Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tengslahópurinn framlengir samningsfrest Serba og Kosovo-Albana um viku Þrýstingur eykst á samn- ingamenn í Rambouillet París. Reuters. FRIÐARTILLÖGUR í KOSOVO-DEILUNNI Samningamönnum serbneskra stjórn- valda og Kosovo-Albana hefur verið gefinn frestur til laugardags til þess að ná samkomulagi er byggir á tiliögum Tengslahópsins um frið í Kosovo-héraði ' ' - Belgrad £ Semjist ekki á Júgóslavía yfir höfði sér loftárásir NATO og Kosovo-Albanar hætta á að missa stuðning samfélags þjóðanna við kröfur sínar ^JÚGÓSLAVlA r'fy. 1 Helstu atriði fyrirhugaðs samkomulags 1 • Takmörkuð sjálfsstjórn Kosovo-héraðs • Kosovo verði áfram hluti Júgóslavíu • Mjög verði dregið úr fjölda serbneskra her- og lögreglumanna í Kosovo Áætlaður fjöldi manna undir vopnum í Kosovo Serbneskar öryggissveitir • Stemmt stigu við umsvifum albanskra skæruliða í Kosovo • Friðargæslulið NATO framfylgi samkomulaginu • Almennar þingkosningar haldnar innan níu mánaða tHUiUtt ttti Skæruliðar Frelsishers Kosovo (KLA) t|IIff 5.000 • Alþjóðlegir eftirlitsmenn fái svigrúm til þess að tryggja lýðræðislegar kosningar i héraðinu • löggjafarsamkoma, stjórn, forseti og dómstólar haldi um stjórnvölinn í Kosovo, en utanríkismál, varnir, viðskipti við Júgóslavíu, stjórn peningamála, tolla- og skattamál verði áfram i höndum stjórnvalda í Belgrad Fyrirhugað friðargæslulið NATO wntrnm tmmm • Samkomulagið verði endurskoðað að þremur árum liðnum tmttmt 30.000 LOFTARASIR leysa engan vanda,“ sagði Milan Milutinovic, forseti Jú- góslavíu, á blaðamannafundi í París í gær um leið og hann ítrekaði and- stöðu stjórnvalda í Belgrad við að fjölþjóðlegt herlið þyrfti til þess að framfylgja væntanlegu friðarsam- komulagi í Kosovo. Serbar og Kosovo-Albanar hafa til loka þessar- ar viku að komast að samkomulagi um frið í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Tengslahópurinn, sem í eru fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Frakk- Lands, Bretlands, Þýskalands og Ítalíu, framlengdi frestinn sem deiluaðilar höfðu til þess að semja um eina viku um helgina. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ítrekaði af því tilefni hótun Atlantshafsbandalagsins um loft- árásir á Júgóslavíu, semdist ekki. Albright tókst að fá fulltrúa Serba og Kosovo-Albana til þess að ræðast við augliti til auglitis á sunnudag í fyrsta sinn frá því að samningavið- ræður hófust í Rambouillet-kastala fyrir rúmri viku. Stjórnvöld í Rússlandi eru mót- fallin því að gripið verði til loftárása semjist ekki fyrir tilskilinn tíma. ígor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti samningamenn Serba og Kosovo-Albana að máli í Rambouillet-kastala í gær. Að þeim fundi loknum sagðist hann þeirrar skoðunar að pólitísk niðurstaða næðist í þessari viku. Úrslitastund að renna upp Utanríkisráðherrar Tengslahóps- ins funduðu á sunnudag í París og samþykktu að lengja frestinn sem deilendur höfðu til þess að komast að samkomulagi um viku. Þeir við- urkenndu að hvorki hefði gengið né rekið í viðræðunum fyrstu vikuna en samkomulag yrði að nást til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og mannfall í Kosovo. „Viðræðum verður að ljúka á hádegi laugardag- inn 20. febrúar," sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, að loknum fundi ráðherr- anna. „Úrslitastundin í Kosovo-við- ræðunum er að renna upp.“ Vedrine hefur látið að því liggja að ekki verði látið til skarar skríða gegn Serbum um leið og samnings- fresturinn rennur út á laugardag, hafí samkomulag ekki náðst. Utanríkisráðherrar innan Evr- ópusambandsins hittust einnig á fundi um helgina og ræddu stöðu Kosovo-viðræðnanna. „Við vonumst til þess að samkomulag verði undir- ritað innan viku,“ sagði Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, að fundi loknum. Albright dregur samninga- menn að borðinu Madeleine Albright fundaði með samningamönnum um helgina og tókst á sunnudag að fá þá til þess að hittast augliti til auglitis. Haft er eftir embættismönnum að fundur- inn hafi verið mjög erfiður. „Hún eyddi deginum í að reyna að koma mönnum í skilning um að hugmynd- ir um sjálfstjórn og fullveldi hafa breyst frá því á 19. öld og að þetta tvennt þarf því ekki að stangast á,“ sagði einn háttsettur embættismað- ur að loknum fundinum sem stóð í þrjá og hálfa klukkustund. Kosovo-Albanar sagðir reiðubúnir til samninga Að loknum fundinum með samn- ingamönnum Serba og Kosovo-Al- bana sagði Albright. „Menn geta valið um tvær leiðir. Önnur leiðir til upplausnar, hörmunga og mann- falls. Hin leiðir til skynsamlegrar lausnar sem færir öllum íbúum Kosovo-héraðs frið, lýðræði og mannréttindi." Albright taldi full- trúa Kosovo-Albana reiðubúna til þess að ná samkomulagi. „Samn- inganefnd þeirra viðurkennir að áætlun Tengslahópsins um frið í Kosovo er sanngjörn og ég tel mikl- ar líkur til þess að hún verði tilbúin til þess að undirrita samkomulag um frið þegar fresturinn er úti.“ Al- bright var hins vegar ekki eins bjartsýn á samningavilja serb- neskra stjórnvalda að loknum fund- inum í Rambouillet-kastala en sagði þá hafa gefíð orðum sínum gaum. Náist samkomulag um frið í Kosovo hafa ríkin í Tengslahópnum heitið því að senda 30.000 hermenn til héraðsins til þess að framfylgja samkomulaginu og gæta friðarins. Samkvæmt hugmyndum Tengsla- hópsins fengi héraðið takmarkaða sjálfsstjórn og Serbum yrði skylt að kalla herlið sitt frá Kosovo. Um tvö þúsund manns hafa látið lífíð í átökunum í Kosovo-héraði á síðastliðnum ellefu mánuðum á milli stjórnarhers Serbíu og skæruliða í Frelsisher Kosovo, sem berst fyrir fullu sjálfstæði héraðsins. 90% íbúa í héraðinu eru Kosovo-Albanar. Framkvæmdastjórn ESB enn í kreppu Santer sagður hafa misst traust FR AMKVÆMD ASTJ ÓRN Evr- ópusambandsins er sokkin í alvar- lega innri kreppu eftir að hafa mán- uðum saman sætt ásökunum um svik og spillingu, að því er segir í austurríska dagblaðinu Der Stand- ard. Nokkrir hinna 20 meðlima framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar eru að sögn blaðsins farnir að draga í efa áhrif og pólitískt svig- rúm Jacques Santers, forseta stjórnarinnar, til að láta til sín taka. „Honum hefur mistekizt alger- lega að hafa stjórn á vandanum. Mánuðum saman hefur honum orð- ið á ein örlagaríku mistökin ofan á önnur,“ sagði einn meðlimur fram- kvæmdastjórnarinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í samtali við Der Standard. „Santer hefur ekki stjórn á ástandinu lengur. Framkvæmdastjórnin hefur í hverju tilviki aðeins brugðizt við ásökunum og henni hefur ekki tek- izt að sannfæra almenning um, að við tökum á því sem aflaga hefur farið af alefli,“ segir annar. „Nú er ekkert meira hægt að gera. Við er- um sem lamaðir." Könnun blaðsins á stemmning- unni innan framkvæmdastjórnar- innar, sem gerð var gegn fyrirheiti um nafnleynd heimildaiTnanna, hef- ur leitt í ljós að ástandið í þessari EVROPA^ lykilstofnun sambandsins er alvar- legt. Knúin til afsagnar í apríl? Nokkrir fulltrúar í framkvæmda- stjóminni eru sagðir við því búnir að Evrópuþingið knýi hana í heild sinni til afsagnar, jafnvel strax í apríl. Þetta væri vel hugsanlegt, ef hin sérskipaða sérfræðinganefnd, sem á að skila í marz skýrslu til þingsins um hvað hæft sé í spilling- arásökununum - einkum á hendur þeim Edith Cresson og Manuel Marin - skyldi ekki hreinsa þau af því sem þau eru sökuð um. Líklegast þykir að í skýrslu sér- fræðinganefndarinnar verði þau Cresson og Marin hvorki lýst með öllu sek - sem myndi knýja þau til að segja sjálf af sér - né alfarið sak- laus af ásökununum. Þetta muni aftur kalla á spurninguna um ábyrgð framkvæmdastjórnarinnar í heild, og eins víst að Evrópuþing- menn beri aftur upp vantrauststil- lögu á hana. TAREQ Aziz og Bulent Ecevit í Ankara í gær. Reuters Irakar hvetja Tyrki til dáða Ankara, Bagdad. Reuters, Daily Telegraph. BANDARÍSKAR herþotur skutu flugskeytum á loftvarnarstöðvar Iraka í gær nálægt bænum Mosul í norðurhluta landsins. Árásirnar voru gerðar í sama mund og aðstoðarfor- sætisráðherra Iraks, Tareq Aziz, fundaði með tyrkneskum ráðamönn- um í Ankara í þeim tilgangi að fá þá til að rifta samningi sínum við Breta og Bandaríkjamenn um afnot af tyrkneskum herflugvöllum sem not- aðir hafa verið til eftirlits með flug- bannssvæðinu yfír norðurhluta Iraks. Heimsóknin kemur í kjölfar her- skárra yfirlýsinga Iraksstjórnar sem birtust í íröskum dagblöðum um helgina þess efnis að íraksher væri fær um að ráðast á þær herstöðvar í Sádí-Arabíu og Kúveit sem banda- menn hafa haft afnot af. Irösk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í gær um að árás hafí verið gerð á skotmörk í suðurhluta landsins; fímm hafi farist og 22 særst, óbreytt- ir borgarar þar á meðal. Aziz, sem fór landleiðina til Tyi-k- lands á sunnudag vegna flugbanns- ins yfír írak, átti fund með tyrk- neska forsætisráðherranum, Bulent Ecevit, og fór þar íram á að stjórn- völd meini breskum og bandarískum herþotum aðgang að tyrkneskum flugvöllum. A blaðamannafundi eftir viðræð- urnar sagði Ecevit að Aziz hefði tjáð sér að íraksstjórn myndi ekki hætta að bjóða Bandaríkjamönnum byrg- inn. Sagðist Ecevit hafa hafnað um- leitunum Aziz um að koma í veg fyrir að bandarískar þotur geri árásir á Irak frá tyrkneskum herstöðvum. I Kynt und- ir borg- arastríði á A-Tímor? YFIRMAÐUR í her Indónesíu neitar ásökunum um að stjórn- arherinn kyndi undir borgara- stríði á Austur-Tímor. Mann- réttindasamtök og stjórnar- andstæðingar á A-Tímor segja herinn hafa útvegað hópum sem hliðhollir eru stjórninni í Jakarta vopn í því augnamiði að kynda undir átökum á eyj- unni. Agus Wirahadikusumah herforingi ítrekaði stuðning hersins við stjórnvöld í Indónesíu en J. Habibie, for- seti, hefur lýst því yfir að A- Tímor verði hugsanlega veitt sjálfstæði, haldi íbúar landsins þeirri kröfu til streitu. Bin Laden sagður enn í Afganistan OSAMA bin Laden er enn sagður vera í Afganistan en nýlega slettist upp á vinskap- inn á milli hans og leið- toga Tale- bana, Mo- hammads Omars, og talið var að bin Laden hefði yfir- gefið landið. Bin Laden er eftirlýst- ur vegna sprengjutilræðanna við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu á sl. ári. í fréttum í ríkisútvarpinu í Alsír var greint frá því að bin Laden væri hernaðarlegur ráð- gjafi GIA, bókstafstrúaðra skæruliða, sem stjómvöld í Al- sír saka um fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Námumanna- leiðtogi í 18 ára fangelsi HÆSTIRÉTTUR Rúmeníu hefur dæmt Miron Cozma, leiðtoga námamanna, til 18 ára fangelsisvistar vegna aðildar hans að óeirðum sem urðu rík- isstjórn Rúmeníu að falli árið 1991. Hæstiréttur þyngdi dóm undirréttar úr 18 mánuðum í 18 ár. Ekki er hægt að áfrýja dómnum. Cozma var í farar- broddi námumanna sem mót- mæltu lokunum kolanáma í síð- asta mánuði og samdi þá beint við forsætisráðherra landsins um lausn deilunnar. Ehrlichman látinn JOHN D. Ehrlichman, sem var ráðgjafí Richards Nixons Bandaríkjaforseta í innanríkis- málum, er látinn 73 ára að aldri. Ehrlichman var ásamt H.R. Haldeman einn helsti ráð- gjafí Nixons þegar Watergate- mál forsetans dundu yfir. Sagði Ehrlichman af sér embætti í apríl 1973 og var tveimur árum síðar sakfelldur fyrir að hafa staðið í vegi réttvísinnar, fyrir að hafa lagt á ráðin um yfír- hylmingar í Watergate-málinu og fyrir meinsæri. Sat hann 18 mánuði í fangelsi. y STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.