Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga kynnt
Almannaréttur til umferð-
ar um landið rýmkaður
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfísráð-
herra hefur kynnt nýtt frumvarp til náttúru-
vemdarlaga, þar sem réttur manna til um-
ferðar um landið, svokallaður almannaréttur,
er m.a. rýmkaður mjög.
Frumvarpið er afrakstur nefndar sem ráð-
herra skipaði árið 1996 og var undir for-
mennsku Guðjóns Olafs Jónssonar, aðstoðar-
manns ráðherra. Um er að ræða heildarlög-
gjöf, sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög
sem að grunni til em frá árinu 1971 en sum
atriði laganna eru frá 1956 en þá voru fyrstu
náttúruvemdarlögin sett. Ráðherra sagði að
sátt hefði verið um frumvarpið innan nefnd-
arinnar og benti í því
skyni á að enginn hefði
skilað séráliti.
f frumvarpinu segir að
tilgangur laganna sé að
stuðla að samskiptum
manns og náttúra, þannig
að ekki spillist líf eða land,
né mengist sjór, vatn eða
andrúmsloft. Gert er ráð
fyrir að framvarpið verði
að lögum íyrir þinglok.
Ráðherra sagði rýmkun
almannaréttarins vera stærsta þáttinn í fram-
varpinu. Samkvæmt honum er mönnum heim-
ilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétt-
hafa, að fara gangandi um óræktað land og
dvelja þar en íor um ræktað land er háð sam-
þykki eiganda þess eða rétthafa. Á ferð sinni
um eignalönd skulu menn þó ávallt sýna land-
eiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillits-
semi. Lagðar eru til skýrar reglur um bann
við akstri utan vega en þess getið að heimilt
sé að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum og
snjó utan þéttbýlis. Brjóti menn þessi lög
geta þeir átt von á sekt eða fangelsi í allt að
tvö ár.
Aukin ábyrgð sveitarfélaga
í frumvarpinu er ábyrgð heimamanna á
framkvæmd laganna aukin, þ.e. stjómsýslan
er færð meira inn í hérað. Hvert sveitarfélag
eða héraðsnefnd á að skipa
náttúravemdarnefnd, sem
á að vera þeim til ráðgjafar
um náttúruvemdarmál.
Sveitarstjórnir greiða
kostnaðinn sem hlýst af
störfum nefndanna.
í kafla um landslags-
vernd era tilgreindar lands-
lagsgerðir sem njóta skulu
sérstakrar vemdar. Eld-
vörp, gervigígar og eld-
hraun skulu njóta sérstakr-
ar verndar sem og stöðuvötn og tjarnir sem
eru 1.000 fermetrar að stærð eða stærri, mýr-
ar og flóar sem era þrír hektarar að stærð eða
stærri, fossar, hverir og aðrar heitar upp-
sprettur og loks sjávarfitjar og leirar.
Sérstakur kafli um nám jarðefna er í fram-
varpinu. Lagðar era til nýjar og hertar regl-
ur, þar sem meðal annars era ákvæði um
heimildir til efnistöku. Áður en leyfi til efnis-
töku er veitt skal liggja fyrir áætlun fram-
kvæmdaraðila, þar sem m.a. er gerð grein
fyrir magni og gerð efnis, vinnslutíma og frá-
gangi á efnistökusvæði. Náttúravernd ríkisins
er heimilt að krefjast þess að framkvæmdar-
aðili leggi fram tryggingu, sem stofnunin tel-
ur fullnægjandi fyrir áætluðum kostnaði við
eftirlit og frágang efnistökusvæðisins. Þá
mun Náttúravernd ríkisins gera tillögur um
frágang efnistökusvæða sem hætt er að nota
og hafa umsjón með þeim frágangi en því skal
lokið eigi síðar en árið 2003.
Friðlýsing náttúi-umyndana í hafi
Ráðherra sagði lögin hingað til iyrst og
fremst hafa tekið til náttúraverndar á landi
en vitað væri að veiðarfæri og ýmsar athafnir
manna hefðu áhrif á náttúrufyrirbæri á hafs-
botni. Þess vegna er þess sérstaklega getið í
frumvarpinu að ráðherra geti, með samþykki
sjávarútvegsráðheira, friðlýst í landhelgi og
efnahagslögsögu náttúramyndanir í hafi,
þ.m.t. eyjar og sker.
I framvarpinu er einnig mælt fyrir um að
umhverfisráðherra skuli leggja sérstaka nátt-
úravemdaráætlun fyrir Alþingi fimmta hvert
ár, í fyrsta sinn árið 2000. Þessi áætlun á að
vera hluti af náttúruminjaskrá.
7^-..
I A'\ [ - . j-í V - 5 i! j; “ Jb ji i'J íffil Í
ALÞINGI
Morgunblaðið/Golli
ÞÓTT mörg mál hafi verið á dagskrá í gær var fámennt í þingsalnum. Hér ræða þeir málin Tómas Ingi Olrich og Magnús L. Sveinsson.
Um 80 þingmál í gær og í dag
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, til-
kynnti á þingfundi í gær að um áttatíu þing-
mannamál biðu fyrstu eða fyrri umræðu á Al-
þingi. Af þeim voru 33 þingmál á dagskrá Al-
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.80 í
dag. Að Iokinni utandagskrárumræðu um
málefni rækjuvinnslunnar hefst atkvæða-
greiðsla um hið svokallaða kjördæmamál.
Að því búnu er gert ráð fyrir því að hátt á
ljórða tug þingmannamála fari til fyrstu
eða fyrri umræðu.
þingis í gær og verður annar eins fjöldi til um-
ræðu á Alþingi í dag.
Ólafur sagði í gær að sum þessara þingmála
hefðu verið lögð fram snemma á yfirstandandi
þingi en hefðu ekki komist á dagskrá ýmist
vegna aðstæðna framsögumannanna sjálfra
eða vegna tímaskorts í þinghaldinu. „Forseti
[Alþingis] og forsætisnefndin öll raunar hefur
haft af þessu nokkrar áhyggjur," sagði Ólaf-
ur. „Það var tillaga forseta á fundi með for-
mönnum þingflokka í síðustu viku að gera í
þessari viku góða atlögu að þingmannamál-
um, eitthvað í lfkingu við það sem gert var á
síðasta þingi, þ.e. að taka á tveimur dögum
sem mest af fyrirliggjandi þingmálum, annars
vegar stjórnarþingmanna og hins vegar þing-
manna stjórnarandstöðuflokka."
Ólafur sagði að eins og háttaði í þinghald-
inu nú [þ.e. vegna þess að stefnt væri að því
að þingi yrði slitið í mars nk.] væri þessi lausn
besta leiðin, enda færu þingmálin þá til um-
fjöllunar í fastanefndum þingsins og gætu
fengið einhverja afgreiðslu þótt lítill tími væri
til stefnu. „Ljóst er að þetta tekst ekki nema
framsögumenn og aðrir sem taka þátt í um-
ræðunum takmarki mjög ræðutíma sinn, helst
við um það bil fimm mínútur til þess að allir
komist að með mál sín,“ sagði Ólafur.
Alþingi
Jarðgöng
á Austurlandi
ARNBJORG Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, mælti í gær fyrir
tillögu til þingsályktunar um að sam-
gönguráðherra verði falið að undir-
búa nú þegar undirbúning að gerð
jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarljarðar. Miðað verði við að
framkvæmdir heljist árið 2003.
I greinargerð tillögunnar kemur
fram að samkvæmt skýrslu Vega-
gerðarinnar, Jarðgöng á Austurlandi
- nefndarálit 1993, myndi kostnaður
við þessar vegaframkvæmdir nema
2.250 milljónum króna á verðlagi
þessa árs. „Ef dreginn væri frá
kostnaður við vegaframkvæmdir
milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða og
með ströndinni frá Fáskrúðsfirði til
Reyðarfjarðar stæðu einungis eftir
um það bil 1.300 milljónir kr. sem er
nettókostnaður við framkvæmdina,“
segpr í greinargerð. Þingmaðurinn
sagði m.a. í framsögu sinni í gær að
jarðgöngin væru einkar ákjósanleg-
ur kostur í vegaframkvæmdum og að
þau myndu m.a. leiða til mikillar
hagræðingar í samgöngulegu og
byggðarlegu tilliti. Hringleiðin með
fjörðum myndi styttast um um það
bil 35 km og Suðurfirðir Austfjarða
kæmust inn í sama atvinnu- og þjón-
ustusvæði og kjarni byggðarinnar á
Mið-Austurlandi.
Samskiptatækni
bætt á landsbyggðinni
ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, Fram-
sóknarflokki, hvatti Halldór Blöndal
samgönguráðherra til þess, í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í gær, að
skikka Landssíma Islands til að bæta
úr samskiptatækni í dreifbýli. ísólfur
sagði að símalínur væru oft lélegar á
landsbyggðinni; hefðu litla flutnings-
getu og gerðu samskipti á Netinu
erfíðari sem og samskipti með
myndsendi. „Eg hvet samgönguráð-
herra til að skikka Landssímann til
að endurnýja þessar boðleiðir því
þetta er mjög brýnt mál fyrir dreif-
býlið. Landssími Islands er forríkt
fyrii-tæki og það er sjálfsagt mál að
þar verði ákveðnum peningum varið
til að endurnýja þessar samgöngu-
leiðir. Ég treysti samgönguráðherra
til þess að svo megi verða.“
Halldór Blöndal sagði það stefnu
sína og Landssímans að bæta sam-
skiptatæknina í dreifbýli. „Fjárfest-
ing í fjarskiptabúnaði er mjög dýr.
Landssíminn hefur borið fram fyrir-
spurnir um það til Póst- og fjar-
skiptastofnunar meðal annars og
Samskeppnisstofnunar hvernig farið
skuli með fjárfestingu sem Lands-
síminn leggur í samkvæmt sam-
skipta- og póst- og fjarskiptalöguin.
En því miður verður að svara því svo
að sumt sem þar er sagt er ekki upp-
örvandi og hvetur ekki til nýrra fjár-
festinga hjá Landssímanum.“
Aflaheimildir
ekki færðar
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði í fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær að ekki hefði verið
rætt um það í ríkisstjórn að færa
afiaheimildir frá einum hópi fiski-
skipa til annarra hópa.
Ráðherra sagði að Iögmál markað-
arins yrðu að ráða og að ekki stæði til
að fara að handstýra þessum viðskipt-
um. Þeir sem hefðu keypt skip með
litlum aflaheimildum yrðu sjálfír að
bera ábyrgð á þeim fjárfestingum.
Sighvatur Björgvinsson, þingmað-
ur jafnaðarmanna, vakti máls á
þessu umræðuefni og gagnrýndi
Kristin H. Gunnarsson, formann
sjávarútvegsnefndar Alþingis, fyrir
að gefa til kynna í fjölmiðlum að
hægt væri að koma til móts við þá
bátaeigendur sem hefðu lítinn sem
engan kvóta.