Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 51 hinsta ferð. Okkur langar að minn- ast hennar í örfáum orðum.Nú ertu elsku Alla laus við þinn sjúkdóm og allar þinar þjáningar og við vitum að það verður vel tekið á móti þér hinum megin. Nú hefur enn verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna og það einu sinni enn. Það eru ekki nema átta mánuðir síðan við kvödd- um Guðna frænda og nú er komið að því að kveðja þig, elsku Alla, sem varst svo góð og alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og máttir aldrei meitt aumt sjá. Þú varst svo góð móðir og amma og langmamma og við vitum að dætur þínar, barnabörn og lang- mömmubörn munu sakna þín sárt. Eins munu þau fjögur systkini þín, sem eru eftir af níu systkinahópi, og aðrir vandamenn og vinir sakna þin sárt. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert íyrir okkur á þinni lífsleið. Allar þær góðu samveru- stundir sem við áttum saman bæði heima, í sumarbústaðnum og eins á ferðalögum erlendis. Við vottum dætrum þínum, barnabörnum, fjölskyldu okkar og vinum okkar innilegustu samúð á sorgarstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín systir og frænka Dóra Bjarnadóttir og Aðalheið- ur Lísbet Gunter. Kallið er komið. Amma Alla sefur nú vært. Það voru þung spor að fara til átta ára langömmustelpu og segja henni fréttimar. Island var óralangt í burtu, þar sem við vissum að fjöl- skyldan væri samankomin í bæna- stund. Við áttum okkar í Belgíu, skoðuðum myndir og minntumst fal- legra stunda með ömmu. Það var gott að geta komið til hennar kveðju, áður en hún skildi við. I hug- um okkar alh-a sem þekktum Aðal- heiði, verður hennar fyrst og fremst minnst fyrir þá ótakmörkuðu um- hyggjusemi og ást sem hún sýndi fjölskyldu sinni og vinum. Það var í eðli hennar að skýla og vemda, klæða og fæða. Alltaf hafði hún tíma og alltaf var gott að leita til hennar. Hún sá barnabömin og Steinunni Dóru aldrei nógu oft og bjó til tilefni með matar- og kaffiboðum þar sem hún naut þess að hafa fólkið sitt í kring um sig. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og það var gaman að ræða við hana um dagleg málefni og fréttir. Þeim heiðurshjónum, Aðalheiði og Jónasi G. Rafnar, sem lést fyrir rétt- um fjórum áram, kynntist ég um svipað leyti og Jónasi Friðriki, eigin- manni mínum. Fyrstu sambúðarár okkar bjuggum við í kjallaranum hjá þeim á Háteigsveginum og áttu þau sinn þátt í að koma okkur báðum til manns með umhyggju sinni og hjálp. Það tók mig tíma að venjast umferðarþunganum á heimili þeirra, þar sem dæturnar þrjár og bama- bömin vora daglegir gestir, sem og ótrúlegur fjöldi annarra skyld- menna og vina sem fannst ómögu- legt að fara hjá án þess að líta við. Allir vora velkomnir og gerði Alla alltaf ráð fyrir gestum í mat. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að Aðalheiður var engin venjuleg kona. Hún var einstaklega starfsöm, ósér- hlífin og holl sínum. Hún var stolt og glæsileg og ósjálfrátt bar maður höfuðið hærra í fylgd hennar. Þegar ég lít til baka, er mér þó dýrmætast að hafa sem ung og óreynd móðir haft Aðalheiði til halds og trausts fyrstu árin eftir að dóttir okkar fæddist. Ég var „alveg græn“ eins og Alla hefði sagt sjálf, hafði enga reynslu af börnum og fyrstu misserin vora erfið með veikindum, svefnleysi og félagslegri einangrun, eins og margar ungar mæður þekkja. Alla var ákveðin í leiðbein- ingum sínum við umönnun barnsins og kunni ráð við öllu. Barnið var kraftaverk í augum þeirra hjóna og Steinunn Dóra ólst upp við um- hyggju þeirra sem ég vona að hún eigi alltaf eftir að búa að. Líf Öllu breyttist mikið eftir að Jónas Rafn- ar dó. Hún missti ákveðna fótfestu, enda hafði hún helgað líf sitt eigin- manni og fjölskyldu. Við tók erfiður tími mikilla. veikinda, þar sem oft var tvísýnt um framhaldið. Það var erfitt að horfa á svo sterka og fal- lega rós missa lit og styrk, en alltaf var hlýjan jafn mikil og viljinn til að hjálpa og gera gott. Það var okkur mikils virði að hún gat haldið syni okkar undir skírn hans fyrir rúmu ári síðan. Drengurinn fékk nafn afa síns, Jónas Rafnar og veit ég að það gladdi gömlu konuna. Hans bíður fallegt bréf írá henni sem hann get- ur lesið þegar hann verður stór. Árangur ævistarfsins kom berlega í ljóst í veikindum hennar, er dætur hennar, Halldóra tengdamóðir mín, Ingibjörg Þórann og Ásdís og fjöl- skyldur þeirra, systkini og aðrir vandamenn hlúðu að henni öllum stundum. Gefið og þér munuð þiggja- Öllu mun ég minnast sem minnar bestu ömmu, konunnar sem kenndi mér svo ótrúlega margt og sem elskaði bömin mín. Hennar verður sárt saknað. Lilja Dóra. í dag er Aðalheiður B. Rafnar kvödd hinstu kveðju. Aðalheiður, eða Alla frænka eins og við kölluð- um hana, var gift Jónasi fóðurbróð- ur okkar. Þegar við voram böm á Akureyri bjuggu Alla og Jónas þar einnig ásamt dætram sínum þremur og var samgangur milli heimila okk- ar mikill. Réð þar mestu að einkar kært var með þeim bræðram, Alla og móðir okkar vora góðar vinkonur og við frændsystkinin á svipuðu reki. Vegna starfa Jónasar flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur og urðu þá heimsóknir stopulli um hríð. Við systkinin fluttumst síðan eitt af öðra suður og þá var heimili Öllu og Jónasar á Háteigsvegi okkur alltaf opið, hvort sem við þurftum á and- legri eða veraldlegri aðhlynningu að halda. Þau hjónin vora einstóklega trygglynd og frændrækin. Á ung- dómsáram er oft lítill tími til að rækta fjölskyldutengsl og ef ekki hefði verið fyrir regluleg heimboð á Háteigsveginn er óhætt að segja að næstu kynslóðir hefðu glatað tæki- færam til að kynnast og fylgjast hvert með öðra. Alla var glæsileg kona, virðuleg í fasi og geislaði af þeim innri styrk sem aldrei þraut. Hún var glaðlynd og bráðskemmtileg, hnittnar at- hugasemdir hennar urðu sígildar innan fjölskyldunnar, en aldrei vora þær á kostnað annarra. Hún lagði heldur aldrei öðrum illt til, þótt hún hefði ákveðnar skoðanir og segði álit sitt af fullri hreinskilni. Líf hennar snerist fyrst og fremst um velferð fjölskyldunnar og náði umhyggja hennar jafnt til fjarskyldra einstæð- inga sem nánustu ættingja. í hlut- verki gefandans naut hún sín best. Síðast hittum við Öllu í árlegu jólaboði fjölskyldunnar, hefð sem hún skapaði og er nú viðhaldið af næstu kynslóð. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu ára sat hún eins og drottning og ræddi við unga sem aldna. Fyrirspumum um eigin heilsu eyddi hún með brosi en spurði um hæl, og af áhuga, um hagi við- mælandans. Það er erfitt að tráa því að þessi sterka, lífsglaða kona hafi kvatt okkur í síðasta sinn þennan dag. Við systkinin þökkum Öllu og Jónasi frænda allt það sem þau gerðu fyrir okkur í gegnum tíðina. Fyrir hönd foreldra okkar og fjöl- skyldna sendum við Dóra, Imbu, Addí og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn, Kristín, Haraldur og Björg Rafnar. Kær vinkona, Aðalheiður Rafnar, er látin. Þakklæti fyrir hálfrar aldar vináttu fyllir hugann. Aðalheiður Rafnar var hreinskipt- in og sterkur persónuleiki, bráðvel gefin og glæsileg kona. Hún var hjúkranarfræðingur að mennt, en lét af hjúkrunarstörfum þegar dæt> urnar fjórar fæddust með stuttu miilibili. Þótt Aðalheiður léti af störfum fylgdist hún alltaf vel með í sinni starfsgrein. Hún bjó yfir yfir- vegaðri ró þegar ‘veikindi bar að höndum, hvort sem var hjá henni eða öðram. Hún var fljót að greina sjúkdóma og vissi alltaf hvað við átti hverju sinni. Veikindi vora henni verkefni sem þurfti fyrst og fremst að takast á við af æðruleysi og skyn- semi. Það sýndi hún sjálf í sínum miklu veikindum á síðasta ári. Aldrei var kvartað þótt oft væri hún sárþjáð. Er við áttum tal saman fyr- ir nokkru sagðist hún að vísu ekki vera vel frísk en taldi sig samt á batavegi. Sú varð því miður ekki raunin. Kynni okkar Aðalheiðar hófust er ég kynntist eiginmanni mínum, Magnúsi, en hann og Jónas, eigin- maður Aðalheiðar, vora bekkjar- bræður í Menntaskólanum á Akur- eyri og luku einnig embættisprófi í lögfræði á sama degi árið 1946. Að námi loknu vilja oft leiðir skilja hjá skólafélögum en svo varð ekki hjá þeim Jónasi og Magnúsi, heldur upphófst náin samvinna og einstök vinátta sem aldrei bar skugga á. Báðir höfðu hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins að leiðarljósi og vora ákveðnir í því að vinna að framgangi þeirra á sviði þjóðmála. Eftir emb- ættispróf hófu þeir störf á Akureyri á vegum Sjálfstæðisflokksins og skömmu síðar urðu þeir þingmenn flokksins, Jónas á Akureyri en Magnús i Eyjafirði, og seinna báðir fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Heimili Aðalheiðar og Jónasar á Akureyri varð strax miðstöð Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi. Þangað komu allir erindrekar er störfuðu fyrir flokkinn, ræðumenn sem fengnir vora til fundarhalda, fé- lagar og samherjar úr nágrenninu. Alltaf var opið hús og allir boðnir velkomnir. Heimilið bar sterkt svip- mót húsráðenda. Það var menning- ar- og höfðingjasetur hvort sem það var í háum eða lágum húsakynnum. Frábærlega smekklegt, fágað og hreint. Að setjast að borðum hjá þeim hjónum var ætíð veisla. Ekki eingöngu hvað veitingar snerti, heldur hvað allt var fallega fram borið og gestir fundu hvað þeir vora hjartanlega velkomnir. Ég hef ætíð undrast hvemig Aðalheiður og Jónas gátu á þessum frambýlisárum haldið uppi allri þessari risnu ásamt stóra heimili. Þingmannslaun era í dag talin lág, en á þessum tíma vora þau svo lág að þingmenn urðu að hafa önnur störf með. Einhvem veg- inn hafði maður á tilfinningunni, að lögmannsskinfstofan sem Jónas rak á Akureyri væri fremur ráðgefandi vinarstofnun en ábatasamt fyrir- tæki. Þótt Aðalheiður helgaði heim- ilinu starfski-afta sína, væri frábær húsmóðir og móðir og eiginmanni sínum sterkur bakhjarl og félagi í hans miklu störfum verður hennar ekki eingöngu minnst sem slíkrar. Hún hafði sterka útgeislun og bar mikla persónu hvar sem hún fór. Hún var hrein og bein í framkomu og hafði einarðar skoðanir á mönn- um og málefnum. Hún var mikill vinur vina sinna og alltaf boðin og búin til hjálpar þar sem erfiðleikar steðjuðu að. Þótt Aðalheiður virtist við fyrstu kynni vera mikil alvöra- manneskja var hún létt í lund og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- amar á mannlífinu. Hún var hnyttin í tilsvöram og skemmtilegur félagi. Marga hláturstundina höfum við á seinni áram átt saman við spilaborð- ið. Sagt er að gæfa hvers manns sé að eiga góða fjölskyldu og er það vissulega rétt. En það er ekki síður gæfa að eiga góða vini. Ég tel það fométtindi að hafa kynnst því vin- áttusamfélagi sem einkenndi sam- starf þeirra Jónasar og Magnúsar og við Aðalheiður urðum sjálfkrafa þátttakendur í. Má segja að hjá þeim félögum hafi annars frami og velgengni, hvort sem var í störfum eða einkalífi, verið beggja. Eftir lát Magnúsar naut ég þessarar sömu sérstöku vináttu og grannt var fylgst með því hvemig mér og börn- unum vegnaði. Ég þakka Aðalheiði fyrir allar samverastundirnar og bið guð að blessa hennar góðu dætur, Hall- dóra, Ingibjörgu og Ásdísi og fjöl- skyldur þeima. Ingibjörg Magnúsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR, Lönguhlíð 3, áður Ásgarði 29, verður til grafar borin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 12. febrúar kl. 13.30. Árni Ólason, Margrét Valgerðardóttir, Leifur Á. Aðalsteinsson, Ragnheiður H. Óladóttir, Elías R. Sveinsson, Hermann Ólason, Brjánn Árni Ólason, Jóhanna M. Finnbogadóttir, Guðrún Kr. Óladóttir, Björn V. Gunnarsson, Hrólfur Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEFÁN BJÖRGVIN GUNNARSSON frá Kirkjubæ í Hróarstungu, Austurvegi 40, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 31. janúar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 13.30. Gestur Stefánsson, Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Karl Stefánsson, Auður Helga Hafsteinsdóttir, fna Sigurborg Stefánsdóttir, Guðjón Ásmundsson, Valborg ísleifsdóttir, afa- og langafabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞORSTEINN HANNESSON söngvari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 12. febrúar kl. 13.30. Kristín Pálsdóttir, Páll Þorsteinsson, Ragna Pálsdóttir, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Þór Pálsson, Hannes Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson. + Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, DAGMAR AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Goðalandi, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Garðar Björgvinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ragna Garðarsdóttir, Sigmar Garðarsson, Helga Björg Garðarsdóttir, Garðar Örn og Bylgja Dögg Sigmarsbörn. + Bróðir okkar, BALDUR GUÐMUNDSSON, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn. Hann var jarðsettur í kyrrþey frá Leifskapellu. Systkini hins látna. Lokað Lögmannsstofan sf., Skeifunni 11a, Reykjavík, verður lokuð í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar AÐALHEIÐAR B. RAFNAR. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.