Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Stóriðja: Framtíð eða tálsýn?
Haldin á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga og
Norðurlandsdeildar Verkfræðingafélags íslands.
1. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
2. Jón Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri járnblendiverksmiðjunnar.
3. Kári Stefánsson, íslensk erfðagreining.
4. Þórarinn E. Sveinsson,
aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA.
5. Guðmundur Sigvaldason,
verðandi umhverfisfræðingur Eyjafjarðar.
6. Sigurður J. Sigurðsson,
forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Fundartími: kl. 13.30 til 17.00 föstudaginn 12. febrúar 1999.
Fiðlarinn, Alþýðuhúsinu, Akureyri, 4. hæð.
Pallborð eftir framsöguerindi í hámark 45 til 50 mínútur.
Fundarstjóri: Magnús Magnússon, VSÓ ráðgjöf.
Pallborð: Hólmar Svansson hjá Atvinnuþróunarfélagi
Eyjafjarðar.
Aðgangseyrir 500 kr.
Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm levfír.
Spurning’a-
keppni
ÚRSLIT spurningakeppni sem
kvenfélagið Baldui-sbrá hefur staðið
fyrir í vetur verða kunn fostudags-
kvöldið 12. febrúar, en nú eru fjögur
lið eftir í keppninni. Keppnin fer
fram í Safnaðarsal Glerárkirkju og
hefst hún kl. 20.30.
Liðin fjögur sem keppa til úrslita
eru Karlakór Akureyi'ai'-Geysir og
Rúvak og Eldri borgarar og síma-
menn. Lið Ríkisútvarpsins hefur unn-
ið síðustu tvö ár og spuming hvort
því takist að vinna þriðja árið í röð.
Aðgangseyrir er 400 krónur og
gildir jafnframt sem happdrættis-
miði. Veitingar eru seldai' í hléi. Að
þessu sinni rennur allur ágóði til
kaupa á búnaði við tölvur sem gerir
langveikum börnum kleift að fylgjast
með námi í skóla sínum.
--------------
Félag vélsleðamanna í
Eyjafirði
Fræðslufund-
ur með Ara
Trausta
ARI Trausti Guðmundsson heldur
erindi á fræðslufundi Félags
vélsleðamanna sem haldinn verður í
kvöld, fimmtudagskvöldið 11. febrú-
ar, en hann hefst kl. 20.30.
A dagskrá er fræðsluerindi og
myndasýning þessa kunna náttúru-
unnanda og fjallafara, Ara Trausta,
en hann er með fróðustu mönnum um
veðurfar, jarðfræði og náttúru lands-
ins. I erindi sinu mun hann einkum
fjalla um þær breytingar sem era að
verða á jöklum landsins auk þess að
fjalla um veðurfar til fjalla.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
NÝTT skip, Kristján ÓF, hefur bæst við flota Ólafsfirðinga.
Skipið er án veiðiheimilda og segir
Asgeir Logi það ekki vera á dagskrá
á næstunni að kaupa varanlegar
heimildir á skipið. Verð á kvóta hef-
ur snarhækkað og er mjög lítið
framboð á honum. Langa og keila
eru utankvóta og verður áhersla lögð
á þasr tegundir.
Ásgeir Logi sagðist ánægður með
hið nýja skip og mun það renna föst-
um stoðum undir vinnsluna í Ólafs-
firði og atvinnulíf á staðnum.
Nýtt skip í flota Ólafsfírðinga
Sjaldan gef-
ur á sjó
LEIÐINDATÍÐ lengst af það
sem af er árinu hefur gert sjó-
mönnum í Grímsey lífið leitt en
þeir hafa lítið getað róið af
þeim sökum. Komust þeir í
nokkra róðra í janúar og það
Morgunblaðið/Hólmfríður S. Haraldsdóttir
sem af er febrúarmánuði hefur
sjaldan viðrað til sjósóknar. Nóg
er af fiski í sjónum og aflast vel
loks þegar gefur. Um þessar
nnindir eru 6 bátar gerðir út frá
Grímsey.
Píanótónleikar
TÓNLEIKAR píanónemenda Tón-
listarskóla Eyjafjarðar verða haldn-
ir á fimmtudagskvöld, 11. febrúar í
Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og
hefjast þeir kl. 20.30.
Fram koma lengra komnir píanó-
nemendur af öllu starfssvæði Tón-
listarskólans og flytja þeir fjöl-
breytta dagskrá. Áðgangur er
ókeypis og eru foreldrar og aðrir
velunnarar skólans hvattir til að
mæta og hlýða á hina ungu píanó-
leikara.
Breytingar fyrirhugaðar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells hf.
„Þekking* okkar liggur í veið-
um og vinnslu á bolfiski“
MAGNÚS Gauti Gautason, fram-
kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtæk-
isins Snæfells hf. á Dalvík, gerði á
aðalfundi félagsins í gær, gi-ein fyrir
þeim breytingum sem gerðar hafa
verið á rekstri fyrirtækisins að und-
anförnu og kynnti fyrirhugaðar
breytingar, sem lúta að því að snúa
taprekstri á síðasta rekstrarári yfir í
hagnað. Breytingar felast að lang-
mestu leyti í sölu eigna, bæði í út-
gerð og landvinnslu, og sagði Magn-
ús Gauti að gert væri ráð fyrir hagn-
aði á yfirstandandi rekstrarái'i.
Eins og fram hefur komið var tap
Snæfells hf. á síðasta rekstrarári,
tímabilið 1. janúai' til 31. ágúst í
fyrra, rúmar 380 milljónir króna.
Óregluleg gjöld námu 83 milljónum
króna. Þar er fyrst og fremst um að
ræða niðurfærslu hlutabréfa, þannig
að tap af reglulegri starfsemi nam
tæpum 298 milljónum ki'óna. Magn-
ús Gauti sagði að afkoma félagsins
væri langt frá því að vera í samræmi
við áætlanir og væntingar.
Hættir afskiptum af rækju- og
uppsjávariíski
I lok síðasta rekstrarárs var Snæ-
fell með landvinnslu á Dalvík, í Hrís-
ey, á Stöðvarfirði, í Ólafsvík og í
Sandgerði. Þá gerði félagið út fjóra
togara og tvö nótaskip.
Magnús Gauti sagði það stefnu fé-
lagsins að hætta afskiptum af rækju-
vinnslu og veiðum og vinnslu á upp-
sjávarfiski. „Þekking okkai' liggur í
Morgunblaðið/Kristján
ROGNVALDUR Skíði Friðbjörnsson, stjónmrmaður í Snæfelli, t.v., Magn-
ús Gauti Gautason framkvæmdastjóri og Eiríkur Jóhannsson stjórnarfor-
maður ræða málin að loknum aðalfundi félagsins á Dalvík í gær.
veiðum og vinnslu á bolfiski." Félag-
ið hætti rekstri rækjuverksmiðju í
Ólafsvík í október sl. og sagði Magn-
ús Gauti stefnt að sölu eigna félags-
ins þar. Hann sagði nokkuð góðar
líkur á að hægt yrði að selja vélar og
tæki rækjuverksmiðjunnar en hins
vegar gæti orðið þyngra með sölu
fasteigna í Ólafsvík.
Þá hefur Snæfell átt í viðræðum
við aðila um kaup á þeim eignum fé-
lagsins sem tengjast veiðum og
vinnslu á uppsjávarfiski en niður-
staða liggur ekki fyrir. „Tapið liggur
í rækjunni og þeim þætti sem snýr
að veiðum og vinnslu á uppsjávar-
fiski. Takist okkur að selja þessar
eignir á viðunandi verði verður staða
félagsins orðin ákjósanleg. Þetta er
lítill hluti af umsvifum okkar en stór
hluti af efnahag okkar.“
I útgerð í Eistlandi
Snæfell seldi togarann Má á síð-
asta ári án aflaheimilda og þá hefur
félagið gert samning um stofnun á
félagi um eignarhald og rekstur á
rækjutogaranum Snæfelli SH sem
félagið mun eiga ásamt Nasco hf. og
Dagomar, sem er fyi'irtæki í Eist-
landi. Togarinn mun fá eistneskt
veiðileyfi á Flæmska hattinum og
hefur rækjukvóti félagsins þar því
verið seldur.
Gangi þessai' áætlanir eftir munu
skuldir félagsins minnka mjög mikið
og jafnframt munu aflaheimildir
minnka um 2.400 þorskígildistonn og
verða rúmlega 9.700 þorskígildistonn.
Félagið mun þá jafnframt aðeins gera
út þrjá togara, ísfisktogarana Björg-
úlf EA og Kambaröst SU og fi'ysti-
togai'ann Björgvin EA.
Eiríkur Jóhannsson
stjórnarformaður
Kostnaður Snæfells á síðasta
rekstrarári vegna leigu á kvóta nam
81 milljón króna en vegna meiri afla-
heimilda á yfii-standandi ári er ekki
gert ráð fyrir frekari leigu á kvóta.
Tap á landvinnslu félagsins á síðasta
reksti-arái-i nam 145 milljónum króna
og á útgerð 67 milljónum króna. Að-
eins vai'ð hagnaður af rekstri frysti-
hússins á Dalvík og tveimur ísfisktog-
urum, Björgúlfi og Kambai'öst en tap
á öðrum rekstrarþáttum.
Ný stjórn Snæfells var kjörin á
aðalfundinum í gær. EiiTkur Jó-
hannsson, kaupfélagsstjóri KEA,
kom nýr inn í stjórnina og tók hann
við stjórnarformennsku af Rögnvaldi
Skíða Friðbjörnssyni, bæjarstjóra
Dalvíkurbyggðar, sem á þó áfram
sæti í stjóminni. Aðrir stjórnarmenn
eru Guðný Sverrisdóttir, Bjarni Að-
algeirsson og Ragnar Bogason.
Kristján ÓF til
heimahafnar
------—
Áfallahjálp
fyrir börn
GUÐRÚN Alda Harðardóttii' lektor
við Háskólann á Akureyri verður með
fyrirlestur um áfallahjálp fyrir böm á
fundi Samhygðar, samtaka um sorg
og sorgarviðbrögð á Akureyri og ná-
grenni í kvöld, fimmtudagskvöldið 11.
febrúar í Safnaðarheimili Akm'eyrar-
kh'kju og hefst hann kl. 20. Allir era
velkomnir á fundinn.
Aðalfundur samtakanna verður
haldinn í Safnaðai'heimili Akureyr-
arkirkju fimmtudaginn 11. mars
næstkomandi kl. 20.
KRISTJÁN ÓF 51 kom úr sinni
fyrstu veiðiferð fyrir Sæunni Axels
ehf. í Ólafsfirði nýlega. Fyrirtækið
keypti skipið um síðustu áramót af
Stálskipum í Hafnarfirði. Kristján
ÓF, sem hét áður Særún HF 4, er
240 tonna línuveiðibátur með 14
manns í áhöfn. Aflinn úr fyrstu
veiðiferðinni var um 31 tonn en leið-
indaveður var á miðunum og náðu
þeir aðeins að vera 3-4 daga á veið-
um.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, útgerðai'-
stjóri Sæunnar Axels ehf., sagði að
Kristján ÓF yrði gerður út frá suð-
urströndinni þegar veiðitímabilið á
löngu og keilu hefst. Markmiðið með
kaupunum á skipinu er að treysta
rekstrargrundvöll fyrirtækisins og
verður aflinn allur settur í vinnslu
hjá íyrirtækinu í Ólafsfirði, saltaður
og þurrkaður á markað í Argentínu
og Brasilíu.
Ráðstefna á Akureyri:
Nýtt eyfirskt efnahagsafl