Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Horfín
N orðurlönd
„Nú er framundan kynning í Norræna
húsinu á norrænum reyfarahöfundum.
Þótt áhugi sé á reyfurum má segja að
þetta val feli í sér nokkra uppgjöf gagnvart
fagurbókmenntum. “
STUNDUM er því
haldið fram, ekki að
ástæðulausu, að við
séum að fjarlægjast
Norðurlönd, það er að
segja frændur okkar og frænkur
annars staðar á Norðurlöndum.
Hér verður aðeins vikið að bók-
menntatengslum en vissulega er
ástæða til að ræða þessi mál vítt
og breitt.
Islendingar eru þátttakendur
í margs konar bókmenntasam-
starfí við Norðurlönd. Þeir njóta
styrkja til bókaútgáfu og þýð-
inga úr Norræna þýðingasjóðn-
um og þeir hafa verið virkir
þátttakendur frá upphafi í
nefndinni sem úthlutar Bók-
menntaverð-
VIÐHORF launum Norð-
----- urlandaráðs.
Eflir Jóhann Að auki hljóta
Hjálmarsson ísiendingai-
ýmsa styrki til
funda, ráðstefna og útgáfu á
vegum Norðurlandaráðs, ráð-
herranefndarinnar og einkaað-
ila. Og Islendingur situr í stjórn
Bok & Bibliotek sem gengst íyr-
ir Bókastefnunni í Gautaborg.
Þannig mætti lengi teija.
Það er aftur á móti ljóst að
umræða og kynning norrænna
bókmennta er af skomum
skammti á íslandi. Blöðin, eink-
um Morgunblaðið og stundum
DV, hafa sinnt norrænum bók-
menntum og Útvarpið líka. Nor-
ræna húsið og norrænu sendi-
kennaramir hafa komið á dag-
skrám með norrænum höfund-
um og kynningum á verkum
þeirra. Nú er ein slík framundan
og mun snúast um reyfarahöf-
unda á Norðurlöndum. Þótt
áhugi sé á reyfurum má segja að
þetta val feli í sér nokkra upp-
gjöf gagnvart fagurbókmennt-
um. Sá fyrirvari er settur varð-
andi þessa yfirlýsingu að hingað
komi þeir höfundar sem best
kunna að sameina spennu og
skáldskap og kannski markvissa
samfélagsskoðun í leiðinni.
Norrænai- bækur seljast í
bókabúðum þótt ekki sé mikið
framboð af þeim, að minnsta
kosti ekki í líkingu við það sem
áður var. Innbundnar bækur
þykja of dýrar í samanburði við
íslenskar bækur en kiljur era
vinsælar og töluvert keyptar.
Mál og menning við Laugaveg
hefur í mörg ár haft á boðstólum
bækur sem tilnefndar era til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs en að þessu sinni
grípur áhugamaður í tómt.
Astæðan er sú að aðeins sjálf
verðlaunabókin selst, hinar fá að
liggja áfram í hillunum.
Þetta verður að teljast vond
þróun því að bækur sem til-
neftidar eru til verðlaunanna
hafa ákveðinn gæðástimpil og
það þarf ekki alltaf að vera
besta eða athyglisverðasta bókin
sem hlýtur verðlaunin. Dóm-
nefndin hefur lagt sitt af mörk-
um til þess að kynna allar til-
nefndar bækur. I fyrra kom út
viðamikill bæklingur í þessu
skyni og var honum dreift í
stóra upplagi, m.a. í norræna
skóla.
Fyrir nokkram árum var gerð
könnun sem sýnir dapurlega
niðurstöðu í bókmenntasam-
skiptum Norðurlandaþjóða.
Ahugi á norrænum bókum fer
dvínandi en enskumælandi
heimur sækir á, ekki síst afþrey-
ingarefni, reyfarar: glæpa- og
ástarsögur.
Meðan svona illa er komið
íyrir lesendum á Norðurlöndum
eykst áhugi á norrænum bókum
í löndum eins og Þýskalandi og
víðar. Jafnvel menntafólk hér
heima eyðir tímanum í ómerki-
lega reyfara sem stundum era
þó lipurlega skrifaðir enda hluti
af iðnaði sem mikið er lagt í.
Framboðið eykst stöðugt.
Nokkrir norrænir höfundar,
þeirra frægastir Daninn Peter
íloeg og Norðmaðurinn Jostein
Gaarder, hafa komist inn á al-
þjóðlega sölumarkaðinn. Vænt-
anlega lesa Islendingar þá á
ensku. Hoeg samdi vandaðan
reyfara sem gerð var kvikmynd
eftir: Lesið í snjóinn. Gaarder
tókst að koma heimspeki í að-
gengilegt form og notaði til þess
aðferðir ævintýra- og unglinga-
bókahöfundar m. a. Þetta var
bókin sem kallast Veröld Soffíu.
Bækumar hafa vitanlega ver-
ið þýddar á íslensku. Einna
næst þessum höfundum kemst
Norðmaðurinn Erik Fosnes
Hansen, höfundur skáldsögunn-
ar Sálmur að leiðarlokum sem
sækir efnivið í Titanic-slysið eða
réttara sagt til hljómlistarmann-
anna sem léku fyrir farþega
sökkvandi skips. Líklega vildi
Hansen ekki láta kalla sig
reyfarahöfund, ekki einu sinni
vandaðan reyfarahöfund, en
honum tókst að ná til lesenda
með æsilegu efni og efnistökum
sem halda lesandanum vakandi.
Nýjasta skáldsaga hans er
Beretninger om beskyttelse
(útg. Cappelen 1998) en hún er
þriðja skáldsaga þessa höfundar
sem fer sér að engu óðslega í
skrifunum. Þetta er flóknari
saga en áður hjá höfundinum.
I viðtali hefur Hansen sagt að
hann hafi viljað vera óbundnari
af veraleikanum í nýju skáldsög-
unni en í Sálmunum: „Ég vildi
sannfæra sjálfan mig um að ég
gat ráðið við hvort tveggja. Það
er engin grandvallarregla til um
það hvemig eigi að skrifa skáld-
sögu. Allar reglur má brjóta.
Það er bæði heimskulegt og
bamalegt að gera sér ákveðnar
hugmyndir um hvernig skáld-
saga „eigi“ að vera. I mesta lagi
getur maður búið til slíkt handa
sjálfum sér, ekki í þágu bók-
menntanna eða lesendanna.
Eins lengj og bókmenntir verða
verk ólíkra manna með mismun-
andi sjónarhorn verða bók-
menntimar með ýmsu móti,
breytilegar, Uka í hefðbundnum
stíl. Frásögnin er ekki dauð.“
Utan Noregs er Erik Fosnes
Hansen kunnastur í Þýskalandi,
þýddur á tuttugu tungumál og
fúllyrða má að Islendingar eigi
þess kost að lesa hann á ensku.
Ég sé fyrir mér íslenska
ferðamenn á flugvöllum og í
flugvélum djúpt sokkna í lestur
bóka eftir Hpegh, Gaarder og
Fosnes Hansen. Næsta skref
verða Islendingasögurnar á
ensku
Afturgöngur og
huldufólk
Mikið er um að alls
kyns lygasögur gangi
ljósum logum á Netinu.
—?------------------------
Arni Matthíasson rek-
ur dæmi um lygapóst
sem gengur aftur og
aftur og aftur.
NETIÐ er sérkennilegur
miðill um margt og nýlið-
um gengur oft illa að átta
sig á því sem þar fer fram.
Eitt af því fyrsta sem menn læra á
Netinu er að ekki er fyllilega hægt
að treysta því sem þar ber fyrir augu
eða eyru, enda erfitt að ganga úr
skugga um hvort viðmælandinn sé
sá sem hann segist vera. Einna best
sést þetta á sífelldum pósti þar sem
fólk er að vara við hinni eða þessari
tölvuveirunni, bjóða gull og græna
skóga í keðjubréfi eða biðja liðsinnis
til að gleðja krabbameinsveik börn.
Þeir sem verið hafa góða hríð á
Netinu, þótt það sé ekki nema sex ár
eins og undirritaður, hafa fengið
sömu keðjubréfin aftur og aftur;
nánast í hverri viku sendir einhver
velviljaður í ofboði póst sem honum
hefur borist og varar við hræðileg-
um tölvuveiram sem hengi sig við
tölvupóstinn og um leið og viðkom-
andi bréf sé opnað byrji þær á að
eyða öllum gögnum á harða diskin-
um og senda síðan sjálfar sig á öll
netfóng sem finnast á viðkomandi
tölvu. Svo langt hefur þessi óáran
gengið að íslenskt dagblað birti frétt
um hinn hræðilega Good Times-vír-
us enda er yfirskriftin á slíkum pósti
sannfærandi fyrir þá sem lítið
þekkja til tölvutækni. Fleiri dæmi
má nefna um slíkan póst, til að
mynda Pen Pals-póstinn sem fær
fullorðið fólk til að svitna og nötra af
tilhugsuninni en er ekki minna bull.
Þeir sem rýna í þéttbýlissagnir eða
nútíma þjóðsögur hafa gaman af að
rekja slíkan póst og einhvemtimann
mátti lesa um á Netinu hvaðan Good
Times-vírusinn ógurlegi er upp
ranninn. Til eru og dæmi um vírusa-
póst sem þennan sem sendur var af
stað í auglýsingaskyni, en tók óðara
á sig sjálfstætt líf og lifir enn góðu
lífi; fer hring eftir hring á netinu.
Huldufólkið Jessica Mydek
og Walt Disney yngri
Fyrir löngu var sagt frá því í fjöl-
miðlum um allan heim, þar á meðal
hér á landi, að ungur drengur sem
lægi fyrir dauðanum óskaði þess
helst að komast í heimsmetabækur
fyrir póstkortasafn sitt og bað fólk
að senda sér kort. Hann hefði betur
látið ógert að fara fram á það því
honum er batnað fyrir langa löngu
en kortin streyma enn að; ganga í
bylgjum. Netið hefur orðið til að
margfalda vandamál sem þessi og
fyrir skömmu fékk ég nokkur skeyti
þar sem ég var beðinn að taka þátt í
að gleðja litla banvæna stúlku með
því að senda bréfið áfram til allra
sem ég þekkti. Til að hnykkja á var
sagt í bréfinu að Krabbameinsfélag
Bandaríkjanna ætlaði að verja
ákveðinni upphæð til rannsókna
fyrir hvert bréf sem færi af stað.
Éngum sendenda þótti það greini-
lega undarlegt að krabbameinsfé-
lagið bandaríska skyldi lofa að veita
fé í að gera það sem það gerir nú
þegar! Bréfið um stúlkuna litlu, sem
heitir yfirleitt Jessica Mydek, á sér
rætur í sögunni um Craig Shergold
sem rakin er betur á síðunni.
Enn eitt lygibréfið sem er á ferð-
inni um þessar mundir er frá „Walt
Disney yngri“ þar sem fram kemur
að Disney-fyi-irtækið sé í samstarfi
við Microsoft um að prófa nýtt póst-
forrit. Liður í þeirri prófun er að fá
sem flesta til að senda keðjubréf til
sem flestra og ef það næði ákveðn-
um fjölda viðtakenda, yfirleitt
13.000, fengju 1.300 viðtakendur
250.000 króna ávísun og restin viku-
ferð í Disney-land. Þetta bréf byrj-
aði reyndar sem hreinræktað Disn-
ey-bréf en einhverjum fannst það
ekki nógu spennandi svo hann bætti
William Gates og Microsoft við. Gef-
ur augaleið að ódýrari leið til að
prófa hugbúnað er til en að greiða
fyrir rúman hálfan milljarð, að ekki
sé getið um að Walt Disney átti eng-
an son, hann átti tvær dætur, og því
er ekki til neinn Walt Disney yngri,
að minnsta kosti ekki tengdur þeirri
frægu fjölskyldu.
Þau dæmi sem hér era tiltekin
eru bara brot af því bulli sem geng-
ur hring eftir hring um Netið og
reyndar era fjölmargar sagnanna
þar lífseigar sem þéttbýlissagnir,
nútíma þjóðsögur sem mótast hafa
af nýrri tækni og lífsháttum. í raun
er aðeins hægt að ráðleggja fólki
eitt: Að senda aldrei neitt slíkt
áfram en eyða því strax; það á þá
ekki á hættu að fá sama brefið í
hausinn aftur og aftur og aftur.
Hver er Craig Shergold?
LYGASAGAN um krabbameinsveiku stúlkuna
á sér fyrirmynd í mannheimum. Þar var það
breskur piltur, Craig Shergold, sem var með
heilaæxli iyrir tíu árum. Velviijaðir for-
stöðumenn sjúkrahúss þar sem hann lá
vildu gleðja pilt og fóru þess á leit við
stórfyrirtæki bresk að starfsfólk
þeirra tæki sig saman um að
senda Shergold litla kort
með ósk um góðan bata.
Þegar kortin voru komin
á fjóröa þúsund var
Shergold, sem þá var tíu
ára, kominn á bragðið
og langaði að komast
í Guiness-heimsmeta-
bókina. I kjölfarið
komust bresku blöð-
in í málið, fyrst
Daily Mirror og síðan
The Sun, sem setti af
stað eigin kortasmöl-
un.
Á þessum tíma var
kortametið ríflega
milljón kort en
með blöðin með sér
var Shergold
ekki
lengi að
gera betur.
Haustið 1989 var áætlað að um
200.000 kort bærust á viku í pósthúsið í heimabæ Sher-
golds, en þó tíu manns væru í fúllu starfi við að telja
náðist ekki að telja nema 60.000 kort á viku og því er
erfitt að gera sér grein fyrir hversu hratt þau hrúguð-
ust upp. 16. nóvember bast þó tilkynning um að met-
ið hefði verið slegið og nýtt met væri 1.250.265
kort. En kortastraumurinn hætti ekki.
Þegar kortin voru orðin 30 milljónir
frétti milljónari vestur í Bandaríkjunum
af söfnuninni og splæsti á Shergold
heilaskurðaðgerð sem dugði til
þess að lækna piltinn. I mars
1991 kom Shergold fram í sjón-
varpi með velgjörðarmanni
sínum og móður sem sár-
bændi fólk um að hætta
að senda kort, en allt
kom fyrir ekki.
Enginn veit hvað
kortin eru orðin
mörg en giskað er á
að þau séu að
minnsta kosti
250 milljónir.
Varla verður
straumurinn
stöðvaður úr
þessu, ekki
síst eftir að
Netið kom til,
en Shergold
getur þó
hugg-
að sig
við að
hafa sett met
sem seint verður
slegið.