Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 12

Morgunblaðið - 11.02.1999, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samfylkingin á Norðurlandi eystra Alþýðuflokki spáð sterkri útkomu í prófkjörinu Sex frambjóðendur keppa um efstu sætin hjá Samfylkingunni á Norðurlandi eystra. Mestar líkur eru taldar á að alþýðuflokks- maður verði í fyrsta sæti enda er Alþýðu- bandalagið í kjördæminu klofíð eftir að þingmaður flokksins sagði sig úr honum. Egill Olafsson fjallar um prófkjörið sem fram fer á laugardag. Morgunblaðið/Kristján GEIRLAUG Sigurjónsdóttir hefur séð um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu fyrir Samfylkinguna á Norður- landi eystra í Lárusarhúsi á Akureyri. 50 manns höfðu kosið þar síðdegis í gær. FLEST bendir til að alþýðu- flokksmaður verði í efsta sæti í prófkjöri Samfylk- ingar á Norðurlandi eystra. Baráttan um fyrsta sætið á Norðurlandi eystra stendm- ekki síst á milli Svanfríðar Jónasdóttur alþingismanns og Sigbjöms Gunn- arssonar, fyrrverandi alþingis- manns. Alþýðubandalagið hefur haft meira fylgi en Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra í öllum kosning- um síðan 1978. í síðustu alþingis- kosningum var fylgi Alþýðubanda- lagsins mest á Norðurlandi eystra. Alþýðubandalagið vann auk þess glæsilega sigra á Norðausturlandi í sveitarstjórnarkosningunum í vor og er með meirihluta í sveitarstjórn Þórshafnar og Raufarhafnar og sameiginlegt framboð A-flokkanna náði meirihluta í bæjarstjóm Húsa- víkur. í síðustu kosningum fékk Al- þýðubandalagið 16,8% fylgi, Al- þýðuflokkurinn 7,4% og Þjóðvaki 8,7%. Alþvðubandalaeið er laskað I vor sagði Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður sig úr Alþýðu- bandalaginu og er nú orðinn for- maður í nýjum stjómmálaflokki, Vinstrihreyfíngunni. Alþýðubanda- lagið á Norðurlandi eystra gengur því laskað til þessa prófkjörs. Að- eins tveir alþýðubandalagsmenn bjóða sig fram í prófkjörinu, Örlyg- ur Hnefill Jónsson, héraðsdómslög- maður á Húsavík, og Kristín Sigur- sveinsdóttir, iðjuþjálfi á Akureyri. Kristínu var raunar bætt á listann eftir að framboðsfrestur rann út. Alþýðubandalagsmenn á Akur- eyri telja að Steingrímur eigi ekki jafnmikið fylgi á Akureyri og hann á á Norðausturlandi. Þeir telja því ofmælt að segja að Alþýðubanda- lagið í kjördæminu sé lamað. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra hefur aldrei efnt til próf- kjörs, en það hefur Alþýðuflokkur- inn hins vegar iðulega gert. Hann hélt ekki prófkjör fyrir síðustu kosningar, en fyrir kosningarnar 1991 efndi flokkurinn til prófkjörs, sem þótti merkilegt fyrir þá sök að fleiri tóku þátt í því en kusu flokk- inn síðan í sjálfum alþingiskosning- unum. Prófkjörsreglurnar gera ráð fyrir að sá flokkur sem tapar baráttunni um fyrsta sætið fái annað sætið og flokkurinn sem nær fyrsta sætinu fái þriðja sætið. Fari svo sem marg- ir telja að Svanfríður og Sigbjöm verði í fyrsta og öðra sæti fellur það þeirra sem tapar slagnum í þriðja sætið, en Örlygur eða Kristín verða í öðru sæti. Engin kvennalistakona tekur þátt í prófkjörinu, en þær standa engu að síður að Samfylk- ingunni í kjördæminu. Svanfríður Jónasdóttir hefur lengi tekið þátt í stjórnmálum. Hún var varaformaður Alþýðubanda- lagsins 1987-1989, var aðstoðar- maður fjármálaráðherra í þrjú ár og varaþingmaður um tíma fyrir Al- þýðubandalagið. Fyrir síðustu kosn- ingar gekk hún úr Alþýðubandalag- inu og bauð sig fram fyrir Þjóðvaka og náði kjöri til Alþingis. Á kjör- tímabilinu gekk hún í Alþýðuflokk- inn og býður sig því fram undir merkjum hans. Hún hefur eins og aðrir þingmenn Þjóðvaka verið nokkuð áberandi þingmaður. All- góðar líkur ættu því að vera á að henni takist að ná fyrsta sætinu. Svanfríður ætti auk þess að geta vænst stuðnings frá alþýðubanda- lagsmönnum umfram ýmsa aðra frambjóðendur Alþýðuflokksins, sem ekki hafa starfað í þeim flokki. Þó verður að hafa í huga að ekki hafa allir alþýðubandalagsmenn fyrirgefíð henni að hafa yfirgefíð flokkinn fyrir síðustu kosningar. Sigbjörn Gunnarsson hefur starf- að lengi innan Alþýðuflokksins og var þingmaður flokksins 1991-1995. Framboð Þjóðvaka með Svanfríði í forystunni átti hvað stærstan þátt í að hann náði ekki kjöri í síðustu kosningum. Síðustu ár hefur hann verið sveitarstjóri ■ Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit. Sigbjörn hefur lengst af búið og starfað á Akureyri og ætti því að geta vænst góðs stuðnings þaðan auk þess sem búseta hans í Mývatnssveit ætti einnig að auka líkur á að hann fái góðan stuðning úr austanverðu kjördæminu. Sigbjöm hefur á bak við sig öfluga sveit stuðningsmanna eins og kom vel í ljós í prófkjöri Al- þýðuflokksins fyrir kosningarnar 1991. Itök hans innan íþróttahreyf- ingarinnar á Akureyri hafa t.d. reynst honum drjúg. Finnur Birgisson, arkitekt á Akureyri, stefnir einnig á toppinn. Hann hefur verið formaður Alþýðu- Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra Mikil óvissa um hver nær 1. sætinu Mikil spenna ríkir um hver verður í fyrsta sæti Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra, en það ræðst í prófkjöri um helg- ina. Þrátt fyrir að Alþýðubandalagið hafi alla tíð verið mun sterkara í kjördæminu en Alþýðuflokkurinn er ekki talið sjálfgefíð að alþýðubandalagsmaður verði í fyrsta sæti. Egill Qlafsson fjallar um prófkjörið. Alþýðubandalagið hefur alla tíð verið sterkasta aflið á vinstri kanti stjórnmálanna á Norðurlandi vestra. I síðustu kosn- ingum fékk flokkurinn meira en helmingi fleiri atkvæði en Aiþýðu- flokkurinn, Þjóðvaki og Kvenna- listinn til samans. Alþýðubandalag- ið hefur átt þingmann í nokkuð ör- uggu þingsæti í kjördæminu und- anfarna áratugi, en efsti maður á lista Alþýðuflokksins hefur ýmist verið úti eða inni á þingi. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki átt þing- mann í kjördæminu síðustu tvö kjörtímabil. Þrátt fyrir þessa sterku stöðu Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra er það ekki tryggt að al- þýðubandalagsmaður verði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingar í kjördæminu. Skýringin á því er m.a. sú að þrír alþýðubandalags- menn stefna á fyrsta sætið, en ein- ungis einn alþýðuflokksmaður stefnir á það sæti. Það má því bú- ast við að atkvæði alþýðubanda- lagsmanna dreifíst nokkuð á milli frambjóðenda á meðan alþýðu- flokksmenn standi betur saman um sinn frambjóðanda. Fjórir stefna á fyrsta sætið Prófkjörið er algjörlega opið og girðingalaust. Flokkamir hafa því enga tryggingu fyrir því að þeirra flokksmenn verði í efstu sætunum. Ragnar Amalds alþingismaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og því býður enginn sitjandi þing- maður sig fram í prófkjörinu. Það ríkir því mikil spenna meðal sam- fylkingarmanna í kjördæminu. Fjórir frambjóðendur stefna á fyrsta sætið, en það em Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari á Sauðárkróki, Jón Bjamason, skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, Kristján Möller, versl- unarmaður á Siglufirði og Signý Jóhannesdóttir, formaður verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Ánna Kristín, Jón og Signý era al- þýðubandalagsmenn, en Kristján er alþýðuflokksmaður. Anna Kristín hefur lengi tekið virkan þátt í stjómmálum. Hún sat í 12 ár í bæjarstjóm Sauðárkróks og í 16 ár í nefndum á vegum bæjarfé- lagsins. Hún hefui- verið á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í femum síðustu alþingiskosningum og hefur nokkram sinnum tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður. Sigurlíkur Önnu Kristínar ættu því að teljast allgóðar, en hún fær hins vegar harða keppni bæði frá félög- um sínum í Alþýðubandalaginu og frá Kristjáni, sem hún sjálf segist líta á sem sinn skæðasta keppinaut. Jón Bjarnason hefur unnið ötul- lega að framboði sínu. Hann hefur verið skólastjóri á Hólum í Hjalta- dal síðan 1981, en var áður bóndi að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Reiknað er með að hann fái m.a. öflugan stuðning úr dreifbýlinu, en hann höfðar einnig til kjósenda í þéttbýlinu. Sjálfur segir hann að búseta manna skipti ekki höfuð- máli heldur sé verið að velja öflug- an málsvara fyrir kjördæmið allt. Viðmælendur blaðsins töldu erfítt að ráða í styrkleika Jóns. Hann kynni að koma á óvart. Standa kratar saman í prófkjörinu? Kristján Möller hefur lengi verið í forystusveit Alþýðuflokksins í kjördæminu. Hann sat í bæjar- stjórn Siglufjarðar í 12 ár og var 9 ár forseti bæjarstjómar. Fullyrt er að Siglfirðingar ætli að standa saman um að styðja hann í fyrsta sætið, en kratar hafa verið þar nokkuð sterkir. Sameiginlegan lista félagshyggjuflokkanna á Siglufirði vantaði aðeins 16 at- kvæði til að ná hreinum meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Framboð Signýjar gæti hins vegar dregið úr sigurlíkum Krist- jáns, en hún er líka Siglfirðingur. Þótt Kristján sé eini kratinn sem stefnir á fyrsta sætið má ekki gleyma því að framboð Þjóðvaka í síðustu kosningum hjó mikið í fylgi Alþýðuflokksins og því telja sumir óvíst hvað kratarnir standa vel saman í prófkjörinu. Sjálfur vonast Kristján eftir að fá góðan stuðning frá alþýðubandalagsmönnum. Signý Jóhannesdóttir er formað- ur verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og hefur verið öflugur málsvari verkafólks í kjördæminu. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið, verka- lýðsfélagið og Álþýðubandalagið. Signý bauð sig fram til embættis varaformanns Verkamannasam- bandsins á síðasta þingi þess en tapaði fyrir fulltrúa Dagsbrúnar. Hún á sæti í sambandsstjóm VMSÍ. Til þess að eiga möguleika á fyrsta sætinu þarf Signý að fá góð- an stuðning frá Siglfirðingum. Framboð Kristjáns veldur henni því erfíðleikum. Hún gæti vegið það upp ef hún fær öflugan stuðn- ing frá verkafólki í kjördæminu. Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem einnig er frá Siglufirði, stefnir á annað sætið. Hann sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í eitt kjörtíma- bil, en hefur undanfarin ár starfað í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.