Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens (SlFrtVBeXJ S/cyUMJ S3pMI//X2teSTÖE>\//1& \jsiaci r/j G/usM&ýtJ/ /' Bt ö£>QMO^i? A vJVT2». ÍÍF llP ri i oo dj- Grettir HlkTK HIKK HIKK HIKK Y RIKK HIKK mm> hicciftV! ! HitteJ'rHtctóV , i (jHtK5Tl MEB) \ o PAVT6 u z. Hundalíf Ljóska Ferdinand Sámur, ertu vak- andi? Þetta er ég, Nanna... Ég sá nafnið þitt innan á hálsólinni þinni... Mamma mín er dýralækn- irinn liérna ... Hann er ennþá sof- Sjáðu ... hann andi, mamma ... var í Mikka- músar skóm! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nýjan kvarða á veðurlýsingar Frá Sveini Guðmundssyni: NÝLEGA létu veðurfræðingar í sér heyra og sögðu frá einhverjum breytingum í sambandi við vindstig. Mér skilst hélzt, að breytingin sé að nota kerfíð metra og sekúndur en ekki kílómetra og klukkustundir. Gallinn á þessu öllu er sá, að í veð- urlýsingum eru notaðar skilgrein- ingar, sem ég og örugglega fleiri hafa ekki almennilega á tilfinning- unni. Hvað er kaldi, hvað er stinn- ingskaldi? Rok er í mínum huga eitthvað, sem Islendingurinn er vanur, og gerir hann ekki endilega veður út af því. Jafnvel skilst mér að stórhríð sé ekki hið sama að norðan og sunnan. Ekki veit ég um neitt vísindalegt samhengi milli orð- anna, sem maður heyrir í veður- spám. Mér finnst að veðurlýsingamenn ættu að koma með nýjan kvarða. Legg ég til, að hann sé í aðalatrið- um frá logni til hundrað prósent veðurs. 100 skal vera það veður, sem byggingarsamþykktir segja til um að kunni að koma hvað verst. Byggingar skuli því standast slíkan vind. Víða eru mörkin sett við hund- rað hnúta, og er eðlilegt að segja að slíkt veður gefi tilefni til þess að skríða inn í hellana, því húsin kynnu að fjúka. Nú er það svo, að vindálag eykst með öðru veldi vindhraðans. Vindstigin ættu að standa í réttu hlutfalli við álagið. Ekki kunna allir formúluna. Því skyldi geta um vind í stigum frá núlli upp í eitthundrað. Við 50 vindstig er þá komið í helm- ing af því sem mannvirkið þolir eða helminginn af þeim krafti, sem mað- Ur þyrfti að spyrna með á móti hundrað prósent vindi, ætli hann ekki að fjúka. Við 100 vindstig er fjandinn laus! Vissulega geta veður jafnvel orðið verri, en ég tel rétt að setja 100 vindstig við 100 hnúta. Má þá halda áfram hærra, en þessi tólf vindstig, sem menn halda í, eru mið- uð við of lítinn styrk og því oft talað um sextán eða svo. Hefi ég teiknað ferli, sem sýnir samhengið á milli vindhraða og minna nýju vindstiga. Fylgir þetta þessari grein. Skora ég á veður- fræðinga að kanna málið og koma síðan með veðurlýsingu með þeim vindstigum, sem allir ættu að geta fengið tilfinningu fyrir. SVEINN GUÐMUNDSSON, Háteigsvegi 2, Reykjavík. Landssúninn hættir kost- un á Rauðu stjörnunni Frá Ólafí Þ. Stephensen: ARNAR Gíslason skrifar lesenda- bréf í Morgunblaðið sl. sunnudag vegna útvarpsþáttarins Rauðu stjörnunnar á X-inu, í umsjá Þor- steins Hreggviðssonar. Þátturinn hefur verið í boði Símans GSM (ekki Símans Intemets, eins og Arnar skrifar), þ.e. Síminn GSM hefur styrkt gerð hans. Arnar rekur að í Rauðu stjörn- unni mánudaginn 8. febrúar síðast- liðinn hafi verið á dagskrá svokall- aður Topp tíu-listi. Arnar segir í bréfi sínu: „Viðfangsefni mánudags- ins voru topp-tíu setningar sem maður skyldi ekki segja við fjórtán ára frænku sína. Eftir því sem leið á listann kom í ljós að verið var að tala um sifjaspell. Númer eitt var setningin: „Ég drep þig ef þú segir mömmu þinni frá.“„ Spyr Amar hvort Landssími íslands vilji láta bendla sig við dagskrárgerðar- menn, sem hafi sifjaspell og kyn- ferðisofbeldi í flimtingum með þess- um hætti. Svarið við fyrirspurn Ai'nars er afdráttarlaust; Landssíminn vill alls ekki láta bendla nafn sitt við málflutning af þessu tagi, sem er ósmekklegur, í hæsta máta ófynd- inn og til þess fallinn að valda þolendum kynferðisofbeldis sárind- um og hugarangri. Hefur stjóm- endum X-ins verið skýrt frá þess- ari afstöðu fyrirtækisins. Jafn- framt hefur forsvarsmönnum stöðvarinnar verið tjáð að Lands- síminn sé hættur kostun á Rauðu stjörnunni. Dagskrá X-ins er auðvitað á ábyrgð forsvarsmanna stöðvarinnar og Landssíminn ræður ekki efnis- tökum útvarpsmanna þótt hann styi-ki þáttagerð í auglýsingaskyni. Topp tíu-listinn svokallaði er reynd- ar í boði annars fyrirtækis, en var sendur út í þætti, sem Landssíminn styrkti. Fyrirtækinu þykir því eink- ar miður að nafn þess hafi tengzt útvaipsefni af þessu tagi. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands, Landssímahúsinu við Austurvöll. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.