Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
SIGURÐUR
ÁSMUNDSSON
+ Sigurður Ás-
mundsson,
sendifulltrúi hjá ut-
anríkisráðuneytinu,
fæddist í Reykjavík
27. mars 1932.
Hann lést á heimili
sínu 5. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Dómkirkjunni 15.
febrúar.
Sigurður Ásmunds-
son, vinur okkar og
frændi er allur. Andlát
hans kom ekki á óvart,
við vissum öll að hverju stefndi en
það er sárt að sjá á eftir góðum
dreng á besta aldri.
Siggi var mikill gleðigjafi í lífi
fjölskyldunnar. Hann sá yfirleitt
björtu hliðarnar á flestum hlutum í
tilverunni og var hrókur alls fagn-
aðar á gleðistundum. Siggi var ein-
staklega orðheppinn og minnugur
og átti það til að skjóta fóstum
skotum þegar við átti. Grín hans
var þó jafnan græskulaust og hann
var ekki síður hlýr og raungóður
^ þegar þannig stóð á. Einstaklega
frændrækinn var hann og bamgóð-
ur, því þótti öllum eftirsóknarvert,
gott og skemmtilegt að vera í ná-
vist hans. Mæður okkar voru syst-
ur og fjölskyldurnar bjuggu báðar í
Hlíðunum, en hann var uppalinn í
vesturbænum og minnti okkur
stundum á það í gamni að við vær-
um skör lægra settir en þeir vestan
lækjar.
Segja má að Siggi hafi verið eins
og einn af okkur bræðrunum og
^ . kom það m.a. til af því, að sem ung-
ur drengur hændist hann mjög að
Jafeti Sigurðssyni, afa okkar, á
meðan Sigríður, móðir okkar, var
enn í foreldrahúsum. Á milli þeirra
var síðan mjög kært alla tíð og vilj-
um við að leiðarlokum þakka Sigga
alla hans tryggð og umhyggju fyrir
foreldrum okkar.
Það er orðið alltof sjaldgæft að
vinir og kunningjar komi í heim-
sókn án þess að gera boð á undan
sér. Siggi kom bara þegar minnst
varði, hringdi bjöllunni og gaf sér
góðan tíma til að spjalla um daginn
og veginn, nýjustu sögurnar úr
bæjarlífinu og pólitíkinni flugu,
jafnvel var tekin skák og alltaf sleg-
ið á létta strengi. Hann var mikill
aufúsugestur og allir léttari í lund
eftir heimsóknir Sigga frænda.
Margir töldu að Siggi væri líkastur
Jafet afa sínum af afkomendunum
hvað varðar vaxtarlag, fas og hnytt-
in tilsvör. Hann var í okkar augum
ákveðinn tengiliður við gamla tím-
ann, enda kunni hann góð skil á ætt
okkar og uppruna.
Siggi var gæfumaður í einkalífi
og talaði af mikilli virðingu og stolti
um Kari, stelpurnar sínar og síðar
tendasynina og barnabörnin. Þau
Kari áttu yndislegt heimili á
Kleppsvegi þar sem oft hefur verið
glatt á hjalla og opið hús fyrir stór-
fjölskyldu og vini og jólaboðin
þeirra munu lifa í minningunni.
Fyrir nokkrum árum byggðu þau
hjónin sér bústað í Efstadalsskógi
og höfðu sérstakt yndi af því að
dvelja þar. Siggi vildi hafa þetta
einfalt, kjrrrðin og umhverfið var
honum nóg. Oþarfa prjál var hon-
um ekki að skapi.
Segja má að Siggi hafi verið
æðrulaus maður, enda tók hann því
af mikilli karlmennsku er hann
greindist með þann skæða sjúkdóm
er dró hann til dauða.
Ummönnun Kariar og dætra
þeirra síðustu vikumar var einstök
w og ómetanlegt að hann gat dvalið
heima í faðmi fjölskyldunnar allt
þar til yfir lauk.
Við og fjölskyldur okkar þökkum
Sigga samfylgdina og einstaka vin-
semd í okkar garð um leið og við
vottum Kari, dætrunum, tengda-
sonum og barnabömum dýpstu
^%samúð.
Jafet og Magnús Ólafssynir.
Ellefu ár er mikill
aldursmunur þegar
maður er lftill, stund-
um svo mikill að það
bh verður ekki brúað.
En sumum er það gef-
ið að verða góðir vinir
allra samferðamanna
sinna, skyldra sem
óskyldra á hvaða aldri
sem þeir eru. Svo var
um Sigurð Ásmunds-
son frænda minn, hér
eftir nefndur Siggi,
sem hefur kvatt þenn-
an heim langt um ald-
ur fram. Feður okkar
Sigga vora bræður og var sam-
heldni þeirra og systkina mikil og
samgangur mikill milh þeirra og
fjölskyldna þeirra.
Eg hef litið upp til Sigga frænda
síðan ég man eftir mér. Fyrst var
hann frændi sem bar mig á há-
hesti, síðan var hann frændi sem
kunni meira en ég í leik og starfi,
síðar ríkari af hfsreynslu. Aldurs-
bihð minnkaði með áranum og
sentimetrabihð minnkaði jafnvel
enn hraðar, en eitt var þó ávallt
óbreytanlegt í lífi mínu, og það var
gleði mín að Siggi skyldi vera
frændi minn. Við störfuðum saman
í fyrirtæki föður míns í rúm tutt-
ugu ár og fór aldrei styggðaryrði
milli okkar allan þann tíma.
Siggi var mikill húmoristi. Hann
hafði líka sérlega góða frásagnar-
gáfu svo undantekningarlaust lyft-
ust jafnvel þyngstu brúnir við að
hlusta á hann segja sögur. Kímni-
gáfunni stýrði stórt og hlýtt hjarta
enda var Siggi með eindæmum vin-
margur. Hann var mjög ættrækinn
og fygdist hann ávallt vel með
frændfólki sínu öllu, kom í heim-
sóknir og gætti þess að samband
rofnaði ekki. Við systkinin mátum
það mikils hve oft hann heimsótti
föður okkar á sjúkrabeð.
Enn hef ég ekki nefnt hana Kari
hans Sigga, stóra gæfuna hans.
Kai'i, rík af kímnigáfu, hjartahlýju,
glæsileik og visku, enda vora þau
mjög samhent og skópu dætram
sínum fjórum ástríkt, lifandi og fal-
legt heimili.
Siggi hefur háð erfitt sjúkdóms-
stríð síðan í haust og er því stríði
lokið. Góður frændi og vinur er all-
ur. Eg kveð hann með sáram sökn-
uði en vil þakka honum ómetanleg-
ar stundir, gleði, hlýju, vináttu og
frændsemi.
Kari, Eddu, Bimu, Ellisif, Sunnu
og öðram aðstandendum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur. Minn-
ing um góðan dreng lifir.
Ragnar Einarsson.
Síðast sá ég Sigurð frænda í göt-
unni okkar við Sundin. Hann kom
inn í bankann okkar allur snjóugur
þar sem ég stóð í biðröðinni. Hafði
auðsjáanlega dottið fyrir utan
bankann í fína diplómatfrakkanum
sínum.
Ég gekk til móts við hann og
spurði hvort ég gæti aðstoðað. Nei,
nei, það var ekkert sem amaði að,
sagði hann og sló á léttari strengi.
Sigurði var ekki um það gefið að
velta sér uppúr vandræðum eða
veikindum. Brosið hans reyndist
traust fram á síðustu dægur. Hann
dustaði snjóflyksumar af trefli sín-
um og gekk keikur til starfsmanns
bankans til að ljúka sínum erind-
um. Glampinn í augunum hans
sýndi mér hversu skammt er milli
þessa heims og annars. Veikindin
höfðu gengið á þrek hans og ber-
sýnilegt var að Sigurður var á för-
um í nýja ferð til æðri heima.
Sigurður bjó lengstum við útsýni
yfir Sundin þar sem athafnir
manna rísa og hníga hæst, þar sem
skipin koma og láta úr höfn. Lung-
ann af starfsaldri sínum vann hann
Sindrastáli, þar sem þungavamingi
var skipað á land og breytt í tæki
og tól. Þar vann hann sér mikið
traust fyrir hlýlegt viðmót og vin-
arþel sem aldrei brást og var aldrei
svo vanmáttugt að það styrkti ekki
þann sem þess naut.
Eins gjöfull og Sigurður var á
hinar spaugilegu og ljósu hliðar
lífsins fór ekki hjá því að hann átti
traustan og ekki síður gefandi lífs-
fóranaut sem styrkti hann í dag-
legu amstri og var honum mikið
bakland. Kari Lund Hansen norsk-
fædd eiginkona Sigurðar í blíðu og
stríðu er einstakur gleðigjafi, ekki
síður en hann. Saman vora þau
eins og klettur ástúðar, uppörvandi
og gefandi innri kraft hverjum sem
kynntist þeim.
Ekki var að undra að Sigurður
væri fljótt mikilsmetinn í varnar-
og utanríkisþjónustunni eins lipur
og greiðvikinn hann var í öllu sínu
líferni. Sannur sendifulltrúi hvert á
land sem hann fór. Saman voru þau
hjónin sannir sendiherrar og líkn-
arar við Sundin hvort á sínu sviði.
Sigurður Ásmundsson er kominn í
fóðurætt ofan af Kjalarnesi og
saman áttum við sitthvora ömmu-
systurina búandi á vindabýlinu
Skrauthólum. Katrín Einarsdóttir
amma Sigurðar var mikill heimilis-
vinur foreldra minna í elli sinni og
æsku minni og man ég vel eftir
henni með prjónana sína á æsku-
heimili mínu, traustri og ákveðinni
í stólnum sínum í forstofunni. For-
eldrar mínir nutu gleðilegra sam-
vista við Sigurð og Kari og börn
þeirra í herrans mörg ár við Ægi-
síðuna, eins konar framhald
ánægjulegra samskipta við Einars-
fólkið í Sindra og leyfi ég mér að
þakka fyrir þær samverastundir
þar sem Sigurður var minn
tengiliður við það frændrækna
fólk. Eiginkonunni Kari Hansen,
börnum og bamabömum sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur í
dag þegar við kveðjum góðan
heimilisfóður og dreng.
Sigurður Antonsson.
Pótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.
Þessar hendingar úr kvæði
Stephans G. koma ósjálfrátt upp í
hugann nú, þegar vinur okkar Sig-
urður Ásmundsson er allur og far-
inn í sína hinztu ferð. Hann hafði
mikið dálæti á þessu kvæði og söng
það gjarna á góðri stundu. Hvert
sem leiðir hans lágu var hann fyrst
og síðast íslendingur - sonur land-
vers og skers.
Því er réttilega haldið fram að
það eina sem mennimir vita með
fullri vissu sé að fyrr eða síðar
muni jarðvist þeirra ljúka. Þegar
horft er upp á það að góður vinur
lýtur í lægra haldi fyrir illvígum
sjúkdómi, ætti brotthvarf hans
ekki að koma á óvart. Engu að síð-
ur er æði oft eins og dauðinn komi
manni í opna skjöldu og að viðkom-
andi sé ekki horfinn af sjónarsvið-
inu. Þetta á ekki sízt við um sterka
persónuleika. Það er ótrúlegt að
hugsa sér að Sigurður muni ekki
lengur koma fyrirvaralaust í heim-
sókn, eins og hann gerði svo oft, að
ekki verði lengur hægt að leita
hollráða hjá honum eða fara „heim
til Sigga og Karí“, eins og það var
kallað.
Við Sigurð era tengdar óteljandi
góðar minningar sem ekki munu
fymast þeim sem nutu þeirra for-
réttinda að eiga hann að vini. Við,
sem setjum þessar línur á blað vor-
um í þeim hópi. Áratugum saman
voram við fjórir vinir og óaðskilj-
anlegir félagar í þeim andans og
líkamans íþróttum sem við töldum
með áranum göfugastar; tafli, bad-
minton og veiðiskap. Iðkun þeirra
leiddi okkur víða um land, um lend-
ur hugans og til mikilla rökræðna
og umræðna - oft háværra - en
djúpra að því er okkur fannst.
Ævintýrin urðu með tímanum
ótöluleg og verða uppspretta góðra
minninga alla ævi okkar. Við það
bætast svo þær mörgu og góðu
stundir sem fjölskyldur okkar áttu
saman.
Sigurður var hrókur alls fagnað-
ar í þessum hópi, eins og annars
staðar, því að hann var glettinn,
óborganlega skemmtiiegur og mik-
ill gleðskaparmaður. Hann var
skarpgáfaður, fljótur til svars og
orðheppinn. Hann hafði húmor
sem stundum var ekki á allra færi
að skilja eða meðtaka. Hann talaði
tæpitungulaust og átti það til að
vera stríðinn og jafnvel svolítið
kaldhæðinn, en með því var hann
oftar en ekki að breiða yfir við-
kvæma lund sína. Hann felldi ekki
sleggjudóma um fólk og var trygg-
ur vinur sem alltaf var gott að leita
til.
Sigurður Ásmundsson var prúð-
menni, en litríkur persónuleiki sem
sópaði að, þótt hann gengi ekki um
sali með hávaða eða látum. Hann
var mikill smekkmaður, afburða
snyrtimenni í klæðaburði og bar sig
vel. Það fór aldrei milli mála
hvenær hann var mættur á staðinn.
Sigurður var kallaður burt fyrir
aldur fram. Hann var í starfi í ut-
anríkisþjónustu lands síns, sem
hann gegndi með miklum áhuga og
skyldurækni, og áhugamálin vora
mörg. Hann átti yndislega fjöl-
skyldu: Karí, dæturnar fjórar,
Eddu, Bimu, Ellisif og Sunnu,
tengdasyni og barnabörn sem hann
sá ekki sólina fyrir. Þau Karí höfðu
fundið sér unaðsreit og byggt fal-
legan sumarbústað austur í Laug-
ardal, og þangað stefndi hugurinn
æ oftar. En forlögin óumflýjanlegu
gripu í taumana og okkur er ekki
ætlað að skilja hvers vegna það
varð svo fljótt.
Með Sigurði er genginn mikill
sómamaður og góður drengur sem
skilur eftir sig tómarúm sem seint
verður fyllt. En hann skilur líka
eftir sig margar og góðar minning-
ar, og hver minning er dýrmæt.
Við og konur okkar, Rut, Inga
Lára og Margrét, sendum Karí,
dætrunum og öðrum vandamönn-
um innilegar samúðarkveðjur, um
leið og við þökkum langa samfylgd
og félagsskap góðs vinai-.
Bergur Jónsson,
Ingvi Þorsteinsson,
Þorvaldur Jónasson.
Utanríkisþjónustan kveður nú
traustan og góðan starfsmann. Sig-
urður Ásmundsson er horfinn sjón-
um allt of fljótt. Veikindi hans á
undanfórnum mánuðum reyndust
alvarlegri en okkur grunaði því
Sigurður var æðrulaus maður sem
kvartaði lítt eða ekki um sína hagi.
Geðslegri og Ijúfari mann sem
samstarfsfélaga er vart hægt að
hugsa sér. Eins og gengur á anna-
sömum vinnustað gefast ekki oft
stundir til að ræða um óskylda
hluti, en það var tilhlökkunarefni
að spjalla fyrst á morgnana við
Sigurð meðan hellt var upp á kaff-
ið. Kímni hans var létt og græsku-
laus og hann var fróður um ólík-
ustu hluti. Hann hafði ánægju af
þessu kaffibollaspjalli okkar og
kom stundum við í bakaríinu til að
gleðja okkur samstarfsfélagana
með nýbökuðum vínarbrauðum.
Ég nefni þetta vegna þess, að
allir sem Sigurð umgengust gengu
líka í andlegum skilningi ríkari frá
borði með honum og hann skilur
eftir sig skarð sem ekki verður
fyllt.
Sigurður réðst til starfa sem
deildarstjóri í utanríkisþjónustunni
árið 1986 og hóf þá störf við fjár-
og eignaumsýslu á vamarmála-
skrifstofu ráðuneytisins. Hann
sinnti störfum sínum þar af stakri
prýði og fluttist síðan til enn frek-
ari ábyrgðarstarfa á sama sviði í
hinni almennu skrifstofu ráðuneyt-
isins þar sem hann starfaði sem
sendifulltrúi frá árinu 1991 til ævi-
loka.
Við minnumst margra ánægju-
stunda með Sigurði og hans ágætu
konu, Kari. Starfsmenn syrgja nú
góðan vin og félaga og þakka af al-
hug ánægjulegt og gott samstarf
sem aldrei bar skugga á.
Eiginkonu hans og fjölskyldu
allri vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Helgi Ágústsson.
Höggvið er skarð í hópinn kæra
horfi ég til baka gengna leið.
í verslunarskólanum ljúft var að læra
og lífsstarfið okkar allra beið.
Hvað framtíðin myndi okkur færa
fæstir vissu, en brautin greið.
Langt er liðið frá skóladögum
sem leiftur birtist horfin tíð
Við leit að þekkingu í þungum fógum
við þurftum stundum að heyja stríð.
Þó skúrir leyndust í skýjadrögum
skein okkur veröld heið og víð.
Gengin er lífsins gata á enda
geymist í huga minning hans.
Með þessum visum vil ég senda
vináttu og þökk til horfins manns.
Megi þig góðar vættir vemda
vinur í faðmi lausnarans.
Höskuldur Jónsson.
Andlátsfregn samstarfsmanns
okkar, félaga og vinar, Sigurðar
Ásmundssonar, kom ekki á óvart.
Um hálfs árs skeið barðist hann við
sjúkdóm sem engum hlífir. Að
þeirri baráttu gekk hann eins og
eðli hans bauð honum; af fullu
raunsæi og án þess að bera vanda
sinn á torg.
Sigurður kom til starfa í utanrík-
isþjónustunni fyrir 13 áram og
starfaði lengstan þann tíma á varn-
armálaskrifstofu, en einnig um
skeið jafnhliða við rekstrarlegt eft-
irlit á almennri skrifstofu ráðu-
neytisins.
Eiginleikar hans voru utanríkis-
þjónustunni dýrmætir; hann var
afar glöggur, samviskusamur og
úrræðagóður. Hann hafði fullkom-
in tök verka og óhindraða yfirsýn.
En hitt var ekki síðra hve góð áhrif
hann hafði á vinnustað. Hin fágaða
en jafnframt glettna framkoma
kallaði fram hið besta í samstarfs-
fólki og hann var heill og hollur
vinur.
Sigurðar Ásmundssonar, hans
léttu lundar, góðlegu glettni og
góðu ráða er sárt saknað.
Blessun fylgi Karí, dætranum og
fjölskyldum þeirra.
Róbert Trausti Árnason
og Bjarni Sigtryggsson,
sendiráði Islands,
Kaupmannahöfn.
Sigurður Ásmundsson vinur
minn er allur. Um æviferil hans og
lífshlaup vita aðrir meira og minn-
ast. Mér er minnisstæð vinátta við
góðan dreng, skarpur húmor og
leiftrandi gáfur. Við unnum saman
um stutta hríð og kynntumst þar,
en eftir að samstarfi lauk hélst vin-
áttan og við höfðum reglubundið
samband. Ekki var það alltaf til að
leysa starfstengd vandamál heldur
miklu oftar til að spjalla um eitt-
hvað sem öðram hvoram fannst
fyndið í daglega lífinu og í fari sam-
ferðamannanna.
Þrátt fyrir einhvem aldursmun
voram við alltaf jafnaldrar í andan-
um og höfðum í samtölum okkai' þá
einu reglu að þegar samtali var slit-
ið væru báðir brosandi og enginn
alvarlega meiddur af umtali okkar.
Þegar sjúkdómurinn, sem síðar
varð honum sterkari, uppgötvaðist
ræddi hann hispurslaust við mig
um dapurlegar batahorfur og við
áttum langar viðræður um við
hvern við gætum farið í mál út af
þessu. Þó í hálfkæringi væri sagt
var okkur líka báðum ljóst að nú
réð sá einn sem öllu ræður. Sigurð-
ur nefndi líka að nú væri sennilega
útséð um að við kæmum í verk
margra ára þrautræddum framtíð-
aráætlunum okkar um að koma
okkur upp sumarbústað við norska
strönd þar sem við ætluðum sam-
eiginlega að eyða ellinni í að segja