Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 49

Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 49 OLA BJORG BERGÞÓRSDÓTTIR + Óla Björg Berg- þórsdóttir Hers- ir fæddist á Norð- firði hinn 31. ágúst 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. janúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 9. febrúar. Kveðja til móður minnar. Blessuð vertu, baugalín. Blíður Jesús gæti þín, elskulega móðir mín; Mælir það hún dóttir þín. (ÁJ.Ey.) Það er með sárum trega sem ég minnist hennar mömmu minnar. Hennar mömmu sem að öllum öðr- um ólöstuðum hefur kennt mér hvað mest um líflð, ekki bara ver- aldlega þáttinn, heldur fyrst og fremst um hinn tilfmningalega þátt lífsins, eins og að ást er ekki einka- eign neins eins, heldur gjöf sem ber að gefa af óeigingirni án þess að krefjast endurgjalds, vera trúr sjálfum sér fyrst og fremst og að fegurðin kemur innan frá. Aldrei sá ég hana mömmu öðru- vísi en með hannyrðir í höndun- um, hekla eða sauma út á meðan heilsa hennar leyfði. Jafnvel núna fyrir jólin var hún að reyna með veikum mætti að mála á jóladúk á endurhæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þessi dúkur lýsir ekki síst viljastyrk hennar, hún ætlaði! hún ætlaði! Eg get heldur ekki gleymt þeirri væntumþykju sem hún sýndi börnunum mínum, ef þau veiktust þá var læknirinn hún amma fyrst spurð álits og alltaf var hún boðin og búin að hlusta á þau. Já, hún mamma var um margt einstök kona. Það gladdi mig mikið að sjá að mamma hennar breiddi út faðminn og tók fagnandi á móti henni. Eg veit að góður Guð tekur á móti henni með kærleiksríku ljósi sínu, því svo sannarlega var líkami hennar orðinn þreyttur og lúinn. Það er ekki auðvelt að kveðja konu eins og mömmu því það er svo margt sem bindur saman tvær per- sónur á langri ævi. Ég læt hér fylgja erindi úr kvæði eftir Tómas Guðmundsson: Ei þekkti eg ást, sem aldrei dó. En ást, sem gerði lífið bjart. Um stundarbið, ég þekkti þó. Og þegar næturhúmið svart. Um sálu mína síðast fer. Og slökkur augna minna glóð, þá veit ég hvaða ljúflingsljóð mun líða hinzt að eyrum mér. Þórunn Kristín Emilsdóttir. Vinkona mín Björg Bergþórsdóttir er lát- in eftir langvarandi veikindi. Bogga var vinkona mín en hún var líka vinkona barn- anna minna og það var eins og aldursmunurinn hefði lítið að segja, krökkunum fannst Bogga sérlega skemmtileg. Við kynntumst þegar við unnum á sama vinnustað og þá var nú ekki alltaf logn í kringum okkur. Við vorum ósammála um flesta hluti en það kom ekki að sök alltaf gát- um við skipst á skoðunum og urð- um við bestu vinkonur. Hennar mesta gæfa var þegar hún kynnt- ist eftirlifandi eiginmanni sínum Gunnari Hersi, hann var hennar stoð og stytta í öllum hennar veik- indum. En það var sama hvað Bogga var veik, alltaf var hún jafn hugrökk og virtist eflast við hverja raun. Bogga hafði gaman af að ferðast um eigið land. Síð- ustu árin gat hún lítið farið en ferðaðist því meir í huganum. Við fjölskyldan biðjum guð að styrkja Gunnar, börn og barnabörn í þeirra mildu sorg. Við kveðjum kæra vinkonu með eftirfarandi vísu. Það vex hér inná heiðinni ein veðruð jurt sem vindar hafa ekki getað slitið burt. Þó að nísti blöðin hennar bitur nál ber hún lit að nýju um sumarmál. Og þó að gráan hélustilk hún hneigi í svörð hnarreist aftur rís hún er þiðnar jörð. Þar sem henni yljar best er auglit þitt - heiðin þar sem hefst hún við er hugskot mitt. (Olga Guðrún Amadóttir.) Erla, Kjartan og börn. Dýrðarkórónu dýra drottinn mér gefur þá réttlætisskrúðann skíra skal ég og líka fá upprisudeginum á, hæstum heiðri tilreiddur, af heilögum englum leiddur í sælu þeim sjálfum hjá. Svo munu guðs englar segja: Sjáið nú þennan mann, sem alls kyns eymd réð beygja áður í heimsins rann. Oft var þá hrelldur hann. Fyrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann. (H. Pét.) Það er ekki að undra þó að orð sálmaskáldsins um þjáningu lífsins og friðinn í dauðanum fljúgi manni í hug þegar hugsað er til Boggu mágkonu minnar og þeirra veik- inda sem hún þurfti við að stríða alla sína ævi. Éins og Hallgrímur segir í sálminum, þá taka þjáning- ar enda í dauðanum og upp rennur dýrðartíð í faðmi Krists. Én sigur- inn vinnst ekki aðeins í dauðanum. Manneskjan getur einnig yfirunnið þjáningar og veikindi líkamans með trú, jákvæðu hugarfari og vilja til þess að láta ekki bugast. Þann vilja hafði Bogga í ríkum mæli. Hún bjó yfir mikilli lífsgleði sem hún miðlaði óspart til annarra og einhverjum óskilgreindum innri styrk eða seiglu sem hélt henni uppréttri þegar veikindin virtust alveg við það að fella hana. Ég var unglingsstúlka þegar ég kynntist Boggu. Við bjuggum báð- ar í Vestmannaeyjum, hún sjö ár- um eldri en ég, gift tveggja barna móðir. Á heimili hennar var mikill gestagangur, því Bogga var uppfull af kæti og skemmtilegheitum sem smitaði út frá sér og þangað var gaman að koma. Hún var einstak- lega myndarleg í höndunum og mikil húsmóðir, og báru kræsing- arnar sem hún bauð gestum því fagurt vitni. Það var á heimili Boggu sem ég kynntist Hæa bróður hennar, sem síðar varð eiginmaður minn. Hæi bar mikla umhyggju fyrir litlu systur sinni og ef til vill ekki síst af því að þau höfðu verið aðskilin í barnæsku vegna ótímabærs frá- falls móður þeirra. Og aftm- skildu leiðir þeirra systkinanna, við Hæi fluttumst austur, en Bogga fór suð- ur til Reykjavíkur. Alltaf hélst þó gott samband þó að langt væri á milli, en Bogga fylgdist vel með stórfjölskyldu sinni og lét radd- leysið ekki aftra sér frá því að taka þátt í fjörugum samræðum um menn og málefni. Bogga átti góða að. Gunnar, eig- inmaður hennar, bar hana á hönd- um sér og börnin, Hávarður og Þóra Stína, sýndu móður sinni ávallt nærgætni og hlýju. Þeim votta ég mína innilegustu samúð. Þóiainn Magnúsdóttir. + Sigurður Ólafs- son fæddist í Götu í Holtahreppi 11. ágúst 1917. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavík- urkirkju 13. febrú- ar. Látinn er vinur okkar og nágranni Sigurður Ólafsson, Suðurvör 6 í Grinda- vík. Þegar konan mín hringdi í mig útá sjó og sagði mér að hann Siggi væri dáinn þá setti mig hljóðan. Enda þótt maður vissi að hann hefði verið mjög veikur, þá ein- hvern veginn virðist dauðinn alltaf koma manni í opna skjöldu. Það var eins og maður hefði misst einn úr fjölskyldunni. Vissulega var það kannski svo, alltént var okkur fjöl- skyldunni tekið opnum örmum frá upphafi þegar við fluttum í Suður- vör 8 við hliðina á þeim Gerðu og Sigga árið 1991 og vorum strax eins og ein úr fjölskyldunni. Reynd- ar hafði ég kynnst þeim örlítið sem krakki þegar þau bjuggu á Valdastöðum og ég í Vík, en þetta var allt öðruvísi. Alltaf gátum við rölt yfir til þeirra í kaffisopa eða bara til að spjalla. Og ef mann vantaði eitt- hvað eða einhverja að- stoð, þá var Siggi alltaf boðinn og búinn til hjálpar ef hann mögulega gat. Á þessum stutta tíma sem kynni okkar vörðu er svo margs að minn- ast eins og t.d. þegar öll börnin voru saman kominn hjá þeim, þá var okkur iðulega sagt að koma nú endilega yfir og vera með. Þá var nú ósjaldan tekið lagið og þá var nú Siggi í essinu sínu. Það sem hann kunni af textum, ég vildi að ég kynni bara brot af því. Síðasta haust þegar þau hjónin sögðu okkur að þau væru brátt að flytja til Hafnarfjarðar á Hrafn- istu þá ætluðum við varla að trúa því og einhvern veginn hugsuðum ekkert út í það meir. En einn dag- inn voru þau flutt og ósköp vant- aði nú mikið fannst manni að geta ekki labbað yfir þegar maður nennti ekki að hella upp á, því að alltaf gat maður treyst því að Siggi ætti á könnunni. Þá var setið og spjallað um heima og geima og oftar en ekki um hesta, því nokkra hafði hann nú átt um ævina og kunni hann margar skemmtilegar sögur úr sveitinni sem gaman var að hlusta á. Einhvern veginn situr í mér textabrot sem Siggi söng oft og hljóðar svo: „Þú komst í hlað á hvítum hesti.“ Veit ég að honum þótti vænt um þetta lag og grunar mig að Siggi hafi riðið í hlað á hvítum hesti þar sem að hann er staddur nú. Um leið og við kveðjum þig með söknuði, kæri vinur, þá eigum við alltaf minninguna um þann besta granna sem hugsast getur. Sendum þér, elsku Gerða, og fjölskyldunni innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Fjölskyldan Suðurvör 8. SIGURÐUR ÓLAFSSON EVA ÞORFINNSDÓTTIR + Eva Þorfinnsdóttir fæddist í Bitru í Hraungerðishreppi 12. maí 1922. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 26. janúar síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Selfosskirkju 6. febrú- ar. Það er eitt og vist, að öruggt er að öll við getum huggað okkur við góðar minningar sem koma fram í huga manns, er við fréttum lát hennar Evu. Eva Þorfinnsdóttir bjó á Sel- fossi. Þar sem við hjónin þekktum hana, ákvað ég að skrifa um þessa ágætu konu örfá kveðjuorð. Við hjónin komum heim til hennar. Ætíð var hún kát og hlýleg í við- móti. Eva var skrafhreifin mjög. Hún gat spurt og við gátum svar- að, eftir hvað best við átti. Ef ég má minnast á eitt, þekkt- ust þær vel, hún Eva og Fjóla tengdamóðir mín. Þær voru perlu- vinkonur. Heyrði ég vel að þær voru fljúg- andi færar. Þá kveð ég um þær hugsanir sem hendi næstar voru. Um harma mína, gleði og alls kyns tilfinningar á vandaðan skjalapappír, orti ég ððru hvoru, en oftast nær á stefnur eða víxiltilkynningar. (Tómas Guðm.) Fjóla og Kristinn, Hveragerði. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGMAR SIGURÐARDÓTTUR, Helgubraut 31, Kópavogi. Halldóra Erla Tómasdóttir, Stefán G. Stefánsson, Valdís Ólafsdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Magnea Tómasdóttir, Rúnar Þórhailsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR BJÖRNSSONAR fyrrverandi útvarpsstjóra. Margrét Helga Vilhjálmsdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Ögmundur Jónasson, Vilhjálmur Kr. Andrésson, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Bjarni Andrésson, Margrét Birna Andrésdóttir, Jón Þórisson og barnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og iangömmu, ÓLU BJARGAR BERGÞÓRSDÓTTUR HERSIR, Rauðarárstfg 32. Einnig sendum við þakkir til allra þeirra sem studdu hana í veikindum hennar. Gunnar Hersir, Hávarður Emilsson, Fríður Hlín Sæmundsdóttir, Þórunn Kristín Emilsdóttir, Kristinn Eymundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, Suðurvör 6, Grindavík, Sérstakar þakkir til lækna sem önnuðust hann og alls starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Eins til allra annarra vina, sem umvöfðu okkur og hjálpuðu á annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Gerða Kristín Sigmundsdóttir Hammer, börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.