Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 FRÉTTIR Tillaga um lista Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum Olafur víki úr þriðja sæti Gísli Einarsson um prófkjörsreglur Samfylkingar á Vesturlandi „Hálfgerður bastarður“ KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum hefur skilað tillögum að lista flokksins fyrir Alþingiskosn- ingarnar í vor og verða þær lagðar fyrir kjördæmisráð flokksins innan skamms. Samkvæmt tillögum nefndarinnar víkur Ólafur Hannibalsson úr 3. sæti listans. Þórii' Örn Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði það hafa komið í ljós að Ólafur hefði ekki fylgi innan kjörnefndar til að skipa það sæti. að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. I stað Ólafs kemur Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna; og fiskimannasambands fslands. í prófkjöri flokksins fyrir seinustu Alþingiskosningar fékfy Guðjón heldur fleiri atkvæði en Ólafur, en þar sem ekki var um bindandi kosningu að ræða ákvað kjör- dæmisráð flokksins að sá síðar- nefndi myndi taka þriðja sætið á framboðslistanum. Skýrsla gerð um bókhald Vestur- Landeyjahrepps Kynnt á opn- um fundi í hreppnum í SKÝRSLU endurskoðanda Vestur-Landeyjahrepps, sem kynnt verður á opnum fundi í hreppnum á morgun, koma fram margvíslegar athuga- semdir við bókhald sveit- arfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í gær. Eggert Haukdal, fyrrver- andi alþingismaður, sagði sig úr hreppsnefnd Vestur-Land- eyjahrepps í desember sl. þegar lögð voru fram drög að þeirri skýrslu sem kynnt verður á morgun. Hann hafði þá verið oddviti hreppsnefnd- arinnar frá árinu 1970. í DV í gær upplýsir Eggert Haukdal að hann hafi lánað manni sem var að hefja bú- skap í Landeyjum peninga. Maðurinn hafí ekki staðið í skilum og segist Eggert hafa greitt til sveitarsjóðs úr eigin vasa 4,5 milljónir króna svo sveitarsjóður hafi ekki tapað einni krónu. Eggert vildi ekki ræða þetta mál þegar Morgun- blaðið talaði við hann í gær. Leiguþota Heimsferða með James Bond og félaga BOEING 737-800 þota Sabre Airways, sem Heimsferðir munu nota í leiguflugi sínu frá íslandi í sumar, er nú í ferðum með leikara og tökulið fyrir næstu James Bond- kvikmynd. Myndin hefur ekki hlotið annað nafn en 0019 enda er hún sú nítjánda í röðinni um útsendara hennar hátignar. Heimsferðaþotan flaug í gær með James Bond-hópinn frá Lundúnum til Biibao á Norður-Spáni. Verður hópurinn þar við störf þar til á morgun og bíður vélin í Bilbao á meðan. Haldið verður til Genfar á morgun og þar fara fram tökur fram undir vikulokin. Þessi sama þota kemur til Islands um páskana og fer þá fyrstu ferð- irnar fyrir Heimsferðir. Hefst reglulegt ieiguflug til sólarstranda og Lundúna síðast í maí. „Þeir vildu mig í þetta sæti á sín- um tíma en nú hafa þeir metið landslagið með öðrum hætti,“ segir Ólafur Hannibalsson. „Ég gaf kost á mér ásamt fleirum og þeir kusu að velja annan mann.“ Telur listann veikari Hann kveðst ekki kunna skýring- ar á þessu vali kjörnefndar, en gerh' ráð fyrir að hún hafi einhverjar skýringar á reiðum höndum. „Kannski er niðurröðunin sjálf helsta ástæðan, þ.e. að á eftir mönn- um sem viðriðnir hafa verið útgerð í efstu tveimur sætum hafi nefndar- menn viljað launþegaforingja úr sjávarútveginum í þetta sæti. I fjórða sæti er sýslumaðurinn á suð- urfjörðum [Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði], þannig að þama virðast landfræðilegar vangaveltur búa einnig að baki. Ég gerði mér alltaf grein fyrir að það var á valdi uppstillingarnefndar að STURLA Böðvarsson alþingis- maður lýsti því yfír á fundi kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi í Stykkis- hólmi um helgina að hann gæfi ekki kost á sér í starf varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, en nýr varaformaður verður kosinn á landsfundi í mars. „Þegar menn fóru að ýta á mig með að gefa kost á mér í þetta velja og það er ekkert hægt að bregðast við því,“ segir Ólafur og kveðst ekki ætla að reyna að beita sér fyrir neinum mótmælum eða breytingum á listanum. „Ég gaf kost á mér vegna þess að ég taldi mig geta bætt við listann, en þeir eru ekki sammála mér í þeim efnum. Persónuleg skoðun mín er sú að þessi ráðstöfun veiki listann, en ég ætla ekki að gefa út neinar yfír- lýsingar um það eða vera með sár- indj í því sambandi,“ segir hann. Ólafur kveðst ekki búast við að pólitísk afskipti hans verði mikil á næstunni, önnur en þau að hann muni láta skoðanir sínar á einstök- um málum í ljós þegar hann telji ástæðu til. Óráðið sé hvort hann muni taka þátt í formlegu flokks- starfi Sjálfstæðisflokksins, en ljóst sé hins vegar að hann telji sig ekki eiga samleið með þeim nýju fram- boðum sem komið hafa fram sein- ustu mánuði. embætti var það fyrst og fremst gert á þeirri forsendu að menn vildu að mér yrði teflt fram sem sérstökum fulltrúa af lands- byggðinni. Það er vissulega rétt að ég hef litið á mig sem talsmann landsbyggðarinnar, en þó fyrst og fremst míns kjördæmis. Ég hef m.a. unnið sem formaður Hafnar- sambands sveitarfélaga fyrir sveit- arfélögin og þá sérstaklega sjávar- SAMRÁÐSNEFND Samfylkingar- innar á Vesturlandi hefur samþykkt tilhögun prófkjörs undir formerkjum Samfylkingar. Davíð Sveinsson, formaður kjördæmis- ráðs Alþýðuflokks á Vesturlandi, segir prófkjörslistann skiptan í hólf. „Þátttakendur mega merkja við einn til þrjá, en samt aðeins einn í hverju hólfi, þ.e.a.s. það má setja eitt, tvö, eða þrjú merki, en þó aðeins eitt í hvert hólf,“ segir Dav- íð. „Þetta er dálítið óvenjulegt en við erum að reyna að koma í veg fyrir flokkamyndanir og viljum fá sem breiðasta útkomu.“ Davíð segir að þegar hafi komið byggðirnar. Það er því ekki óeðli- legt að menn hafí litið til mín þess vegna.“ Vii ekki efna til ófriðar milli landshiuta „Ákvörðunin um að gefa ekki kost á mér er til komin m.a. vegna þess að ég lít svo á að varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins geti aldrei verið kosinn sem fulltrúi ákveðins fram gagnrýni á þetta fyrirkomulag en ekki hafi náðst sátt um viður- kenndar leiðir. Hann telji gallana ekki svo stórvægilega að þeir skipti máli. Ekki jafnræðisreglur „Menn segja til dæmis galla að alþýðuflokksmaður sem gefur kost á sér getur ekki hvatt fólk til að kjósa annan alþýðuflokksmann, og það sem verra er að það þurfa að vera tiltölulega jafnmargir í hverju hólfí til að niðurstaðan sé á að giska jöfn. Þess vegna hefur kjörstjórn möguleika á að fá fleiri í hólf sem fáir eru í, en þó mega ekki vera fleiri en fimm í hverju hólfi,“ segir Davíð. Gísli S. Einarsson, 5. þingmaður Vesturlands, kveðst líta svo á að búið sé að samþykkja tillögur kjör- nefnda um tilhögun prófkjörs og hann muni vinna eftir þeim. „Það er rangt með farið að prófkjörsregl- urnar séu í óþökk minni, að öðru leyti en því að ég tel að reglur sem væru jafnræðisregiur væra ekki í þessari mynd,“ segir Gísli. Hann kveðst líta svo á að reglurn- ar bjóði upp á að ójafnræðis gæti á milli flokka. „I rauninni er búið að bjóða upp á alla þekkta möguleika í prófkjörum, aðra en þann sem nefndirnar ákváðu að samþykkja. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem þekktist hvergi úr prófkjörum á landinu og er hálf- gerður bastarður. Ég var beðinn um að koma með tillögu að lausn og bauð í fyrsta lagi upp á uppstillingu, þar sem Jóhann Ársælsson fengi fyrsta sætið, ég fengi annað sætið og Hólmfríður Sveinsdóttir þriðja sætið. í öðru lagi bauð ég upp á þekktar prófkjörsaðferðir. Þessu var hafnað. Fyrirkomulagið er hins vegar ekkert verra fyrir mig en aðra og ég geng til leiks með sigur að leiðarljósi. Þegar komið er með svona reglur verð ég bara harðari," segir Gísli. landshluta eða hagsmunahópa. Varaformaðurinn er auðvitað kjör- inn af landsfundi algerlega óbund- inn af einstökum hópum eða lands- hlutum. Mér fínnst að ég geti alls ekki gefið kost á mér á þessari for- sendu í þetta embætti sem fulltrúi landsbyggðarinnar. Þó að ég vildi draga fjöður yfir að ég væri harðdrægur fulltrúi lands- byggðarinnar þá lít ég svo á að ég hafi svo mikilvægum verkefnum að sinna fyrir kjördæmi mitt og þau verkefni sem flokkurinn kann að fela mér að ég vilji fremur vinna að þeim verkefnum en þeim verkefn- um sem varaformennska í flokkn- um gefur tilefni til. Ég tel að ef mér hefði verið teflt fram sem fulltrúa landsbyggðarinn- ai' hefði ég verið að gefa færi á mjög illvígum kosningaslag á milli lands- byggðarfulltrúa og fulltráa höfuð- borgarinnar. Ég vil ekki bera ábyrgð á því að efnt sé til slíks ófrið- ar innan flokksins, enda algerlega tilefnislaust, því við þurfum einmitt að sjá til þess að fólk af lands- byggðinni og úr höfuðborginni vinni sem mest saman,“ sagði Sturla. D-listinn á Vesturlandi ákveðinn Stykkishólmi. Morgunblaðið. Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, sem haldinn var í Stykkis- hólmi 14. febrúar, var samþykktur framboðslisti flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarn- ar 8. maí nk. Kjördæmisráð ákvað í haust að stilla upp lista í stað þess að efna til prófkjörs. Þá lá fyrir að báðir alþingismenn flokksins, þeir Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson, gæfu kost á sér til áfram- haldandi setu á Alþingi. Skipuð var uppstillingar- nefnd til að gera tillögu að framboðslista fyrir komandi kosningar. A fundi kjördæmisráðs í Stykkishólmi var tiliaga uppstillingarnefndar samþykkt samhljóða og er listinn þannig skipað- ur: 1. Sturla Böðvarsson, alþingismaður, Stykkis- hólmi, 2. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, Akranesi, 3. Helga Halldórsdóttir, skrifstofumaður, Borgarbyggð, 4. Skjöldur Orri Skjaldarson, bóndi Dalabyggð, 5. Sigríður Finsen, hagfræðingur, Grundarfirði, 6. Edda Þórarinsdóttir, dýralæknir, Borgarfirði, 7. Sigurður Valur Sigurðsson, nemi, Akranesi, 8. Ólafur Helgason, tæknifræðingur, Borgarfirði, 9. Karen Lind Ólafsdóttir, nemi, Akra- nesi, 10. Sigurður Kristjónsson útgerðarmaður, Hellissandi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STURLA kynnti ákvörðun sína á fundi á Stykkishólmi, þar sem Björn Bjarnason var gestur. Á myndinni eru einnig Guðjón Guðmundsson alþingismaður og Helga Halldórsdóttir, sem skipar 3. sætið á lista sjálfstæðismanna. Sturla Böðvarsson ekki í kj öri til varaformanns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.