Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför okkar heittelskaða föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÞORSTEINS STEFÁNSSONAR, sem var jarðsunginn laugardaginn 30. janúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir sendum við Kór eldri borgara, spila-, handavinnu- og sundfélögum á Egilsstöðum og öðrum þeim, er hann naut samvista við á undangengnum mánuðum. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja S. Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÞÓRÐARSONAR, Aflagranda 40, Reykjavík. Ingunn Eyjólfsdóttir, Bryndís Óskarsdóttir, Kristján Óskarsson, Svandís Óskarsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Dýrunn A. Óskarsdóttir, Gylfi Óskarsson, Guðlaug Árnmarsdóttir, Þórður S. Óskarsson, Hanna Dóra Birgisdóttir, Eyjólfur Óskarsson, Guðbjörg Jörgensen og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR, Brautarholti. Páll Ólafsson, Guðrún Pálsdóttir, Stefán H. Hilmarsson, Ásta Pálsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Þórdís Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Bjarni Pálsson, Ólöf Hildur Pálsdóttir og barnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur minnar, systir okkar, mágkonu og frænku, GUÐBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR, Skálatúni, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vina hennar í Skálatúni. Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Stefán Sigmundsson, Elvíra Viktorsdóttir, Kristján Sigfús Sigmundsson, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, Ólöf Ingimundardóttir og bræðrabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og útför STEINUNNAR KARLSDÓTTUR, Vatnsholti 8, Keflavík. Einnig sendum við þakkir til allra, sem studdu hana í veikindum hennar. Þóra B. Hilmarsdóttir, Hildur Hilmarsdóttir, Hilmar D. Hilmarsson og aðrir aðstandendur. KRISTJÁN JÓNSSON + Kristján Jóns- son fæddist á Akureyri 31. októ- ber 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björn Kristjánsson, f. 16.11. 1890, d. 22.11. 1962, og Lovísa Jónsdóttir, f. 7.6. 1892, d. 23.2. 1974. Systkini Kris- tjáns eru: María, f. 1918; Mikael, f. 1922, d. 1984; Jón Árni, f. 1925, d. 1999. Hálfsystir Kristjáns samfeðra var Jónina, f. 1908, d. 1996. Hálfbróðir Kristjáns sam- mæðra var Tryggvi Jónsson, f. 1914, d. 1987. Hinn 14. október 1944 kvænt- ist Kristján Sigþrúði Helgadótt- ur, f. 25.8. 1922, d. 24.3. 1985. Foreldrar hennar voni hjónin Helgi Tryggvason, f. 9.3. 1891, d. 14.11. 1986, og Kristín Jó- Eyjafjörður skartaði sínu feg- ursta í vetrarbúningi sínum. Það stimdi á Vaðlaheiði og Súlur í sól- skininu. Sólargeislarnir teygðu sig skærir inn um gluggana á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Draga varð að hálfu fyrir gluggana. Tjaldið var dregið að fullu fyrir hjá kærum tengaföður mínum. Hann andaðist þennan dag, miðvikudaginn 3. þ.m. Kristján hafði fengið fjögur hjartaá- föll á einum mánuði. Það síðasta varð honum ofviða. Kallið var kom- ið. Einbeittur, afar duglegur, ósér- hlífinn og sjálfstæður maður og með ákveðnar skoðanir var horfinn frá okkur. Hann hafði alltaf staðið og fallið með eigin ákvörðunum. Nú varð hann að játa sig sigraðan. Kannski var hann sáttur. Afkasta- miklu ævistarfi var lokið. íslenskur iðnaður hefur misst einn af sínum frumherjum, þá einkum á sviði nið- urlagningar og niðursuðu á íslensku sjávarfangi. Sagt er, að snemma beygist krókurinn að því sem verða vill. Jón Kristjánsson, faðir Kristjáns, rak söltunarstöðvar bæði á Akureyri og á Siglufirði, en áður hafði hann ver- ið verkstjóri hjá Ottó Tuliniusi. A Akureyri var hann með söltunarpl- an á Oddeyrartanga en á Siglufirði á Thorarensen-planinu. Um leið og Kristján hafði aldur til fór hann að' vinna hjá föður sínum og gekk í öll þau störf sem þar féllu til. A þess- um tíma var Jón í miklum viðskipt- um við Svía. Hann seldi þeim síld. Svíarnir dvöldu oft hér á landi með- an á síldarsöltuninni stóð og höfðu þá með sér dósamat að heiman. Þetta vakti athygli og áhuga sona Jóns. „Því ekki að fullvinna vöruna hér heima,“ sögðu þeir bræður. Þetta leiddi til þess, að Tryggvi, hálfbróðir Kristjáns, fór til náms í Svíþjóð og vann síðar víða á landinu við niðurlagningu og niðursuðu. Hann stofnaði síðar Niðursuðu- verksmiðjuna Ora. Sautján ára gamall fékk Kristján tækifæri til að fara til Danmerkur og starfa hjá Vinco verksmiðjunni. Þar kynntist hann fyrst niðurlagningu. Hann var námfús og duglegur enda gerður fljótlega að verkstjóra. Ári síðar fór hann til Cuxhaven og hóf störf hjá Deutsche Seefischandels AG sem nú er kallað Nordsee. Þjóðverjar voru þá og eru enn með þeim fremstu i heimi í lagmetisiðnaðin- um. Það var því gullnáma fyrir ung- an áhugasaman mann að geta kynnt sér allt sem þar fór fram. St- arfsemin fólst í frystingu á fiski, síldarsöltun, niðursuðu og niður- lagningu. Að auki var þar stórt reykhús. Hjá Nordsee fékk Krist- ján að vinna í öllum deildum og kynna sér hlutina vel. Áhugasviðið var þó aðallega niðurlagning og nið- ursuða. Hann var einnig mjög áhugasamur að kynnast öllum vél- um og tækjum og fékk tækifæri til hannsdóttir, f. 1.5. 1894, d. 15.10. 1959. Börn Kristjáns og Sigþrúðar eru: 1) Kristín, f. 15.3. 1945, eiginmaður Símon Magnússon, f. 8.12. 1940. Þau eiga þrjú börn. 2) Anna María, f. 28.3. 1949. Eiginmaður Ágúst Már Ármann, f. 29.12. 1948. Þau eiga tvö börn. 3) Jón Kristján, f. 3.10. 1950, eiginkona Heiðrún Jónsdóttir, f. 5.3. 1952. Þau eiga Qögur börn og þrjú barnabörn. 4) Helga, f. 4.3. 1956, eiginmaður Helgi Magnús Stefánsson, f. 13.3. 1954. Þau eiga þrjú börn. Lengst af starfaði Kristján við fyrirtæki sitt K. Jónsson og co, eða frá 1947 til 1993. Utför Kristjáns Jónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að vinna við þær. Dvölin í Þýska- landi varð því lærdómsrík, en hann varð að halda heim til íslands, þeg- ar stríðið braust út. Kom hann heim með Esju, í fyrstu ferð skips- ins til landsins. Miklir athafnamenn unna sér ekki hvíldar. Kristján varð að taka sér ýmislegt fyrir hendur með síld- arsöltuninni, því að hún stóð ekki yfir nema hluta úr ári. T.d. hóf hann með æskuvini sínum, Hjalta Eymann, framleiðslu á herðatrjám með slá. Vandamálið í upphafi var að útvega járn í krókinn. Það leysti Hjalti með aðstoð kunningja síns í Gefjun. Salan gekk að óskum. í stríðsbyrjun jókst atvinna mikið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Það vantaði vörubíla. Kristjáni tókst að ná sér í einn vörubíl í byrj- un en var síðan kominn með þrjá bíla ásamt félögum sínum. Mest var unnið fyrir herinn í Reykjavík, en einnig var ekið með vörur milli Reykjavíkur og Akureyrar. Margt gat gerst. T.d. sýndi Kristján mikið snarræði einu sinni, þegar hann með fullfermdan bílinn var að komayfir Oxnadalsheiði að vetrar- lagi. Á þeirri leið þurfti þá að fara yfir nokkrar óbrúaðar ár. Þegar hann fer niður Bakkaselsbrekkuna í fljúgandi hálkunni reyndust bremsurnar frostnar fastar. Voð- inn var vís, en hann gat með snar- ræði og hugkvæmni bjargað mál- inu án þess að tjón hlytist af. Krist- ján starfaði hjá K.E.Á. um tíma við niðursuðu á smásíld. Einnig starf- aði hann í Vestmannaeyjum hjá S.Í.F við humarvinnslu ásamt Tryggva, hálfbróður sínum, og Þorvaldi í Síld og Fisk. Þegar Nið- ursuðuverksmiðjan Síld á Akureyri var stofnuð var Kristján ráðinn yf- irverkstjóri. Þar var nær eingöngu smásíld soðin niður. Síðasta árið sem Jón, faðir Krist- jáns, stóð fyrir sfldarsöltun var 1947 og þá á Siglufirði. Mikill áhugi var þá hjá Kristjáni að koma á stofn eigin fyrirtæki. Það gerði hann með bræðrum sínum þeim Mikael og Jóni Árna, ásamt æskufélaganum Hjalta Eymann og Jóni fóður sín- um. Afráðið var að flytja 1.000 tunn- ur af kryddsfld frá Siglufirði til Akureyrar og var 50 fermetra hús- næði leigt niður á Tanga. 011 að- staða var afar frumstæð. Kristján sagði mér þá sögu, að hann hefði farið með fóður sínum á fund þáver- andi landsbankastjóra á Akureyri og óskað eftir fyrirgreiðslu í þessu skyni. Bankastjórinn var tregur til og virtist ekki hafa trú á verkefn- inu. Eftir fundinn ganga þeir feðgar fram í afgreiðslusalinn, kallar þá bankastjórinn í Jón, tekur hann af- síðist og segir: „Jón minn, komdu á morgun en komdu einn.“ Banka- stjóranum hefur eflaust fundist ungi maðurinn full frakkur og ákveðinn. En fyrirgreiðslan fékkst. Framleiðslan úr þessum 1.000 tunn- um tókst vel og var hún seld til Bandaríkjanna á góðu verði. Þetta varð upphafið að stofnun K. Jóns- sonar & Co. Á Akureyri störfuðu svokölluð nótabrúk hér á árum áður og voru þá aðallega notaðar landnætur. Síldin var veidd á grunnsævi. Síðan var hún geymd í svonefndum lás- um á Pollinum. Úr lásunum voru síðan tekin úrköst, lítilli nót var kastað inn í lásinn og sá skammtur tekinn, sem hentaði hverju sinni. Afgangurinn var svo geymdur áfram í lásnum. Nótabrúkið var að leggjast af, því að erfitt var að ná til síldarinnar þar sem hún gekk ekki nægilega nærri landi. Kristján stofnaði sitt eigið nótabrúk og beitti algjörlega nýrri tækni við veiðarnar. Hann útbjó lítinn bát með dýptarmæli sem hann lét sigla um fjörðinn og þegar lóðaði á síld var báturinn hafður yfir miðri torf- unni. Síðan kom stærri bátur með herpinót til að fanga síldina, en litli báturinn fór frá. Síðan fóru þeir með síldina að landi og settu í lás- ana. Á tímabili átti hann þrjá stóra báta. Þessi tækni, sem Kristján fann upp á, fréttist um landið og komu menn víða að til að fylgjast með og læra. Kristján var sá, sem átti síðasta úthaldið við Eyjafjörð, en smám saman lognaðist þetta út af vegna aflaleysis. Nótabrúkið nýttist vel hinu nýstofnaða fyrir- tæki við niðurlagningu sem sardín- ur, smjörsíld og stærri síld. Margt annað var soðið niður svo sem hval- ur, sulta og kjöt. Árið 1949 opnaði Kristján mat- vöruverslunina Kjöt og fisk við Lundargötu og síðar aðra uppi á Brekku. Þessar verslanir voru vin- sælar, ekki síst vegna þeirrar fjöl- breytni sem boðið var upp á í fisk- meti. Seint á kvöldin eða eldsnemma á morgnana var keyrt út með firði til að ná i nýjan fisk til að hafa á boðstólum á morgnana. Einnig opnaði hann matsölustað sem nefndur var Didda bar. Þar var selt smurf brauð, kökur, kaffi, gos oil. Kristján var alltaf kallaður Diddi af gömlu félögunum og því þekkja margir hann undir nafninu Diddi á Niðursuðunni. Eftir að ég kynntist Kristjáni og fór að fara norður til Akureyrar heyrði ég æði mörg gælunöfn eða viðurnefni á fólki, meira en áður. Kristján varð var við áhuga minn á þessu og byrj- aði að safna þeim saman fyrir mig og ski'áði niður og fann út hvers vegna menn fengu hin ýmsu viður- nefni. Þetta varð báðum okkur til skemmtunar. Kristján var gæddur einstaklega skemmtilegri frásagn- argáfu. Hann sagði mér fjöldan all- an af skemmtilegum sögum af at- burðum úr lífi sínu. Oft gat hann verið hrókur alls fagnaðar. Ái'ið 1960 selur Kristján búðirnar og Didda bar. Þá var ráðist í það að stækka niðursuðuverksmiðjuna og kaupa nýjar vélar til framleiðslunn- ar. Eftir þetta átti verksmiðjan hug hans allan. Með honum unnu þeir Mikael, bróðir hans, sem sá um öll fjármál og skrifstofuhald fyrirtæk- isins og Hjalti Eymann sem var yf- irverkstjóri. Allt of langt mál er að rekja alla þá uppbyggingu sem átti sér stað, en árið 1992, á 45 ára af- mæli fyrirtækisins, var það í 8.000 fermetra húsnæði og með frysti- geymslur upp á 6.200 rúmmetra og mjög vel vélum búið. Hjá fyrirtæk- inu var rekin rannsóknarstofa sem hafði með höndum öflugt gæðaeftir- lit og þróun nýn-a vörutegunda. Á þessum tíma var rækjuframleiðslan stærsti þáttur framleiðslunnar ásamt mikilli framleiðslu á gaffal- bitum, síldaiTéttum og kavíar ásamt grænmeti og ýmsu fleiru á innanlandsmarkað. Fyrirtækið var með yfir 60% af öllum lagmetisút- flutningi landsins. Hjá fyrirtækinu störfuðu oftast um 120 manns og allt að 200 þegar mest lét. Starfsemi fyrirtækisins hafði í áranna rás ver- ið mikilvægur hlekkur í keðju at- vinnustarfsemi á Akureyi'i. Jón, sonur Kristjáns, var þá yfirverk- stjóri og hafði staðið við hlið föður síns í mörg ár. Kristín, elsta dóttir Kristjáns, og maður hennar, Simon, störfuðu einnig við fyrirtækið ásamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.