að sitja í salnum fastur við kútinn.
Rúmum mánuði áður hafði hann
haldið tónleika í Copenhagen Jazz
House þarsem hann söng ballöður
og gamlir félagar m.a. Ed Thiug-
pen, Bob Rockwell, Bent Jædig
og Fin Ziegler léku með. Þeir fóru
i hljóðver daginn eftir og afrakst-
urinn er kominn út á diski: A Tri-
bute to Love (Stunt).
Richard Boone heimsótti ísland
í tvígang. I fyrra skiptið á RúRek
djasshátíðinni 1992. Hann lék á
opnunartónleikunum í Ráðhúsinu
og á Púlsinum og hefur oft mátt
heyra hann í Sjónvarpinu syngja
What a wonderful world með ís-
lenskri hrynsveit. Að mínu viti er
hann eini maðurinn sem söng það
lag með réttri tilfinningu þegar
meistari Armstrong er undanskil-
inn.
Richard kom hér einnig ásamt
Bent Jædig árið 1995 og léku þeir
á tuttugu ára afmælishátíð
Jazzvakningar á Ömmu Lú, auk
þess sem Richard hélt tónleika í
Menningarstofnun Bandaríkjanna.
Þar endurvöktu
þeir félagar
þann fræga Boo-
ne/Jædig-kvin-
tett með ís-
lenskri hryn-
sveit.
Heilsa Ric-
hards vsir þá
orðin bágborin,
en hann hafði
básúnuna með-
ferðis og blés í
hana tvö lög. Er
það trúlega í síð-
asta skipti sem
hann blés í
básúnu á tónleik-
um - lungun
voru nær ónýt
og söngurinn
hafði ætíð verið
honum hugstæð-
aii en básúnuleikurinn.
Ég man fyrst eftir Richard
Boone í gamla Montmartre við
Store Regnegötu í Kaupmanna-
höfn það herrans ár 1973. Þá lék
hann með Radioend bigband,
ekki óvanur slíku, hafði verið
liðsmaður Count Basies frá
1966-69. ,Hinn óviðjafnanlegi,
ótrúlegi og einstæði Richard
Boone,“ sagði Basie jafnan þegar
hann kynnti hann sem söngvara.
Hann fæddist í Little Rock en
Kaupmannahöfn var hans heima-
borg síðasta aldarfjórðunginn.
Boone átti marga aðdáendur í
djassheiminum, jafnt á íslandi
sem annars staðar og það er
skarð fyrir skildi er kappar á borð
við hann hverfa á braut. Með tón-
list sinni og ljúílyndi gerði hann
heiminn dásamlegri en ella.
RICHARD Boone heimsótti
ísland í tvígang. Hér blæs
hann í básúnuna á opnunar-
tónleikum RúRek 1992.
Skemmti-
legt
Himnaríki
HIMNARÍKI, leikrit Árna Ibsens,
hefur fengið mjög góða dóma í Sví-
þjóð og hafa borist fleiri lofsamleg-
ar umsagnir blaða. Sveri Hansell
skrifar t.d. í Dagens Nyheter um ís-
lenskan gamanleik hjá Upsala
stadsteater og segir snilldarlegt að
skipta verkinu í tvo hluta sem leikn-
ir séu samtímis.
Leikstjórinn Peter Engqvist seg-
ir í viðtali í Upsala Nya Tidning að
leikritið sé eitt það skemmtilegasta
sem hann hafi lesið, geggjuð
skemmtun.
í Svenska Dagbladet veltir Sara
Granath fyrir sér amerískum áhrif-
um á Islandi og telur Himnaríki til
marks um þau, m.a. vegna þess hve
samtöl séu enskuskotin. Alf Karl-
ström í Upplands Nyheter segir
sýninguna með afbrigðum skemmti-
lega og markvissa. Stig Jonasson í
Örebro-Kuriren tekur undir með
því að leggja áherslu á skemmtana-
gildi verksins, í senn vegna forms-
ins og fyrir hömlulaust framlag
leikaranna ungu.
------♦-♦-♦---
Láttu ekki
deigan síga,
Guðmundur
frumsýnt á
Breiðumýri
LEIKRITIÐ Láttu ekki deigan
síga, Guðmundur eftir Hlín Agnars-
dóttur og Eddu Björgvinsdóttur
verður frumsýnt að Breiðumýri í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu
föstudaginn 12. febrúar kl. 20.30.
Það er Leikdeild Ungmennafé-
lagsins Eflingar og nemendur
Framhaldsskólans á Laugum sem
að sýningunni standa. Tónlist skip-
ar veglegan sess í sýningunni og er
höfundur hennar Jóhann G. Jó-
hannsson píanóleikari en hljóm-
sveitar- og tónlistarstjóri sýningar-
innar er Valmar Valjeots, skóla-
stjóri Tónlistarskóla Reykdæla.
Leikstjóri er Arnór Benónýsson,
sem setur nú upp verk að Breiðu-
mýri þriðja árið í röð.
Sýningum verður svo framhaldið
næstu helgar.
--------------
Lífæðar 1999
á Akranesi
MYNDLISTAR- og ljóðasýningin
Lífæðar verðui- opnuð á Sjúkrahúsi
Akraness föstudaginn 12. febrúar
kl. 15. Sýningin var fyrst opnuð á
Landspítalanum í Reykjavík 8. jan-
úar og var vegleg sýningarskrá gef-
in út í tilefni sýningarinnar.
Frá Sjúkrahúsi Akraness mun
sýningin halda áfram ferð sinni
kringum landið en þann 19. mars
verður opnað á ísafirði.
------♦-♦-♦---
Sýning- framlengd
SÝNING Ásgerðar Búadóttur í
Gallerí Ingólfsstræti 8 verður fram-
lengd til sunnudagsins 21. febrúar.
Á sýningunni eru níu vefverk sem
hún hefur unnið á síðasta ári, sér-
staklega fyrir sýningarrýmið í Ing-
ólfsstræti 8.
Galleríið er opið fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
------♦-♦-♦---
Upplestur í
Kópavogi
UPPLESTUR verður í Listasafni
Kópavogs, Gerðarsafni, fimmtudag-
inn 11. febrúar frá kl. 17-18.
Að þessu sinni mun Kristján
Hreinsson (Hreinsmögur) ljóðskáld
með meiru lesa úr verkum sínum.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.