Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða á Alþingi um flutning Nemendaleikhússins Leiklistarskólinn fær að- stöðu á Lindargötu til 15. maí Sagði sig úr úthlut- unarnefnd SIGRÚN Valbergsdóttir hef- ur sagt sig úr úthlutunamefnd rithöfundalauna og sæti henn- ar hefur Ingi Bogi Bogason tekið. Sigrún óskaði eftir þessu til þess að koma í veg fyrir að spurningar vöknuðu um hæfí hennar til setu í út- hlutunarnefndinni. Sigrún býr með bókaútgef- anda. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni lausn frá störfum í nefndinni. Úthlutun- arnefndin er skipuð eftir til- nefningum Rithöfundasam- bandsins. Aðrir aðalmenn í úthlutun- amefndinni era Sigurður G. Tómasson og Margrét Egg- ertsdóttir. Ingi Bogi var einn þriggja vai-amanna. Úthlutun rithöfundalauna verður að lík- indum tilkynnt um næstu mánaðamót. BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra skýrði frá því í utandag- skráramræðu á Alþingi í gær að gengið hefði verið frá samkomulagi, milli viðkomandi aðila, um bráða- birgðalausn á húsnæðisvanda Nem- endaleikhúss Leiklistarskóla íslands á þann veg að skólinn fengi húsnæð- ið á Lindargötu 9 til umráða fram til 15. maí nk. Jafnhliða væri unnið að því að skapa Nemendaieikhúsinu að- stöðu í kjallara Landssmiðjuhússins á Sölvhólsgötu 13. „Ég tel að með þessu geti Leiklistarskólinn lokið starfsvetrinum og sett upp það leik- rit sem ætlunin er að Nemendaleik- húsið sýni núna á vordögum," sagði ráðherra, en gengið vai- frá fyrr- greindu samkomulagi í gærmorgun. Bætti hann því við að hann sæi ekki betur en að málið hefði verið leyst með farsælum hætti. Eins og kunnugt er efndi nem- endafélag Leiklistarskóla íslands til útifundar í síðustu viku til að mót- mæla fyrirhuguðum flutningi skól- ans úr húsnæðinu á Lindargötu 9 og vildi að skólanum yrði afhent hús- næðið til umráða á ný. Ráðherra benti á að ríkið hefði keypt umrætt húsnæði á Lindargötu af Dagsbrún og Sjómannafélaginu um mitt árið 1996 og að þá hefði strax legið ljóst fyrir að gerbreyting yrði á högum Nemendaleikhússins, þar sem Hag- stofa Islands ætlaði að nota hús- næðið m.a. undir skjalageymslur. „Þegar þetta mál kom upp í síðustu viku var ég á leið til útlanda. Ég kom á mánudagskvöldið og kallaði þá fulltrúa nemenda til viðræðna við mig um málið á fundi í ráðuneytinu í gær [íyrradag] og þar voru sjónar- mið þeirra skýrð og farið yfir málið. Síðan ræddi ég við hagstofustjóra sem hefur umsjón með húsnæðinu [...]. I morgun [gænnorgun] var síð- an gengið frá samkomulagi um bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Leiklistarskóla Islands,“ útskýrði ráðherra. Kostar 5 milljónir að innrétta Steingrímur J. Sigfússon, þing- flokki óháðra, var málshefjandi um- ræðunnar, og sagði m.a. að það væri bagalegt að Leiklistarskóli Islands skyldi lenda í húsnæðisvanda á miðju skólaári. Hann taldi það hins vegar góða niðurstöðu að láta skjöl Hagstofu íslands bíða í kössum í nokkra mánuði og að leiklistin fengi í staðinn að hafa aðstöðu í umræddu húsnæði. Fleiri þingmenn stjórnar- andstöðu tóku til máls í umræðun- um og fógnuðu því að lausn skyldi hafa verið fundin á málinu. Á hinn bóginn lýstu þeir yfir furðu sinni á þeim vinnubrögðum að Leiklistar- skólinn skyldi missa húsnæði sem hann hefði haft til umráða um ára- tuga skeið á miðju skólaári. „Þetta er auðvitað röskun á skólastarfi og hlýtur að hafa valdið nemendum og aðstandendum skólans miklu hug- arangri," sagði Kristín Ástgeirs- dóttir m.a. Að lokum sagði menntamálaráð- herra aðspurður að það kostaði um fimm milljónir króna að innrétta nýja aðstöðu íyrir Nemendaleikhús- ið í kjallara Landssmiðjuhússins á Sölvhólsgötu. „Ég vona að aðstaðan á Sölvhólsgötu muni einnig nýtast því fólki sem þar á eftir að starfa mjög vel og að þar verði aðstæður með þeim hætti sem henti Nem- endaleikhúsinu." s Islending- ar lausir frá Lech „VIÐ fórum í rútu, troðfullri af fólki og farangri, og náðum að keyra í um tvær stundir áður en snúið var við, vegna annað hvort snjóflóðs eða slyss á veg- inum,“ segir Olafur Björgúlfs- son tannlæknir sem verið hefur veðurtepptur ásamt konu sinni og þúsund ferðamönnum öðrum í bænum Lech í Austurríki síð- an á laugardag. Þá var vegin- um um Flexen-skarð lokað sök- um mikillar ofankomu og hættu á snjóflóðum. AUs biðu um sjö þúsund manns þess í gær að komast til og frá Lech. I fyrradag var reynt að aka aðkomumönnum úr bænum en sú tilraun mistókst vegna snjóflóðahættu. Reynt var aftur síðdegis í gær og tókst þá að ryðja leið fyrir þá sem biðu. Snjóhengjur sprengdar „Við biðum í óþreyju eftir að seinasta tilraun fór út um þúf- ur og á meðan réðust menn í að sprengja niður snjóhengjur og ryðja burt sköflum," segir Olafur. „Rétt fyrir brottför tók að snjóa að nýju og þá fór um okkur, enda tekið að skyggja. Við vildum eins og aðrir kom- ast í burtu, þó svo að vel hafí farið um okkur og betur en marga, einkum unga fólkið sem hafði ekki lengur efni á að greiða fyrir hótelherbergi sín og þurfti að Ieita ódýrari gist- ingar,“ segir Ólafur. Þau hjónin ætluðu að aka tii Ziirich eftir að þau losnuðu frá Lech og fljúga þaðan til ís- lands í gegnum Kaupmanna- höfn. í góðu yfirlæti Að sögn Lilju Jónsdóttur hjá Úrvali-Utsýn ætluðu fímm ís- lendingar til Lech en þurftu frá að hverfa og leita skjóls í Sankt Anton. Samkvæmt seinustu fregnum séu þeir í góðu yfír- læti. Hins vegar séu aðeins þijár skíðalyftur í gangi í bæn- um enda þyki ekki öruggt að starfrækja fleiri. Þá berist ein- göngu góðar fregnir af öðrum Islendingum á vegum ferða- skrifstofunnar í Austurríki og ítölsku Ölpunum. Rannís úthlutaði í gær 243 styrkjum úr Vísinda- og Tæknisjóði Mest fé til rannsókna á smitandi próteini og íslensks kafbáts RANNSÓKNARRÁÐ íslands veitti í gær 73 styrki úr Tæknisjóði og 170 styrki úr Vísindasjóði. Stærsta styrkinn úr Tæknisjóði hlaut Haf- mynd til frekari þróunar á íslensk- um kafbáti og stærstu tvo styrkina úr Vísindasjóði hlutu Ástríður Páls- dóttir og Stefanía Þorgeirsdóttir til rannsókna á hlutverki og arfgerð príon-próteins sem veldur Creutz- feldt-Jakob sjúkdómnum í mönnum, riðu í sauðfé og kúafári. Hlutverk Tæknisjóðs er að styrkja verkefni sem eru beintengd atvinnulífinu og hagnýting þeirra er fyrirséð. Sjóðnum bárast að þessu sinni 148 umsóknir um verk- efnastyrki, þar af 39 framhalds- verkefni. Umsóknimar era álíka margar og í fyrra þótt umsóknum um framhaldsstyrki hafi fækkað um tug. Sjálfvirkni kafbáts aukin Heildarapphæð styrkja Tækni- sjóðs í ár era 168 milljónir króna. Meðalfjárhæð sem úthlutað er til nýiTa verkefna er 2,5 milljónir króna, en var 2 milljónir króna í fýrra. Stærsti styrkurinn að þessu sinni er 6 milljónir króna, til eins árs og kom hann í hlut Hafmyndar sem þróað hefur íslenskan kafbát til rannsókna á fiskgengd og ástandi sjávar. Hjalti Harðarson verkfræð- ingur kynnti djúpfarið á blaða- mannafundi í gær. Sagði hann að styrkurinn yrði notaður til þess að auka sjálfvirkni tækisins, meðal annars með því að auka vegalengd- ina sem það getur siglt úr 30 km í 100 km. Kafbáturinn kemur til með að gera ný verkefni möguleg sem ekki hefur áður verið unnt að fram- kvæma. Hann mun til dæmis nýtast í rannsóknir þar sem of grannt er fyrir skip og báta auk þess sem hægt er að nota hann til að rann- saka undir ís. í kafbátnum era með- al annars myndavél, ljóskastari, GPS-búnaður, fisksjá, rafeindaátta- viti og hæðarmælir, en hann gengur fyrir rafhlöðum. Gagarín ehf. og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins hlutu næst- hæstan styrk úr Tæknisjóði, 5,5 m.kr. vegna kennsluefnis fyrir sjó- menn á margmiðlunarformi. Þriðja hæsta styrkinn hlaut Marel hf. vegna kjötvinnslukerfis. Vísindasjóður úthlutaði í ár 156 verkefnastyrkjum og 14 rannsókn- Morgunblaðið/Kristinn HJALTI Harðarson verkfræðingur kynnti líkan af kafbáti sem ætlaður er til rannsókna á lífríki sjávar við úthlutun styrkja Rannsóknarráðs íslands í gær, en hann hlaut hæsta styrk úr Tæknisjóði, að upphæð 6 m. megi í hlutverk smitandi próteins- ins út frá því. Áhersla á að styrkja ungt fólk Ráðstöfunarfé Vísindasjóðs hefur nánast staðið í stað frá 1992, en á sama tíma hefur upphæðin sem sótt er um hækkað úr 347,9 m.kr. árið 1992 í 614 m.ki'. árið 1999. Á fundin- um var sagt að ráðstöfunarfé sjóðs- ins hefði einungis hækkað úr 136,5 m.kr. í 170 m.kr á sama tímabili. Umsóknum fækkaði frá síðasta ári úr 353 í 291 þrátt fyrir að umsókn- arapphæðin hafi ekki lækkað sem samsvarar því. 60 verkefni hlutu styrki að upp- hæð 48,5 m.kr. á sviði hug- og félags- vísinda. 53 verkefni á sviði heilbrigð- is- og líívísinda hlutu styrk að upp- hæð 50,9 m.kr. og á sviði náttúru- og umhverfisrannsókna hlutu 57 verk- efni styrk að upphæð alls 53,8 m.kr. Að sögn framkvæmdastjóra Rannís er lögð aukin áhersla á veit- ingu svokallaðra rannsóknarstöðu- styrkja. Eru þeir ætlaðir ungu fólki sem hefur lokið löngu námi erlendis og er að koma heim úr námi. Er það von ráðsins að gefa ungu menntuðu fólki kost á að stunda rannsóknir hér á landi og auka þannig líkurnar á að það flytji heim á ný. STEFANÍA Þorgeirsdóttir kynnti rannsóknir sínar á arfgerð príon- gena í íslensku sauðfé með tilliti til riðusmits. Hún hlaut hæsta styrk úr Vísindasjóði, alls 2,4 m.kr. Til vinstri við Stefaníu er Ástríður Páls- dóttir sem hlaut hæsta verkefnastyrk úr Vísindasjóði, alls 1,4 m.kr. arstöðustyrkjum. Stærstan styrk hlutu tvö verkefni á sviði sam- eindalíffræði príon-sjúkdóma, alls tæpar 4 milljónir króna. Verkefnin eru tvö, annars vegar hlaut Stefan- ía Þorgeirsdóttir 2,4 m.kr. rann- sóknarstöðustyrk til þess að rann- saka arfgerðir príon-gena í ís- lensku sauðfé með tilliti til riðusmits. Rannsókn Stefaníu gengur út á að rannsaka tíðni arf- gerða með tilliti til riðusmits. Nið- urstöðurnar hingað til benda til þess að hægt sé að kynbæta fé til að minnka líkurnar á að það veikist af riðu og að sögn Stefaníu er hér líklega komin erfðafræðileg skýr- ing á því af hverju fé er misnæmt fyrir því að smitast af þessum sjúk- dómi. Hins vegar hlaut Ástríður Páls- dóttir 1,4 m.kr. verkefnastyrk til þess að kanna hlutverk eðlilegs prí- on-próteins. Á óeðlilegu formi er príon-próteinið smitandi en hins vegar er hlutverk eðlilegs príon- próteins ekki þekkt, og er leitast við að rannsaka hlutverk þess svo ráða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (11.02.1999)
https://timarit.is/issue/131429

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (11.02.1999)

Aðgerðir: