Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 64

Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 64
64 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Djass í Djúpinu á ný Nýr hljómur á gömlum stað Svartfugl er nýtt djasstríó með óvenjulega hljóðfæraskipan. Nýtt í heiminum, segir tríóið, sem Hildur Loftsdóttir hitti í kjallaranum hlýlega. Morgunblaðið/Kristinn SVARTFUGLAR eru Sigrirður Flosason saxófónleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaspilari og Björn Thoroddsen gítaristi. JASSTRÍÓIÐ Svartfugl verður með tónleika í kvöld kl. 21 í Djúpinu, þar sem lög Cole Porters verða uppistaða dag- ski’árinnar. En af hverju er verið að púkka upp á Djúpið, þar sem ekki hefur verið spilaður djass í langan tíma? Aftur í tímann Siggi: Hvað hljóðið varðar fínnst mér þetta einn besti staður í Reykjavík til að halda tónleika á, það hlýtur að vera viðurinn í loftinu og á gólfinu. Svo tengist hann líka sameiginlegri fortíð okkar. Gunni: Já, það má segja að okkur hafí öllum verið ungað út hér sem djassleikurum. Okkur Bjössa með Guðmundi Ingólfs og Sigga með Nýja Kompaníinu. Þetta var aðal- djassstaðurinn í kringum endur- reisn djassins. Siggi: Já, upp úr 1978 til 1983 spil- uðum við mjög mikið hér, alla fímmtudaga og stundum á sunnu- dögum. Síðan hafa verið stöku tón- leikar hér, og alltaf skapast þessi þrönga og hlýlega stemmning. Það þarf svo fáa áheyrendur til þess að manni finnist þeir mjög margir. - Þannig að þið eruð að hlaupa á eftir fortíðarþránni í ykkur? Gunni: Það vakna alla vega hlýjar minningar þegar maður stendur hér á gólfínu og spilar. Það er eins og manni sé kippt aftur í tímann. Höfða til karlmennskunnar Svartfugl hefur unnið mikið í að útsetja þessa djassstandarda sem eru að miklu leyti lög úr kvikmynd- um og söngleikjum frá fyrri áratug- um aldarinnar. Cole Porter er með- al nokkurra mikilmetnustu höfund- anna úr þeim geira ásamt Gersh- ►Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var haldið upp á tveggja ára afmæli Nellýs Café og að sögn Stefáns Stefánssonar framkvæmda- stjóra staðarins var mikið um dýrðir og góð stemmning. „Við hófum teitið á einkapartýi milli kl. 9 og 10 þar sem vinir og velunnarar Nellýs mættu og héldu upp á tímamót- in. Síðan var húsið opnað og win, Kern og Rodgers, og hafa djassleikarar verið að glímavið lög- in hans áratugum saman. Ólíkasta tónlistarfólk hefur farið lögin hönd- um og beygt að sínum stíl. - Eru lögin hans Porters ekki eiginlega stelputónlist? Bjössi: Nei, það fínnst mér ekki. Hann höfðar eitthvað til karl- mennskunnar í okkur, ég er alveg viss um það. Gunni: Það er eiginlega skrítið við hann að hann hefur lítið verið uppi á borðum sem lagahöfundur, miðað við hvað þetta er mikill fjársjóður. Bjössi: Þetta er frábær tónlist sem hann hefur samið. Þetta eru flott lög og ekkert sérstaklega kvenleg. Og það er alls ekki kvenlegt sem við ætlum að draga fram í þeim í kvöld. Þróunarverkefni - Hvað er ferskt eða sérstakt við þetta tríó? Bjössi: Svartfuglshljómurinn er nýr í íslenskri flóru, eins og hljóðfæra- skipanin segir til um; klassískur gít- ar, kontrabassi og saxófónn. Það er eiginlega nýtt í heiminum, og grunnhugmyndin að bandinu var að hljóma öðruvísi. Það örlar á þessum sérstaka tón hjá okkur og hann á örugglega eftir að verða meiri síðar. Þetta er hálfgert þróunarverkefni sem við erum að vinna að. Siggi: Við ætlum líka að vera hljóm- sveit. ísland er lítið land og eitt af vandamálunum við að vera djass- leikari hér er smæð markaðarins. Maður kemur saman mjög metnað- arfullri dagskrá, fær að spila hana einu sinni til tvisvar, er heppinn ef Akureyri vill mann, síðan ekki sög- una meir. Þess vegna einkennist svo margt sem við gerum af stökum verkefnum. Erlendir vinir mínir komu yfír 300 manns í afmælis- veisluna." Spunaleikhópur spann fyrir gestina af mikilli kúnst en í hópnum voru þau Linda Ás- geirsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- sem hafa komið til landsins hafa minnst á hversu mikið sé af góðum djassleikurum hér, en engar starf- andi djasshljómsveitir. Við erum að reyna að framkvæma ákveðna hug- mynd með því að vera með trommu- laust tríó og ætlum að fást við fleiri tegundir tónlistar. Við erum að koma okkur í gang og langar að vinna mikið saman, og skapa sér- stakan Svartfuglshljóm. Gunni: Já, þróa okkar hljóm. Þegar maður er í bandi gerast allt aðrir hlutir. Það er meira hægt að hugsa um útsetningar í stað þess að byrja alltaf á því að koma sér niður á sam- eiginlegan grundvöll. Að vera band gefur tækifæri á ótrúlega skemmti- legum flötum, semja viðauka, búa til útúrsnúninga og flækjur. Reyna að fá nýja sýn á einhvern hlut, og til þess að það sé hægt þarf að hafa tíma til að skoða hann svolítið. Máta hitt og þetta. Siggi: Og líka að spila sömu hlutina dóttir, Vilhjálmur Goði og Iiekla Hallgrímsdóttir. Síðan kom söngvarinn Herbert Guð- mundsson í féiagi við Þóri Ulfarsson sem lék á pianó. Her- bert tók gítarinn fram og söng nógu oft svo þeir geti þróast og breyst í meðförum manns. Hvað ætli Miles Davis hafí spilað „So What“ oft? I fleiri ár á öllum sínum tónleikunum, enda breyttist það gíf- urlega mikið. Gunni: Það var miklu meiri lifandi tónlist þá en er í dag, og atvinnu- tækifærin eru alls ekki þau sömu. Það er kannski tíu ára ferill á bak við hvert lag þegar það loksins er gefið út á plötu. Siggi: Já, skemmtanaumhverfíð hefur breyst mikið með fullt af sjón- varpsstöðvum og útvarpsstöðvum. Fyrri kynslóðir íslenskra djassleik- ara spiluðu margir hverjir sex kvöld í viku. Kannski ekki alltaf djass en taktfasta tónlist eins og danstónlist. Við viljum fá þessa sömu rútínu, og erum í símaskránni. Gunni: Já, það er ekkert samkomu- hús svo lítið, það er ekkert frystihús of illa þefjandi að Svartfugl geti ekki leikið þar um stundar sakir. nokkur lög að hætti trúbadúra. „Herbert fékk mjög góðar við- tökur og leiddi þarna spuna í tónlistinni," segir Stefán. Svo var vitaskuld spuni á dansgólfínu. Fríar veitingar voru frá 9-12 og eftir miðnættið voru allar veitingar seldar á hálfvirði, en að sögn Stefáns mun sá háttur verða á út alla vikuna. Stutt Of mikið kynlíf KÖNNUN sem gerð var í Banda- ríkjunum um kynlíf í sjónvarpi leiddi í ljós að sjaldan er þar reynt að upplýsa unglinga um mikilvægi öraggs kynlífs. Rúmlega helming- ur allra sjónvarpsþátta inniheldur kynlífstengt efni en aðeins í 9% til- vika töluðu persónur þáttanna um þá áhættu og ábyrgð sem fylgir því að stunda kynlíf. Lagt hefur verið til að framleið- endur sjónvarpsþátta láti persón- ur sínar ræða um getnaðarvamir, ótímabærar þunganir og kynsjúk- dóma því bandarísk ungmenni segjast flest fá kynlífsfræðslu sína í gegnum sjónvarp. Þess ber að geta að kossar, daður og kynlífstal var allt skilgreint sem kynlíf í könnuninni. Ekkert pláss fyrir Reagan ÞAÐ verður í mesta lagi flug- völlur eða opinber bygging nefnd eftir Ronald Reagan fyrrv. forseta Bandaríkjanna því ljóst þykir að andlit hans muni ekki prýða Rushmore-íjall þar sem andlit ljögurra forseta voru höggvin í bergið. „Þetta er ekkert persónulegt, það er einfaldlega ekki pláss fyrir annan forseta á fjallinu“, sagði David Barna, talsmaður þjóðgarðsins í Suður-Dakóta. I fangelsi fyrir að blóta? UNGUR Bandaríkjamaður hefur komist að því að það borgar sig ekki að blóta. Manninum, sem hrópaði blótsyrði eftir að hafa hvolft kanó sínum í á nokkurri, var gert að koma fyrir rétt því sam- kvæmt lögum frá 1897 er bannað að blóta í viðurvist barna. Að sögn lögreglunnar var kona ásamt ung- um börnum sínum nálæg þegar at- burðurinn átti sér stað. Hinn ákærði, sem gæti átt yfir höfði sér 90 daga fangelsi og 7 þúsund ki'óna sekt, segist ekki hafa vitað af börnunum. Nú er hins vegar deilt um hvort blótbannið eða mál- frelsið sem allir Bandaríkjamenn njóta samkv. stjórnarskránni gildi í þessu máli. Ertu netfíkill? VILTU komast að því hvort þú ert netfíkill? Tímaritið Newsweek útbjó próf sem mað- ur getur tekið til að komast að því. Hægt er að nálgast það á Netinu. „Lætur þú persónulegt hrein- læti, svo sem sturtu og rakstur bíða til að geta eytt meiri tíma á Netinu?“ er ein þeirra spurn- inga sem maður getur átt von á að svara. „Finnur þú fyrir sælu- tilfinningu þegar þú hefur sest fyrir framan tölvuna?" er dæmi um aðra spurningu. Sálfræðingurinn Maressa Hecht Orzack rekur stofu sem sérhæfir sig í ineðferð netfíkla. Hún telur að hvort sem netfíkn sé raunveruleg eða sprottin af annarri fíkn, t.d. spilafíkn, sé ljóst að vandamálið sé til. Prófíð er hægt að nálgast á heiinasíðu Newsweek: http://www.newsweek.com. Spuni í leik, tónum og á dansgólfinu sérvej. °SJót>alíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.