Morgunblaðið - 11.02.1999, Side 72

Morgunblaðið - 11.02.1999, Side 72
V uun/u/nmífv'im i'i'i VERÐBRÉF - byggif é. íra^«í ÖRUGG ÁVÖXTUN MORGUNBLADW. KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM16691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sætti kynferðislegri áreitni á vinnustað KÆRUNEFND jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu í áliti að kona af erlendu bergi brotin hafi sætt kynferðislegri áreitni á vinnustað hér á landi af yfirmanni sem gegndi leið- beiningarstöðu gagnvart konunni. Farið var fram á að vinnustaðurinn bæri fébótaábyrgð af þessum sökum en ekki var falíist á það í álitinu. Tilraunir konunnar til að fá yfir- manninn til að láta af háttsemi sinni reyndust árangurslausar. Leitaði hún þrisvar til læknis meðan á þessu stóð og seinna einnig til Stígamóta. Þegar einsýnt var að konan ynni ekki bug á ástandinu sjálf kærði hún málið til stjórnanda vinnustaðarins. Hann fjallaði um málið í rúma tvo mánuði án þess að aðhafast. Konan fór til útlanda um skamma hríð og þegar hún sneri til baka leitaðist hún við að ljúka þeim málum sem tengd- ust veru hennar á vinnustaðnum en Skoðanakönnun Versl- unarráðs um ESB Tæp 50% vilja viðræð- ur um aðild TÆPLEGA 50% aðspurðra í könnun sem PricewaterhouseCoopers gerði fyrir Verslunarráð Islands eru sam- mála því að íslensk stjómvöld hefji viðræður án skuldbindinga við Evr- ópusambandið um aðfid að satnband- inu. Rúmlega 20% voru ósammála en 21% kváðust ekki vita það eða neit- uðu að svara. Könnunin, sem kynnt var á Við- skiptaþingi í gær, var gerð 7.-16. desember sl. og var úrtakið 1.018 manns á aldrinum 18-67 ára. Heild- arfjöldi svarenda var 672. í ljós kem- ur að konur taka síður afstöðu tfi spurningarinnar en karlar. Rúm 29% kvenna svöruðu „veit ekki“ en aðeins rúm 12% karla. ■ ísland hefur/36 án árangurs. Um þetta leyti leitaði hún lögfræðilegrar aðstoðar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður konunnar, reyndi að fá lausn í málið með kröfu- gerð á hendur vinnustaðnum. Allri ábyrgð var hafnað og engin mistök viðurkennd. Var þá ákveðið að láta reyna á jafnréttislögin og málinu beint að vinnuveitandanum, þar sem talið var að hann væri ábyrgur fyrir framkomu yfirmannsins og aðgerða- leysi eftir að konan kærðibar. Engar leiðbeiningar er að finna í jafnréttislögum um hvað telja beri kynferðislega áreitni. Ragnar vísaði í málinu til skilgreiningar í tilmælum framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins til aðildarríkja um hugtakið og leiðbeiningarreglur um aðgerðir tfi að vinna gegn kynferðislegri áreitni sem tfimælunum fylgdu. Þar er lögð áhersla á að um óvelkomna kynbundna hegðun sé að ræða eða aðra kynferðislega tengda hegðun sem hafi áhrif á sjálfsvirðingu kvenna og karla í starfi. Abyrgð vinnustaða óljós Þetta mál var óvenjulegt að því leyti að fram fóru langar yfirheyrslur yfii- málsaðfium og auk þess voru lögð fram læknisvottorð. I áliti sínu lagði kærunefndin til grundvallar framan- greinda skflgreiningu á kynferðis- legri áreitni og taldi þá ákvörðun stjómanda vinnustaðarins að hafa ekki haft frekari afskipti af málinu ámælisverða. Kærunefndin taldi hins vegar að ekki hefði verið nóg að bera málið undir stjórnandann þar sem hann hefði aðeins takmarkaðar heim- ildir til agaviðurlaga gagnvart starfs- mönnum. Hún hefði þurft að bera það upp við stjórn vinnustaðarins. Stjóm- in hefði ekki fengið upplýsingar um málið fyrr en konan hefði látið af samskiptum við vinnustaðinn. Því var ekki fallist á kröfur um fébætur. Ragnar segir að í álitinu sé kyn- ferðisleg áreitni skfigreind með mjög viðtækum og framsæknum hætti og þar af leiðandi er þeim sem fyrir því verða í framtíðinni auðveldað að sækja sitt mál. Neikvæðu hliðar álitsins era þær að vinnuveitendum er gefmn kostur á því að skjóta sér undan ábyrgð með því að gera kröfu um að kvörtun sé fundinn fai-vegur sem hvergi sé kynntur. I álitinu sé það viðurkennt að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og að stjórnandi vinnustaðarins hafi gert mistök og þá er venjulega reglan sú í öðram skaðabótamálum að skaða- bótaskyldan liggi ljós fyrir. Þama hafi það hins vegar ekki dugað. Svo virðist því sem enginn beri ábyrgð á því að starfsmenn njóti verndar á vinnustað sínum á þessu sviði. Eining og Iðja Sameining samþykkt SAMÞYKKT var í atkvæða- greiðslu félagsmanna í Verkalýðs- félaginu Einingu og Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, að sameina félögin í eitt starfsgreina- skipt félag. Atkvæðagreiðslunni lauk í gærkvöldi. Til að sameiningin næði fram að ganga þurftu tveir af hverjum þremur sem þátt tóku hjá Einingu að samþykkja hana en hjá Iðju þurftu % allra félagsmanna að sam- þykkja sameiningu. Hjá Einingu greiddu 640 atkvæði eða rúm 15% félagsmanna og sögðu 624 já eða 97,50% en 15 sögðu nei, eða 2,3%. Alls greiddu 584 atkvæði í Iðju eða 81,5% félagsmanna. Já sögðu 572 eða tæp 80% en nei sögðu 8 eða 0,14%. Félagsmenn í Einingu og Iðju era nálægt sex þúsund talsins og verður hið sameinaða félag stærsta stéttar- félagið á Norðurlandi innan Alþýðu- sambands Islands. ----♦ ♦♦--- Rændi hótel NOKKRUM tugum þúsunda króna var stolið úr afgreiðslu hótels við Rauðarárstíg skömmu eftir mið- nætti í nótt. Maður sem grunaður var um ránið náðist rúmlega hálfri klukkustund síðar og er hann góð- kunningi lögreglunnar. Hann var óvopnaður en tókst að grípa seðla með sér úr afgreiðslu hótelsins. Fjör í Kærabæ FJÖRMIKLIR krakkar eru á leikskólanum Kærabæ á Fá- skrúðsfirði. Strákarnir voru úti að leika sér fallegan en kaldan febrúardag og höfðu gaman af heimsókn ljósmyndara Morgun- blaðsins. Qánæg;ia meðal kvótalítilla útgerða Flug Luxair milli Islands og Lúxemborgar hefst í mars Telja kvótaverð vera allt of hátt LÖGMAÐUR Landssamtaka út- gerða kvótalítilla skipa segir marga útgerðarmenn tilbúna að grípa til örþrifaráða, enda sé rekstrargrund- völlur útgerða af þessu tagi gersam- lega brostinn. „Margir útgerðarmenn segjast tilbúnir að fara á sjó og fiska í trássi við lög verði ekki gripið til ein- hverra aðgerða. Við viljum gera gagngerar breytingar á Kvótaþingi og helst leggja það af,“ segir Hilm- ar Baldursson, lögmaður Lands- samtaka útgerða kvótalítilla skipa. Hilmar segir að nýju fiskveiði- stjómunarlögin sem sett voru í kjöl- far Hæstaréttardóms í máli Valdi- mars Jóhannessonar hafi gert út- ■ slagið hvað varðar óánægju þessara útgerðarmanna. „í framtíðinni get- ur hver sem er fengið veiðileyfi sem voru einu verðmætin sem kvótalitl- ar útgerðir höfðu í höndunum," seg- ir Hilmar og bendir á að dæmi séu um að verðmæti báta sé nú aðeins fjórðungur þess sem það var fyrir lagasetninguna. Leiguverð þorskaflamarks er komið í um 103 krónur kílóið og fer hækkandi. Erlingur Sveinn Har- aldsson, útgerðarmaður á Patreks- firði, segir að ekki sé unnt fyrir út- gerðarmenn að láta enda ná saman meðan verðið er svo hátt. „Við vilj- um aðeins fá að hafa í okkur og á til að þurfa ekki að flykkjast suður til Reykjavíkur á bætur,“ segir Erling- ur. ■ Ætla að róa/22 Sækir um niðurfell- ingu lendingargjalda LUXAIR, sem ráðgerir að hefja áætlunarflug milli Lúxemborgar og Islands í lok næsta mánaðar, hefur skrifað íslenskum yfirvöldum og sótt um niðurfellingu eða afslátt af lendingargjöldum á Keflavíkur- flugvelli. Erindi fyrirtækisins hafði í gær ekki borist flugvallarstjóran- um í Keflavík en hann sagði gjald- skrá í gildi og ekki heimild til nið- urfellingar. A árinu 1980 sam- þykktu stjórnvöld í Lúxemborg að veita Flugleiðum undanþágu frá lendingargjöldum þar í landi í þrjú ár en Flugleiðir áttu þá í miklum fjárhagserfíðleikum og var framtíð Atlantshafsflugs félagsins í mikilli óvissu. Fyrsta ferð Luxair hingað til lands er ráðgerð sunnudaginn 28. mars en einnig á að fljúga á fimmtudögum. Nota á Boeing 737- 500-þotur. Lendingargjald í Kefla- vík er ríímir 7 dollarar fyrir hvert byrjað tonn, að sögn Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra. Sagði hánn að það væru ekki há gjöld miðað við það sem tíðkaðist í ná- grannalöndum. Mánaðarleg gjöld 270 þús. miðað við tvær ferðir í viku Lendingargjöld miðast við þyngd fullhlaðinnar flugvélar og er hámarks flugtaksþyngd 737- 500-þotu í kringum 70 tonn. Það myndi því þýða rúmlega 34 þús- und króna heildargjald fyrir slíka þotu í Keflavík. Miðað við tvær ferðir í viku yrðu mánaðarleg gjöld Luxair kringum 270 þúsund krónur. Staldri vél lengur við en 6 klukkutíma er innheimtur hálfur dollari fyrir hvern sólarhring eða byrjaðan sólarhring sem þýða myndi um 2.400 kr. í tilviki Luxa- ir. Þotur þess myndu hins vegar ekki staldra við í Keflavík nema innan við klukkustund þannig að ekki kæmi til innheimtu stæðis- gjalds. Þai’ sem erindi Luxair hafði hvorki borist flugvallai’stjóranum í Keflavík né utanríkisráðuneytinu, sem fer með málefni vallarins, var ekki nánari upplýsingar að fá um það í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.