Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Af vondum kennslubókum Að óreyndu hefði maður talið óhugsandi að hægt vœri að skrifa íslenska bók- menntasögu síðari hluta tuttugustu aldar án þess að nefna Kristján Karlsson á nafn. Þegar maður gluggar í sumar kennslubækur skólanna, liggur við að maður spyrji sjálf- an sig hvort hér hafi verið við völd á undanförnum áratugum vinstri einræðisstjórn sem hafi talið það sitt megin- hlutverk að verja almannafé til útgáfu gildishlaðinna kennslu- bóka í því skyni að kenna yngri kynslóð „rétt“ sjónarhorn á heiminn. Gott dæmi eru kennslubækur í íslandssögu, en vinstri áróður þeirra er efni í marga pistla. Sem betur fer hef- ur svo til tekist að fáir muna stakt orð úr þessum leiðinlegu bókum - en öivæntingin yfir að hafa þurft að paufast í gegnum þær til prófs mun vafalaust búa með nemendunum til dauðadags. Þótt kennslu- VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson bækur eigi vissulega að veita „svör“ er ekki síður mik- ilvægt að þær vekji forvitni - glæði áhuga nemendanna á að fræðast meira. Kannanir sem gerðar hafa verið á söguþekk- ingu fólks innan við þrítugt eru glögglega til vitnis um að þær kennslubækur sem notaðar eru hafi ekki aðeins skilið eftir ótrú- lega litla vitneskju heldur hafi þeim með öllu mistekist að vekja áhuga nemendanna á sögu lands og þjóðai’. Og gerist nú sífellt háværari sú krafa foreldra að ís- landsögukennslubækur Jónasar frá Hriflu verði dregnar fram í dagsljósið, lagaðar að breyttum tímum og snarhendis teknar til kennslu í grunnskólum landsins. Ekki alls fyrir löngu kom út kennslubók fyrh- framhaldsskóla í bókmenntasögu tuttugustu ald- ar. Höfundur hennar er Heimir Pálsson, menntaskólakennari, sem yfirvöld kennslumála telja greinilega sérlega vel til þess fallinn að skrifa kennslubækur, því frá honum hefur komið hver kennslubókin á fætur annarri á undanförnum aldarfjórðungi. Hefur þó ríkt óeining um þessa iðju Heimis - og frægast kannski þegar hann tók upp á því (að stalínskri fyrírmynd) að reyna að má nafn Gunnars Gunnars- sonai’ úr bókmenntasögunni (!). Til hvers skyldu bókmenntii' vera kenndar í skólum? Væntan- lega til þess að vekja áhuga nemenda á bókmenntaarfi lands- ins, leiðbeina þeim um helstu staksteina bókmenntasögunnar, kynna helstu skáldin og verk þeirra, en ekki síst að benda á hvað bókmenntirnar geta sagt okkur um lífið í allri sinni mynd og tilvist mannsins. I kennslu- bók Heimis kemur fram æði tak- mörkuð sýn á gildi bókmennta. Þar er nær einvörðungu litið á bókmenntir sem afsprengi stjórnmálabaráttu - þar eru bókmenntir aldarinnar skoðaðar í ljósi þjóðfélagsþróunar. Er æskilegt að yngri kynslóð sé innrættur sá skilningur að lesa beri bókmenntir sem ein- feldningslegai- ritgerðir um fé- lagsmál? Er það reynsla sögunn- ar að þau bókmenntaverk lifi sem eru uppfull af þvælu um pólitík? Heimir heldur því m.a.s. fram að íslenskar tuttugustu aldar bókmenntir hafi verið „flokkspólitískar" á kalda-stríðs árunum. Hvað meinar hann? Aldrei hef ég lesið „flokkspóli- tískt“ kvæði. Jafnvel æstustu kommar skrifuðu ekki „flokkspólitísk" bókmenntaverk, þau voru einfaldlega pólitísk. Þótt rithöfundar og skáld séu vissulega oft mjög pólitísk þá rekast þau jafnan illa í flokki og eiga erfitt með að samsamast einhverju flokksapparati - jafn- vel á hápólitískum tímum. Heim- ir verður að vera einn um þessa skoðun; ég hef ekki hitt nokkurn mann sem treysth- sér til þess að taka undir þessa undarlegu kenningu. Heimir Pálsson trúir sterkt á áhrifamátt kennslubóka. „Ég skildi til dæmis ekki kynslóð for- eldra minna fyrr en ég las Landafræði Karls Finnbogason- ar, bókina sem kenndi henni að horfa á heiminn," segir hann af nokki-u yfirlæti. Heimh- ætlai- sjálfum sér sem sagt að verða lykillinn að hugsun komandi kynslóða um bókmenntir! Ekki síst í ljósi þessa yfirlýsta til- gangs hlýtur að verða að gera þá kröfu að yfirvöld kennslumála og skólastjórnir sýni sérstaka aðgát þegar bækur Heimis Páls- sonar eru valdar til kennslu. I frétt Morgunblaðsins um út- gáfu nýju bókarinnar segir að Heimir hafi þar valið „hundrað bestu“ höfunda aldarinnar (Mbl. 8/8 1998). Gunnar Gunnarsson fær að fljóta með í þetta sinn - en nú bregður svo við að Krist- jáni Karlssyni er úthýst. Ýmsa fleiri vantar reyndar, en það er svo sem álitamál hvað á að velja í bók af þessu tagi og höfundur- inn verður að fá visst svigrúm til að opinbera fordóma sína og sér- visku. En fjarvera Kristjáns stingur óneitanlega í augu. Heimh' hefur unnið hér umtals- vert afrek - í annað sinn. Krist- ján Karlsson hefur verið fyrh'- ferðarmikill í bókmenntasögu Is- lands á síðari hluta þessarar ald- ar - hvort tveggja sem skáld, höfundur merks smásagnasafns og 9 kvæðabóka, og sem bók- menntaft'æðingur og útgefandi höfuðskálda aldarinnar, rit- gerðahöfundur um bókmenntir, starfsmaðui' við Helgafell, stærsta útgáfufélagið, ritstjóri tímaritsins Nýtt-Helgafell, út- gefandi Ljóðasafns AB og Smá- sagnasafns AB sem nutu mikilla vinsælda og kalla má að hafi haft mótandi áhrif á bók- menntasmekk þúsunda Islend- inga, að ótöldum geysimiklum afskiptum Kristjáns í menning- arlífinu á bak við tjöldin um tíð- ina. Að óreyndu hefði maður talið óhugsandi að hægt væri skrifa íslenska bókmenntasögu síðari hluta tuttugustu aldar án þess að nefna Kristján Karlsson á nafn. Fjarveru Kristjáns Karlsson- ar úr bókmenntasögu Heimis Pálssonar má að vissu leyti skilja sem svo að kvæði og sögur Kristjáns og bókmenntaskrif hans sé ekki auðvelt að útfæra eða túlka eins og einfeldnings- legar ritgerðir um félagsmál og þar með ekki að smekk Heimis. En hætt er við að hér búi eitt- hvað persónulegt að baki. Það gerir það venjulega í svona til- vikum. Og það á ekki að líðast, að menn noti tækifærið í kennslubókum að jafna reikn- inga (ímyndaða og raunveru- lega) við fólk úti í bæ. Aðalflugvöllur innan- landsflugs - ekki hvort heldur hvenær Rey kj avíkurflugvöll- ur hefur verið frá því að nútímasamgöngur hófust aðalflugvöllur þjóðarinnar, fyrst í öll- um flugsamgöngum en síðan í innanlandsflugi. Nú kalla nýir tímar, önnur viðhorf og ný tækni á nýjar ákvarð- anir. Nýlega var sam- þykkt tillaga mín skipulags- og umferð- amefnd um endur- skoðun á legu Reykja- víkurflugvallar þegar litið er til lengri fram- tíðar en gildandi aðal- skipulag nær til. Þar ér ennfremur lagt til að þær hug- myndir sem fram hafa komið um flutning flugvallarins og breytta landnotkun á flugvallarsvæði verði teknar til skoðunar og mats. Tillag- an var flutt m.a. vegna þeirrar vinnu sem nú er að hefjast við svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Nú hefur loks verið ákveðið að verja fé til endurbóta á flugbraut- um á Reykjavíkurflugvelli skv. fjárlögum yfirstandandi árs. Það var auðvitað löngu tímabært þar sem talið er að flugbrautimar séu orðnar svo lélegar að hætta stafi af. Ég tel að þessar framkvæmdir séu í raun og vem aðeins eðlilegt og löngu tímabært viðhald sem vanrækt hefur verið lengi og þær festa flugvöllinn ekki í sessi til langframa hér og hindra ekki end- urskoðun staðsetningar þegar tækni og aðstæður leyfa. En um leið og lagt er í þessi við- haldsverkefni er eðli- legt og sjálfsagt að borgaryfirvöld horfi jafnframt til lengri framtíðar og kanni hvort hægt er að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir áætlunarflugið innanlands sem sátt gæti orðið um. Ljóst er að ekki rík- ir sátt um núverandi staðsetningu. Fjöl- margir borgarbúar verða fyrir ómældum óþægindum vegna há- vaðamengunar og áhættan er einnig veruleg. Ennfremur liggur í augum uppi að nýting flugvallar- Flugvöllur Nú kalla nýir tímar, önnur viðhorf og ný tækni, segir Guðrún Agiístsdóttir, á nýjar ákvarðanir. svæðisins að einhverju eða öllu leyti fyrir íbúðarbyggð, útivist og ýmiss konar þjónustu myndi styi'kja miðborgina verulega. Það sést best á þeirri þróunaráætlun sem nú er unnin vegna miðborgar- innar. I ágúst á síðasta ári beindi borg- arráð þeim eindregnu tilmælum til flugmálayfirvalda að þau hrintu í framkvæmd hið fyrsta aðgerðum til að draga úr hávaðamengun vegna flugvallarins. Tilefnið var m.a. bréf íbúasamtaka Litla- Skerjafjarðar þar sem kvartað er undan ónæði vegna flugumferðar. Svar hefur borist við þessu erindi þar sem flugmálayfirvöld tjá gi-einilegan vilja sinn til athafna. I Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er kveðið á um að til- gangurinn með Reykjavíkui-flug- velli sé að flugvöllurinn verði örugg miðstöð fyrir áætlunarflug innan- lands. Þá er minnt á tillögur nefnd- ar samgönguráðuneytis frá 1991, um sambýli flugs og byggðar, en þar er m.a. lagt til að æfmga-, kennslu- og einkaflugi verði beint á nýjan flugvöll í nágrenni höfuð- borgarinnar og að ferju- og milli- landaflugi einkaflugvéla verði beint til Keflavíkur. Þessi skoðun borg- aryfirvalda hefur verið margítrek- uð árum saman. Borgarráð hefur skorað á flugmálayfirvöld að ráða bót á því ónæði og mengun sem annað flug en áætlunarflugið inn- anlands veldur. Það er hins vegar ljóst að aldrei verður hægt að koma í veg fyrir ónæði og áhættu vegna flugvallar í Vatnsmýrinni. Þess vegna var tillaga um endur- skoðun staðsetningar Reykjavíkur- flugvallar flutt og samþykkt í skipulagsnefnd. Það er ekki spurn- ing hvort, heldur hvenær flugvöll- urinn verður fluttur. Höfundur er fornmður skipulags- og umferðamefndar. Guðrún Ágústsdóttir Bankavextir og aldraðir ÁRSREIKNINGAR bankanna birtast nú hver af öðrum. Hagn- aðartölur eru hærri en oftast áður og arður til hluthafa umtalsverður. Þetta eru góð tíðindi, sem þakka má hag- stæðu árferði í efna- hagslífi, dugandi bankafólki, hagræð- ingu í rekstri og um- talsverðum vaxtamun inn- og útlána. Fyrir nokkrum dög- um átti ég erindi í bankastofnun fyrir há- aldraða konu. Ég fór með tvær bankabækur hennar til að athuga hver vaxta- kjörin væru. Bækurnar höfðu báð- ar legið óhreyfðar um langt árabil. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfistliroun Það kom fljótlega í ljós, að vextir á annarri bókinni voru 0,6%. Þetta var al- menn sparisjóðsbók. Hin bókin bar um 4% vexti. Innstæður bókanna voru samein- aðar og komið fyrir á reikningi, sem gefur 7%, tekur mið af vöxt- um ríkisvíxla, en er ekki verðtryggður. Fjármunir þessarar öldruðu konu höfðu legið í bankanum í mörg ár á neikvæðum vöxtum. Eins og margt gamalt fólk hafði hún ekki fylgst með þróun vaxta- og peningamála. Hún var búin að tapa miklu fé ef litið er til þeirra ávöxtunarleiða, sem opnar hafa staðið að undanfömu. Bank- inn hafði hins vegar hagnast veru- lega á því að leigja út peningana hennar og taka fyrir þá vexti, sem gætu numið 12-14% á óverð- tryggðum skuldabréfum eða við- skiptavíxlum. Drjúgar tekjur það. Hagnaðurinn af fjármunum þessarar gömlu konu verður efa- laust brot af þeim arði, sem hlut- höfum bankans verður gi-eiddur. En hún tapaði á viðskiptunum. I framhaldi af þessari bankaferð spurði ég sjálfan mig hve mikið fé af þessu tagi kunni að liggja í ís- lenskum bönkum. Hvað eru það margar milljónir (hundruð milljóna eða meira), sem liggja á bókum og Árni Gunnarsson rýrna, bera neikvæða vexti og standa að hluta undir hagnaði bankanna? Fróðlegt væri að fá svör við þessari spurningu frá bönkunum. Ekki er amast við því að bankar séu reknir með góðum hagnaði. Það er ein af traustustu stoðum íslensks efnahagslífs. En mætti ekki hluti af þessum hagnaði, að skaðlausu, renna til þess fullorðna fólks, sem hefur treyst bönkunum fyrir pen- Vaxtamál Hvað eru það margar milljónir, spyr Arni Gunnarsson, sem liggja á bókum og rýrna og standa að hluta undir hagnaði bankanna? ingunum sínum, en hefur ekki getu til að fylgjast með í síbreytilegum heimi fjármála og vaxta? Væri það ekki gott viðskiptasiðferði bank- anna að hnippa í eigendur sparifjár, sem af ýmsum sökum gera sér ekki grein fyi'ir jákvæðum og neikvæð-. um vöxtum? Eða gætu samtök aldraðra ekki reynt að vekja at- hygli félaga sinna á þessu máli og veitt sérfræðiaðstoð? Fyrir ekki margt löngu varð sparifé í bönkum landsins að engu. Verðbólgan sá fyrir því. Stærstan hluta þess fjár áttu aldraðir. Á ís- landi hefur ekki alltaf verið mulið undir aldrað fólk. En er ekki ástæðulaust að rýra peningaeign þess, sem oftar en ekki hefur orðið til fyrir mikla vinnu og strit? Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.