Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 60
-í 60 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ í DAG ELLEN SIGHVATSSON Kynni mín af Ellen hófust á fyrri hluta átt- unda áratugarins. Á þeim árum stundaði ég skíðaíþróttina af miklu kappi. I flestum mót- um sem haldin voru á þessum árum minnist ég eldri konu, á óskil- * greindum aldri, en þó vel fullorðin sem fylgd- ist með af miklum ! áhuga. Áhugi hennar var ekki minni en ! margra keppendanna, svo vel lifði hún sig inn í hverja keppni. Hún var miklu frekar þátttakandi en ■ áhorfandi. Ég minnist lítillar konu sem var ótrúlega snögg í hreyfing- um og talaði jafnvel enn hraðar. Mér er jafnframt minnisstætt að 1 skíðaíþróttin og framganga hennar í átti hug hennar allan. Mér var kunnugt að Ellen hafði starfað í marga áratugi að eflingu skíðaí- ■ þróttarinnar, setið í stjórn Skíðafé- lags Reykjavíkur i marga áratugi, löngum formaður þess og einnig í i stjórnum Skíðaráðs Reykjavíkur og ! Skíðafélags kvenna. Mikið meira . vissi ég ekki um þessa ágætu konu á þessum árum. Pað hefur líklega verið svo að Ellen hefur heldur vilj- ’ að ræða við fólkið í kringum sig um I þeirra eigið ágæti en hennar eigin ! sigra á lífsleiðinni sem flestum okk- j ar hlotnast ekki. Tæplega tuttugu ár líða, það er i árið 1996 og sá sem þetta skrifar situr á skólabekk í námi til lög- gildingar í vátryggingamiðlun á ' vegum Endurmenntunardeildar I Háskóla Islands. Námsefnið er ' saga trygginga á Islandi. Kennari ‘ er Hilmar Pálsson, fyrrverandi for- j stjóri Brunabótafélags íslands og Vátryggingafélags íslands og nú- * verandi forstjóri Eignarhaldsfélags ' BI. Þar kemur í frásögn Hilmars að hann segir nemendum frá Vátrygg- * ingaskrifstofu Sigfúsar Sighvats- i sonar hf. sem rekin var af Sigfúsi ! og konu hans, Ellen Sighvatsson, að Amtmannsstíg 2 frá 1930 til \ 1975. Sigfús lést 1958 og rak Ellen * fyrirtækið til ársins 1975 er hún seldi það til Tryggingamiðstöðvar- innar. Það þurfti ekki mikla athygli til að taka eftir hversu Hilmar mat Ellen mikils. Ég þurfti ekki að heyra meira, Amtmannsstígur var annað heimili margra skíðamanna í marga áratugi. Hilmar var að tala j um sömu konuna sem hafði hvatt i mig til dáða og dælt í mig þrúgu- | sykri tuttugu árum fyrr. Um leið og færi gafst spurði ég Hilmar hvort Ellen væri enn á lífi. Hilmar hélt nú það, talaði við hana síðast í gær, svaraði hann. Tveimur tímum síðar bankaði ég upp á hjá Ellen og Ás- geiri Úlfarssyni að Amtmannsstíg 6, en þá var hún nýflutt af Amt- mannsstíg 2 eftir að Menntaskólinn í Reykjavík hafði falast eftir kaupum á húsinu. Ekki þurfti ég að kynna mig, Ellen þekkti mig á auga- bragði. Tryggingakonan El- len Sighvatsson á fáa sína líka. Hún skipaði sér til sætis á fyrri hluta þessarar aldar í slíkum karlaheimi að enn í dag hafa konur látið þetta svið nær af- skiptalaust. Ellen tókst á hendur mörg erfið trygginga- verkefni á langri starfsævi sinni. Það verkefni sem hæst stendur er líklega þegar henni var falið að flytja allar endurtryggingar ís- lensku tryggingafélaganna frá Nor- egi, eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Noreg, yfír til Lloyd’s í London. Þetta verkefni þurfti hún að leysa meira og minna á táknmáli og dulmáli og þótti einstakt afrek. í upphafí reksturs vátryggingaskrif- stofunnar var Sigfús með umboð fyrir danskt líftryggingafélag en mjög fljótlega snerist reksturinn um alhliða vátryggingastarfsemi. Vátryggingaskrifstofan starfaði í fjölda ára náið með Brunabótafé- laginu og Tryggingamiðstöðinni. Ég fæ Ellen seint þakkað það traust sem hún sýndi mér þegar hún kom mér í samband við og kynnti mig fyrir fyrrverandi sam- starfsmanni og miklum vini sínum, Dudley Staines, vátryggingamiðl- ara hjá Lloyd’s í London. Ellen Sighvatsson er merkis- kona. Frumkvöðull á flestum svið- um sem hún hefur látið sig varða. Auk starfa hennar fyrir skíðaíþrótt- ina sem áður er vikið að, starfaði hún mikið í Ferðafélagi Islands, en íþróttir, ferðalög og útivist voru helstu áhugamál hennar. Fyrrver- andi forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, sæmdi hana gullmerki ÍSÍ árið 1968. Hún var formaður Zonta- klúbbsins árið 1953-54 og vann ötult starf fyrir Anglíu og var í stjórn þess félags. Árið 1977 var hún sæmd einni mestu viðurkenn- ingu sem Bretar veita útlendingum, þ.e. MBE-orðunni,fyrir framgöngu sína í tryggingamálum á stríðsár- unum og störf sín fyrir Anglíu. El- len er eina konan á Islandi sem fengið hefur þessa viðurkenningu. Henni hefur á langri ævi verið mun auðveldara að gefa en þiggja. Þannig hefur fjöldi manns notið velgjörðar hennar og er í mikilli þakkarskuld við hana. Mér er sómi að eiga Ellen Sighvatsson að vini. Til hamingju með níræðisafmælið, - Guð gefi þér góða heilsu. Kristinn R. Sigurðsson vátr yggingamiðlari. Ný sending Kjólar - Dragtir - Blússur VESTURBÆR Mjög falleg og sérstök 2ja-3ja herbergja íbúð 59 fm á 1. hæð í þrí- býli á góðum stað. íbúðin er mikið endurnýjuð að innan; upppússuð gólfborð, flísalagt baðherbergi. Sérinngangur. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Verð 6,3 millj. Upplýsingar gefur: Skeifan fasteignamiðlun ehf., Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sorphirðugjald FYRIR nokkrum dögum skrifaði ÞDJ í Velvakanda um sorphirðugjaldið i Reykjavík. ÞDJ heldur því fram, að í þeim hverf- um þar sem tekin verður upp sorphirða á 10 daga fresti í stað 7 daga, jafn- gildi það hækkun á sorp- hirðugjaldi þótt gjaldið sé þar lægra en annars stað- ar. I þessu sambandi er rétt að árétta að kostnað- ur við sorphirðu var áður greiddur sem hluti af fast- eignasköttum. Samhliða upptöku sorphirðugjalds um síðustu áramót var fasteignaskatturinn lækk- aður úr 0,421% í 0,375% af fasteignamati húss og lóð- ar. Breytingin hefur því ekki í för með sér tekju- aukningu fyrir borgar- sjóð. Kostnaður við sorp- hirðu er fyrst og fremst gerður mun sýnilegri en áður og gjaldið felur í sér hvatningu til þess að draga úr sorpmagni. Með því að deila áætl- uðum fjölda tæminga upp í árgjald fyrir sorphirðu kemst bréfritari (ÞDJ) að þvi að gjald fyrir hverja tæmingu er lítillega hærra við 10 daga hirð- ingu en þegar vikulega er tæmt eins og nú er. Þetta er ekki fyllilega réttmætt þar sem aðeins hluti af kostnaði við söfnun og förgun sorps er kostnaður við sjálfa hirðinguna (um 50%) og það er aðeins sá kostnaður sem lækkar við 10 daga hirðingu. Eftir stendur kostnaðurinn við að farga sorpinu. Hvað sem öllum reikningsdæm- um líður verður því ekki á móti mælt að árlegur kostnaður íbúðareiganda mun óneitanlega lækka við 10 daga hirðingu frá því sem nú er. Þá er rétt að minna á að hér er um tímabundna til- raun að ræða í hluta borg- arinnar og verða niður- stöður hennar notaðar til að taka ákvörðun til lengri tíma um tíðni sorphirðu og gjaldtöku fyrir hana. Með upptöku sorphirðu- gjalds er í raun verið að fylgja stefnumörkun borg- arinnar í umhverfísmál- um, því með því að gera gjaldið sýnilegt en lækka fasteignaskattinn á móti eru borgarbúar hvattir til að fækka sorpílátum, draga úr heimilissorpi, nota pappírsgáma, endur- nýta umbúðir o.fl. I fram- haldinu er fyrirhugað að vigta sorp, líklega frá og með næstu áramótum, og mun sorpmagnið þá end- urspeglast í sorphirðu- gjaldinu. Þannig getur hver og einn haft áhrif á gjaldið hjá sér bæði til lækkunar og hækkunar. Árni Þór Sigurðsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Fjölgum konum ÞAÐ er brýnt pólitískt hagsmunamál fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að fjölga konum i forystusveit sinni. Annað býður þeirri hættu heim að flokkurinn tapi flugi í þeim hörðu átökum sem framundan eru í al- þingiskosningunum í vor. Rökin fyrir þessu eru ekki flókin og rúmast raun- ar í einfaldri spurningu: Hvernig kemur Sjálfstæð- isflokkurinn út í saman- burði við aðra flokka með hliðsjón af hlut kvenna? Hreint ekki vel. Það mun íþyngja kosningabarátt- unni í vor auk þess að virka letjandi á konur til að kjósa flokkinn. Þetta munu póli- tískii' andstæðingar að sjálfsögðu notfæra sér út í ystu æsar. Það er af þessum sökum fagnaðarefni að Sólveig Pétursdóttir skuli hafa gef- ið kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Loksins gefst mönnum þá kostur á að kjósa um eitthvað annað en karla í þetta annað valda- mesta embætti flokksins. Sólveig kemur, eins og mótframbjóðandinn Geir Haarde, úr reyndasta kjarna þingflokksins. Þarna takast því á mjög hæfir einstaklingar, sem eru báðir vel að embættinu komnir, nema hvað að það hlýtur óneitanlega að telj- ast Sólveigu til tekna að þessu sinni, að hún hefur kvenkynið framyfh' Geir! Elías Jónasson. Einmana ÓLAFUR Þór skrifar pistil í Velvakanda sl. þriðjudag og fjallar hann þar um leit einstæðra/frá- skildra að félaga. Vil ég benda Ólafi á, að í stað þess að stunda öldurhúsin ætti hann að stunda útivist og fara í gönguhópa, þar finnur hann skemmtilegri félaga en eru á öldurhús- um. Ég á uppkomin og frá- skilin böm sem hafa fund- ið sér aftur yndislega maka og þau fundu þá ekki á öldurhúsum. Móðir. Tapað/fundið tír í óskilum UR fannst skömmu eftir áramót rétt við Myndlista- og handíðaskólann. Upp- lýsingar í síma 551 6894. Veski týndist í miðbænum ÞÓRUNN týndi veski með skilríkjum í sl. laugardag í miðbænum. Finnandi hafi samband í síma 588 7318. Dýrahald Smáhundur óskast ÓSKUM eftir hundi af smá- hundakyni, þarf ekki að vera hreinræktaður. Upp- lýsingar í síma 421-2157. SKAK IJmsjón Margeir [’étursson STAÐAN kom upp á minning- armóti um Vince Toth sem er nýlokið í Ríó de Janeiro í Bras- ilíu. Marcio Miranda (2.285) var með hvítt, en Felix Izeta (2.515), hafði svart og átti leik í stöðunni: 26. - Bh3+I! 27. Khl (Hvítur lendir í mátneti ef hann þiggur biskupsfómina: 27. Kxh3 f3 28. g4 - d5! og síðan fer svarti biskupinn til e7 og hjálpar til við mátið) 27. - f3 28. b4 - Bg2+ 29. Kgl - Hxg3! og hvít- ur gafst upp. Brasilíumaðurinn Sunye-Neto sigraði á mótinu. SVARTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... VÍKVERJI þurfti á dögunum að eiga ofurlítil samskipti við Landmælingar íslands, nánar til- tekið að panta hjá stofnuninni loft- mynd. Þjónustan sem Víkverji fékk var í alla staði til fyrirmyndar, allt þar til kom að þeirri spurningu hvernig ætti að nálgast umrædda mynd. Þá vandaðist málið vegna þess að Landmælingar Islands eru nú komnar upp á Akranes og orðin vík milli vina. Víkverji stakk óðar upp á því að stofnunin skannaði inn myndina og sendi hana þjappaða í tölvutæku formi og tölvupósti inn til myndvinnslu blaðsins. Þá kom nokkurt hik á starfs- manninn og hann varð að upplýsa að það gengi ekki. Stofnunin réði einungis yfír einum litlum borðskanna, svona áþekkum þeim og til eru á allmörgum heimilum núorðið, en frummyndin væri svo stór að skanninn sá arna réði ekki við hana. Niðurstaðan varð því sú að Landmælingar sendu myndina með rútu frá Akranesi á BSÍ, þar sem Víkverji gat nálgast hana vandkvæðalaust, þótt tafsamara og fyrirhafnarmeira væri. Alkunna er að flutningur Land- mælinga frá Reykjavík til Akra- ness hefur verið afar umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og þótt grímulausasta pólitíska geðþóttaá- kvörðun seinni ára. Samt hefði nú einhver haldið að þjónustustofnun sem flutt er af aðalmarkaðssvæði sínu til jaðarsvæðis yrði þá a.m.k. séð fyrir nútímalegum tækjabúnaði til að geta sinnt þessum helsta markaði sínum með sómasamleg- um hætti. Þetta dæmi sýnir að fyr- ir því hefur ekki einu sinni verið hugsað. XXX FTIR að Marzsteinninn úr Suð- urskautslandinu hleypti nýju kappi í umræðurnar um líf á Marz og í kjölfar allra kvikmyndanna um loftsteinaregn og halastjörnufár eru geimsteinar nú í miklum metum; þykja vænleg fjárfesting og seljast eins og heitar lummur á uppboðum. Bandaríska fréttatímaritið U.S. News & World Report segir, að fyr- ir dyrum standi uppboð í Los Ang- eles og San Francisco, þar sem fal- boðnir verða fast að sextíu loftstein- um. Sem dæmi um verðþróunina er sagt frá 20 kg loftsteini, sem fannst í Nígeríu 1962. í fyrstu fékkst gramm af honum fyrir um 7.000 krónur, en þegar staðfest hafði ver- ið að steinninn væri frá Marz þús- undfaldaðist verðið á gramminu. Og nú slást söfn og einstaklingar um að eignast grjót úr geimnum. Eftir loftsteinaregn í Nýju-Mexíkó í júní sl. urður margir ríkir á loft- steinasölu; kona nokkur fann stein á stærð við keilukúlu í garði sínum. Hún fór með hann í háskólann, þar sem rannsóknir leiddu í ljós mikið fágæti grjótsins. Tilboðunum rigndi yfír konuna, m.a. buðu menn 100 dollara fyrir það eitt að fá að berja steininn augum. Á endanum skutu nokkrar stofnanir undir forystu Kalifomíuháskólans í Los Angeles saman og tókst að klófesta steininn fyrir verð sem er einhvers staðar á bilinu 3,5 til 7 milljónir króna. Það fylgir svo, að bragðarefirnir mæta til leiks með fimlegar falsanir og svarti markaðurinn blómstrar. En stundum leynist geimsteinn í sorpinu! Bandarískum tollverði var boðið upp á sýnishorn, sem reyndist ófalsað. Og þegar betur var að gáð var seljandinn eftirlaunahershöfð- ingi frá Hondúras sem hafði undir höndum geimgi'jót, sem Richard Nixon hafði gefið ríkisstjórn Hondúras á sínum tíma. Og steinn- inn var falur fyrir litlar 350 milljón- ir króna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.