Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJÁN
JÓNSSON
um á Akureyri þar sem störfuðu
milli hundrað og tvö hundruð
manns að jafnaði. Það var í farar-
broddi íslenskra niðursuðufyrir-
tækja og burðarásinn í Sölustofnun
lagmetisiðnaðarins.
Eins og að líkum lætur var rekst-
urinn oft erfíður eins og hjá öðrum
fyrirtækjum í sjávarútvegi á átt-
unda og níunda áratugnum. Verð-
bólgan fór hamfórum og gengisfell-
ingar voru tíðar sem hlaut að
skekkja rekstrargrunn fyrirtækja í
útflutningsframleiðslu. Við þetta
bættist hrun Sovétríkjanna en
markaðurinn fyrir gaffalbita þar
hafði lengst af verið snar þáttur í
rekstri fyrirtækisins. Kristjáni
tókst ekki að rétta efnahag fyrir-
tækisins eftir þessi áföll. En eftir
sem áður ber fyrirtækið honum gott
vitni. Það er á sínum stað. Lýsandi
dæmi um stórhug og sóknarhug at-
hafnamanns sem gaf sig allan að því
sem hann var að byggja upp. Eg
verð ævinlega þakklátur fyrir að
hafa átt kost á að kynnast slíkum
manni. Blessuð sé minning hans.
Þessar línur bera fjölskyldu hans
samúðarkveðjur okkar Kristrúnar.
Halldór Blöndal.
Ég verð að játa að mér brá ónota-
lega þegar ég frétti lát fyrrverandi
vinnuveitanda míns, Kristjáns Jóns-
sonar, sem oftast var kenndur við
Niðursuðu KJ. Þótt mér væri kunn-
ugt um að Kristján væri búinn að
vera veikur undanfarnar vikur kom
lát hans mér á óvart. Mig langar til
að minnast þessa heiðursmanns
með nokkrum fátæklegum orðum.
Ég kynntist Kristjáni fyrst þegar
ég hóf störf í niðurlagningarverk-
smiðju hans í maí 1978. Fljótlega
eftir að ég kynntist Kristjáni nánar
sá ég hvaða mann hann hafði að
geyma. Þarna var maður sem vildi
láta hlutina ganga án þess að vera
ósanngjarn. Alla tíð reyndist Krist-
ján mér vel og var traustur hús-
bóndi. Dætur mínar unnu hjá Krist-
jáni öll sín unglingsár og reyndist
hann þeim vel á þessum vinnustað.
Þegar ég varð að hætta störfum hjá
Kristjáni sökum heilsubrests, eftir
14 ára farsælt samstarf, kvaddi ég
með söknuði, betri húsbónda var
ekki hægt að hugsa sér. Öll þau ár
sem liðin eru síðan ég varð að hætta
að vinna, hefur Kristján fylgst með
líðan minni, sem mér fínnst lýsa vel
hjartalagi þessa sómamanns. Hafðu
þökk fyrir það, kæri vinur. Seinna,
þegar við hjónin stofnuðum okkar
litlu útgerð, fylgdist hann alltaf með
hvernig gengi enda snerist stór
hluti af ævistarfí hans um veiðiskap.
Má þar nefna útgerð hans sem til
margi-a ára sá verksmiðjunni fyrir
hráefni til sardínuvinnslu. Þegar við
eignuðumst verbúðina okkar í
Sandgerðisbót kom hann stundum
daglega til að fá fréttir og ræða
málin og þar kom maður ekki að
tómum kofunum. Alltaf skyldi hann
að endingu spyrja um líðan mína og
biðja fyrir kveðjur. Það er svo
margt sem ég vildi segja en mig
skortir orð.
Við hjónin vottum börnum hans,
tengdabörnum og barnabörnum og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
veita þeim styrk í sorginni.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvílast
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næöis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum;
þú smyr höfúð mitt með olíu;
bikar minn er barmafúllur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alia ævidaga
mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ólöf Guðmundsdóttir,
Friðrik Sigutjónsson.
Nú eru þau bæði horfín yfir móð-
una miklu, Þrúða og Kristján, sam-
einuð á ný. Ég efa ekki að Þrúða
hefur tekið vel á móti Didda sínum.
Ég var sex ára er ég vandi komur
mínar fyrst á heimili þeirra hjóna,
þá nýbyrjuð í 1. bekk Barnaskóla
Akureyrar. Sessunautur minn var
Anna María, dóttir þeirra, og tókst
með okkur góður vinskapur sem
haldist hefur æ síðan. Ég varð fljót-
lega nánast daglegur heimagangur
hjá þessum sæmdarhjónum, þar
sem allt var í röð og reglu og mikil
vinnusemi. Ég upplifði strax mikinn
léttleika í þessu þriggja hæða fjöl-
skylduhúsi; Kristján og Þrúða
ásamt fjórum börnum á efstu hæð-
inni, Lovísa og Jón, foreldrar Krist-
jáns, á miðhæðinni og Mikael, bróð-
ir Kristjáns, á þeirri neðstu.
Kristján og Þrúða voru ólík, hún
þessi blíða, ljúfa kona, hann þessi
ákveðni húsbóndi sem vann myrkr-
anna á milli. En sameiginlega voru
þau bæði hlý og brostu með augun-
um, þegar þau gáfu sig á tal við mig,
bamið, með eðlislægri virðingu.
Smákökurnar hennar Þrúðu voru
svo góðar að ég fékk uppskriftir frá
henni og baka enn fyrir jólin sömu
sortirnar. Kristján fór oft með fjöl-
skylduna í sunnudagsbíltúr og þá
var mér stundum boðið með. Gjarn-
an voru farþegarnir trakteraðir á
súkkulaði um leið og ekið var niður
á bryggju, bátaflotinn skoðaður
ásamt mörgu öðru skemmtilegu.
Svona rifjast ýmislegt upp, allt já-
kvætt, og ég þakka forsjóninni fyrir
að hafa fengið að kynnast þessum
góðu hjónum, og verða þeim sam-
ferða barna- og unglingsár mín. Ég
votta aðstandendum þeima mína
dýpstu samúð. Blessun sé minning
Ki-istjáns Jónssonar og Sigþrúðar
Helgadóttur.
Karitas R. Sigurðardóttir.
Kristján Jónsson, K. Jónsson á
Akureyri, er allur. í dag er komið
að því sem ég ákvað fyrir löngu að
ég myndi gera, skrifa mína siðustu
kveðju til þín. Til manns sem ég hef
virt svo mikils, manns sem hefur
kennt mér svo margt. Um leið og ég
fékk þessar fréttir fylltist ég geðs-
hræringu, ég vissi að að þessu
mundi koma, að þetta yrðu þær
fréttir sem yllu því að ég myndi
rifja upp samskipti mín við þig. Nú
eru liðin næstum sex ár síðan ég hef
séð þig eða heyrt en þó aðstæður
hafí verið þær er ekki þar með sagt
að þú hafír gleymst í þennan tíma.
Þú varst ekki maður sem gleymist.
Fyrir rúmum tíu árum, þegar ég
hóf störf hjá Sölustofnun lagmetis
var það fátt sem ég vissi um K.
Jónsson á Akureyri annað en mig
minnti að fyrirtækið hefði verið í
fréttum vegna einhvers „skandals"
varðandi rækjuframleiðslu. Um
stærð fyrirtækisins eða hlutverk
vissi ég ekkert. K. Jónsson hafði
ekki hugsað mikið um „public
relations" á innanlandsmarkaði
enda þekktu fyrirtækið fáir. Ekki
hafði ég þó starfað með fyrirtækinu
lengi þegar mér varð ljóst að hér
var ekki um eitthvert „smáfyrir-
tæki“ að ræða, K. Jónsson á Akur-
eyri var það fyrirtæki sem ég lærði
að bera hvað mesta virðingu fyrir
af þeim fyrirtækjum sem ég hef
nokkru sinni starfað með. Að starfa
með þér, Kristján Jónsson, var ekki
eitthvað „venjulegt“, ekki eitthvað
sem maður uppliíir á hverjum degi.
Að starfa við útflutning með þig
sem aðalframleiðanda var stórkost-
legt, eitthvað sem maður man alla
tíð. Þú varst maður framleiðslunn-
ar númer eitt, tvö og þrjú. Þú varst
ekki ánægður nema helst allar
deildir framleiðslunnar væru í full-
um gangi. í jólavertíðinni og þegar
verið var að framleiða fyrir
rússamarkað varst þú í essinu þínu,
að sama skapi lést þú í þér heyra ef
þéi' fannst dauft yfír. Þú gerðir
miklar kröfur - til okkar sem störf-
uðu með þér - en einnig til sjálfs
þín. Þú varst ekki eini framleiðandi
Sölustofnunar/samtaka en þú varst
svo sannarlega sá stærsti og í mín-
um augum sá allra besti. Sá sem
alltaf var hægt að stóla á, sá sem
alltaf stóð við orð sín. Það er í raun
ótrúlegt að rifja það upp en verandi
í hringiðu framleiðslu og útflutn-
ings á Islandi þá var það svo ótrú-
lega mikill munur á því að starfa
annars vegar með þér og hins veg-
ar með öllum hinum (ég veit að
kollegar þínir fyrirgefa mér það þó
ég segi það svart á hvítu). Munur-
inn var svo ótrúlega mikill. Þegar
þú varst annars vegar þurfti ekkerf
að gera annað en að biðja um svör,
það þurfti ekki að fara yfír hvort
þessar eða hinar umbúðirnar væru
til, þurfti ekki að eyða tíma í að
þrýsta á um eitt eða neitt, ef þú
varst búinn að gefa upp afskipunar-
dag - þá stóðst hann! Það var alveg
sama hvað magnið var mikið, alveg
sama þó um væri að ræða lítinn við-
skiptavin sem kannski pantaði ekki
nema einu sinni á ári, alveg sama
hvort um var að ræða afskipun í
brettavís eða gámavís, ef þú varst
búin að segja ákveðna hluti þá
stóðst það - um það þurfti ekki að
hafa fleiri orð. Ég leyfi mér að full-
yrða að þetta umhverfi er eitthvað
sem margir í útflutningi íslenskrai'
framleiðslu mundu vilja upplifa. Ég
vissi í raun ekkert um hvað þessir
hlutir kostuðu. Þ.e. hversu mikla
vinnu eða hvað þurfti til, til að geta
gert þessa hluti, oft hefur það
áreiðanlega kostað blóð, svita og
tár þeirra sem nálægt því þurftu að
koma, en um það þurfti ekki að
hugsa, Rristján Jónsson var sá sem
valdið hafði og sá til þess að allt hitt
gerðist.
Ég ætla ekki að hafa þetta langa
lofrullu um þig, þú varst ekki
þannig maður, það vita allir og það
veit sá sem allt veit að ég vil ekki
verða uppvís að hræsni hvað þig
varðar, en ég kemst ekki hjá því að
segja þessa hluti. Fyrir manneskju
eins og mig sem lítið kunni en lang-
aði svo margt var svo ótrúlega lær-
dómsríkt að kynnast þér. Við áttum
frábært samstarf, svo frábært að
margir áttu erfítt með að skilja það
en á þeim tíma sem við störfuðum
saman, ég í Reykjavík og þú á
Akureyri, var gaman! Ég minnist
þess þegar ég heimsótti þig í verk-
smiðjuna „þína“ í fyrsta skipti. Ég
kom ásamt Rússum sem hér voru
að skoða íslensku framleiðendurna.
Ég trúði vart eigin augum þegar ég
sá húsakostinn, hvernig mátti það
vera að slíkt fyrirtæki væri svo
gjörsamlega ókynnt? Verksmiðjan
var stór og umhverfið allt innan
dyra sem utan ótrúlega snyrtilegt,
svo snyrtilegt að eftir því var sér-
staklega tekið. Og þú, þú varst svo
stoltur og þar sem þú fannst að
áhuginn var fyrir hendi naust þú
þess að sýna mér allt, skýra út fyrir
mér framleiðsluferilinn á öllum af-
urðunum. Fyrir mig var þetta allt
saman þvílík upplifun og ég naut
hverrar mínútu. Það fór ekki hjá því
að ég fyndi þarna það sem síðar
kom fram í öllum samskiptum við
þig, verksmiðjan var „barnið“ þitt,
hún var þín sköpun og það sem allt
þitt líf snerist um. Ég átti eftir að
heimsækja þig oftar, ekki bara í
verksmiðjuna, þú leyfðir mér líka að
kynnast þér frá öðrum hliðum. Ég
var eins og ungabarn sem drakk í
sig allt sem þú hafðir að segja. Þú
sagðir mér sögu lagmetisins, af
veru þinni í Þýskalandi og ég komst
að því hversu mikils þú virtir þá og
hversu margt þér fyndist við ís-
lendingar eiga ólært. Það hefur oft
komið upp í huga minn síðan hversu
mjög ég var sammála flestu af því
sem þú sagðir og kannski er ég
stundum að gera þínar skoðanir að
mínum! Þú talaðir um Dani, hversu
duglegii' þeir væru að framleiða eða
öllu heldur búa til alla hluti, og það
sem meira var, selja þá líka! Eitt-
hvað sem þér fannst við íslendingar
ekki sérlega duglegir við, þú veltir
því hreinlega stundum fyrir þér
hvort það að selja vöra væri hrein-
lega eitthvað sem við hefðum ekki í
okkur. Það var svo gaman að ræða
þessa hluti við þig, ég var lærlingur-
inn og starfaði við aðstæður sem
gerðu mér kleift að mynda mér
mínar skoðanir á því sem þú sagðir.
A þessum áram varð ég ótrúlega
sannfærð um yfirburði verksmiðju
þinnar og hélt uppi merkjum fyrir
þig hvar og hvenær sem var. Því
tók ég það óskaplega persónulega
þegar þú varst enn og aftur frægur
að endemum í fjölmiðlum, fyrir svo-
kallaða „græna“ rækju. Mér fannst
það og finnst reyndar enn alveg
ótrúlega ósanngjarnt að þér skyldi
aldrei takast að komast á blað fyrir
annað en framleiðslu „klúður", þú
og það sem þú stóðst fyrir átth' svo
allt annað skilið.
Ég get ekki hjá því komist að
nefna það að við prófuðum einnig
samstarf í nálægðinni. Svo áhuga-
söm var ég um samstarf við þig að
ég gaf mig ekki fyrr en ég fékk
starf hjá þér - í verksmiðjunni
þinni. Það var eitthvað sem ég varð
að prófa, mig langaði að vita hvern-
ig sá maður sem ég hafði sett á slík-
an stall væri í nálægð. Ég fór norð-
ur og bjó í húsinu þínu, þrátt fyrir
allar aðvaranir, sem nóg var af þeg-
ar þú varst annars vegar. Um það
samstarf þarf ekki að hafa mörg
orð, nálægt þér þýddi engin við-
kvæmni og sú örvun sem ég hafði
fengið frá þér breyttist í ógnun. Sá
vinur og félagi sem þú hafðir verið í
fjarlægðinni og þær góðu hliðar
sem ég hafði kynnst voru nú ekki til
staðar. Innan dyra í verksmiðjunni
varst þú harðstjórinn, þá fyrst
kynntist ég þeirri mynd sem svo
margh' höfðu haft af þér en ég hafði
aldrei viljað samþykkja.
Það síðasta sem ég upplifði í sam-
skiptum við þig var þegar þú til-
kynntir gjaldþrot fyi-irtækisins! Þú
komst sjálfur til að tilkynna okkur
að „barnið" þitt, verksmiðjan „þín“,
það sem allt þitt líf snerist um væri
nú úr þínum höndum. Þú fórst út
þann dag og hafðir ekki lyklavöld
eftir það. Einhvem veginn hélt ég
að maður eins og þú mundir veslast
upp, sá ekki fyrir mér hvað gæti
haldið þér gangandi eftir slíkt áfall.
Enn komst þú á óvart. Síðan þetta
gerðist era liðin sex ár og eftir því
sem ég hef fengið fí'éttir af lést þú
þetta aldrei buga þig, heldur hélst
þínu stiáki með fulla vitund fram á
síðasta dag. Það var í raun þér líkt,
þér lét illa að vera með einhverja
hátfvelgju, það var annað hvort eða
og ekkert þar á milli, þannig varst
þú alltaf í öllum samskiptum og alhi
vinnu. Ég hafði t.d. mjög gaman af
því þegar ég heyrði það að sama dag
og þú fórst með fyrirtækið í gjald-
þrot lést þú greiða öllum smærri
fyrirtækjum útistandandi reikninga!
Mér er sem ég sæi marga stjórn-
endur gera slíkt hið sama. Þannig
maður varst þú, þú fórst með fyrir-
tækið í gjaldþrot löngu áður en þú
nauðsynlega þurftir. Þú hefðir getað
haldið áfí'am lengi enn og farið
miklu verr með marga, en það var
ekki þinn stíll. Löngu seinna las ég í
fréttum að svo og svo mikið fékkst
upp í skuldir við uppgjör þrotabús-
ins. Slíkar fréttir les maður ekki oft,
miklu oftar er það svo að fyrirtækin
ganga svo lengi að ekki fæst króna
út úr þeim. En þetta fór ekki hátt
frekar en nokkuð jákvætt sem varð-
aði fyrirtæki þitt. Kynning sú sem
fyrirtækið þitt fékk nokkru sinni var
alltaf og einungis á neikvæðum nót-
um, það er eitthvað sem mér finnst
við sem eftir lifum skulda þér að
breyta.
I mínum huga, Kristján, varst þú
stórmenni. Langt frá því að vera
auðveldur í umgengni, kannski erf-
iðastur þeim sem næst þér stóðu en
maður sem á skilið að saga hans
verði skráð. Þeir eru ekki svo marg-
ir í íslenskri sögu sem tókst að
byggja upp framleiðslufyrirtæki af
þeirri stærðargráðu sem fyrirtækið
þitt, K. Jónsson, var. Fyrirtæki sem
framleiddi fullunna vöru í hendur
neytenda úti í heimi. Oft hefur mér
orðið hugsað til þess þegar talað
hefur verið um nauðsyn þess að
byggja upp slík fyi'irtæki hér að
aldrei hefur verið talað um að slík
fyrirtæki væru til, lagmetið hefur
aldrei haft þá virðingu hér sem það
á skilið. Fyrirtækið þitt er enn í
blómlegum rekstri, að vísu ekki
með þínu nafni, en það væri ekki
það sem það er ef þín hefði ekki not-
ið við. Ég stend alltaf í þeirri vissu,
hvort sem það er rétt hjá mér eða
ekki, að þú hafir kunnað að meta
það. Slíkur maður framleiðslunnar
eins og þú varst getur þrátt fyrir
allt ekki annað en hafa glaðst yfír
að fyrirtækið gengi svo vel.
Ég kýs að muna eftir þér sem
framleiðandanum sem allt gat, með
þeirri virðingu sem þér ber, ég vona
að þú sért hamingjusamur nú.
Að síðustu, Kristján - þakka þér
fyrir allt sem þú kenndir mér.
Signý Sigurðardóttir.
+
Þökkum af alúð öllum þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HUGO ANDREASSEN.
Óli Örn Andreassen, Annette Timmermann,
Inga H. Andreassen, Matthias Viktorsson,
Karl Andreassen, Elma Vagnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VALDIMARS JÓHANNSSONAR
bókaútgefanda,
Fornuströnd 5,
Seltjarnarnesi.
Ingunn Ásgeirsdóttir,
Ásgeir Már Valdímarsson,
Anna Valdimarsdóttir, Bragi Kristján Guðmundsson,
Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Sigfúsdóttir,
Ingunn Ásgeirsdóttir, Þórunn Ásgeirsdóttir,
Steinunn Ásgeirsdóttir, Örn Ásgeirsson,
Óðinn Ásgeirsson, Elísabet Ásgeirsdóttir,
Elin Ósk Ásgeirsdóttir, Valdimar Sverrisson,
Jón Helgi Jónsson, Jóhann Páll Jónsson,
Egill Örn Jóhannsson, Sif Jóhannsdóttir,
Valdimar Jóhannsson
og barnabarnabörn.