Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 35 fengin umsögn kennara. Staersta námsefnið var leiktúlkunin sjálf.“ Fyrsta hlutverkið hjá Leikfélagi Akureyrar Og eftir fjögurra ára nám laukst þú námi frá Leiklistarskóla íslands. Hvemig voru atvinnuhorfur hjá ungum leikurum árið 1989? „Einmitt það árið voru ýmsir frjálsir leikhópar að byrja starfsemi sína. Það fór enginn okkar átta á fastan samning um vorið 1989. Leik- félag Reykjavíkur var þá nýflutt yfir í Borgarleikhúsið og þá fóru margir þangað til starfa. Það voru alveg sæmilegar horfur á atvinnu fyrir unga leikara fyrir um það bil áratug. Þær eru bjartari í dag, en munurinn er kannski sá að núna koma fleiri frá útlöndum sem hafa menntað sig bæði í Englandi og Ameríku. Haustið 1989 fór ég norður til Akureyrar og lék hjá Leikfélagi Akureyrar í Húsi Bemörðu Alba eft- ir Federico Garcia Lorca. Eg var síðan lausráðin til Leikfélags Reykjavíkur árið 1990 og lék í Borg- arleikhúsinu í Kjöti eftir Ólaf Hauk Símonarson og síðan ýmsum góðum leikritum eins og t.d. Meistaranum eftir Hrafnhildi Hagah'n. Árið 1992 fór ég norður til Akureyrar og lék Snæíríði íslandssól í íslandsklukk- unni og þaðan kom ég síðan suður til Reykjavíkur og vann með Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu næstu árin, t.d. lék ég í Heima hjá ömmu eftir Neil Simon og Englum í Ameríku og eftir það fór ég niður í Þjóðleikhús og byrjaði þar árið 1994 og fyrsta verkið sem ég lék í í Þjóð- leikhúsinu var Gauragangur eftir Ólaf Hauk og þar lék ég hlutverk Guðríðar. Upp úr því fór ég á fastan samning hjá Þjóðleikhúsinu. Þá lék ég í Snædrottningunni og Óleanna, tveggja manna leikriti sem sýnt var á litla sviðinu. Þá var ég með í leikriti eftir Guðmund Steinsson, Stakka- skiptum, sem gekk ekki lengi og Þreki og támm eftir Ólaf Hauk, sem aftur gekk íyrir fullu húsi og frábær- um viðtökum leikhúsgesta tvo vetur. Svo lék ég í Don Juan sem við fóram með til Litháen og ég lék Rósalind í Sem yður þóknast eftir Shakespe- are. Eftir það eða vorið 1996 tók ég ársleyfi. Ég kom svo aftur til Þjóð- leikhússins í september 1997 og byrjaði að æfa í Grandavegi 7 eftir yigdísi Grímsdóttur. Þá lék ég í Óskastjörnunni eftir Birgi Sigurðs- son og ég leik núna Nóra í Brúðu- heimili Henriks Ibsen, á stóra svið- inu.“ Elva Ósk horfir yfir bekkjar- myndina og lítur yfir hópinn. „Hér í efri röð lengst til vinstri er Ólafur Guðmundsson. Hann er að leika í bai-nasýningu hjá Möguleik- húsinu. Við hlið Olafs er Sigurþór Heimir Albertsson. eða „Sóri“ eins og hann var alltaf kallaður. Hann er að leika í Músum og mönnum í Loftkastalnum og er í stjórn Félags íslenskra leikara. Hér lengst til hægri í efri röð er Steinn Armann Magnússon. Hann hefur lengi verið annar Radíusbræðra og hefur kom- ið víða við í grínhlutverkum jafnt sem dramatískum hlutverkum. í fremri röð hér frá vinstri er grín- arinn Helga Braga Jónsdóttir. Helga er í Fóstbræðram á Stöð 2 og skemmtir hér og þar úti í bæ við mikinn fógnuð áhorfenda. Christine Carr er hér við hhð Helgu Brögu. Hún er ekki að leika. Hún býr í Am- eríku. Hún lék nokkuð stórt hlutverk í mynd Lárasar Ýmis, Ryði, sem gerð var seint á níunda áratugnum. þriðja frá vinstri er Bára Lyngdal Magnúsdóttir, sem býr í Stokkhólmi og hefur verið að vinna við Dramat- en. Það á að fara að frumsýna Orms- tungu í Svíþjóð og Bára leikur í þeirri uppfærslu. Þá er ég hér önnur til hægri í fremri röð og við hlið mér er Steinunn Ólafsdóttir. Hún er að leika í Iðnó í Frú Klein og hefur leik- ið töluvert á Mðnum áram. Þetta var svolítið sérstakur bekkur og kallaður „stelpubekkurinn", þrír strákar og fimm stelpur. Það gekk á ýmsu. Við voram átta einstaklingar sem þekkt- ust ekki neitt í upphafi, en voram saman í bekk í fjóra vetur. Við eram öll á svipuðum aldri og eram flest fædd á áranum 1962-65.“ Héiduðu þið upp á áfangann þeg- ar þið útskrifuðust úr Leiklistar- skólanum? „Já, við fórum á Grillið á Hótel Sögu og borðuðum góðan mat. Nú er ætlunin að koma hópnum saman að nýju í tilefni af tíu ára útskrift- arafmæhnu í vor.“ Elva Ósk Ólafsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1964, dóttir Ólafs H. Oddgeirssonar, sem lést í fyrrasumar og Rögnu Lísu Ey- vindsdóttur sem býr í Hveragerði, en er ættuð frá Siglufirði. Olafur heitinn var fæddur í Vestmannaeyj- um. Elva Ósk er yngst sex systkina sem öll búa í Reykjavík nema ein systir sem býr á Dalvík. Maður Elvu Óskar er Andri Öm Clausen sál- fræðingur, og eiga þau tvö böm, Ag- nesi Björtu sjö ára og Benedikt fimm ára. ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna | Nuddpotta meri r færanlegir lúxuspottar Stærð 200x200x85 cm. Kr. 450 þús. (u.þ.b. 10501.) Stærð 200x160x85 cm. Kr. 370 þús. (u.þ.b.7501.) Acryl-pottur í rauðviðargrind. Innbyggt hitunar- og hreinsikerfi. Vatnsnudd og loftnudd. Engar feiðslur nema rafmagn, i 6 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjólfvirkur hitastillir. Sýningarsalur opinn alla daga. VESTAN ehf., sími 554 6171, farsími 898 4154, Auðbrekku 23, 200 Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.