Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ_________________________ BRÉF TIL BLAÐSINS Gegn hvalveiðum FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 59 Misrétti - en hvað er til ráða? Frá Guðmundi Rafni Geirdal: ÞAÐ ER furðanlega algengt að þeir sem telja sig fara fyrir hefð- bundnum sjónarmiðum innan sam- félagsins telji sig hafa staðreyndir málsins sín megin. Jafnframt að þeir sem hafa andstæð sjónarmið séu eingöngu með hræðsluáróður byggðan á tilfinningahita. Þeir velta ógjarnan fyrir sér að til eru annars konar staðreyndir, sem oft blasa við og eru oft og tíðum þroskaðri en þeirra. Þetta hefur einkennt umræðuna um stóriðju, virkjanir og hvalveiðar. Hinir „stói*u og feitu“ vilja í ásælni sinni og græðgi minna á, að þeir hafa einhvers konar rétt til að spilla náttúru landsins og drepa saklaus dýi-. A móti koma svo sjónarmið sí- stækkandi hóps sem telur að kom- inn sé tími til að bera virðingu fyrir náttúrunni, hlúa að henni og vernda. Þessir hópar hafa verið að stangast á í einni og annairi mynd á undanförnum áram. Að lokum fór svo að hinn nýi forstjóri Lands- virkjunar, Friðrik Sophusson, bauð fram sátt á milli þessara sjónar- Frá Umferðarnefnd Háteigsskóla: ÞAÐ mun aldrei ríkja einhugur um aðgerð eins og lokun á götu. Mjög skiptar skoðanir geta verið um hvað hefði frekar átt að gera til að bæta umferðaröryggi. Bólstaðarhlíð er skilgreind sem íbúðargata og var lokun hennar eina úrræðið til að koma í veg fyr- ir óþarfa umferð um hana, var það niðurstaðan þegar slysatölur voru skoðaðar, umferðarþungi um göt- una og fyrirsjáanleg vaxandi um- ferð um hana. Á þessum reynslutíma lokunar- innar hefur komið í ljós að slysa- tíðni hefur minnkað í hverfinu og að óþarfa gegnumstreymisumferð hefur leitað í meira mæli út á stofnbrautir. Þegar ákvörðunin um lokunina var tekin voru hagsmunir barna hafðir að leiðarljósi, enda eru hagsmunir barna hagsmunir okk- ar allra hvort sem við erum gömul eða ung. Réttur Jieirra til þess að við sköpum þeim öruggt og gott umhverfi ætti að vera skilyrðis- laus. Unnið hefur verið ötullega á síð- ustu árum að gera íbúðarhverfi örugg og vistleg fyrir íbúa og reynt að takmarka óþarfa umferð um íbúðarhverfi af fremsta megni. Hafin er vinna við að gera Norð- ur-Hlíðar að 30 km svæði og er lokunin einn þáttur í þeirri vinnu. Lokanir á götum hafa oft verið eina úrræðið í öðrum hverfum til að gera íbúðarhverfi öruggari og má þar nefna Melahverfi í Vestur- bæ Reykjavíkur. Þar hefur verið komið í veg fyrir gegnumstreym- isumferð með því að loka götum eins og Hagamel við Melaskóla. Um þessar mundir efast enginn um að þessar aðgerðir hafi verið nauðsynlegar. Lokun Bólstaðarhlíðar er til reynslu og hefur sannað gildi sitt. Það sýna staðreyndir um fækkun slysa og minni gegnumstreymis- umferð í hverfinu. Þetta er aðeins spurning um hvort vegur þyngra, hagsmunir barnanna sem búa í hverfinu eða hagsmunir þeirra sem vilja stytta sér leið í gegnum íbúðargötur. Mikilvægt er að gengið verði frá lokuninni til frambúðar og þannig skapist með tímanum sátt um hana. Það þarf ekki að efast um að lokunin er nauðsynleg og er hún miða og er það vel. Því er hins veg- ar ekki fyrir að fara í hvalveiðimál- um. Áfram skal stangast, hvalina skal drepa hvað sem það kostar þjóðarbúið. Reynt er að slá á ótta manna við alþjóðlegar refsiaðgerð- ir ef út í hvalveiðar væri farið, þrátt fyrir nýlega skoðanakönnun í Morgunblaðinu þar sem í ljós kom að erlendir ferðamenn sem hingað hafa komið væru tilbúnir til að styðja slíkar refsiaðgerðir ef ís- lenskir aðilar hæfu hvalveiðar að nýju. Tilfellið er að til eru dýravernd- unarlög. Á grundvelli þeirra er til dæmis álftin friðuð og á móti því er ekki mælt. Sjónarmið erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, er að vernda beri hvali. Eini munurinn er að hér er um aðra dýrategund að ræða og þeir rökstyðja mál sitt með svipuðum hætti. Önnur rök, sem heyrðust í fréttum af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto fyrir nokkrum árum, var að hvalir hefðu ákveðinn lífsrétt til að vera í höfunum. Þeir hafi verið þar lengur en mennirnir og hafi því einnig í samræmi við stefnu borg- arinnar í umferðar- og umhverfis- málum. Fyrir hönd umferðarnefndar Háteigsskóla. BJARNEY HARÐARDÓTTIR meiri rétt til að veiða sér fisk til matar en nýlegir togarar. I raun- inni þyrftu þeir lögmann til að vernda sín sjónarmið. Þetta eru líka rök. Þekkt er að landamæra- deilur milli þjóða, héraða og bóndabýla byggjast oft á hefðar- rétti, hver kom fyrstur á svæðið, og síðan er karpað á grundvelli þess. Samkvæmt því ættu togarar landsins að halda sig til hlés ef þeir sjá hval vera að gæða sér á þorski út á miðunum. Taka stóran hring framhjá og finna sér eitt- hvað annað að gera. Hver er það svo sem hefur í ásælni sinni og græðgi, með orðum fyrrum yfirmanns Hafró, nánast gert út af við þorskstofninn hér við land fyrir fáeinum ánim?! Eru það ekki útgerðarmennirnir með sinn togaraflota? Þökk sé Hafrann- sóknastofnun að lokum var hlustað á síítrekuð ráð þeirra, stjórnmála- menn bættust í grátkórinn og þeim tókst að beygja útgerðarmenn til liðs við sig. Það sem við erum að glíma við í dag er ekki að hvalurinn sé að éta þorskinn frá okkur heldur að útgerðarmenn voru búnir að drepa svo mikið af þorski, bæði frá sér og þjóðinni, að þeir ættu að halda sig til hlés ef eitthvað er. Hvalurinn á semsagt að fá að éta sína fæðu í friði og synda um heimsins höf. Fólkið í landinu á síð- an að fá að eiga sinn hlut í kvóta landsmanna í samræmi við dóm Hæstaréttar og yfirlýsingar pró- fessora við Háskóla Islands í kjöl- farið. Með því gætu friðarsinnar e.t.v. keypt frið fvrir grey dýrin í sjónum. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsíræðingur. Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: SAGT er að hér ríki trúfrelsi, og eitt- hvað í þá veru á að vera tryggt í stjórnarskrá lýðveldisins. Þó er engan veginn um jafnrétti að ræða, og þeim, sem taka sér stöðu utan trúfélaga, er gert að greiða sóknargjöld, en and- stætt öðrum veitist þeim enginn íhlut- unan’éttur um það, hvert þessi gjöld þeirra renna. Siðfræðistofnun Há- skóla Islands hirðir framlag þein-a, en stjórn hennar er að meiri hluta skipuð fólki frá þjóðkirkjunni. I stofnskránni segir: „Stjórn stofnunarinnar er skip- uð þremur mönnum sem tilnefndir eru af Heimspekistofnun, Guðfræði- stofnun og Kirkjuráði þjóðkirkjunn- ar.“ Ástæða er til að velta fyi-ii- sér nokkrum spurningum: 1. Hvaða kröíúr eru í íslenska lýð- veldinu gerðar til handanheimskenn- ingar svo að hún teljist ti-úarbrögð? 2. Hvaða rök eru fyrir því að þeir skattgreiðendur, sem ekki vilja láta orða sig við neinar handanheimskenn- ingar, fái ekki að ráðstafa hluta af skattfé sínu að eigin vali eins og t.d. ásatrúarmenn, baháíar, katólikkar og hvað þeir nú allir heita þessir blessað- ir fullvissuspekingar? 3. Hvaða rök eru íyrir því að Sið- fræðistofnun Háskólans skuli fremur vera á framfæri þeirra, sem standa utan trúfélaga, en annarra? Saga misréttisins er þó engan veg- inn fullsögð, en auk ofannefndra sókn- argjalda, sem íslenska ríkið útdeilir til ákveðinna trúfélaga, hefur það á ann- að hundrað manns á launaskrá við að fimbulfamba um lúterskuna, sem þjóðin þó full umburðarlyndis leiðir kurteislega hjá sér. En samtímis þessu er háð launastríð við heilbrigð- isstéttirnar e.t.v. vegna þess að þar á bæ veit fólk um hvað það talar og hvað það gerir. Þetta misrétti er ósamrýmanlegt þeim mannréttinda- viðhorfum, sem okkar heimshluti er svo stoltur af, og víst væri vert að láta á það reyna fyrir dómstólum og svo fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, ef þess gerist þörf. I bók Þorgeh's Þorgeirsonar, „tví- ræður“, er sagt frá þeim hindrunum og þrautagöngu, sem slíkur mála- rekstur gæti krafist. En er ekki ómaksins vert að fá úr því skorið, hvort sú óhæfa, að Siðfræðistofnun Háskóla íslands sé sérstaklega sett á framfæri fólks utan trúfélaga, stand- ist þær kröfur um jafnrétti, sem ís- lendingar hafa undh'gengist og stjórn- arskráin og/eða Mannréttindadóm- stóll Evrópu standa vörð um? Saga Þorgeirs sýnir að slík tilraun getur reynst eifið, en þó ómaksins verð. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, Stangarholti 7, ReyKjavík. is lögfræðiaðstoð íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 Orator, félag laganema a sk ^>4 Fiskbúðin Vör Höíðabakka 1 v/Gullinbrú sími 587 5070 kr. kg -heimili fiskanna- Lokun Bólstaðarhlíð- ar til frambúðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.