Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tengslahópurinn framlengir samningsfrest Serba og Kosovo-Albana um viku Þrýstingur eykst á samn- ingamenn í Rambouillet París. Reuters. FRIÐARTILLÖGUR í KOSOVO-DEILUNNI Samningamönnum serbneskra stjórn- valda og Kosovo-Albana hefur verið gefinn frestur til laugardags til þess að ná samkomulagi er byggir á tiliögum Tengslahópsins um frið í Kosovo-héraði ' ' - Belgrad £ Semjist ekki á Júgóslavía yfir höfði sér loftárásir NATO og Kosovo-Albanar hætta á að missa stuðning samfélags þjóðanna við kröfur sínar ^JÚGÓSLAVlA r'fy. 1 Helstu atriði fyrirhugaðs samkomulags 1 • Takmörkuð sjálfsstjórn Kosovo-héraðs • Kosovo verði áfram hluti Júgóslavíu • Mjög verði dregið úr fjölda serbneskra her- og lögreglumanna í Kosovo Áætlaður fjöldi manna undir vopnum í Kosovo Serbneskar öryggissveitir • Stemmt stigu við umsvifum albanskra skæruliða í Kosovo • Friðargæslulið NATO framfylgi samkomulaginu • Almennar þingkosningar haldnar innan níu mánaða tHUiUtt ttti Skæruliðar Frelsishers Kosovo (KLA) t|IIff 5.000 • Alþjóðlegir eftirlitsmenn fái svigrúm til þess að tryggja lýðræðislegar kosningar i héraðinu • löggjafarsamkoma, stjórn, forseti og dómstólar haldi um stjórnvölinn í Kosovo, en utanríkismál, varnir, viðskipti við Júgóslavíu, stjórn peningamála, tolla- og skattamál verði áfram i höndum stjórnvalda í Belgrad Fyrirhugað friðargæslulið NATO wntrnm tmmm • Samkomulagið verði endurskoðað að þremur árum liðnum tmttmt 30.000 LOFTARASIR leysa engan vanda,“ sagði Milan Milutinovic, forseti Jú- góslavíu, á blaðamannafundi í París í gær um leið og hann ítrekaði and- stöðu stjórnvalda í Belgrad við að fjölþjóðlegt herlið þyrfti til þess að framfylgja væntanlegu friðarsam- komulagi í Kosovo. Serbar og Kosovo-Albanar hafa til loka þessar- ar viku að komast að samkomulagi um frið í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Tengslahópurinn, sem í eru fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Frakk- Lands, Bretlands, Þýskalands og Ítalíu, framlengdi frestinn sem deiluaðilar höfðu til þess að semja um eina viku um helgina. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ítrekaði af því tilefni hótun Atlantshafsbandalagsins um loft- árásir á Júgóslavíu, semdist ekki. Albright tókst að fá fulltrúa Serba og Kosovo-Albana til þess að ræðast við augliti til auglitis á sunnudag í fyrsta sinn frá því að samningavið- ræður hófust í Rambouillet-kastala fyrir rúmri viku. Stjórnvöld í Rússlandi eru mót- fallin því að gripið verði til loftárása semjist ekki fyrir tilskilinn tíma. ígor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti samningamenn Serba og Kosovo-Albana að máli í Rambouillet-kastala í gær. Að þeim fundi loknum sagðist hann þeirrar skoðunar að pólitísk niðurstaða næðist í þessari viku. Úrslitastund að renna upp Utanríkisráðherrar Tengslahóps- ins funduðu á sunnudag í París og samþykktu að lengja frestinn sem deilendur höfðu til þess að komast að samkomulagi um viku. Þeir við- urkenndu að hvorki hefði gengið né rekið í viðræðunum fyrstu vikuna en samkomulag yrði að nást til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og mannfall í Kosovo. „Viðræðum verður að ljúka á hádegi laugardag- inn 20. febrúar," sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, að loknum fundi ráðherr- anna. „Úrslitastundin í Kosovo-við- ræðunum er að renna upp.“ Vedrine hefur látið að því liggja að ekki verði látið til skarar skríða gegn Serbum um leið og samnings- fresturinn rennur út á laugardag, hafí samkomulag ekki náðst. Utanríkisráðherrar innan Evr- ópusambandsins hittust einnig á fundi um helgina og ræddu stöðu Kosovo-viðræðnanna. „Við vonumst til þess að samkomulag verði undir- ritað innan viku,“ sagði Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, að fundi loknum. Albright dregur samninga- menn að borðinu Madeleine Albright fundaði með samningamönnum um helgina og tókst á sunnudag að fá þá til þess að hittast augliti til auglitis. Haft er eftir embættismönnum að fundur- inn hafi verið mjög erfiður. „Hún eyddi deginum í að reyna að koma mönnum í skilning um að hugmynd- ir um sjálfstjórn og fullveldi hafa breyst frá því á 19. öld og að þetta tvennt þarf því ekki að stangast á,“ sagði einn háttsettur embættismað- ur að loknum fundinum sem stóð í þrjá og hálfa klukkustund. Kosovo-Albanar sagðir reiðubúnir til samninga Að loknum fundinum með samn- ingamönnum Serba og Kosovo-Al- bana sagði Albright. „Menn geta valið um tvær leiðir. Önnur leiðir til upplausnar, hörmunga og mann- falls. Hin leiðir til skynsamlegrar lausnar sem færir öllum íbúum Kosovo-héraðs frið, lýðræði og mannréttindi." Albright taldi full- trúa Kosovo-Albana reiðubúna til þess að ná samkomulagi. „Samn- inganefnd þeirra viðurkennir að áætlun Tengslahópsins um frið í Kosovo er sanngjörn og ég tel mikl- ar líkur til þess að hún verði tilbúin til þess að undirrita samkomulag um frið þegar fresturinn er úti.“ Al- bright var hins vegar ekki eins bjartsýn á samningavilja serb- neskra stjórnvalda að loknum fund- inum í Rambouillet-kastala en sagði þá hafa gefíð orðum sínum gaum. Náist samkomulag um frið í Kosovo hafa ríkin í Tengslahópnum heitið því að senda 30.000 hermenn til héraðsins til þess að framfylgja samkomulaginu og gæta friðarins. Samkvæmt hugmyndum Tengsla- hópsins fengi héraðið takmarkaða sjálfsstjórn og Serbum yrði skylt að kalla herlið sitt frá Kosovo. Um tvö þúsund manns hafa látið lífíð í átökunum í Kosovo-héraði á síðastliðnum ellefu mánuðum á milli stjórnarhers Serbíu og skæruliða í Frelsisher Kosovo, sem berst fyrir fullu sjálfstæði héraðsins. 90% íbúa í héraðinu eru Kosovo-Albanar. Framkvæmdastjórn ESB enn í kreppu Santer sagður hafa misst traust FR AMKVÆMD ASTJ ÓRN Evr- ópusambandsins er sokkin í alvar- lega innri kreppu eftir að hafa mán- uðum saman sætt ásökunum um svik og spillingu, að því er segir í austurríska dagblaðinu Der Stand- ard. Nokkrir hinna 20 meðlima framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar eru að sögn blaðsins farnir að draga í efa áhrif og pólitískt svig- rúm Jacques Santers, forseta stjórnarinnar, til að láta til sín taka. „Honum hefur mistekizt alger- lega að hafa stjórn á vandanum. Mánuðum saman hefur honum orð- ið á ein örlagaríku mistökin ofan á önnur,“ sagði einn meðlimur fram- kvæmdastjórnarinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í samtali við Der Standard. „Santer hefur ekki stjórn á ástandinu lengur. Framkvæmdastjórnin hefur í hverju tilviki aðeins brugðizt við ásökunum og henni hefur ekki tek- izt að sannfæra almenning um, að við tökum á því sem aflaga hefur farið af alefli,“ segir annar. „Nú er ekkert meira hægt að gera. Við er- um sem lamaðir." Könnun blaðsins á stemmning- unni innan framkvæmdastjórnar- innar, sem gerð var gegn fyrirheiti um nafnleynd heimildaiTnanna, hef- ur leitt í ljós að ástandið í þessari EVROPA^ lykilstofnun sambandsins er alvar- legt. Knúin til afsagnar í apríl? Nokkrir fulltrúar í framkvæmda- stjóminni eru sagðir við því búnir að Evrópuþingið knýi hana í heild sinni til afsagnar, jafnvel strax í apríl. Þetta væri vel hugsanlegt, ef hin sérskipaða sérfræðinganefnd, sem á að skila í marz skýrslu til þingsins um hvað hæft sé í spilling- arásökununum - einkum á hendur þeim Edith Cresson og Manuel Marin - skyldi ekki hreinsa þau af því sem þau eru sökuð um. Líklegast þykir að í skýrslu sér- fræðinganefndarinnar verði þau Cresson og Marin hvorki lýst með öllu sek - sem myndi knýja þau til að segja sjálf af sér - né alfarið sak- laus af ásökununum. Þetta muni aftur kalla á spurninguna um ábyrgð framkvæmdastjórnarinnar í heild, og eins víst að Evrópuþing- menn beri aftur upp vantrauststil- lögu á hana. TAREQ Aziz og Bulent Ecevit í Ankara í gær. Reuters Irakar hvetja Tyrki til dáða Ankara, Bagdad. Reuters, Daily Telegraph. BANDARÍSKAR herþotur skutu flugskeytum á loftvarnarstöðvar Iraka í gær nálægt bænum Mosul í norðurhluta landsins. Árásirnar voru gerðar í sama mund og aðstoðarfor- sætisráðherra Iraks, Tareq Aziz, fundaði með tyrkneskum ráðamönn- um í Ankara í þeim tilgangi að fá þá til að rifta samningi sínum við Breta og Bandaríkjamenn um afnot af tyrkneskum herflugvöllum sem not- aðir hafa verið til eftirlits með flug- bannssvæðinu yfír norðurhluta Iraks. Heimsóknin kemur í kjölfar her- skárra yfirlýsinga Iraksstjórnar sem birtust í íröskum dagblöðum um helgina þess efnis að íraksher væri fær um að ráðast á þær herstöðvar í Sádí-Arabíu og Kúveit sem banda- menn hafa haft afnot af. Irösk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í gær um að árás hafí verið gerð á skotmörk í suðurhluta landsins; fímm hafi farist og 22 særst, óbreytt- ir borgarar þar á meðal. Aziz, sem fór landleiðina til Tyi-k- lands á sunnudag vegna flugbanns- ins yfír írak, átti fund með tyrk- neska forsætisráðherranum, Bulent Ecevit, og fór þar íram á að stjórn- völd meini breskum og bandarískum herþotum aðgang að tyrkneskum flugvöllum. A blaðamannafundi eftir viðræð- urnar sagði Ecevit að Aziz hefði tjáð sér að íraksstjórn myndi ekki hætta að bjóða Bandaríkjamönnum byrg- inn. Sagðist Ecevit hafa hafnað um- leitunum Aziz um að koma í veg fyrir að bandarískar þotur geri árásir á Irak frá tyrkneskum herstöðvum. I Kynt und- ir borg- arastríði á A-Tímor? YFIRMAÐUR í her Indónesíu neitar ásökunum um að stjórn- arherinn kyndi undir borgara- stríði á Austur-Tímor. Mann- réttindasamtök og stjórnar- andstæðingar á A-Tímor segja herinn hafa útvegað hópum sem hliðhollir eru stjórninni í Jakarta vopn í því augnamiði að kynda undir átökum á eyj- unni. Agus Wirahadikusumah herforingi ítrekaði stuðning hersins við stjórnvöld í Indónesíu en J. Habibie, for- seti, hefur lýst því yfir að A- Tímor verði hugsanlega veitt sjálfstæði, haldi íbúar landsins þeirri kröfu til streitu. Bin Laden sagður enn í Afganistan OSAMA bin Laden er enn sagður vera í Afganistan en nýlega slettist upp á vinskap- inn á milli hans og leið- toga Tale- bana, Mo- hammads Omars, og talið var að bin Laden hefði yfir- gefið landið. Bin Laden er eftirlýst- ur vegna sprengjutilræðanna við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu á sl. ári. í fréttum í ríkisútvarpinu í Alsír var greint frá því að bin Laden væri hernaðarlegur ráð- gjafi GIA, bókstafstrúaðra skæruliða, sem stjómvöld í Al- sír saka um fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Námumanna- leiðtogi í 18 ára fangelsi HÆSTIRÉTTUR Rúmeníu hefur dæmt Miron Cozma, leiðtoga námamanna, til 18 ára fangelsisvistar vegna aðildar hans að óeirðum sem urðu rík- isstjórn Rúmeníu að falli árið 1991. Hæstiréttur þyngdi dóm undirréttar úr 18 mánuðum í 18 ár. Ekki er hægt að áfrýja dómnum. Cozma var í farar- broddi námumanna sem mót- mæltu lokunum kolanáma í síð- asta mánuði og samdi þá beint við forsætisráðherra landsins um lausn deilunnar. Ehrlichman látinn JOHN D. Ehrlichman, sem var ráðgjafí Richards Nixons Bandaríkjaforseta í innanríkis- málum, er látinn 73 ára að aldri. Ehrlichman var ásamt H.R. Haldeman einn helsti ráð- gjafí Nixons þegar Watergate- mál forsetans dundu yfir. Sagði Ehrlichman af sér embætti í apríl 1973 og var tveimur árum síðar sakfelldur fyrir að hafa staðið í vegi réttvísinnar, fyrir að hafa lagt á ráðin um yfír- hylmingar í Watergate-málinu og fyrir meinsæri. Sat hann 18 mánuði í fangelsi. y STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.