Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 58
é 58 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ PltgwMaMli BRÉF TIL BLAÐSINS £jJ)£>U T7L þ£SS AÐ LOtO DY/euHu/M -V efth? séR ur- y Hundalíf í l^eisi þú \k*3MÚta) hwba dacjut\ W8P' er/ doil? J \ -V^ Ég d af/nseít/ dag - a-fmseli í c/atg - s 7hnn. <x a-&nacU ) 'l harvu 1-13 Ljóska Ferdinand Ég held að nýju staðgenglarnir Villi og Jói... hetjurnar mínar! séu alltaf að minnka ... Til hamingju með daginn, strákar! Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvalir eða ferðamenn Frá Óla Tynes: ÉG ER satt að segja dálítið beggja blands í hvalveiðideilunni. Annars vegar þykir mér sjálfsagt að nýta sjálfbærar auðlindir, en hins vegar þykir mér dálítið vænt um hvali, eft- ir að hafa synt með þeim hér á árum áður, meðan ég stundaði froskköfun víða um heim. Mér fannst samt dálítið skrýtinn málflutningur á blaðamannafundi sem hvalaskoðunarforstjórar héldu 28. janúar síðastliðinn. Þeir töldu sig til dæmis hafa aflað þjóðarbúinu tekna upp á sjö eða átta hundruð milljónir króna. Það kom þó í ljós að flestir ferðamenn, sem fóru í hvala- skoðun, tóku ákvörðun um það eftir að þeir komu til landsins. Þeir komu ekki gagngert til þess að fara í hvalaskoðun. Það er því dálítið djarf- lega seilst þegar ferðafrömuðirnir þakka sjálfum sér þær tekjur sem fást af flugfargjöldum, gistingu og annarri þjónustu. Einn þeirra var spurður að því hvort hann teldi að þetta væri arð- bærara en hvalveiðar. Hann fór í kringum spurninguna. Sagði aðeins að hvalaskoðun hefði verið að skila þjóðarbúinu góðum tekjum undan- farin ár. I orðunum liggur að það hafi hvalveiðarnar ekki gert. Sem er nú kannski ekkert ægilega skrýtið, miðað við að þær hafa verið bannað- ar undanfarin ár. I því sambandi er rétt að líta aftur í tímann. Meðan hvalveiðar voru stundaðar, var það þumalfingurs- regla, að tekjumar af þeim voru um tvö prósent af útflutningi sjávaraf- urða. Þær væru þá um tveir milljarð- ar króna á ári í dag. Hvalir hafa feikigóða matarlyst og þorskur er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Einar Kr. Guðfinnsson alþing- ismaður lagði fyrir skömmu fyrir- spurn fyrir sjávarútvegsráðhema um hvaða áhrif það hefði á afrakst- ursgetu þorskstofnsins að hefja ekki hvalveiðar. Að fengnu svari ráðherrans talaði Einar við Hafrannsóknastofnun. Og í framhaldi af því var reiknað út að tekjutap þjóðarbúsins verði sjö og hálfur til tíu milljarðar króna á ári, ef hvalir verða ekki veiddir. Eru þeir þá orðnh nokkuð dýrir, túristamir. A hvalasýningarfundinum var skýrt frá könnun sem var gerð hjá hluta þeirra ferðamanna sem komu til landsins á síðasta ári. Meirihluti þeirra sem svömðu voru á móti hval- veiðum. Það er ástæðulaust að gera lítið úr áhyggjum manna af við- brögðum erlendis ef við hefjum hval- veiðar á nýjan leik. Þar er þó hægt að leita nokkurrar huggunar í fortíð- inni og af reynslu nágranna okkar. Við höfum þegar upplifað að það var barist hatrammlega gegn íslenskum hagsmunum, meðan vísindaveiðarn- ar vora stundaðar hér á landi. Það sýndi sig að það hafði engin áhrif á þjóðarbúskapinn. Norðmenn veiða ennþá hvali og hafa gert margar kannanir á áhrifum þeirra. Niður- stöðurnar eru allar á einn veg: þau era engin. Einn hvalaskoðunarmanna sagði að hann vonaðist til þess að þjóðar- rembingur yrði ekki til þess að hval- veiðar yrðu hafnar aftur. Ég get tek- ið undir það að of stór skammtur af þjóðernishyggju er ekki af hinu góða. Ég held nú samt að það sé í lagi að láta ekki nokkur hundrað ferðamenn ákveða hvemig sjálfstæð þjóð dregur sér björg í bú. Hvalaskoðunarferðir era vissulega af hinu góða og þær eiga kannski eft- ir að verða enn mikilvægari í fram- tíðinni. Ef hvalveiðar verða ekki hafnar á ný, er þó gott að geta haft einhverjar tekjur af túristum, sem vilja borga peninga fyrir að horfa á hvalina meðan þeir háma í sig lífs- björg þjóðarinnar. ÓLI TYNES, Reykjavík. Jesús gegn kvíða Frá Guðrúnu Sæmundsdóttur: ALLTAF munu þeir verða til sem reyna að afvegaleiða fólk frá sann- leikanum, þeir sem segja að það þurfi einhvern ákveðinn þroska til þess að lesa og skilja Biblíuna, sem betur fer fara þeir með rangt mál, Biblían er öllum aðgengileg, það eina sem þarf til að skilja stórkost- legan boðskap hennar er auðmýkt gagnvart Guði. og vilja til að lifa í náð hans. Þegar við lifum sam- kvæmt orði Drottins munum við og afkomendur okkar hljóta mun meiri blessun í líf okkar, og getum beðið Guð um sigur og lausn frá hverskyns bölvun sem kann að vera í lífi okkar. Margt hrjáir nútíma- manninn en Guð hefur lausn á öll- um vandamálum, það er ekki flókið að biðja Jesú um lækningu á and- legri streitu, kvíða, fælni eða hverju því sem kann að hrjá okkur. Við einfaldlega biðjum Jesú um að koma í hjarta okkar, fylla okkur af sínum heilaga anda og fyrirgefa okkur hverja þá synd sem við höf- um drýgt, síðan biðjum við hann um að leysa okkur undan hverju því sem hrjáir huga okkar. Oft er gott að fara í kirkju og fá fyrirbæn og ræða við önnur trúsystkin. Lestur Biblíunnar er næring hins trúaða manns. Ekki eiga allir Biblíuna sem skiptist í Gamla og Nýja testament- ið, en flestir eiga eða hafa aðgang að Nýja testamentinu, og hvet ég alla til að lesa það. Til eru þeir sem hafa spillt sálu sinni og anda svo mikið að þeir eiga erfitt með að skilja og meðtaka Guðs orð. Þetta gerist einkum hjá fólki sem hefur lagt stund á nýaldarfræðin, jóga- hugleiðslur (ranglega nefnd slökun) og lifað í hverri þeirri synd sem Drottinn hefur andstyggð á, þetta fólk hefur sjálfviljugt gengið úr náð Guðs, en Guð er miskunnsamur, hann elskar syndarann en hatar syndina. Hans faðmur er opinn hverjum þeim sem iðrast synda sinna, og Guð er þess megnugur að hreinsa okkur af allri synd og gefa okkur líf í fullri gnægð. Drottinn blessi þig og varðveiti í Jesú nafni. GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, Hverfisgötu 24, Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.