Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 48
. /48 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON bakarameistari, Kambsvegi 15, Reykjavík, er látinn. Steinunn Kristjánsdóttir, Oddfríður Lilja Harðardóttir, Þórður Guðmannsson, Guðmundur Þorbjörn Harðarson, Ragna Ragnarsdóttir, Kristján Harðarson, Ruth Guðbjartsdóttir og barnabörn. KRISTÍN J. EYJÓLFSDÓTTIR frá Reynivöllum í Kjós, Hringbraut 103, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 8. febrúar. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstu- daginn 12. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. - « + Elskulegur eiginmaður minn, SKÚLI ÍSLEIFSSON, Völvufelli 46, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. febrúar. Sigrún Torfadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Suðurvör 6, Grindavík, sem andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 6. febrú- ar, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Gerða Kristín Sigmundsdóttir Hammer. Elín Sigurðardóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Elsý Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Dagbjört Sigrún Sigurðardóttir, Kristín Arnfríður Sigurðardóttir, Ellert Aðalgeir Hauksson Sígvard Anton Sigurðsson, Eygló Alda Sigurðardóttir, afabörn og langafabörn. Bjarni Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Guðlaugur Jóakimsson, Jón Baldursson, Guðmundur Ingi Magnússon, + Hjartkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÞORBJÖRNSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn, Engjateigi 17, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 11. febrúar, kl. 13.30. Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir, Halla Þorbjörnsdóttir, Hallur G. Hilmarsson, Hildur Rún Björnsdóttir, Magnea Þ. Hilmarsdóttir, Finnur Bjarki Tryggvason, Þórður Eric Hilmarsson, Signý E. Higgins, Charlotta G. Hilmarsdóttir Roe, Sigrún H. Hilmarsdóttir, Gunnar Þ. Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORVALDUR ÁRNI GUÐMUNDSSON + Þorvaldur Árni Guðmundsson var fæddur í Hafn- arfirði 16. nóvember 1921. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans að kvöldi 2. febrúar. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Guðmundsson og Vilborg Þorvalds- dóttir. Þorvaldur var þriðji í röð fimm systkina, eftirlifandi eru Anna Katrín og Sigríður, látnir eru Guðmundur og Ólaf- ur. Þorvaldur gekk að eiga Ás- laugu Guðjónsdóttur, fædd 13. ágúst 1925 þann 13. mai 1950. Þau áttu saman tvö börn: Vil- borg, fædd 21. nóvember 1950 og Ólafur, fæddur 9. október 1955, dáinn 13. júní 1968. Áslaug átti fyrir einn son, Guðjón Ágúst, fædd- ur 28. apríl 1947. Þorvaldur stofnaði Hanska- og töskuiðj- una 1955 og rak hana þar til hann réðst til starfa á Alþingi sem fulltrúi þar sem hann starfaði í nær 30 ár, eða þar til hann lét af störfúm vegna aldurs 1993. Utför Þorvalds fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar að minnast elskulegs afa míns með fáeinum orðum. Ekki hvarflaði að mér að afi færi frá okk- ur svona snemma. Hann og amma voru nýbúin að telja árin í fermingu elsta langömmu- og langafabarnsins. En svona er lífið, það veit enginn ævi sína fyrr en öll er. Amma og afi komu keyrandi til mín í afmælis- veislu níunda janúar, svo þetta brá fljótt af með hann afa minn og er mikið áfall fyrir okkur öll. Afi minn var greindur maður, fróður og víðlesinn á alla hluti. Hann fylgdist með nýjustu rannsóknum í læknisfræði, í bíliðnaði og öllu milli himins og jarðar. Hann útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Flensborg í Hafnarfirði og var alla tíð mikill tungumálamaður. Eg gat alltaf leitað til afa ef ég þurfti að vita eitthvað eða fá ráð því hann hafði svör við öllu. Hann hjálpaði mér í gegnum alla mína skólagöngu, líka í fram- haldsnámi mínu. Amma og afi studdu mig í náminu og drifu mig áfram. Hjá þeim átti ég alltaf örugg- an samastað. Ég man alltaf eftir því að þegar hann var að hlýða mér yfir og kenna mér þá hugsaði ég oft að það væri gaman ef afi væri kennari og kenndi í skólanum mínum því ég var svo stolt af honum. Þegar afi hafði látið af störfum á Alþingi fór allur hans hugur í bílinn og ferðalög. Hann vildi engan nema þann besta tO að gera við bílinn og ef eitthvað var ekki nógu vel gert var það athugað vel því aldrei mátti neitt vera að bílnum hans afa. En hann gat dundaði lengi úti í góðum veðrum við að bóna, mála, pússa og hvaðeina sem hann gerði við bílinn. Hann brýndi mikið fyrir okkur krökkunum að sjá vel um bflana okkar, passa eyðsluna og þess háttar sem við hugsuðum ekki út í. Hann hafði unun af því að keyra út úr bænum með ömmu og ef hún komst ekki þá var bfltúrnum frestað. Þau fóru alltaf saman. Það var oft lagt í ferð tfl Akureyrar og gist í nokkra daga, tekinn bústaður á leigu eða bara rúntað austur fyrir fjall eða í Borgarnes. Þegar ég var bam fór ég oft með þeim. Það var gaman að heyra hann þylja upp nöfnin á fjöll- unum á leiðinni og hlusta á hann lýsa náttúrunni, blómunum og fuglunum. í þá daga fórum við líka oft til Þing- valla að tjalda og veiða. Við afi sátum oft og föndruðum engla, jólapoka og ýmislegt sem er ennþá til vegna þess hve hann var vandvirkur og nákvæmur og það sem hann gerði, gerði hann mjög vel. Afi var ákveðinn maður en samt góður og þolinmóður við litla fingur sem gerðu ekki allt vel í byrjun. Hann vildi öllum hjálpa ef hann gat og fannst erfitt að horfa upp á auma og sjúka. Það var lækningamáttur í höndum hans sem lítið veikt bak naut góðs af í fyrra. Margt hef ég lært af afa mínum og á ég honum og ömmu mikið að þakka. Þau studdu mig sam- an í erfiðleikum mínum og var það til þess að allt gekk upp hjá mér. Afi var barngóður og tók vel á móti dætrum mínum. Hann var sá fyrsti sem tók eftir því að eitthvað var að augum yngri dóttur minnar. Þetta var eitthvað sem enginn hafði tekið eftir nema hann og það reynd- ist rétt hjá honum blessuðum. Augnayndið hans var eldri dóttir mín, Anna Margrét, því amma og afi hjálpuðu mér mikið með hana á með- an ég var að læra. Það var aldrei neitt mál að passa fyrir mig eða hjálpa mér um eina flík eða stígvél á barnið. Við eyddum miklum tíma saman og hafa þau alla tíð reynst mér sem foreldrar. Síðustu fjögur árin þegar yngri dóttir mín, Krist- björg Osk, hafði bæst í hópinn var oft líf og fjör hjá ömmu og afa á jól- unum. Þau höfðu aldrei séð annað eins pakkaflóð og þegar við birtumst með nokkra fulla poka á aðfangadag rétt fyrfl- matinn. Á gamlárskvöld fannst afa gaman að skjóta upp smáflugeldum fyrh- stelpurnar og þótti þeim það voða spennandi. Þegar einhverjum þurfti að skutla kom afi alltaf keyrandi upp í Breiðholt ef hringt var í hann og aldrei sagði hann nei heldur var hlut- unum hliðrað tfl. Nú er allt einhvem veginn tómlegt og það er mikill söknuður, ég veit að afi minn er hjá mér og verndar mig og dætur mínar. Elsku amma mín hefur misst mik- ið því á næsta ári hefðu þau átt 50 ára brúðkaupsafmæli. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra hérna því afi vildi ekki láta mikið á sér bera. Guð blessi þig, elsku amma mín, og gefi þér styrk. Áslaug Ólöf Þórarinsdóttir. GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON + Guðbjörn Guð- mundsson fædd- ist á Ketilvöllum í Laugardal í Árnes- sýslu 16. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavik 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 5. febrúar. Góðar glaðar stundir, geymast í huga og sál, vina, sem oma sér ennþá við æskunnar tryggðarmál. Þær stundir leiftrandi lifa, svo ljúfsárt minningaflóð og okkur til æviloka yljar sú forna glóð. (Ómar Ragnarsson) Guðbjörn minn, mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun ávallt minnast þín fyr- ir góðmennsku í minn garð og ekki síður fyr- ir glettnina sem ein- kenndi öll okkar sam- skipti. Síðast er ég sá þig sastu meðal rósa er þú eigin höndum annast mjúklátt hafðir. Frostnótt hefur fólva fegurð þeirra slegið eins og aldurtili ásýnd þína bjarta. (Kristján frá Djúpalæk) Ég sendi Unni, börnunum, fjöl- skyldum þeirra og öllum ástvinum Guðbjöms innilegustu samúð- arkveðjur frá mér og fjölskyldunni. Megi minningarnar verða þeim ljós í myrkrinu. Rósa Finnlaugsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Elsku afi minn, mikið sakna ég þín. Það er nú bara þannig að það er a.m.k. eitt sem að enginn tekur frá mér og það eru minningamar um H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 iiiiiiiiiiiiiii^ hann afa minn „Bængbæng". Fyrst man ég eftir afa mínum í Glaðheim- um 20. Þar bjó ég hjá honum ásamt fjölskyldu minni fyrstu ár ævi minn- ar. Afi flutti þaðan 1990 í Húsa- hverfið í Grafarvogi og fljótlega eftir það flutti ég í næstu götu við hann og það varð til þess að aftur varð eins mikið samband milli okkar afa eins og áðm- þegar við bjuggum undir sama þald. Svo það má segja að við afi höfum verið nokkuð nánir. Afi var þannig gerður að bflinn, verkfæri og annað slíkt lánaði hann nánast hverjum sem var. Öðru máli gegndi með matjurtargarðinn hans sem þurfti að hirða nákvæmlega eftir hans reglum og var það ekki á hvers manns færi að fá að hafa beð hjá kallinum en hann sýndi mér nú það mikla traust að leyfa mér að hafa ein tvö beð og gaf hann mér bæði rófufræ og kartöflur til þess að setja niður í beðin. Þessar sam- verustundir okkar afa í garðinum voru mér mjög lærdómsríkar. Hann afi minn var alvörumaður og hafði þann stóra kost sem fáir hafa, það var nú bara þannig að allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók og það brást aldrei þótt hann ætti það til að breyta aðeins fjölda fiska, rjúpna eða tófna sem hann hafði veitt, en það var nú bara gam- an því alltaf var stutt í húmorinn hjá kallinum. Ég þakka þér, afí minn, fyrir þessar góðu og skemmtilegu stund- ir sem ég átti með þér. Minningin um þig mun alltaf lifa með mér. Þinn Hafsteinn. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.