Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Djass í Djúpinu á ný Nýr hljómur á gömlum stað Svartfugl er nýtt djasstríó með óvenjulega hljóðfæraskipan. Nýtt í heiminum, segir tríóið, sem Hildur Loftsdóttir hitti í kjallaranum hlýlega. Morgunblaðið/Kristinn SVARTFUGLAR eru Sigrirður Flosason saxófónleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaspilari og Björn Thoroddsen gítaristi. JASSTRÍÓIÐ Svartfugl verður með tónleika í kvöld kl. 21 í Djúpinu, þar sem lög Cole Porters verða uppistaða dag- ski’árinnar. En af hverju er verið að púkka upp á Djúpið, þar sem ekki hefur verið spilaður djass í langan tíma? Aftur í tímann Siggi: Hvað hljóðið varðar fínnst mér þetta einn besti staður í Reykjavík til að halda tónleika á, það hlýtur að vera viðurinn í loftinu og á gólfinu. Svo tengist hann líka sameiginlegri fortíð okkar. Gunni: Já, það má segja að okkur hafí öllum verið ungað út hér sem djassleikurum. Okkur Bjössa með Guðmundi Ingólfs og Sigga með Nýja Kompaníinu. Þetta var aðal- djassstaðurinn í kringum endur- reisn djassins. Siggi: Já, upp úr 1978 til 1983 spil- uðum við mjög mikið hér, alla fímmtudaga og stundum á sunnu- dögum. Síðan hafa verið stöku tón- leikar hér, og alltaf skapast þessi þrönga og hlýlega stemmning. Það þarf svo fáa áheyrendur til þess að manni finnist þeir mjög margir. - Þannig að þið eruð að hlaupa á eftir fortíðarþránni í ykkur? Gunni: Það vakna alla vega hlýjar minningar þegar maður stendur hér á gólfínu og spilar. Það er eins og manni sé kippt aftur í tímann. Höfða til karlmennskunnar Svartfugl hefur unnið mikið í að útsetja þessa djassstandarda sem eru að miklu leyti lög úr kvikmynd- um og söngleikjum frá fyrri áratug- um aldarinnar. Cole Porter er með- al nokkurra mikilmetnustu höfund- anna úr þeim geira ásamt Gersh- ►Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var haldið upp á tveggja ára afmæli Nellýs Café og að sögn Stefáns Stefánssonar framkvæmda- stjóra staðarins var mikið um dýrðir og góð stemmning. „Við hófum teitið á einkapartýi milli kl. 9 og 10 þar sem vinir og velunnarar Nellýs mættu og héldu upp á tímamót- in. Síðan var húsið opnað og win, Kern og Rodgers, og hafa djassleikarar verið að glímavið lög- in hans áratugum saman. Ólíkasta tónlistarfólk hefur farið lögin hönd- um og beygt að sínum stíl. - Eru lögin hans Porters ekki eiginlega stelputónlist? Bjössi: Nei, það fínnst mér ekki. Hann höfðar eitthvað til karl- mennskunnar í okkur, ég er alveg viss um það. Gunni: Það er eiginlega skrítið við hann að hann hefur lítið verið uppi á borðum sem lagahöfundur, miðað við hvað þetta er mikill fjársjóður. Bjössi: Þetta er frábær tónlist sem hann hefur samið. Þetta eru flott lög og ekkert sérstaklega kvenleg. Og það er alls ekki kvenlegt sem við ætlum að draga fram í þeim í kvöld. Þróunarverkefni - Hvað er ferskt eða sérstakt við þetta tríó? Bjössi: Svartfuglshljómurinn er nýr í íslenskri flóru, eins og hljóðfæra- skipanin segir til um; klassískur gít- ar, kontrabassi og saxófónn. Það er eiginlega nýtt í heiminum, og grunnhugmyndin að bandinu var að hljóma öðruvísi. Það örlar á þessum sérstaka tón hjá okkur og hann á örugglega eftir að verða meiri síðar. Þetta er hálfgert þróunarverkefni sem við erum að vinna að. Siggi: Við ætlum líka að vera hljóm- sveit. ísland er lítið land og eitt af vandamálunum við að vera djass- leikari hér er smæð markaðarins. Maður kemur saman mjög metnað- arfullri dagskrá, fær að spila hana einu sinni til tvisvar, er heppinn ef Akureyri vill mann, síðan ekki sög- una meir. Þess vegna einkennist svo margt sem við gerum af stökum verkefnum. Erlendir vinir mínir komu yfír 300 manns í afmælis- veisluna." Spunaleikhópur spann fyrir gestina af mikilli kúnst en í hópnum voru þau Linda Ás- geirsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- sem hafa komið til landsins hafa minnst á hversu mikið sé af góðum djassleikurum hér, en engar starf- andi djasshljómsveitir. Við erum að reyna að framkvæma ákveðna hug- mynd með því að vera með trommu- laust tríó og ætlum að fást við fleiri tegundir tónlistar. Við erum að koma okkur í gang og langar að vinna mikið saman, og skapa sér- stakan Svartfuglshljóm. Gunni: Já, þróa okkar hljóm. Þegar maður er í bandi gerast allt aðrir hlutir. Það er meira hægt að hugsa um útsetningar í stað þess að byrja alltaf á því að koma sér niður á sam- eiginlegan grundvöll. Að vera band gefur tækifæri á ótrúlega skemmti- legum flötum, semja viðauka, búa til útúrsnúninga og flækjur. Reyna að fá nýja sýn á einhvern hlut, og til þess að það sé hægt þarf að hafa tíma til að skoða hann svolítið. Máta hitt og þetta. Siggi: Og líka að spila sömu hlutina dóttir, Vilhjálmur Goði og Iiekla Hallgrímsdóttir. Síðan kom söngvarinn Herbert Guð- mundsson í féiagi við Þóri Ulfarsson sem lék á pianó. Her- bert tók gítarinn fram og söng nógu oft svo þeir geti þróast og breyst í meðförum manns. Hvað ætli Miles Davis hafí spilað „So What“ oft? I fleiri ár á öllum sínum tónleikunum, enda breyttist það gíf- urlega mikið. Gunni: Það var miklu meiri lifandi tónlist þá en er í dag, og atvinnu- tækifærin eru alls ekki þau sömu. Það er kannski tíu ára ferill á bak við hvert lag þegar það loksins er gefið út á plötu. Siggi: Já, skemmtanaumhverfíð hefur breyst mikið með fullt af sjón- varpsstöðvum og útvarpsstöðvum. Fyrri kynslóðir íslenskra djassleik- ara spiluðu margir hverjir sex kvöld í viku. Kannski ekki alltaf djass en taktfasta tónlist eins og danstónlist. Við viljum fá þessa sömu rútínu, og erum í símaskránni. Gunni: Já, það er ekkert samkomu- hús svo lítið, það er ekkert frystihús of illa þefjandi að Svartfugl geti ekki leikið þar um stundar sakir. nokkur lög að hætti trúbadúra. „Herbert fékk mjög góðar við- tökur og leiddi þarna spuna í tónlistinni," segir Stefán. Svo var vitaskuld spuni á dansgólfínu. Fríar veitingar voru frá 9-12 og eftir miðnættið voru allar veitingar seldar á hálfvirði, en að sögn Stefáns mun sá háttur verða á út alla vikuna. Stutt Of mikið kynlíf KÖNNUN sem gerð var í Banda- ríkjunum um kynlíf í sjónvarpi leiddi í ljós að sjaldan er þar reynt að upplýsa unglinga um mikilvægi öraggs kynlífs. Rúmlega helming- ur allra sjónvarpsþátta inniheldur kynlífstengt efni en aðeins í 9% til- vika töluðu persónur þáttanna um þá áhættu og ábyrgð sem fylgir því að stunda kynlíf. Lagt hefur verið til að framleið- endur sjónvarpsþátta láti persón- ur sínar ræða um getnaðarvamir, ótímabærar þunganir og kynsjúk- dóma því bandarísk ungmenni segjast flest fá kynlífsfræðslu sína í gegnum sjónvarp. Þess ber að geta að kossar, daður og kynlífstal var allt skilgreint sem kynlíf í könnuninni. Ekkert pláss fyrir Reagan ÞAÐ verður í mesta lagi flug- völlur eða opinber bygging nefnd eftir Ronald Reagan fyrrv. forseta Bandaríkjanna því ljóst þykir að andlit hans muni ekki prýða Rushmore-íjall þar sem andlit ljögurra forseta voru höggvin í bergið. „Þetta er ekkert persónulegt, það er einfaldlega ekki pláss fyrir annan forseta á fjallinu“, sagði David Barna, talsmaður þjóðgarðsins í Suður-Dakóta. I fangelsi fyrir að blóta? UNGUR Bandaríkjamaður hefur komist að því að það borgar sig ekki að blóta. Manninum, sem hrópaði blótsyrði eftir að hafa hvolft kanó sínum í á nokkurri, var gert að koma fyrir rétt því sam- kvæmt lögum frá 1897 er bannað að blóta í viðurvist barna. Að sögn lögreglunnar var kona ásamt ung- um börnum sínum nálæg þegar at- burðurinn átti sér stað. Hinn ákærði, sem gæti átt yfir höfði sér 90 daga fangelsi og 7 þúsund ki'óna sekt, segist ekki hafa vitað af börnunum. Nú er hins vegar deilt um hvort blótbannið eða mál- frelsið sem allir Bandaríkjamenn njóta samkv. stjórnarskránni gildi í þessu máli. Ertu netfíkill? VILTU komast að því hvort þú ert netfíkill? Tímaritið Newsweek útbjó próf sem mað- ur getur tekið til að komast að því. Hægt er að nálgast það á Netinu. „Lætur þú persónulegt hrein- læti, svo sem sturtu og rakstur bíða til að geta eytt meiri tíma á Netinu?“ er ein þeirra spurn- inga sem maður getur átt von á að svara. „Finnur þú fyrir sælu- tilfinningu þegar þú hefur sest fyrir framan tölvuna?" er dæmi um aðra spurningu. Sálfræðingurinn Maressa Hecht Orzack rekur stofu sem sérhæfir sig í ineðferð netfíkla. Hún telur að hvort sem netfíkn sé raunveruleg eða sprottin af annarri fíkn, t.d. spilafíkn, sé ljóst að vandamálið sé til. Prófíð er hægt að nálgast á heiinasíðu Newsweek: http://www.newsweek.com. Spuni í leik, tónum og á dansgólfinu sérvej. °SJót>alíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.