Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ } 44 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN i eftir ræktina Gagnrýnandinn í aldingarðinum HLÆGILEGUR er „listdómur" Halldórs Björns Runólfssonar, „Aldingarðurinn", um sýningu Sveinbjörns Halldórssonar í Galleríi Horninu, í Morgunblað- inu í dag (fóstudag 5. feb., bls. 31). Svo ófag- leg er sú ritsmíð, svo ómálefnaleg, röklaus, yflrlætisleg og hreint sagt marklaus, að með ólíkindum er. Með undraverðum hætti hrúgast þar saman öll þessi aumkunarverðu einkenni sem stundum er að fínna í greinum gagnrýnenda sem hafa ekki áhuga á viðfangsefni sínu. Peirri spurningu, hvernig svo ábyrgðarlaus skrif fastráðins gagn- rýnanda geta birst í metnaðarfullu, útbreiddasta dagblaði þjóðarinnar, hlýtur einungis að verða svarað í véfréttastíl. Fylgjast ritstjórar Mbl. alls ekkert með því hvort rýnendur/pistlahöfundar blaðsins eru að misnota aðstöðu sína til þess eins að gera sjálfa sig breiða? Isak Harðarson Gagnrýni Svo ófagleg er sú rit- smíð, svo ómálefnaleg, röklaus, yfirlætisleg og hreint sagt marklaus, að með ólíkindum er, segir Isak Harðarson um listdóm Halldórs B. Runólfssonar. Grein HBR er tvískipt. FyiTÍ hlutinn er kvörtun um óhóflega sýningargleði „meðaljóna“ á höfuð- borgarsvæðinu „árið um kring í endalausum bunum“ (sem vekur þá spurningu, hvort gagnrýnendur fjölmiðlanna búi við slíka vinnu- þrælkun að þeir séu að dauða komnir. Eru þeir neyddir til að skrifa um þær sýningar sem þeim finnst of lélegar til að vera umfjöll- unarverðar?). Hér er einnig að fínna bernska flokkun rýnisins á listamönnum í „góða“ og „vonda“, þá skoðun að menn séu alltof oft að flýta sér að sýna verk sín áður en þeir séu tilbúnir, ásamt því yfírlæt- islega umburðarlyndi að „Einhvers staðar verða vondir að vera“ (sic), og þá fullyrðingu að því miður hafi Gallerí Hornið „oftastnær verið eins lags ruslakista fyrir skrítnar skrúfur" (leturbr. mín) í hópi lista- || Ullarpeysur frá kr. 6.800,- Barbour Laugavegur 54 • S: 552 2535 Póstsendum manna. (Guð hjálpi þeim listamönnum sem álpast hafa til að sýna á Horninu í gegn- um tíðina!) Þessum fyrri hluta „dómsins“ lýkur síðan á þeirri ómerkilegu skyngjöf að „frægðin“ sé eina augnamið listamanna. Mönnum er að sjálf- sögðu frjálst að hafa slíkar skoðanir og koma þeim á framfæri. En þegar þær eru settar í beint samband við ákveðinn einstak- ling - í þessu tilviki Sveinbjörn Halldórs- son, með einstaklega ómaklegum hætti - er um svæsna tegund af opinberu persónuníði að ræða. Seinni hluti greinarinnar á að vera umfjöllun um sýningu Svein- björns, en svo er alls ekki. Ekki er gerð tilraun til að lýsa einu einasta verki, hvað þá heildarmynd sýning- arinnar; hvorki viðfangsefnum, formi, uppbyggingu, litum, áferð, birtu, vinnuaðferðum, áhrifum, hugsanlegum tengslum við eða skírskotunum til skynjunar, vitund- ar, trúar, tákna eða dular mannsins - eða yfirleitt nokkru öðru! Hér er einungis að finna hið sígilda, innan- tóma, stjúpföðurlega klapp gagn- rýnandans á bak listamannsins (en í þetta sinn er rýtingur í lúkunni): „Sveinbjörn Halldórsson er ekki til- búinn ...“, hann veit ekki enn hvað hann er að gera, „hvert hann ætlar sér“, hann er „vingull"!, að „prófa sig áfram hér og hvar í von um að sýningargestir flokki fyrir hann framleiðsluna"! O.s.frv. - Hvílíkt óviðjafnanlegt innsæi! Og hvergi vottur um lýsandi dæmi eða rök- stuðning af neinu tagil Hvers vegna ekki miklu, miklu frekar að sleppa því að þykjast „skrifa um sýning- una“? Inntak „dóms“ HBR um sýningu Sveinbjörns fullnægir ekki lág- markskröfum um tímaritgerð nem- enda í efri bekkjum grunnskólans; hann kolfélli á prófinu á þeim bæ, sökum órökstuddra fullyrðinga og sleggjudóma. „Rökstyddu" er sú frumkrafa sem gerð er til nemenda á öllum skólastigum. Ætla mætti að sú krafa væri a.m.k. jafn sjálf- sögð í garð opinberra gagn- rýnenda, auk þeirrar að þeir gæfu lágmarkslýsingu á þeim verkum sem þeir fjölluðu um, svo lesendur hefðu eitthvert gagn af lestrinum. HBR fullnægir hvorugri kröfunni, en bítur síðan höfuðið af skömminni á ótrúlegan hátt með því að tengja verk Sveinbjörns svo lélegri list að hæfi „ruslakistu", og gera honum beinlínis upp eina lág- kúrulegustu hvöt (lista)manna: hina hégómlegu eftirsókn eftir frægðinni, frægðarinnar vegna. Við skulum vona að hér sé um ótrúlega bernskan klaufagang listrýnisins að ræða, því annars er þetta svæsið níð sem hlýtur að eiga sér upp- sprettu í einhverjum persónuleg- um, annarlegum og ódrengilegum hvötum. Gera verður þá kröfu að HBR biðjist afsökunar á grein sinni, eða gefi a.m.k. einhverjar skýringar. Geri hann það ekki - ef hann lætur sér detta í hug að hann komist upp með að birta slík skrif átölulaust á þessum vettvangi undir formerkj- um bestu vitundar, og að þau full- nægi jafnvel þeim sjálfsögðu, fag- legu kröfum sem gerðar eru til stöðu hans - þá er um slíkt dóm- greindarleysi að ræða, að það er gagnrýnendum jafnt sem lesend- um varnaðardæmi um langa tíð. Þá hefur HBR dæmt sjálfan sig í eitt skipti íyrir öll - úr leik. Höfundur er rithöfundur. Hvernig á að brjótast inn í gagnagrunna? MARGIR halda því fram að upp komi ný siðferðileg og lög- fræðileg álitaefni, þegar gögn eru færð í tölvutækt form. Þetta er ekki svo, eins og ég hef bent á grein sem birtist hér í blaðinu 2. september síðastlið- inn. Það er rétt að draga þessi mál aðeins skýrar fram, þar sem margir virðast halda að í tölvutækum gagnagrunnum búi demón (eða drýsill, svo ég noti gott ís- lenskt orð), sem bíði eftir að gægjast í þeirra innstu hjartans mál. Þegar á að fara að skrá gögn, sem hingað til hafa verið til á pappír, en eru eðli málsins sam- kvæmt sett í tölvur í dag, segja sumir án þess að hugsa sig um, að nú hljóti að vera búið að brjóta höfundarétt á þeim, sem hafa Tölvugögn Margir virðast halda, segir Sveinn Olafsson, að í tölvutækum gagna- grunnum búi drýsill, sem bíði eftir að gægj- ast í þeirra innstu hjartans mál. skrifað það sem geymt er. Þegar gengið er eftir því hvað fólkið meinar með þessu, er gjarnan sagt að með þessu móti sé hægt að prenta út fjölda eintaka, þegar efnið sé orðið stafrænt. Þetta er náttúrulega hægt meðan gögn eru á pappír. Það breytir ekki skoðun margra, að eitthvað sé hættulegt við að skrifaður texti sé „stafrænn". Nú skulum við staldra örlítið við orðið stafrænn. Allt það sem þú lest í þessu blaði er í stöfum, annars gætir þú ekki lesið það. Þú gast ekki lesið það fyrr en þú kunnir stafina. Það er það sem felst í orðinu stafrænt. Þegar tölvur komu til sögunnar var þeim fyrst beitt til að reikna tölur fljótar en menn gátu gert, eins og nafn þeirra bendir til. Þær eru einnig góðar til að geyma og vinna texta á fyrirhafn- arminni hátt en hægt var áður. Þær breyta í sjálfu sér ekki öðru en því að vera afkastameiri við ákveðin verk heldur en fólkið sem vinnur við þær. Þær búa ekki til neitt nýtt. Þess vegna eru, eins og ég hef bent á fyrr, engin sið- ferðileg álitaefni sem koma upp við það eitt að setja gögn á tölvu- tækt form. Glöggir lesendur geta prófað þetta á þann máta að slá inn einhvern texta, sem þeir eiga á blaði, á tölvu og athuga hvað gerist. Þegar borin eru saman gögn á pappír og í tölvutæku formi, kem- ur í ljós að pappírsgögn taka oft mikið pláss og geymsla kostar mikið. Gögn í tölvu taka lítið pláss og geymsla þeirra kostar lítið. Auðvelt er að lesa pappírs- gögn meðan þau sjást, þarf að- eins að kunna stafina, en tölvu- tæk gögn þurfa forrit til að vera læsileg undir öllum kringum- stæðum. Það getur reynst sér- lega erfitt að kalla fram gömul tölvugögn, og fólk lendir jafnvel í vandræðum með 10 ára gömul gögn, hvað þá eldri. Leit í texta er gjörólík, þar sem þarf að lesa í gegnum allan textann á papp- ír, meðan hægt er að leita að einstökum orðum í tölvutækum gögnum. Aðgangur þrjóta er einnig gjörólíkur. Þrjót sem vill ná í pappírsgögn dugir að komast á staðinn þar sem þau eru geymd og út aftur. Tækni- þekking sem er kraf- ist er að kunna á kú- bein. Tölvuþrjótur þarf ekki að vera á staðnum, en þarf aftur á móti að komast að lykilorðum í kerfí. A sama hátt og ekki hafa verið gerð þjófheld hús, eru ekki til þjófheld tölvukerfi. Á sama hátt og sum hús eru sérlega vel varin fyrir þjófum, er að finna tölvukerfi sem eru lítt árennileg. Hér á landi hefur verið rekinn miðlægur gagnagrunnur í hálfa öld án þess að þjóna öðrum en honum er ætlað, því þjófavarnir eru tiltölulega auðveldar í slíkum grunnum. Á sama hátt og með siðferði- legu álitaefnin er það augljóst að sömu lög gilda um meðferð upp- lýsinga, hvort sem þau eru á pappír eða geymd í tölvu. Þeir sem vilja ná í persónuupplýsingar sem þeir hafa ekki rétt á, brjóta sömu lög hvort sem þeir ná í þau af pappír eða tölvu. Sömu lögin gilda sem fyrr og það er einungis erfiðara að fylgjast með því að lögin séu haldin en var fyrir daga almennrar tölvunotkunar. Það kemur ekki í veg fyi'ir að tæknin sé notuð, því við notum þá reglu, að láta ekki þrjótana ráða ferð- inni. Það er ekki sú leið sem ég hef séð marga halda fram. Þeir halda fram að sýna beri meiri varúð við meðferð gagna á tölvu- tæku formi en á pappír. Þetta stríðir gegn sannleikanum. Væri auðveldara að nappa gögnum á tölvutæku formi en á pappír hlýt- ur að vera hægt að nefna dæmi þess eða sýna leiðir til að brjótast inn í miðlæga gagnagrunna, þar sem ógrynni upplýsinga er gætt. Meðan ekki verða nefnd dæmi þess að brotist hafi verið inn í miðlægan grunn, hljóta orð þeirra sem hvetja til meiri varúð- ar að vera ómerk. Það er reyndar ekki skrýtið, því flestir sem hvetja til meiri varúðar við tölvu- tæk gögn heldur en pappírsgögn eru sérlega illa að sér í þessum málum. Það er augljóst að ekki er hægt að skjóta sér undan því að setja gögn á tölvutækt form. Þau fyrir- tæki sem það gera, lenda aftur úr öðrum og missa samkeppnis- hæfni. Nú þegar má sjá að þau fyrirtæki sem taka tölvutækninni heils hugar bruna fram úr öðrum, enda er rekstur þeirra mun skil- virkari. Sérstaklega eru fyrirtæki sem taka upp hópvinnukerfi skrefum á undan öðrum. Þau vinna samkvæmt þeirri megin- reglu, að þekking sem haldið er að sér er einskis virði fyrir aðra, og að þekking er þá fyrst ein- hvers virði, þegar henni er miðl- að. Þarna er sóknarfæri í sam- keppni, því fyi-irtæki geta notað sér það að aðrir séu íhaldssamir. Höfundur er upplýsingafræðingur við Samvinnuháskólann á Bifröst. Sveinn Olafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.