Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 29

Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 29 LISTIR HLÚÐ að börnunum milli at- riða, þeim Söru Margréti Michaelsdóttur, sem býr í Dan- mörku, og Lars Ingemann Will- umsen, skólafélaga hennar. óliðlegir, en það jaðrar við það.“ Meðal Svíanna í hópnum ríkir ómæld aðdáun á vinnuþreki íslend- inganna og eljusemi. Kvikmynda- tökumaðurinn Per Kállberg eða Pelle eins og hann er kallaður hefur áður unnið með Hrafni Gunnlaugs- syni og kann því firna vel að vinna með Islendingum. „Það verður kúlt- úrsjokk að fara að vinna aftur með Svíum,“ segir hann og virðist ekki skemmt við tilhugsunina. Kátína á yfirborðinu - agi undir niðri Kátínan í mannskapnum gæti villt um fyrir aðkomumanni, sem gæti virst að hálfkæringur væri í liðinu. Það þarf þó ekki að fylgjast lengi með vinnubrögðunum til að sjá að undir kátínunni ríkir harður agi. Ekki af því stjórnendur hópsins séu hörkutól, heldur af því að öllum er ljóst að hver hefur sínu mikil- væga hlutverki að gegna. Hópurinn hleður Guðnýju lofi sem stjórnanda. „Þetta er eins og ævintýri," verður einum að orði og allir talar um hve gaman sé að vinna með henni. Hún á það til að taka söngrokur upp úr þurru, það er stutt í skoplegar athugasemdir, jafnvel á spennuþrungnum augna- blikum, en tilsögn hennar er samt sem áður úthugsuð og nákvæm. Flippuð framkoma er aðeins ytra byrðið á öguðum vinnubrögðum. Sjálf segir Guðný að samvinnan við leikarana og tökuliðið skipti öllu máli. „Það er nauðsynlegt að skapa gott andrúmsloft, þegar það er ver- ið að vinna fjórtán tíma á dag dög- um og vikum saman,“ segir hún. „Þetta er eins og í gúlagi. Við sáum Trollháttan nánast aldrei í dags- birtu, því við byrjuðum að vinna áð- ur en birti og unnum fram á kvöld.“ Ilún segir mikilvægt að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir, sem hún hlusti gjarnan á. „En á endanum vel ég svo að fylgja því eða ekki.“ Annir og bið Morguninn eftir frídaginn er all- ur hópurinn mættur að herragarð- inum Náás, en herbergi þar leika hlutverk húsakynna í Eyvík, heim- kynna ungfrúarinnar. Saga garðs- ins er ekki síður stórbrotin en saga Eyvíkursystra. Húsið var byggt á 17. öld, var síðast í eigu sænsks auðmanns um aldamótin. Hann hafði búið sér og ungri konu sinni fagurt heimili. Hún var söngkona og lést úr berklum áður en úr því varð og síðan bjó hann þar einn. Þarna er nú safn og glæsilegt um að litast. Þennan laugardagsmorgun á svefnherbergið með rúmi hinnar látnu söngkonu að vera svefnher- bergi Rannveigar, sem Ragnhildur leikur. Arla morguns er tæknilið og Ragnhildur önnum kafið við undir- búning. í svefnherberginu er hugað EGILL Ólafsson og Tinna Gunn- laugsdóttir fara bæði með hlut- verk í kvikniyndinni að lýsingu og innanstokksmunum, meðan Ragna Fossberg förðunar- meistari sinnir Ragnhildi og tvær sænskar búningadömur laga bún- inginn á henni. Guðný hefur áhyggj- ur af að blái liturinn á pilsi Ragn- hildar passi ekki við blá rúmtjöldin, svo henni er umsvifalaust fundið svart pils. Svart blómasjalið á rúm- gaflinum er brotið aftur og aftur til að ná myndrænum fellingum. Marínó ljósameistara léttir þegar hann sér að „guli andskotinn" er horfinn, en það er gælunafnið, sem sólin gengur undir. Hún er ekki kærkomin eins og skilja má á nafn- inu. Fyrir utan gluggann er pallur með ljósum. Sigurður Sigurðsson hljóðmeistari mundar hljóðnema, en hlutverk hans er að koma nemanum sem næst leikurunum án þess að hann sjáist í mynd. Fahad aðstoðar- leikstjóri er stöðugt í talstöðvar- sambandi við menn að samhæfa hin ýmsu atriði. Pelle og Guðný eru sammála um sjónarhomið. Allt er tilbúið til að festa Ragnhildi á filmu þar sem hún situr á stól, les, leggur frá sér bókina og andvarpar. Það líða mörg andvörp áður en allt er smollið saman þannig að leikstjóri og tökulið séu sammála um góðan árangur. Stórstjaman kemur Þennan sólbaðaða laugardags- morgun ríkir nokkur eftirvænting, því von er á stórstjörnunni dönsku Ghitu Norby, sem fer með lítið hlut- verk í myndinni. Fahad fær tilkynn- ingu í talstöðina um að hún sé að renna í hlað. Að vörmu spori vindur hún sér inn í stofuna brosandi og glaðleg eins og hún á að sér. Stutta, rauða hárið stendur út í allar áttir. Hún er í uppreimuðum loðskóm, drapplitum gammosíum, stórri duggarapeysu, nælonpels með stór- um kraga og stór, svört sólgler- augu. „Er þetta 63 ára kona,“ undr- ast einn í hópi yngi'i karlmannanna og þeir hvísla um að hún hafí sann- arlega óskert aðdráttarafl. Hópur- inn veit líka að hún er laus við stjörnustæla, því hún kaus að búa á litla hótelinu með kvikmyndahópn- um þá daga sem hún dvaldi þarna í stað þess að búa á lúxushóteli. Aður en hún fer í förðun og bún- inginn gengur hún um herragarðinn með umsjónarkonu hússins og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni yfir staðnum. Hún skemmtir sér yf- ir pínulitlu klósetti, sem þarna var útbúið á síðustu öld fyrir konungs- heimsókn, en veggir þess eru bólstraðir, og veltir fyrir sér lífi þjónustufólksins, en lífíð á þessum tíma er henni kunnugt úr mörgum myndum, sem hún hefur leikið í frá þessum tíma. Eftir nokkra stund er Ghita kom- in á stjá í hlýju og notalegu útihúsi herragarðsins, þar sem sænsku búningakonurnar og Ragna förðun- armeistari eru til húsa. Hin nútíma- lega Ghita víkur fyrir aldamótakonu með gráan hnút í hnakkanum og þéttreyrt lífstykki. Sín á milli hafa búningakonurnar á orði hve gaman HÖFUÐBÚNAÐUR fyrri tíma... ..og skór. sé að klæða hana því hún ber bún- inginn af öryggi og glæsileik. Um leið og hún fer í uppreimaða skó segir hún þeim frá því að hún eigi gamla skó heima, sem hún hafi oft notað í kvikmyndir er gerast eigi á liðnum tímum. Síðan hafi hún skrif- að kvikmyndatitlana inn í skóna. Undir fimum höndum Rögnu förðunarmeistara kemur tónlistar- eðli Ragnhildar í ljós, þar sem hún leikur sér að því að blása í greiðuna og fá úr henni hljóð. Hún rifjar upp að hún hafi alist upp við dönsku blöðin, þar sem Ghita og Margrét drottning hafi verið fastir liðir. Ghita er á næstu grösum og hlær dátt þegar ummæli Ragnhildar eru þýdd iyrir hana og saman velta þær fyrir sér hvar Margrét sé. Ghita víkur talinu að kvikmynda- leik, sem hún hefur ómælda ánægju af. Leikur á sviði sé þó enn erfiðari, erfitt að vera góð á hverju kvöldi, en það sé svo spennandi að leika í kvikmynd. Ragnhildur tekur undir það og víkur að því hve óendanlega langan tíma það geti tekið að kvik- mynda eitt einasta andartak í kvik- mynd. Það fer heldur ekki framhjá áhorfandanum að biðin er fylgifisk- ur kvikmyndatöku, því tökumar eru samsettar úr biðtíma hinna ein- stöku þátttakenda. Þegar einn er búinn með sitt kemur að þeim næsta og svo koll af kolli. Nú liggur leiðin aftur í svefnher- LEIKSTJÓRINN, Guðný Hall- dórsdóttir, lætur sér ekkert óviðkomandi. Hér hagræðir hún kjólum Rannveigar fyrir myndatöku. bergi herragarðsins. Þó hann sé glæsilegur er þar fimbulkuldi, því hann er ekki hitaður upp á veturna, svo allir eru dúðaðir við störf sín og leikararnir hafa teppi og yfirhafnir við höndina. Auk þeirra Ragnhildar og Ghitu koma við sögu tvö börn þennan dag, leikin af Söru Mar- gi-éti Michaelsdóttur, sem býr í Danmörku, og Lars Ingemann Willumsen, skólafélaga hennar. Bæði hafa þau leikið áður. Sara Margrét á auk þess ekki langt að sækja leiklistarbakteríuna, því hún er dótturdóttir Margrétar Helgu Jóhannsdóttur leikkonu. Krökkun- um hefur einnig verið umbreytt í aldamótakrakka. Vattúlpur og víð- ar stælbuxur hafa vikið fyrir kjól og hnébuxum. Maturinn skiptir öllu máli Það gleymist þó ekki að kominn er tími til að snæða hádegismat, sem þær Helga og Ástríður Guð- mundsdóttir hafa undirbúið. Ástríð- ur hefur hlaupið í skarðið síðustu dagana, er annars kennari. Guðný, Halldór og nokkrir aðrir borða í eldhúsinu um leið og þau funda. í matstofunni dásamar Ghita matinn. „Peningunum er vel varið að hafa góðan mat við tökur,“ segir hún og undir það tekur Ragnhildur heils hugar. Meðan aðrir sitja hoknir á nú- tímavísu yfir matnum sitja þær Ghita og Ragnhildur hátignarlegar og beinar í baki. Lífstykkin sjá fyrir því. Þær eru sammála um að líf- stykkin og búningarnir eigi ríkan þátt í að gefa persónunum rétt yfir- bragð. Ragnhildi er aldamótatískan nýjung, sem smátíma tók að læra á, en nú gengur hún í henni af mikilli ánægju og öryggi. Eftir matinn gengur takan eins og smurð, þó auðvitað íylgi henni tilheyrandi endurtekningar. Þar með er hlutverki krakkanna lokið og Lars hrópar húrra, þegar hann heyrir að nú geti þau Sara Margrét lagt af stað heim með mæðrum sín- um, sem hafa fylgt þeim á tökustað. Rrakkarnir fá almennt hrós allra viðstaddra. Guðný segir þau bestu krakka sem hún hafi leikstýrt og í kveðjuskyni fá þau rembingskoss frá henni er hún fylgir þeim úr hlaði. Enn eru þó eftir tökur með Ragn- hildi og Ghitu. Sama atriðið og áður, en nú frá öðru sjónarhorni. Klukkan sex á allt að vera búið og þá borðað. Þessi dagur í lífi Umba og ungfrú- arinnar góðu er að líða. Smuguveið- unum er að ljúka, en það verður þó ekki fyrr en í ágúst að ungfrúin rennur fullsköpuð yfir tjaldið. Þang- að til er hægt að láta ummæli Ghitu um þátttöku hennar liggja í loftinu, því þegar talið barst að hvers vegna hún hefði tekið verkefnið að sér segir hún hiklaust: „Handritið er dásamlegt og sagan svo heillandi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.