Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 42
- 42 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fjölmiðlar
og ævintýri
aldarinnar
GETUR það verið
að íslemskt fjölmiðla-
fólk skilji ekki þjóðfé-
lagið sem það býr í?
Getur það verið að
fréttaflutningur sé
orðin svo stöðluð
vinna að jafnvel
grundvallarbreyting-
ar á þjóðfélaginu fari
að einhverju eða öllu
leyti framhjá þessari
stétt manna?
Þó að þessar hug-
renningar skjóti
stundum upp kollinum
getur þetta ekki verið.
Fjölmiðlafólk hefur
aldrei verið betur búið
undir góð og fagleg vinnubrögð.
Það hlýtur þess vegna að vera ein-
hver önnur ástæða fyrir því að
fréttamat fjölmiðla gengur stund-
^ urn fram af fólki.
Astæðan fyrir því að spurt er
um þetta núna er meðal annars
umíjöllun fjölmiðla um einn mála-
flokk sem er sérstaklega á dag-
skrá þessa mánuðina. Hér er átt
við þann málaflokk sem kallaður
er „málefni aldraðra", en hlýtur að
vera miklu víðtækara viðfangsefni
í þjóðfélaginu og ekki hægt að taka
það út úr almennri umræðu um
þróun þjóðfélagsins.
Þessi málafiokkur hefur raunar
verið í heljargreipum og búið við
mikla stöðnun í hálfa öld og þess
vegna er enn meiri ástæða fyrir
vel menntað fjölmiðlafólk að stinga
sér af yfirborðinu og
kafa ofan í þessi mál.
Það eina veganesti
sem ungt fjölmiðlafólk
fær í dag er ,jólasag-
an“: „Búum öldruðum
áhyggjulaust æfikvöld."
I upphafi var þessi
setning að vísu samin af
vanþekkingu en af góð-
um hug. í þessari setn-
ingu speglast þó sú
hugmyndafræði að
aldraðir séu „þeir“.
Aðrir. Ekki „við“.
Þetta passar ekki inn
í þróun nútíma þjóðfé-
lagsins. Þegar aldamót-
in 2000 nálgast á stór
hluti fólks eftir 10-30 ár í fullu fjöri
eftir hefðbundin verklok á almenn-
um vinnumarkaði. Við þær að-
stæður æpir þessi setning eins og
risavaxin tímaskekkja. Þetta þarf
Aldraðir
Þjóðfélagið, segir
Hrafn Sæmundsson,
heldur áfram að safna
fullorðnu fólki í bása.
fjölmiðlafólkið að skija áður en
lengra er haldið og afla sér raun-
hæfrar þekkingar ef það á að geta
fjallað um málið af raunsæi og ein-
hverju viti.
Það er staðreynd að þjóðfélagið
er að gerbreytast þessi árin.
Hvernig snýst þjóðfélagið við
þessu hvað varðar fullorðið fólk?
Þrátt fyrir þessar breytingar sem
blasa við öllum, heldur þjóðfélagið
áfram að safna fullorðnu fólki í
bása. Líka félagslega bása. Það
stendur þannig að málum að verk-
lokin verða oft blindgata og fé-
lagslegur aðbúnaður er þannig að
dregið er úr frumkvæði fólks og
drepin niður sjálfsvirðing þess
með yfirþyrmandi forsjárhyggju.
Þetta þarf fjölmiðlafólk að kynna
sér - ekki á hlaupum heldur í næði
og yfirlegu.
Fullorðið fólk í dag þarf ekki
lagasetningu eða skyndiupphlaup
heldur hugarfars- og viðhorfs-
breytingu í þjóðfélaginu. Svo ein-
falt er þetta. Og það er fólkið
sjálft sem fyrst og fremst þarf að
koma úr felum og í slaginn. Fólk
sem er enn á vinnumarkaði og
fólk sem er á lífeyrisaldri, en í nú-
tímaþjóðfélagi eru það fjölmiðl-
arnir sem miklu ráða. Það eru
þeir sem geta skapað almennings-
álit.
Þeir fjölmiðlar sem skildu nú
sinn vitjunartíma og legðu þess-
um málaflokki raunverulegt lið
fengju örugglega rós í sagnfræð-
inni. Þeir íjölmiðlar sem hér og nú
gæfu völdu starfsfólki tækifæri og
tíma til að kafa oní þennan mála-
flokk og kynna sér meðal annars
þær tilraunir sem gerðar hafa ver-
ið til að breyta félagslegiá stöðu
fólks á vinnumarkaði og á lífeyris-
aldri - en margir telja að þarna sé
kominn einn mikilvægur vaxtar-
sproti inn í framtíðina - þeir fjöl-
miðlar yrðu þátttakendur í miklu
ævintýri.
Ef vel tækist til væri nú í upp-
siglingu mesta félagslega ævintýr-
ið í upphafi nýrrar aldar sem gjör-
breytti lífi tugþúsunda manna í
framtíðinni.
Höfundur er fulllrúi.
Hrafn
Sæmundsson
Eiga börnin að búa við
áfengisauglýsingar?
EKKI FER milli
mála að flestir skyni
gæddir menn vita að
auglýsingar eru til þess
gerðar að auka sölu á
því sem auglýst er.
Meira að segja sjoppu-
greifamir gera sér
þetta ljóst því að nú
stefna þeir að auglýs-
ingaherferð eftir rúman
mánuð til að leitast við
að auka áfengisdrykkju
þjóðarinnar og þykir þó
hugsandi mönnum ekki
á bætandi. Þessa áfeng-
iskynningu sína tengja
þeir því að áratugur er
liðinn síðan sala áfengs
öls var leyfð hérlendis. Sjálfsagt
láta þeir þess hvergi getið að
drykkja unglinga jókst gífurlega
fyrstu árin eftir að bjórinn var
leyfður og er enn að aukast - og það
ekki einungis bjórdrykkja heldur
líka neysla sterki-a drykkja.
Vitur maður hefur sagt að menn
glati siðferðisvitund sinni um leið og
þeir fara að auðgast á fíkn eða löst-
um annarra. Það hefur sannast
áþreifanlega undanfarna mánuði.
Ekki hefur linnt hvatningum til
bjórdrykkju, hvorki á almannafæri,
í prentmiðlum eða sjónvarpi. Sú
spurning vaknai- hvort seljendur og
innflytjendur tóbaks eru siðferði-
*»' lega sterkari á svellinu en áfengis-
salar.
Vitað er að áfengisauglýsingar
hafa fyrst og fremst áhrif á börn og
unglinga, eiga þátt í að móta viðhorf
þeirra til þessa lögleyfða vímuefnis.
Sjálfsagt vita áfengisauglýsendur
þetta því að þeir leggja áherslu á að
—^auglýsa þar sem börn og unglingar
eru á fleti fyrir, á íþróttaleikvöng-
um, bæði úti og inni, og
í sjónvarpi. Það er um-
hugsunarvert að ýmsar
þjóðir, sem orðið hafa
að búa við óheft áfeng-
isauglýsingaflæði mest-
alla öldina eru nú á síð-
ustu árum að leitast við
að reisa rönd við þeim
ófögnuði. Frakkar
banna til að mynda slík-
ar auglýsingar í sjón-
varpi og í tengslum við
íþróttir og æskufólk.
Bandarískt bjórfyrir-
tæki greip nánast til ör-
þrifaráða til að þröngva
áróðri sínum upp á
áhorfendur heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu í sumar,
sem leið, en hafði ekki erindi sem
erfiði. Frönsk stjórnvöld voru fast-
Áfengi
Engar sannanir eru
fyrir því, segir Hörður
Pálsson, að venjuleg
fræðsla hafi forvarnar-
gildi.
ari fyrir en þau íslensku þegar
heimsmeistarakeppnin í handknatt-
leik var háð hér fyrir nokkru. Und-
irlægjuháttur og aumingjadómur
einkenndi þá viðbrögð íslendinga.
Undarlegt má telja að hérlendis
er stefnt í þveröfuga átt við það sem
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
telur heillavænlegt í áfengismálum.
Okkur væri hollt að minnast þess að
löggjafar okkar fyrr á öldinni virð-
ast hafa haft svipaðan skilning á
virkum forvörnum og vísindamenn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar nú. Afengisauglýsingar voru
til dæmis bannaðar lungann úr öld-
inni. Afengisneysla var miklu
minni hér en í öðrum löndum Evr-
ópu allan þann tíma og tjón af völd-
um neyslunnar sömuleiðis. Nú þyk-
ir ýmsum sem það sé skerðing á
tjáningarfrelsi að hafa ekki leyfi til
þess að segja börnum og ungling-
um hversu ágæt vara og bráðnauð-
synleg áfengi sé. Hvað þá um aug-
lýsingar á tóbaki? Það er þó ekki
vímuefni og veldur yfirleitt hvorki
ofbeldisverkum né umferðarslys-
um. Eða hvað með kynningu á
ólöglegum vímuefnum, eins og til
að mynda kannabisefnum sem nýj-
ustu rannsóknir sýna (Frakkland)
að sé ekki jafnhættulegt eitur og
áfengi sem er skipað á bekk með
enn sterkari vímuefnum?
Við verðum að gera upp við okk-
ur hvort er mikilvægara, heilsa og
velferð þjóðarinnar á næstu öld eða
hagsmunir þeirra sem maka krók-
inn á sölu áfengis en láta almenn-
um skattborgurum eftir að greiða
kostnaðinn sem hlýst af neyslu
þess og er allmiklu meiri en gjöld
þau sem opinberir aðiljar inn-
heimta af sölu þessa vímuefnis.
Og umfram allt verða stjórnvöld
að gera sér ljóst að engar sannanir
eru fyrir því að venjuleg fræðsla
hafi nokkurt foi-varnargildi en hins
vegar eru skynsamleg lög og reglur,
sem takmarka aðgengi að vímuefn-
um og koma í veg fyrir áróður fyrir
neyslu þeirra, besta forvörnin.
Höfundur cr bakari og situr í
Áfengis- og vímuefnaráði.
Hörður
Pálsson
Jón og sera Jón
á Dómsdegi
ÞAÐ er rétt hjá
tveimur „ættfræði-
grúskurum" í Morgun-
blaðinu 30. janúar sl. að
undarlega sé látið út af
leikritinu Dómsdegi eft-
ir Egil Eðvarðsson.
Umræðan hefur verið
alveg svarthvít. Um höf-
undinn, sem ég þekki
ekkert, hefur verið
skrifað eins og hann sé
fyrirlitlegastur allra
manna; rógberi,
ærumorðingi, lygalaup-
ur og enginn listamað-
ur. Það sem hann hefur
til saka unnið er að
segja þekkta sögu, sem
margir hafa fjallað um
áður, talsvei't öðruvísi en aðrir hafa
gei't, en hann tók það fram að sín
gei'ð sé skáldskapur. En það hrekk-
ur ekki til að hann sé talinn saklaus
þar til sekt hans sé sönnuð um róg-
burð og ærumeiðingar. Lengst hefur
þar gengið Páll Sigurðsson lagapró-
fessor, sem án dóms og laga hefur
Fyrirmannadýrkun
Það er alkunna, segir
Sigurður Þór Guðjóns-
son, að mannleg hugs-
un leitast við að endur-
skoða margan „sann-
leika“ um menn og mál-
efni frá fyrri tíð.
kveðið upp harðan dóm yfir Agli.
Skyldfólki prestshjónanna er við
sögu koma í leikritinu finnst að æru
þeirra vegið og er það skiljanleg við-
kvæmni. Afkomendum Einars skálds
Benediktssonar hefur einnig þótt
vegið að honum. Ættfræðigrúskar-
arnir benda á að menn hafi ekki tal-
að tungum út af ljóði Einars „Hvai'f
séra Odds frá Miklabæ". Og þetta er
gullvæg ábending. Kvæðið er byggt
á þjóðsögu. Að sögn Hávars Sigur-
jónssonar (Mbl. 3.2.) er frásögn
Egils reyndar einnig samhljóða þjóð-
sögu eða orðrómi, samkvæmt nafn-
greindri heimild. Þegai' Einar tekur
upp þjóðsöguna og bætir um betur
er hann persónulega ábyrgur fyrir
því sem hann yrkir um Solveigu.
Hún var raunveruleg kona. I kvæð-
inu er henni hreinlega lýst sem
morðingja séra Odds. Skapgerðar-
lýsing Einars á Solveigu sem haturs-
fullum og hefndarsjúkum draugi er
hrein og klár ærumeiðing því aftur-
gangan býr að meintum eiginleikum
hinnar lifandi konu. Solveig var
svakakvendi, segir Einar í kvæðinu.
Hún var „lítillai' ættar“, engin
prestsfrú, bara vinnukona eða ráðs-
kona. Egill Eðvarðsson hlýtur nú að
mega „ærumeiða" Einar Ben. alveg
eins og þessi Einar Ben. mátti „æru-
meiða“ Solveigu, sem samkvæmt
heimildum var ágæt kona og væn,
eins og lesa má í grein sr. Ragnars
Fjalars Lárussonar í Lesbók Morg-
unblaðsins 19. desember síðasta.
Æra hennar hlýtur að vera jafn mik-
ils virði og Einars skálds, þótt lengra
sé írá því hún var uppi, ef mannorð
manna er jafn eilíft og Páll prófessor
vill vera láta. Einar Benediktsson
sendiherra og afkomandi Einars
skáld hefði því átt að halda sig á
mottunni með hneykslun sína á
„ærumeiðingunum" á afa sínum. I
smásögunni Burðurinn eftir Matthí-
as Johannessen um þessa atburði,
reyndar með breyttum nöfnum þótt
augljóst sé við hverja er átt, er látið
að því liggja að bróðirinn hafi útveg-
að systur sinni eitrið og því auðvitað
stuðlað að mannsbana og systirin
hafi auk þess reynt að myrða eldra
barn sitt með eitrinu. Enginn hefur
hneykslast á þeim skáldaða „róg-
burði“ að gera sök systkinanna meh'i
en hún þó var.
Dómsdagurinn bendir
í fleiri áttir. Páll prófess-
or skrifar (Mbl. 23.1.) í
hugleiðingu um list og
rógburð að „mikilhæfum
listamönnum" verði
sjaldan á að ærumeiða
fólk í listinni eins og
„slakir listamenn“ geri.
En það eru auðvitað
„mikilhæfir listamenn“
sem valda mestum
mannorðsspjöllum af því
að verk þeirra lifa svo
fjandi lengi. Uppspuni
Púskins og Rimsky-Kor-
sakoffs um það að Sali-
eri hafi myrt Mozart ætl-
ar aldrei að lognast út af.
Ekki heldur kvikindis-
legui' rógur Einars Benediktssonar
um Miklabæjar-Solveigu. Auk þess
er það fyrir neðan allar hellur að sið-
ferðislega ámælisverður verknaður
eigi að mildast eitthvað vegna sér-
stakra hæfileika eða gáfnafars sið-
brjótendanna. Það er bara bölvuð
fyrirmennadýi’kun.
Ættfræðigi'úskararnir minna á að
þeir sem rannsökuðu málið hafi verið
skólabræður og vinir. Einn prestur,
einn læknir og einn settur sýslumað-
ur sem var alræmdur alkóhólisti með
öllum þeim skapgerðarbrestum sem
því fylgir. Hin þríheilaga valdastétt
þjóðfélagsins. A móti þessum mekt-
arboltum sátu tvö umkomulaus
systkini á allra lægsta þrepi þjóðfé-
lagsins. Þetta var ójafn leikur. Voru
réttarhöldin hlutlaus og sanngjörn
og játningarnar um sifjaspellin rétt-
ar? Thor Vilhjálmsson hefur í
Grámosanum lýst hörku sýslu-
mannsins við yfirheyrslur og allir
vita að þar er átt við Einar. Er það
alveg víst að allh- málavextir hafi
verið eins „óyggjandi“ og af er látið?
Það er alkunna að mannleg hugsun
leitast við að endurskoða margan
„sannleika" um menn og málefni frá
fyrri tíð. Er sú viðleitni stuðningur
við rógburð? Og hvað skyldi það nú
oft hafa gerst að „höfðingjar" kæmu
víxlsporum sínum yfir á smælingja
til að bjarga eign skinni? Egill fær
stjörnu fyrir að fjalla um það. Val-
geir Sigurðsson minnti á það (Mbl.
9.1) hve algengt var að „fyrirmenn"
sem börnuðu konur utan hjónabands
kæmu króganum yfir á einhvern
kvensaman vinnumanninn. En ekki
er að sjá að Valgeiri ofbjóði sú
rangsleitni og mannfyrirlitning,
bæði gagnvart vinnumanninum en
þó fyrst og fremst barninu, sem
þannig var svipt uppruna sínum og
ólst kannski upp sem niðursetningur
er átti illa daga. Til að bjarga skinni
höfðingjanna. Systkinin á Svalbarði
áttu lítilli samúð eða skilningi að
mæta. Stúlkan brotnaði og tók líf sitt
sjálf. Það er ekki í fyrsta og ekki í
síðasta sinn sem miskunnarlaust
samfélag hrekur varnarlausa smæ-
lingja út í dauðann. Og með sjálfsvígi
sínu varð hún að argasta syndara og
fékk ekki leg í vígðri mold. Ekki er
vitað til að presturinn eða stórskáld-
ið hafi nokkuð andmælt þeirri dysj-
un. Síðan fór Sólborg víst til helvítis
og var það áreiðanlega skárri kostur
en áframhaldandi vist í mannheim-
um. Dómur Einars yfir Sigurjóni var
feikna gi'immur og hai'ður, enda
mildaði landsyfii'éttur hann til muna.
Jarðakaup Einai's skömmu síðar
sýna að honum var ekki brugðið yfir
þessum atburðum. Honum var skít-
sama.
Upphlaupið vegna leikritsins
Dómsdagur er ógeðfelldur vitnis-
burður um hofmóð og hroka og sýnir
rétt einu sinni að það er ekki sama
að heita Jón og séra Jón. Og ný
meiðyrðalöggjöf sem Páll prófessor
vill ólmur koma á myndi í verki fyrst
og fremst þjóna „fyrirfólki" til að
halda frá sér óþægilegum málum,
„rógburði og slefburði" frá þeim sem
standa höllum fæti gagnvart þeim og
telja þá jafnvel beita sig órétti. Nið-
ur með þá hugmynd.
Höfundur er rithöfiindiir.
Sigurður Þór
Guðjónsson