Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Clinton sýknaður REPUBLIKANAR héldu upp á Valentínusardaginn með pomp og prakt. Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áfellisdóm Héraðsdóms Reykjavík- ur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gagnvart tólf ára stúlku á ættarmóti á Reykhól- um. A ættarmótinu sem fram fór í Reykhólaskóla sumarið 1997 voru um fimmtíu manns. Þegar skemmtunin stóð sem hæst fór maðurinn inn í herbergi þar sem stúlkan lá sofandi. Sagðist hún hafa vaknað við að allsnakinn maður var inni í herberginu hjá henni og að maðurinn strauk getn- aðarlim sínum við læri hennar og þegar hún varð þess áskynja að hún var ekki í nærbuxunum og náttkjóllinn var upp um hana hafi hún reynt að bera náttkjólinn fyr- ir kynfæri sín. Hafi maðurinn rifið hann frá og strokið eða þuklað ytri kynfæri hennar. Eftir lítils háttar stimpingar hljóp telpan síð- an niður í matsal og sótti móður sína. Móðir telpunnar bar að er hún kom í herbergið hafi ákærði verið þar fyrir, ber að ofan og skólaus að hysja upp um sig buxurnar. Hálf- systir telpunnar, sem kom skömmu síðar inn í herbergið, sá ákærða sitja þar á rúmi, berfættan og ber- an að ofan. Akærði neitaði sök og kvaðst ekkert hafa gert á hlut telpunnar heldur ráfað ofurölvi inn í herbergið og verið þar fullklædd- ur er móðurina bar að. Var að Iýsa raunverulegum atburði í héraðsdómi segir: „Eftir að hafa hlýtt á framburð telpunnar velkist dómurinn ekki í vafa um að hún var að lýsa raunverulegum at- burði kynræns eðlis. Hefur fram- burður hennar verið skýr og grein- argóður í öllum meginatriðum við rannsókn og meðferð málsins og hafi eitthvað út af brugðið er þar um smáatriði að ræða. Það er álit dómsins að framangreindur fram- burður kæranda og þessara tveggja vitna sé trúverðugur og að ákærði hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á ferðum sínum og veru í herberginu." Taldist þessi hátt- semi varða við 2. ml. 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Málið fluttu Bogi Nilsson ríkis- saksóknari af hálfu ákæruvaldsins en skipaður verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Nicotinell' Tvær leiðirtil að Kætta! I Nicotinell býður upp á tvær árangursríkar leiðir til að losna við reykingarávanann. Nicotinell nikótínplásturinn. Einn plástur á dag heldur nikótínþörfinni niðri allan sólarhringinn. Nicotinell plásturinn fæst með þremur styrkleikum. Nicotinell nlkótíntyggjóið hefur sömu eiginleika og venjulegt tyggjó og fæst bæði með piparmyntu- og ávaxtabragði. Nicotinell tyggjóið ^ fæst með tveimur styrkleikum. Komdu í næsta apótek og fáðu bæklinga um það hvernig Nicotinell plásturinn og Nicotinell tyggjóið hjálpa þér í baráttunni við tóbakið. Thorarensen Lyf V»ioigitð<r 1H ■ 104 R«)rki«*(k ■ S(mi 568 6044 A NicobnoB lyggigúmmi or lyf sem er notaö som hiálparefni til þoss aö hætta reykingum. Aöeins má nota lytið ef roykingum er hætt Það mniholdur rukótín sem losnar úr því þegar luggiö er. trásogast í munninum og dregur úr fróhvarfsoinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal oitt stykki í oinu, haogt og rólega. til aö vmna gogn reykingaþöd. Skammtur or oiristaklingsbundinn ©n okki má tyggja fletri en 25 stk. á dag. Ekki er ráölagt aö nota lyfiö lengur en i 1 ár. Nicotínell plóstur inmholdur nikótin og er ætlaöur som hjálpartyf til að hætta reykingum. Notist emungis af fullorönum. Plásturinn skat lima á háriausa og hoila húö. Skömmtun Fyrir þá som reykja 20 sigarcrttur á dag eöa moira; 1 plástur moö 21 mg á í i 3-4 víkur, því næst 1 pláslur meö 14 mg á söiartiring. dagloga í aðrar 3-4 vikur og aö síöustu ptástur moö 7 mg á í i 3-4 vikur, Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur á dag: 1 plástur með 14 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vik moðplástriffn sem innihalda 7 mg á sólarhring, daglega (3-4 vikur. Moðferö skal okki standa Itmgur cn (3 skal sotja ptásturinn á sama staö dag eftir dag. hetdur finna annan stað á Wkamanum. Kynniö ykkur vel toiöbeimngar 6« . _ skal lyfln þar sem börn ná ekki tíl. Lesa skal vandlega leíðbolníngar á íylgiseðlum sem fyfgís Stjörnuspá á Netinu Breiðfirðingafélagið 60 ára Hafa gefið út tímarit í 56 ár TILEFNI 60 ára af- mælis Breiðfirð- ingafélagsins á sl. ári var mikið um hátíða- höld og þá sérstaklega á haustmánuðum. Akveðið var að gefa út sérstakt aukarit tímaritsins Breið- firðings sem komið hefur út allar götur frá árinu 1942. Sveinn Sigurjóns- son, formaður Breiðfirð- ingafélagsins, segir að í aukaritinu sé efnisskrá allra útkominna blaða og skiptist í aðalskrá, atriða- orðaskrá og höfundatal. „Tímaritið Breiðfirðing- ur hefur komið út á hverju ári frá árinu 1942 og er þetta 56. árgangur sem nú er kominn út og einmitt í dreifingu þessa dagana.“ - Um hvað hefur aðal- lega verið skrifað í tímaritið Breiðfirðing? „Breiðfirðingur er stórkost- legt tímarit og þar er auðvitað að finna margar fróðlegar og fræð- andi greinar um byggðir Breiða- fjarðar. Það hafa margir verið teknir tali um árin þar sem þeir segja frá atburðum og sögum sem tengjast þessum landshluta. Þá hafa verið birt ljóð og annar skáldskapur eftir Breiðfirðinga og látinna minnst. Það verður að segja eins og er að margt er þarna skráð sem annars hefði farið forgörðum.“ Sveinn segir að margir safni tímaritinu og eigi alla árgangana. Hægt er að kaupa einstök hefti eða safnið í heild sinni hjá félaginu. Ritstjór- ar Breiðfirðings eru þeir Arni Bjömsson þjóðháttafræðingur og Einar G. Pétursson cand.mag. Dreifingu annast Bergsveinn B. Gíslason ásamt mörgum áhugasömum félögum. -Hverjir stofnuðu Breiðfírð- ingafélagið? „Það voru Breiðfirðingar á höfuðborgarsvæðinu sem stofn- uðu þennan félagsskap 17. nóv- ember árið 1938. Á þessum árum fluttu margir suður til Reykja- víkur frá svæðum í kringum Breiðafjörð og sýndu því fljótt áhuga að halda hópinn hér syðra. Þarna voru karlar og kon- ur sem létu hlutina ganga fljótt og vel og náði félagafjöldinn fljótlega á níunda hundrað. Til- gangur félagsins var að efla og viðhalda kynningu milli Breið- firðinga sem búsettir voru heima í héraði og þeirra sem að heiman voru fluttir. Félagið studdi ýmis mál sem að dómi félagsmanna voru til menningarhagsbóta íyrir Breiðafjörð. Að ýmsu var mynd- arlega staðið í þeim efnum. „ - í hverju fólst starfsemi fé- lagsins á árum áður? ___________ „Þetta var áræðið og stórhuga fólk sem festi fljótlega kaup á félagsheimili sem fékk nafnið Breiðfirðinga- búð og var við Skóla- “““““ vörðustíg. Margir muna eflaust eftir þeim stað því þar voru haldnir fjörugir dansleikir um árabil. Ýmsar deildir voru stofnaðar innan félagsins, svo sem Breið- firðingakórinn sem starfaði fram á sjötta áratuginn. Þá var starf- rækt Bridgefélag Breiðfirðinga frá árinu 1950 og starfar enn sem sjálfstæð deild. Tafldeild er innan félagsins. Handavinnu- deild var stofnuð og hún er enn við lýði en nú undir nafninu Fé- lag breiðfirskra kvenna og starfar nú sjálfstætt. Minningar- sjóður var stofnaður og eru Sveinn Sigurjónsson ► Sveinn Sigurjónsson er fædd- ur á Sveinsstöðum í Dalasýslu sem nú heitir Kvennahóll í Dalabyggð árið 1944. Hann rak ásamt öðrum vinnu- vélastarfsemi í Dölunum frá 1961-1966. Sveinn lærði hús- gagnasmfði og vann við hana til ársins 1973. Sveinn var innheimtufulltrúi hjá Hafnarflarðarbæ frá 1973- 1985 og var sölumaður fast- eigna til ársins 1997. Hann starfar nú við trésmíði og garð- yrkjustörf hjá Skrúðgarðaþjón- ustunni. Eiginkona Sveins er Kristín H. Kristbjörnsdóttir og eiga þau þijú böm. Ymsar deildir innan Breið- firðinga- félagsins minningarkort til sölu. „Þá stóð Breiðfirðingafélagið fyrir kvöld- vökum í Ríkisútvarpinu hér á ár- um áður og fyrir um 35 árum hófu félagar að planta trjám í Heiðmörk." - Hvað eru margir í félaginu núna? „Við erum nálægt 400 félagar. Við erum svo heppin að eiga okk- ar Breiðfirðingabúð sem nú er til húsa í Faxafeni 14. Þar höfum við alla okkar félagsstarfsemi. Við höldum dansleiki a.m.k. fimm sinnum á vetri, árshátíð á þorra sem alltaf er beðið eftir með mik- illi óþreyju, aðventudag, jólatrés- skemmtun fyrir börn og sérstak- an kaffidag íyrir aldraða. Þá höf- um við haldið dansnámskeið sem hafa verið vel sótt. Breiðfirðinga- kórinn hóf aftur starfsemi á haustmánuðum árið 1997 og nú syngja saman um 50 Breiðfirð- ingar undir stjórn Kára Gests- sonar söngstjóra." - Hvernig hélduð þið upp á af- mælið öðruvísi en með útgáfu af- mælisritsins? --------- „Við héldum hátíð að Laugum í Sælingsdal og fengum heimamenn í heimsókn. Tekið var vel á móti okkur og var félaginu afhent lóð “““““ undir sumarhús og eru framkvæmdir á athugunarstigi. Við tókum þar í fóstur gróðurreit og plöntuðum 60 birkiplöntum. Auk þessa héldum við kvöldvök- ur í heila viku, frá 15.-23. nóvem- ber síðastliðinn. Við buðum til af- mælisveislu á afmælisdaginn og í vikunni var félagsvist, skák, við höfðum mynda- og kvikmynda- sýningu, kántrídans, leiklist, djass og kórinn söng, það var boðið upp á hagyrðingakvöld og göngutúr um Elliðaárdalinn svo dæmi séu tekin. Þessi afmæl- isvika tókst vel og verður að telj- ast metaðsókn miðað við síðari tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.