Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 53
Tor Helness bætti
enn einni rósinni
í hnappagatið
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Sigurvegarai’ mótsins, Tor Helness og Jon Egil Furunes. Sigurinn
hékk á bláþræði í lokin eftir yfirburðastöðu fyrir síðustu umferðina.
SIGURÐUR Vilhjálmsson og Ragnar Magnússon saumuðu að sigur-
vegurunum í lokaumferðinni en urðu að láta sér nægja annað sætið.
BRIPS
Hólel Loftleiðir
TVÍMENNINGUR
A BRIDSHATÍÐ
23 umferðir - 124 pör -
10.-11. febrúar
Norðmennimir Tor Helness og
Jon Egil Furunes sigruðu í tvímenn-
ingskeppninni sem lauk um kvöld-
matarleitið sl. laugardag og sýndi
Helness enn einu sinni hve ílrna-
sterkur spilari hann er. Hann hefur
ásamt landa sínum Geir Helgemo
myndað eitt sterkasta pai- heims
undanfarin ár, og þeir eru nýbúnir
að að vinna Macallan-tvímenninginn
í London annað árið í röð.
Tor og Jon Egil tóku forystuna
strax á laugardag og spiluðu á
fyrsta borði allan daginn. Fyrir-
komulag mótsins var með þeim
hætti að þeir spiluðu við öll efstu
pörin í mótinu sem mættu á fyrsta
borð hvert af öðru og reyndu að
klekkja á þessu sterka pari. Flest
þeirra fóru bónleið til búðar þar til
í síðustu umferð að Valur Sigurðs-
son og Sigurður Sveinsson mættu
til leiksins og fengu 63 stig á móti
þeim og settu spennu í mótið eftir
að Norðmennirnir höfðu haft
þægilega stöðu í toppsætinu lengi
vel.
A meðan spiluðu helztu keppi-
nautarnir Ragnar Magnússon og
Sigurður Vilhjálmsson gegn Sel-
fyssingunum Þórði Sigurðssyni og
Gísla Þórarinssyni. Ragnai- og Sig-
urður áttu afburðasetu og skoruðu
129 stig þannig að það var Tor og
Jon Egil til happs að þeir áttu lið-
lega 200 stiga forystu fyrir síðustu
umferðina. Lokaskor Tors og Jons
Egils var 868 stig en Ragnars og
Sigurðar 840.
Dæmigerð Ziasveifla
Zia Mahmood mætti til leiks á ný,
nú með Barnett Shenkin. Þeir
voru lengst af í kringum 10. sætið
og þegar þeir mættu Ragnari og
Sigurði í þriðju síðustu lotu virt-
ust íslendingarnir ætla að hafa
mun betur því fyrstu þrjú spilin
voru þeim hagstæð. En í síðasta
spili setunnar greip Zia til sinna
ráða:
Suður gefur, allir á hætti.
Norður
* 10864 ♦ ÁD
♦ 7 * D109874
Vestur Austur
♦ ÁK73 * DG952
♦ 752 ♦ 963
♦ K43 ♦ G2
*G52 + ÁK6
Suður
♦
♦ KG1084 ♦ ÁD109865 ♦ 3
Zia virðist hafa ákveðið að búa til
sveiflu og opnaði því á veikum 2
tíglum með suðurspilin. Og honum
varð að ósk sinni:
RM BS SV ZM
- - — 2 tígiar
Pass Pass 2 spaðar 3 tyortu
4 spaðar Pass Pass 4 grönd
dobl 5 lauf dobl 5 tíglar
dobl 5 työrtu dobl/
Þótt þá Ragnar og Sigurð hafí
væntanlega grunað að Zia væri
með óvenjulega hönd, er erfitt að
áfellast þá fyrir sagnir. Gegn 5
hjörtum dobluðum spilaði Ragnar
út spaðaás en Zia trompaði, tók
tígulás og spilaði tíguldrottningu
og hleypti henni þegar Ragnar lét
lítið. Hann trompaði næst tígul með
ás, spilaði hjartadrottningu og yfir-
drap með kóng, og þegar hjai'tað lá
3-3 átti Zia 12 slagi og hreinan
topp; við mörg borð var spilaður
tígulbútur í NS.
Þetta kom Zia á bragðið og í síð-
ustu umferðinni skutust þeir
Shenkin í þriðja sætið með
jákvæðri skor gegn bræðnmum frá
Akureyri Antoni og Sigurbirni
Haraldssonum í síðustu umferðinni
og eins og þekkt er skiptir máli að
vera í toppsætunum á réttum tíma
en Zia hafði aldrei komist svo ofar-
lega fyrr en í síðustu umferðinni.
Anton og Sigurbjörn náðu að halda
fjórða sætinu þrátt fyrir tapsetu en
það var hart að þeim sótt. Jón Þor-
varðarson og Sverrir Kristinsson
fengu risaskor í síðustu umferðinni
eða 147 stig og fóru úr 13. sætinu í
það funmta en lokastaðan í mótinu
varð annars þessi:
Tor Helness - Jon Egil Furunes 858
Ragnar Magnúss. - Sigurður Vilhjálmss. 840
Zia Mahmood - Barett Shenkin 7190
Anton Haraldsson - Sigurbjöm Haralds. 653
Jón Þorvarðarson - Sverrir kristinsson 651
Knut Blakset - Frederik Bjerregaard 626
Valur Sigurðsson - Guðmundur Sveins. 580
Vignir Hauksson - Guðjón Bragason 579
Ralph Katz - Steve Garner 570
Sigurður Sverriss. - Aðalsteinn Jörgens. 557
Verðlaunin í mótinu voru glæsi-
leg eða liðlega ein milljón ki-. Fyrir
fyrsta sætið voru 3400 dalir eða
tæp 240 þúsund, fyrir annað sætið
voru 2400 dalir eða um 170 þúsund.
Þriðju verðlaunin voru 1600 dalir,
fjórðu verðlaun 1200, fimmtu verð-
laun 800 dalir og fóru síðan lækk-
andi en 13.-15 sætið gáfu 100 dali
eða um 7000 krónur.
Keppnisstjórar á mótinu voru
Sveinn Rúnar Ein'ksson, Eiríkur
Hjaltason og Stefán Jóhannsson.
Steingrímur Gautur Kristjánsson sá
um útreikning mótsins en Stefanía
Skai'phéðinsdóttir var mótsstjóri.
Um 80 sveitir tóku þátt í Flug-
leiðamótinu, sem lauk í gærkvöldi.
Því verða gerð skil í blaðinu á
morgun.
Arnór Ragnarsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Fréttir á Netinu
FRÉTTIR
Vika gegn
vímuefn-
um í MK
VIKUNA 16.-19. febrúar helgar
Menntaskólinn í Kópavogi barátt-
unni gegn vímuefnum. Hver kennari
fjallai’ um vímuvamir í kennslu sinni
þessa tilteknu viku, og auk þess verð-
ur haldin samkoma miðvikudaginn
17. febrúar í matsal skólans kl. 14-16.
Á samkomunni afhendir Margrét
Friðriksdóttir skólameistari verð-
laun fyrir besta veggspjald og
slagorð gegn vímuefnum, sem bár-
ust í samkeppni er efnt var til meðal
nemenda skólans. Veggspjaldið
verður prentað og hengt upp í
helstu stofnunum og verslunum
bæjarins.
Meðal skemmtiatriða verður söng-
ur skólakórs MK undir stjórn
Sigrúnar Þorgeirsdóttur og Guðrún
Lilja Magnúsdóttir syngur við undir-
leik Helgu Kolbrúnar Magnúsdótt-
ur. Einnig syngup Sigrún Eva Ár-
mannsdóttir og Ágústa Eva Er-
lendsdóttir og Edgar Smári Atlason
við undirleik Þóris Úlfarssonar.
Kynnir á samkomunni verður Helga
Braga Jónsdóttir, leikkona.
--------------
• •
Oskudagurinn
í Reykjanesbæ
HALDIN verður öskudagshátíð fyr-
ir nemendur í 1.-6. bekk grunnskól-
anna í Reykjanesbæ. Hátíðin stend-
ur yfir frá kl. 14-16. Nemendur í
Myllubakkaskóla mæti í íþrótta-
húsið við Sunnubraut og nemendur
Njarðvíkurskóla í Iþróttamiðstöðina.
Dagskráin verður með
hefðbundnu sniði. „Kötturinn" sleg-
inn úr tunnunni, leikir, dans, glens
og gi’ín. Allir fá viðurkenningu fyrir
að mæta og einnig fá þeir verðlaun
sem slá „köttinn" úr tunnunni. Ekki
verða veitt verðlaun fyrir búninga.
Að hátíðinni stenda Tómstundaráð
Reykjanesbæjar, Léttsveit Tónlist-
arskólans í Keflavík og Lúörasveit
Tónlistarskóla Njarðvíkur. í frétta-
tilkynningu eru foreldrar beðnir að
taka virkan þátt í þessari skemmtun
og aðstoða bömin.
------♦-♦-♦------
• •
Oskudagsball
í Kaplakrika
LIONSKLÚBBURINN Kaldá,
Æskulýðsráð og Sparisjóður Hafn-
arfjai’ðar halda öskudagsball í
íþróttahúsinu Kaplakrika miðviku-
daginn 17. febrúar kl. 13-15.
Skemmtunin hefst á því að köttur-
inn verður sleginn úr tunnunni.
Tunnurnar verða 3, ein fyrir 10 ára
og eldri, ein fyrir 6-9 ára og sú þriðja
fyrir 6 ára og yngri. Hljómsveitin
Gleðigjafar ásamt André Bachmann
og Helgu Möller heldur uppi fjörinu.
Veitt verða verðlaun fyrir skemmti-
legustu búningana.
Aðgangur er ókeypis og allir fá
gefms svala. Engin sala verður á
gosdrykkjum eða sælgæti, segir í
fréttatilkynningu.
Dagbók
I wl Háskóla
fslands
DAGBÓK Háskóla íslands 14.-20.
febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á
fyrh’lestra í boði Háskóla íslands.
Dagbókin er uppfærð vikulega á
heimasíðu Háskólans http://\vww.-
hi.is/HIhome.html
Þriðjudagur 16. febrdar:
Axel Kristinsson sagnfræðingur
flytur fyrirlestur í boði Sagn-
fræðingafélags íslands sem hann
nefnir: „Félagssaga og flækju-
fræði“. Fundurinn verður haldinn í
Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð, kl.
12.06-13 og er hluti af fyrirlestraröð
Sagnfræðingafélagsins sem nefnd
hefur verið: Hvað er félagssaga?
Miðvikudagur 17. febrúar:
Háskólatónleikar í Norræna hús-
inu kl. 12.30. Þá leikur tríóið Austan
3 Tríó V op. 70 no. 1 eftir Ludvig van
Beethoven. Austan 3 skipa konur úr
Austurbænum, þær Svana Víkings-
dóttir, píanóleikari, Sigurlaug Eð-
valdsdóttir, fiðluleikari og Lovísa
Fjeldsted, sellóleikari. Verð
aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis fyr-
ir handhafa stúdentaskírteina.
Fimmtudagur 18. febrúar:
Ólöf Ragna Ámundadóttir flytur
erindi sem nefnist: „Samanbui’ður á
tveimur þjálfunaraðferðum fyrir
hjartasjúklinga á íslandi" á málstofu
í læknadeild. Málstofan fer fram í sal
Krabbameinsfélags Islands, Skógar-
hlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16.00
með kaffíveitingum.
Föstudagur 19. febrúar:
Magnús Jóhannsson grasa-
fræðingur flytur fyrirlestur sem
nefnist: „Frjópípur: vöxtur, sam-
keppni og val“ í boði Líffræðistofn-
unai’. Fyrirlesturinn er haldinn í G-
6, Grensásvegi 12, kl. 12.20.
Wibeke Hallensleben frá veiru-
deild háskólans í Freiburg, Þýska-
landi, flytur fyrirlestur sem nefnist:
„Borna Disease Virus infection in
mice and men“ á Fræðslufundi
Keldna. Fundurinn verður haldinn á
bókasafni Keldna kl. 11 og stendur
yfir í 30-35 mín.
Laugardagur 20. febrúar:
Tveir fyrirlestrar um hafið verða
fluttir á vegum Hollvinaasamtaka
HI. Fyrirlestrana flytja dr. Guðrún
Marteinsdóttir fiskvistfræðingur og
Jóhann Sigurjónsson forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar. Fyi’irlestur
Guðrúnar nefnist: „Hrygning, klak
og nýliðun þorsks“ og fyrirlestur
Jóhanns: „Hafrannsóknir á nýrri
öld“. Fyrirlestrarnir verða í sal 3 í
Háskólabíói og hefjast kl. 14.
Námskeið á vegum
Endurmenntunarstofnunar
vikuna 5.-20. febrúar:
Sýningar
Þjóðarbókhlaða. Sýning á
rannsóknartækjum og áhöldum í
læknisfræði frá ýmsum tímum á
þessari öld. Sögusýning haldin í til-
efni af 40 ára afmæli Rannsóknar-
deildar Landspítalans (Department
of Clinical Biochemistry, University
Hospital of Iceland) og að 100 ár eru
liðin frá því að Holdsveikraspítalinn í
Laugarnesi var reistur. (The Leper
Hospital at Laugarnes, Reykjavík).
Sýningin stendur frá 10. október og
fram í mars.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir - Örsýn-
ing í forsal þjóðdeildar. Kvenna-
sögusafni Islands bai'st nýlega að
gjöf málverk Gunnlaugs Blöndal af
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur frá 1934.
Gefandi er Guðrún Pálsdóttir,
tengdadóttir Bríetar. í tilefni af þvi
hefur verið sett upp örsýning um
Bríeti í forsal þjóðdeildar Lands-
bókasafns íslands - Háskólabóka-
safns. Þar er málverkið til sýnis
ásamt skrifborði Bríetar og gögnum
úr fórum hennar. Sýningin stendur
frá 8. febrúar til 31. mars.
Sýningin er opin mánudaga til
fóstudaga kl. 8.15-19 og laugardaga
kl. 10-17.
Stofnun Árna Magnússonar,
Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1.
september til 14. maí er handrita-
sýning opin þriðjudaga, miðvikudaga
og fímmtudaga kl. 14.-16. Unnt er að
panta sýningu utan reglulegs sýn-
ingartíma sé það gert með dags fyr-
irvara.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-
irtöldum orðabönkum og gagnsöfn-
um á vegum Háskóla Islands og
stofnana hans.
Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur
að geyma fjölmörg orðasöfn í sér-
greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn Islands - Háskóla-
bókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Gagnasafn Orðabókai' Háskólans:
http://www.lexis.hi.is Rannsókna-
gagnasafn íslands. Hægt að líta á
rannsóknai-verkefni og niðurstöður
rannsókna- og þróunarstarfs:
http://www.ris.is