Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aukin umsvif KEA í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu Fleiri störf skap- ast á Akureyri Á SAMA tíma og Kaupfélag Eyfirð- inga er í frekari landvinningum á matvörumarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu er félagið einnig að vinna að breytingum á félagssvæðinu í Eyjafírði. KEA stefnir að því að fjölga matvöruverslunum á suðvest- urhorninu og eru kaupin á hlut í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík liður í því. Á Akureyri er stefnt að stækkun húsnæðisins í Hrísalundi og að færa KEA Nettó í stærra hús- næði. Sigmundur Ofeigsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA sagði félagið hafa mikinn hug á að opna matvöruverslun í Grafarvogi í Reykjavík en einnig væri til skoðun- ar að opna matvöruverslanir í Garðabæ og Hafnarfirði. „Við erum að leita fyrir okkur að húsnæði við fjölfarnar umferðaræðar og stór íbúðahverfi." Ekki liggur fyrir hvenær KEA opnar matvöniverslun á svæðinu við Umferðarmiðstöðina enda margir endar lausir enn. Sigmundur sagði því mjög líklegt að félagið myndi opna matvöruverslun annars staðar í borginni áður en til þess kæmi. KEA opnaði Nettó-verslun í Mjódd í Reykjavík síðastliðið haust og sagði Sigmundur að sú verslun hefði hitt í mark. Hann sagði að síð- asta ársfjórðung í fyrra hefði orðið 40-50% aukning í framleiðslu hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, miðað við sama tímabil árið áður og þá aðal- lega vegna Nettó-verslunarinnar í Reykjavík. Þessi mikla aukning hafi jafnframt skapað 5-6 ný störf hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Ákureyri. Aukin umsvif á höfuð- borgarsvæðinu Sigmundur sagði að einnig hefði orðið veruleg söluaukning í ákveðn- um mjólkurvörum KEA og að aukin umsvif í Reykjavík hefðu skilað sér í fleiri framleiðslustörfum á Akur- eyri. Hins vegar hefði eitthvað verið um að samkeppnisaðilar KEA á höfuðborgarsvæðinu settu vörur fé- lagsins út úr verslunum sinum og það hefði einna helst bitnað á Kaffi- brennslu Akureyrar og Efnaverk- smiðjunni Sjöfn, dótturfélögum KEA. „Það er engu að síður alveg nauð- synlegt fyrr félagið að auka umsvif- in á Reykjavíkursvæðinu. Þar stækkar þjóðarkakan og ef við ætl- um okkur hlut í þein-i stækkun þurf'um við að auka umsvifin.“ Eins og komið hefur fram hafa KEA og Rúmfatalagerinn sótt um byggingarleyfi fyrir verslunannið- stöð á Akureyrarvellinum. For- svarsmenn Rúmfatalagersins hafa jafnframt lýst yfir áhuga á að byggja 12.000 fermetra verslunar- miðstöð á vellinum og boðið KEA að leigja og eða kaupa rými undir Nettó-verslun sína, svo og minni sérverslunum. Svars er að vænta frá bæjaryfirvöldum á Akureyri í næsta mánuði. „Norðlendingar munu heldur ekki fara varhluta af okkar út- þenslu. Það er mjög farið að þrengja að KEA Nettó og því nauð- synlegt að færa verslunina í stærra húsnæði. KEA Nettó hefur gengið mjög vel og er að mínu mati mesta kjarabót Norðlendinga og reyndar fólks úr fleiri landshlutum." KEA Nettó í Sjafnarhúsið? Fáist ekki byggingarleyfi á Akur- eyrarvellinum, hefur komið til tals að færa KEA Nettó í húsnæði Sjafnar við Austursíðu. Húsnæðið er um 10.000 fermetrar og er starf- semi Sjafnar aðeins í hluta þess. Þá hafa bæjaryfirvöld á Akureyri tekið Morgunblaðið/Kristján HUN Sigrún Vésteinsdóttir var að skoða úrvalið í grænmetisborðinu á Akureyri er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. jákvætt í erindi frá KEA um stækk- un húsnæðisins við Hrísalund um tæpa 200 fermetra, fyi'ir verslun og þjónustu. KEA rekur þrjú apótek á Akureyri, Stjörnuapótek og Akur- eyrar Apótek í Hafnarstræti og Sunnuapótek í verslunanniðstöðinni Sunnuhlíð. Hugmyndin er að færa Akureyrar Apótek úr Hafnarstræti í Hrísalund og hefur húsnæði apó- teksins í miðbænum verið auglýst til sölu. Þungur rekstur í Suniiuhlíð Einnig er unnið að ýmsum breyt- ingum og áherslum í matvöruversl- ununinni í Hrísalundi og þá hefur KEA fengið leyfi fyrir útafakstur frá bílastæðum við Hrísalund og út á Þingvallastræti. Innkeyrslan frá Þingvallastræti verður á sama stað en hún verður breikkuð og auk þess sett upp iítil umferðareyja. Verslunarrekstur í verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð á Akureyri hefur verið ei'fiður og hefur KEA ekki farið varhluta af því. Félagið rekur þar matvöruverslun og apótek og hefur sá rekstur gengið illa. Starf- semi KEA í Sunnuhlíð er því í end- urskoðun en þeir sem til þekkja telja að það yrði reiðarslag fyrir aðrar verslanir ef matvöruverslun- inni yrði lokað. KEA rekur einnig matvöruversi- anir á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík- urbyggð, Hrísey og Grímsey en leigir einkaaðiia reksturinn á Greni- vík. Reksturinn í stóru sveitarfélög- unum þremur hefur gengið vel en illa í Hrísey og Grímsey. Á Siglu- firði er unnið að því að auka af- greiðsiutímann enn frekar og í Ölafsfirði er unnið að endurbótum og m.a. verið að setja þar upp nýjar innréttingar. Vorfíðringur í ökumönnum ÞÓNOKKUÐ margir ökumenn voru teknir fyrir að aka of hratt um helgina og sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að svo virtist sem vor væri komið í öku- menn. Aðstæður væru hins vegar langt í frá þess eðlis að fýsilegt væri að aka greitt. „Við höfðum afskipti af mörgum ökumönnum og eins og gengur er alltaf eitthvað um að menn hafi ekki ökuskírteini meðferðis eða spenni ekki á sig bílbelti," sagði Olafur. Fjöldi fólks var á ferðinni um helgina, en „það var þorrablót í öðru hverju félagsheimili í firðin- um,“ eins og Óiafur orðaði það. Þótt í einhverjum tiifellum hafi verið ótæpilega drukkinn mjöðurinn fór allt vel fram, engin kjaftshögg og „allir fóru heim með sinni kellu.“ Leiftur fær tvo Brassa Skákþing Akureyrar Rúnar efstur RÚNAR Sigurpálsson er efst- ur á Skákþingi Akureyrar sem stendur yfir um þessar mund- ir. Tefldar hafa verið fjórar umferðir og er Rúnar með 3 vinninga. Þór Valtýsson og Stefán Bergsson eru næstir með 2,5 vinninga. Tíu mínútna mót fyrir 45 ára og eldri verður haldið í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri næsta föstudag, 19. febrúar og hefst það ld. 20. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Láta snjóinn ekki á sig fá TVEIR Brasihubúar komu á dögunum til Ólafsfjarðar en þeir ætla að leika með knattspyrnuliði Leifturs næsta sumar. Að sögn Páls Guðlaugssonar, þjálfara Leifturs, eru þeir kærkomin viðbót við leikmannahópinn. Það eru mikil viðbrigði að koma dr hitanum þar syðra í kuldann á íslandi, en þeir Alexandre Barraeto dos Santos og Sergio Luis Barbosa de Maleno Iáta engan bilbug á sér finna og bera sjg vel. Þeim líst vel á sig í Ólafsfirði og eru þegar búnir að fá vinnu í fiskvinnslu. Aukalandsþing- Félags framhaldsskólanema um miðjan mars Morgunblaðið/Kristján FULLTRÚAR nemenda í framhaldsskólunum tveimur á Akureyri, framhaldsskólunum á Laugum í Reykja- dal, Húsavík og Egilsstöðum hittust á fundi á Akureyri sl. sunnudag og ræddu fyrirliggjandi tillögur um breytingar á starfsemi Félags framhaldsskólanema og fleira. Þá voru fundarmenn í símasambandi við kollega sína á Sauðárkróki og ísafirði. Miklar breytingar á félaginu lagðar til UMFANGSMIKLAR tillögur um breytingar á skipulagi Félags fram- haldsskólanema, FF, voru lagðar fram á landsþingi félagsins nýlega. Lagt var til að ráðinn yrði fram- kvæmdastjóri fyrir félagið í fullt starf, fjármálastjóri í hálft starf og að skipuð verði þrjú svæðisráð, tvo á landsbyggðinni og eitt í Reykja- vík. í núverandi fyrirkomulagi eiga forsvarsmenn allra skóla sæti í yfir- stjórn félagsins, auk þess sem starf- andi er 7 manna framkvæmda- stjórn. Guðfinnur Sigurvinsson, inspect- ore scholae Menntaskólans á Ákur- eyri, og Gestur Einarsson, formað- ur Nemendafélags Verkmennta- skólans á Akureyri, fóru fyrir þess- um tillögum, sem einnig nutu stuðn: ings fulltrúa fjölda annarra skóla. I kjölfarið var samþykkt að boða til aukalandsþings FF um miðjan mars nk. þar sem tillögurnar verða teknar til afgreiðslu. Framhaldsskólar landsins eru 29 og eru framhaldsskólanemendur hátt í 20.000 talsins. Aðeins Versl- unarskóli íslands stendur utan Fé- lags framhaldsskólanema. „Þessi mikli fjöldi framhaldsskólanemenda er á við stórt sveitarfélag og það er því nokkuð mikið staif að halda ut- an um starfsemina. Þótt sitjandi framkvæmdastjóm hafi skilað góðu verki að undanförnu, dugir það ekki til. Það er ekki hægt að reka félagið í sjálfboðavinnu og við teljum nauð- synlegt að ráðnir verði starfsmenn til félagsins," sagði Guðfinnur. Þrjú svæðisráð Hann sagði að nokkur togstreita hafi myndast milli skóla innan FF og að ekki hafi tekist að fylgja eftir stefnumálum og markmiðum félags- ins. „Félagið er hagsmunasamtök nemenda og því er jafnframt ætlað að stuðla að bættum samskiptum skólanna. Þetta hefur ekki tekist og á tímabili stefndi í fjöldaúrsagnir úr félaginu.“ Tilgangurinn með stofnun svæð- isráða er m.a. sá að skoðanir nem- enda heyrist betur og að forsvars- menn skóla á nálægum svæðum hittist og ræði málin. Jafnframt er lagt til að svæðisráðin verði í mjög góðum tengslum við framkvæmda- stjórn FF. Gert er ráð fyrir að í öðru svæðisráði landsbyggðarinnar séu skólar á svæðinu frá Isafirði til Neskaupstaðar en í hinu frá Aust- ur-Skaftafellssýslu til Reykjaness. Jafnframt að miðstöð svæðisráðsins frá ísafirði til Neskaupstaðar verði á Akureyri, með aðsetur í félags- miðstöðinni Kompaníinu. Sem fyrr sagði ráðast þessar breytingar af því að fjármagn fáist til starfseminnar. Þeir Gestur Einarsson og Guð- finnur Sigurvinsson munu ræða þessi mál við Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóra á Akureyri, í dag þriðjudag og þeir hafa einnig óskað eftir að hitta Björn Bjarnason menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.