Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður Sótt um 100 hekt- ara und- ir kvik- myndaver TVÍTINDAR TM hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þeim verði úthlutað um 100 hektara landsvæði undir kvik- myndaver ef til þess kæmi að Miramax Dimension film fengi þá fyrirgreiðslu, sem óskað hefur ver- ið eftir. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segist fagna þeim atvinnutækifærum sem myndu skapast ef af yrði. „Þetta yrði vítamínsprauta fyrir atvinnu- lífið,“ sagði hann. Magnús sagði að bæjarráð hefði verið jákvætt gagnvart umsókninni og að henni hefði verið vísað til skipulags- og umferðamefndar. Landið sem um ræðir afmarkast af Stórhöfða að vatnsverndarsvæði Hafnarfjarðar. Skammur tími ef af verður I erindinu til bæjarráðs er bent á að verið sé að skoða á vegum ráðu- neyta hvort hægt sé að veita er- lendum kvikmyndaiðnaði svipaða fyrirgreiðslu og Irar og fleiri lönd hafa gert. Vinna ráðuneytanna er í framhaldi heimsóknar forstjóra Miramax Dimension film til Is- lands. Fram kemur að ef svo fari að skoðun ráðuneytanna leiði í ljós að unnt verði að koma til móts við óskir fyrirtækisins sé ljóst að það muni koma hingað og framleiða kvikmyndir fyrir enskumælandi markað. Líklegt sé ef fyrirgreiðsl- an verði veitt að skammur tími verði til að skapa viðunandi um- gjörð um iðnaðinn þegar og ef kall- ið kemur. Landrýmið sem skoðað hefur verið virðist að mörgu leyti henta ,vel en það þarf að vera flatlent, með tiltölulega fríum sjóndeildar- hring til einnar áttar en ákjósan- legt að hlið eða hæð sé til annarrar áttar. Landið verður að vera utan fluglínu og ekki það nærri há- spennulínum að þær trufli sendi- tæki né heldur nálægt hávaðasöm- um iðnaði. Stórar skemmur og háar Fram kemur að kvikmyndaiðn- aður sé ekki mengandi en að hon- um tilheyri stórar skemmur sem líkja megi við stór íþróttahús eða flugskýli, 1.000-5.000 fermetrar að stærð og 10-15 metrar á hæð, jafn- vel stærri í sumum tilvikum. Einnig gæti þurft að reisa stórar leikmyndir, sem þyrftu að standa í lengri eða skemmri tíma, jafnvel heilu bæjarhlutana. Af þessu stafi ákveðin sjónmengun, sem taka þurfi á strax í upphafi. FRÉTTIR Vilja reisa 5.000 fermetra sjónvarpsver á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti Sjónvarpsverið mun kosta 500 til 600 milljónir FYRIRHUGAÐ er að reisa um 5.000 fermetra sjónvarpsver á þremur hæðum á lóð Ríkisútvarpsins við Ef- staleiti, að sögn Guðjóns Magnússon- ar, arkitekts og einns forsvarsmanna íslenska sjónvarpsversins ehf. „Við ætlum að i-eyna að hefja framleiðslu 1. desember næstkom- andi,“ sagði Guðjón, stendur að fyr- irtækinu ásamt Birni Emilssyni dag- skrárgerðarmanni og Sveini Jóns- syni endurskoðanda. „Þetta er fyrst og fremst starfsemi sem snýr að gerð sjónvarpsefnis." Hugmyndina fékk Björn fyrir ein- um þremur árum en fljótlega upp úr því var byrjað að vinna í málinu, sagði Guðjón. I upphafi var ætlunin að reisa skemmu fyrir um 20 milljón- ir en nú er ráðgert að byggja tvö góð stúdíó fyrir sjónvarpsupptökur, með aðaláherslu á fjölmyndavélavinnslu þar sem þrjár eða fleiri myndatöku- vélar eru notaðar við upptöku þátta. Áætlaður kostnaður við bygging- una er á bilinu 500 til 600 milljónir en fyrirtækið hefur þegar fengið til liðs við sig tiltölulega breiðan hóp fjárfesta, sagði Guðjón. Fram- kvæmdin verður fjái-mögnuð án nokkurra framlaga úr opinbei'um sjóðum landsmanna og hlýtui- því að vera með stærstu einkafjárfesting- um í listalífi Islands til þessa, sagði hann. Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri sagði að í nóvember hefði borist erindi frá borgarstjóranum í Reykjavík til Ríkisútvarpsins, þar sem spurst var fyrir um afstöðu þess til þess að Reykjavíkurborg úthlut- aði Islenska sjónvarpsverinu lóð fyr- ir sjónvarpsver á hluta af því sem nú er lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Markús sagði að leitað hefði verið álits menntamálaráðuneytis, sem vísaði því til fjárlaganefndar. Hún samþykkti að veita Ríkisútvarpinu heimild til að selja hluta af lóð sinni. Ríkisútvarpinu er s.s. heimilt að selja eða í þessu tilfelli að skila til Reykjavíkurborgar hluta af lóð sinni til endurúthlutunar, samkvæmt af- greiðslu Alþingis, sagði Mai-kús. Málið er hjá borgarskipulagi Markús sagði að málið væri til um- fjöllunar hjá borgarskipulagi og hönnuðum Útvarpshússins því að það hefði verið tekið fram, af hálfu Ríkisútvarpsins, að fyrhhuguð bygg- ing yrði að uppfylla ákveðin skilyrði áður en afsal kæmi til greina. „Málið er komið það langt að ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef það kæmi einhver afturkippur í það,“ sagði Guðjón. „Það er búið að leggja í þetta gífurlega mikla peninga nú þegar.“ Eins og áður sagði er málið til at- hugunar hjá borgarskipulagi en Markús sagðist ekki enn hafa fengið endanlegar niðurstöður. „Mitt sjón- armið er það að Ríkisútvarpið hafi ekki þörf fyrir að byggja upp á allri þessari lóð,“ sagði Markús. „Samt sem áður er mjög æskilegt að hafa eitthvað upp á að hlaupa og það er það sem borgarskipulag ætlar að reikna út.“ Hann sagði að framtíðar- fjáifestingar í húsnæði á vegum Rík- isútvarpsins hlytu að verða utan Reykjavíkur til að efla starfsemina úti á landi. Guðjón sagði að lóðin við Efstaleiti væri þægilega staðsett í bænum og að sér þætti spennandi að reisa sjón- varpsver við hlið Útvarpshússins. Þarna gæti skapast frjótt umhverfi fyrir iðnaðinn, þai' sem búið yrði að honum í alvörubyggingum en ekki skemmum eða bráðabirgðahúsnæði. Helsti markhópurinn er íslensku sjónvarpsstöðvamar en einnig er ráðgert að sækja verulega á erlend- an markað, sagði Guðjón. „Við erum þegar í viðræðum við fyrirtæki í Bandaríkjunum, Danmörku og á Ir- landi,“ sagði hann. Um 150 til 200 munu starfa við sjónvarpsverið. Radíóamatörar syrgja Hussein / „Eg er konungur hér um slóðir“ Morgunblaðið/Kristinn SVEINN Guðmundsson verkfræðingur er radíóamatör og átti meðal annars samskipti við Hussein Jórdaníukonung. Hér situr hann við tækin og heldur á umslaginu utan af korti Husseins. MEÐAL þeirra sem samhryggst hafa Jórdönum vegna fráfalls Husseins Jórdaníukonungs eru radíóamatörar víðs vegar um heiminn, en konungurinn var um langt árabil virkur radíóamatör. Vitað er um fáeina íslenska rad- íóamatöra sem komust í samband við konunginn í krafti þessa sam- eiginlega áhugamáls þeirra. Einn þeirra er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur og radíóamatör. Kallmerkið „ólöglegt“ „Þetta var óvenjulegt, ekki síst fyrir þær sakir að kallmerki kon- ungsins var JY1 sem er ekki al- veg samkvæmt alþjóðlegum regl- um um þau mál. Samkvæmt þeim á að minnsta kosti einn bókstafur að koma á eftir tölustafnum í kallmerkinu. Ég hikstaði á þessu fyrst þegar ég heyrði í honum, þó svo að kallmerki konungsins væri mjög sterkt og gott. Aug- ljóslega hafði hann bestu fáan- legu tæki en þar sem ég náði ekki kallmerkinu liðu um tvær vikur áður en ég áttaði mig á hvaða maður væri í loftinu. Við skiptumst á merkjum eins og menn gera í tilvikum sem þessum en að öðru leyti voru samskiptin frekar stutt, enda vilja menn ekki alltaf eyða miklum tíma í þau, síst af öllu í fyrsta skipti þegar verið er að tala við sjald- gæfa stöð,“ segir hann. Þegar tveir radíóamatörar ná sambandi með þessum hætti skiptast þeir á svo kölluðum QSL-kortum, sem eru ekki óá- þekk póstkortum, til staðfesting- ar á sambandinu. Algengt er að radíóamatörar safni slíkum kort- um en auk söfnunargildis þeirra fá menn punkta fyrir hvert land sem bætist við. Sveinn kveðst halda mikið upp á kortið frá kon- unginum. „Framan á því er gull- kóróna og síðan er kallmerkið ásamt alls kyns flúri. Konungur- inn hefur greinilega lagt mikið upp úr að gera það vel úr garði, í samræmi við tign sína og stöðu,“ segir hann. Sveinn kveður sig ráma í sögu þess efnis að eitt sinn hafi ís- lenskur radíóamatör náð sam- bandi við konunginn án þess að átta sig á því um hvern var að ræða, fyrr en hann grennslaðist eftir því að loknu ágætu samtali. Þá hafi konungur sagt: „I’m a king around here“ eða „Ég er konungur hér um slóðir“. „Síðari árin lieyrðist lítið í konunginum sem kann að skrifast á reikning veikinda hans og mikilla anna,“ segir Sveinn. Af öðrum mektar- mönnum sem hafa áhuga á þess- um fjarskiptum nefnir Sveinn annan konung, Jóhann Karl Spánarkonung, Rajiv heitinn Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, og Barry Goldwater, sem eitt sinn bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum. Áfangaskýrsla um snjóflóðavarnir og hættusvæði í Bolungarvík Helmingur byggðar á snjó- flóðahættusvæði UM helmingur byggðar í Bolungar- vík er á snjóflóðahættusvæði sam- kvæmt áfangaskýrslu um snjóflóða- hættu og snjóflóðavarnir sem verk- fræðistofan Hnit hefur unnið. Lagt er til í skýrslunni að ráðist verði í snjóflóðavamir með því að grafa um eins kílómetra langan skurð, 30 metra djúpan og um 20 metra breið- an, sem myndi kosta rúmlega einn milljarð króna. Niðurstöðumar komu bæjaryfírvöldum í Bolungar- vík mjög á óvart og verða þær kynntar á almennum borgarafundi í bænum 19. febrúar nk. Hafa vanmetið snjófióðahættuna Fulltrúar frá Hnit, umhverfisráðu- neytinu, Veðurstofu Islands og Framkvæmdasýslu ríkisins áttu fund með bæjarstjóm Bolungarvík- ur sl. þriðjudag þar sem niðurstöður áfangaskýrslunnar voru kynntar. „í febrúar 1996 féll snjóflóð hér á tvö hús,“ segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. „Sem bet- ur fer varð ekki manntjón en tals- vert eignatjón. Við óskuðum því eftir því að fram færi úttekt á stöðu mála,“ segir hann. I framhaldi af því var svo gerður samningur sl. sumar við Hnit um að annast úttektina. Ólafur segir að samkvæmt niður- stöðum áfangaskýrslunnar, að helm- ingur byggðarinnar sé á snjóflóða- hættusvæði við verstu hugsanlegu að- stæður, sé ljóst að Bolvíkingar hafi vanmetið snjóflóðahættu á staðnum. Varnarskurður myndi kosta milljarð Að sögn Ólafs komast skýrsluhöfi undar að raun um að hefðbundnar aðgerðir til varnar byggðinni, s.s. með því að reisa þvergarða og stoð- mannvirki dugi ekki í Bolungarvík. „Þeir leggja fram þá hugmynd að gerð verði djúp rás í hlíðina, sem yrði um kílómeter að lengd, allt að 30 metra djúp og um 20 metra breið. Þessi aðgerð myndi kosta rúman milljarð," segir hann. Ólafur segir að enn séu mörg at- riði óljós sem þurfi að skoða betur, s.s. varðandi jarðveginn á svæðinu. Málið sé enn á frumstigi. Hann segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um hvernig brugðist verði við þessum niðurstöðum eða hvort ráðist verði í þessa miklu mannvirkjagerð. „Það var ákveðið á bæjarstjórnarfundinum að boða til borgarafundar föstudaginn 19. febr- úar þar sem þessar hugmyndir verða kynntar bæjarbúum og þeir fá tæki- færi til að segja sitt álit,“ segir hann. „Þetta er miklu stærra og meira mál en nokkur Bolvíkingur hefur látið sér detta í hug. Ég hugsa að niðurstöðurnar hafi jafnvel líka komið þeim sem eru að vinna að þessu verki á óvart en þeir vinna eftir reglugerð um mat á snjóflóða- hættu og við höfum margsagt að hún er þeirra húsbóndi en svo geta menn deilt um hvort ákvæði þessar- ar reglugerðar eru rétt eða röng,“ segir hann. Samvkæmt reglugerð ber við- komandi sveitarfélagi að standa undir 10% af kostnaði við gerð snjó- flóðavarna á staðnum. Ólafur segir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé það slæm að það yrði sveitarsjóði algerlega ofviða að leggja fram 100 milljónir króna sem yrði kostnaðar- hlutdeild bæjarins er ráðist verður í umrætt mannvirki. Leita skynsamlegra leiða „Við munum halda áfram umræðu um þessa skýrslu innan bæjarstjóm- ar og bæjarráðs og næsta skref er að halda borgarafund. Síðan munum við í samráði og samstarfi við skýrsluhöf- unda leita leiða sem eru skynsamleg- ar. Við viljum fá sem bestai- vamir fyrir sem minnst verð,“ sagði Ólafur. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.