Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Félag sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu Mótmæla kjördæmabreyt- ingu og styðja hvalveiðar FUNDUR var haldinn í Félagi sjálfstæðismanna í Borgarfjarðar- sýslu að Hvanneyri sl. sunnudags- kvöld. Gestur fundarins og aðal- ræðumaður var Guðjón Guð- mundsson alþingismaður. I ræðu sinni fór Guðjón, sem er stjórnar- maður í Byggðastofnun, m.a. yfír helstu atriði í tiilögu til þingsálykt- unar í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 sem nú bíður afgreiðslu Alþingis. Hvatti hann alla til að kynna sér þau sóknarfæri í at- vinnu og uppbyggingu í hinum dreifðu byggðum landsins, sem byðust ef þessi stefna verður lög- fest. Eftir ræðu þingmannsins og um- ræður voru eftirfarandi tillögur bornar fram og samþykktar með öllum atkvæðum fundarmanna, sem voru á þriðja tuginn. „Félagsfundur í Sjálfstæðisfé- lagi Borgarfjarðarsýslu, haldinn að Hvanneyri 7. febrúar 1999 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að unnt verði að hefja hval- veiðar í atvinnuskyni þegar á þessu ári. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við nýlega þingsályktunartillögu Guðjóns Guðmundssonar og fleiri Morgunblaðið/Davíð Pétursson FRÁ fundi sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu. þingmanna um þetta efni. Þar eru m.a. rakin veigamikil náttúrufræði- leg rök sem sýna að ekki er ein- ungis óhætt, heldur beinlínis æski- legt að hvalveiðar verði hafnar að nýju hið fyrsta." „Almennur félagsfundur í Félagi sjálfstæðismanna í Borgarfjarðar- sýslu mótmælir harðlega fýrirhug- aðri kjördæmabreytingu og skorar á þingmenn kjördæmisins að neyta allra leiða til að koma í veg fyrir það slys sem slík kjördæmabreyt- ing er.“ Morgunblaðið/pþ NOKKRAR kvennanna á mótinu, þær Jóhanna, Bryndís, Hanna Rúna, Birgitta, Inga og Ella. Krosskonur á kvennamóti Borgarfirði - Nýlega voru 80 kon- ur úr trúfélaginu Krossinum í fj'óra daga á hótelinu í Reykholti án allra karla og barna. Tilgang- urinn með því að vera saman ein- ar og sér var sá að þær verði betri eiginkonur og húsfreyjur og geti rætt sín mál í rólegheitum án íhlutunar karlanna. Sátu þær undir predikunum um það sem betur mætti fara í samskiptum þeirra. Sögðu þátttakendur að þessi dvöl væri eins konar úttekt á lífí þeirra og þessu mætti líkja við hina árlegu skoðun á bílum. Þetta er í 6. sinn sein konurnar í Krossinum fara á mót sem þetta. Fjölskyldan sé undirstaða sam- félagsins og með því að hittast á inóti sem þessu sé verið að gera gott hjónaband betra með því að vera einar sér. Yfirleitt hafi þær ekki tækifæri til þess að ræða sín mál einar, þar sem þær séu alltaf með börnin. Á kvennamótinu gætu þær verið í rólegheitunum, kynnst hver annarri, komið upp úr skúffunum og gert óspart grín að sjálfum sér. Sáu þær um allt á mótinu s.s matartilbúning og voru með sína eigin kvennahljómsveit. Jóhann G. Möller íþrótta- maður ársins á Siglufirði Siglufirði - Jóhann G. Möller var kjörinn íþróttamaður ársins 1998 á Siglufirði. Kiwanisklúbb- urinn Skjöldur á ísafirði hefur um langt árabil heiðrað íþrótta- menn sem þótt hafa skarað fram úr hinum ýmsu íþróttagreinum sem og kjörið íþróttamann árs- ins. Utnefningar fóru fram að Hótel Læk að viðstöddu fjöl- menni. Jóhann G. Möller byrjaði ung- ur að spila með meistaraflokki KS og hefur verið að þroskast sem knattspyrnumaður undan- farin ár. Hann var markahæsti leikmaður KS á sl. sumri og skor- aði 15 mörk í 18 leikjuin og var hann kjörinn leikmaður ársins hjá KS 1998. Hann hefur nú gerst Ieikmaður hjá Islands- meisturum IBV. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir JÓHANN G. Möller, íþrótta- maður ársins á Siglufirði. Jóhann er fjölhæfur íþrótta- maður því auk knattspyrnunnar hefur hann sýnt góðan árangur á skíðum og í golfi. Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjaíavara Brtíðlijönalistar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. FASTEIGNA rf- M MARKAÐURINN i 1 r ___________________/ ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ SÍÐUMÚLI - TIL LEIGU Höfum til leigu tvær vel innréttaðar skrifstofuhæðir á 2. og 3. hæð og er hvor hæð um sig 200 fm. Hæðirnar leigjast saman eða hvor í sínu lagi. Til af- hendingar strax. Nánari upplýsingar á skrifstofu. % ............- Æ Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SA£} NÝTl Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRÁ fundi um málefni eldri borgara í Eyjum, raesíjm f y hm P 7v: (Jgjjí&B tf ' Jæ jr-y\ Áí j Ráðstefna um málefni aldraðra í Eyjum Vestmarmaeyjum - Ráðstefna undir yfirskriftinni, Þjóðfélag f'yrir fólk á öllum aldri, var haldin í Alþýðuhús- inu í Vestmannaeyjum á sunnudag. Ráðstefnan var liður í ráðstefnuröð sem haldin er um allt land og reynd- ar um allan heim að framkvæði Sameinuðu þjóðanna til að kynna málefni aldraðra. Að ráðstefnunum koma sveitarstjórnir, verkalýðsfélög og félög eldri borgara. Á fundinum í Eyjum höfðu fram- sögur, Jón Helgason, oddviti fram- kvæmdastjórnar um málefni aldr- aðra, Hera Osk Einarsdóttir, fé- lagsmálastjóri í Eyjum, Kristjana Þorfinnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum, Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Benedikt Davíðsson, formaður Landssamtaka eldri borgara. Fundarstjóri var Sigrún Inga Sig- urgeirsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar Vestmannaeyja, en að framsög- um loknum voru leyfðar fyrir- spurnir. Fjölmenni var á fundinum, troð- fullt hús, og sagðist Kristjana Þorfinnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Eyjum, vera afar ánægð með fundinn og hvernig til hefði tekist með framkvæmd hans. EIGENDUR Lögmanna Austurlandi: Jónas A. Þ. Jónsson, Helgi Jens- son, Hihnar Gunnlaugsson og Adolf Guðniundsson. Einnig eru á inynd- inni starfsmennirnir Aðalbjörg Hermannsdóttir og Guðrún Gísladóttir. Lögfræðiskrif- stofa opnuð í Neskaupstað Neskaupstað - Lögmannastofan Lögmenn Austurlands ehf. opn- aði á dögunum formlega útibú á Egilsbraut 11 í Neskaupstað. Fyrst um sinn verður skrifstof- an opin einn dag í viku en mark- miðið er að auka afgreiðslutím- ann. Það fer þá eftir viðtökunum sem starfsemin fær, en auk hefð- bundinnar Iögfræðiþjónustu reka Lögmenn Austurlandi Fasteigna- og skipasölu Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.