Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 13 Islendingar taki þátt í endurhæfingar- áætlun ásamt hinum Norðurlöndunum Börn frá Tsjernobíl hingað í end- urhæfíngu „ Ljósmynd/Áke Ericson FORSTOÐUMAÐUR Norrænu barnahjálparinnar, Bo Wallenberg, í hópi barna á Filippseyjum, sem Islendingar hafa stutt til nýs lífs, fjarri ruslahaugum og misnotkun. kjöri Framsóknarflokksins í kjör- dæminu í seinasta mánuði en um 2.500 manns tóku þátt í því. Kristján efstur á Norðurlandi vestra Kristján Möller varð í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi vestra með 852 atkvæði í 1. sæti. Anna Kristín Gunnarsdóttir varð í öðru sæti með 1.117 atkvæði, þar af 810 atkvæði í fyrsta sætið. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, sem bauð sig fram undir merkjum Al- þýðubandalagsins, varð í þriðja sæti með 1.060 atkvæði í 1.-3. sæti og Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum, sem bauð sig fram undir merkjum Aiþýðubandalagsins, varð í fjórða sæti með 1.306 atkvæði í 1.-4. sæti. Þessi fjögur stefndu öll á fyrsta sætið. Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrv. þingmaður Alþýðuflokks, ienti í 5. sæti en hann fékk 1.274 at- kvæði í 1.-4. sæti. Mikil spenna ríkti fyrir prófkjörið og þrátt fyrir að Alþýðubandalagið hafi alla tíð verið mun sterkara í kjördæminu en Alþýðuflokkurinn var ekki talið sjálfgefið að alþýðu- bandalagsmaður næði fyrsta sæti. Prófkjörið var algjörlega opið og án girðinga þannig að flokkarnir höfðu enga tryggingu fyrir því að þeirra flokksmenn yrðu í efstu sætunum. Er kosningin bindandi í efstu tvö sætin. Mikil þátttaka var í prófkjörinu en alls gi’eiddu 2.478 manns at- kvæði, þar af voru ógild atkvæði 84. Þetta er lítið eitt meiri kosninga- þátttaka en í prófkjöri Framsóknar- flokksins í kjördæminu í seinasta mánuði en þá kusu 2.290 manns. Sérstaka athygli vakti mikil kosn- ingaþátttaka á Siglufirði í prófkjöri Samfylkingarinnar en þar kusu um 800 manns af alls um 1.200 sem eru á kjörskrá. FORSTOÐUMAÐUR Non-ænu barnahjálparinnar, Bo Wallenberg, var hér á landi fyrir helgi í stuttri heimsókn í tvíþættum tilgangi. Annars vegar að hitta íslenska stuðningsaðila, sem taka þátt í að kosta nauðstödd börn á Filippseyj- um til náms og bjarga þeim af göt- unni, undan misnotkun og vændi og hins vegar að kynna fyrir Islend- ingum verkefni sem felst í aðstoð við börn á geislamenguðum svæð- um í Úkraínu eftir Tsjernobílslysið 1986. „Það eru um 100 þúsund börn á þeim svæðum sem við vinnum á, sem þjást vegna mengunarinnar. Fæða þeirra er menguð af geisla- virkum efnum, sem leiðir tii þess að ónæmiskerfið hrynur. Þá er greið leið fyrir ýmsa sjúkdóma að leggj- ast á börnin, en um síðir leiðir mengunin til hvítblæðis," segir Bo. Mest ríður því á að koma börnun- um út úr menguðu umhverfi sínu, þar sem þau geta nærst á hreinu lofti og ómengaðri fæðu og notið ástar og hlýju. Bo segir að Nor- ræna barnahjálpin vinni að því að koma eins mörgum börnum og mögulegt er til óniengaðra svæða annars staðar í Úkraínu, en flest þeirra þurfa að búa á menguðum svæðum vegna fátæktar foreldr- anna sem og stjórnvalda. Bo hefur farið um öll Norður- löndin á undanfórnum ái-um og vakið athygli á ástandinu og flutt þann boðskap að Norðurlandabúar geti hjálpað og er nú kominn til ís- lands í sama tilgangi. Hugmynd Bo er að börn frá Úkraínu komi til Norðurlandanna í eins mánaðar endurhæfingu og til þessa hafa 800 börn fengið slíka endurhæfingu. Segir hann að það taki líkamann einn mánuð að losna við geisla- mengunina ef skipt er um um- hverfí, en taki síðan eitt ár að fara í sama horf fari börnin aftur á heimaslóðirnar. Skólar hentugt húsnæði Sumarið 2000 er ætlunin að flytja til íslands um 30 börn frá menguð- um svæðum, sem Bo segir að líta megi á sem nokkurs konar sendi- herra mengaðra svæða í Úkraínu. Hann mun leita samstarfs hjá kirkjum landsins um að taka ábyrgð á verkefninu og útvega mannskap til að hlynna að börnun- um. Ennfremur mun hann biðja stjórnvöld um að lána húsnæði vegna dvalar barnanna. „Skólar eru lokaðir á sumrin og henta mætavel því í þeim gætu börnin sofið og snætt,“ segir Bo. En hvaða gagn er að því að flytja börn frá menguðum svæðum í mán- aðar endurhæfingu þegar þau þurfa svo að fara aftur á mengaðar heimaslóðirnar, svo ekki sé minnst á þær tugþúsundir barna, sem ekki komast í endurhæfingu á ómenguð- um svæðum? „Þegar sjúk börn hafa verið hér í endurhæfingu mun fólk ekki gleyma þeim og halda hjálparstarf- inu áfram með því að senda þeim ýmis hjálpargögn eins og mat og fatnað til Ukraínu,“ svarar Bo. „Það þýðir ekki að senda þeim pen- inga því ekki er hægt að kaupa neitt fyrir þá. Það er búið að senda 1600 tonn af hjálpargögnum frá Norðurlöndum til Ukraínu og þannig verður endurhæfingin eins og það þegar steini er kastað á lygnan vatnsflöt og hringirnir stækka og stækka,“ segir Bo og lík- ir hringjunum við áframhaldandi hjálparstarf, eins og reyndin hefur verið á Norðurlöndunum. FJOLSKYLDAN E R OKKAR SKYLDA Það getur verið talsvert fyrirtæki að halda utan um eina fjölskyldu. Hver fjölskyldumeðlimur hefur sitt áhugamál, það þarf að sækja þennan og skutla hinum. Svo bætast við ýmsar útréttingar þannig að dagurinn getur verið býsna erilsamur. Bíllinn er því afar mikilvægur hlekkur í heimilishaldin u. Honda Civic er tilvalinn fjölskyldubíll; rúmgóður, sprækur.frábær í akstri og það fer vel um alla. Og farangursrýmið er ekki af skornum skammti. Gerðu fjölskyldunni glaðan dag.Taktu alla með og prófaðu Honda Civic. HONDA - betri bíll Honda á íslandi • Vatnagörðum 24 • Sími 520 I 100 Opið virka daga kl. 9-18 og kl. 12-16 á laugardögum Frá 1.549.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.