Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 49 UMRÆÐAN Alþjóðadagur leiðsögumanna SUNNUDAGURINN 21. febrú- ar er alþjóðadagur leiðsögumanna. Leiðsögumenn um allan heim nota þennan dag til að minna á mikilvægi starfstéttar sinnar í samfélaginu. Hér á Islandi eru leiðsögumenn í Félagi leiðsögumanna nálægt 500 manns. Til grundvallar starfinu er starfandi Leiðsöguskóli Islands, en hann er til húsa innan veggja Menntaskólans í Kópavogi. Snemma gerðu menn sér fulla grein fyrir mikilvægi góðrar mennt- unar um jarðfræði, náttúru, lífríki heillar. Við leiðsögumenn væntum mikils af þeirri lofsverðu uppbygg- ingu sem nú um nokkur ár hefur staðið yfir í Reykholti. Vesturfara- safnið á Hofsósi og Stríðsminjasafn- ið á Reyðaríirði eru lofsverð braut- ryðjendaverk. Við erum að vakna til lífsins um mikilvægi þess að skapa sýnilega sögu þjóðarinnar. Þessi þróun eflir vitund okkar sjálfra, glæðir áhuga annarra þjóða á raun- veruleika þessarar þjóðar og eykur skilning á viðhorfum okkar og þörf- um í samfélagi þjóðanna. Verslun og viðskipti auk ferða- mennsku hafa jafnan verið þeir þættir sem efla skilning milli þjóða, eyða viðsjárverðum fordómum og tryggja friðsamlega þróun manna í milli. Undirstaða slíkrar ferðaþjón- ustu er leiðsögumaðurinn. Oft er það leiðsögumaðurinn sem er for- senda þess að ferðamaðurinn fari ríkari heim. Slíkir ferðamenn koma síðan aftur og aftur og eru besta auglýsing ferðaþjónustunnar hverju sinni. Með þessum orðum sendir stjórn félags leiðsögumanna félagsmönn- um öllum bestu kveðjur í tilefni dagsins og óskar ferðaþjónustunni allri til hamingju með alþjóðadag leiðsögumanna. Höfundur er formaður Félags leið- sögumanna. Öllu því góða fólki, sem gladdi mig og heiðraðri á margvíslegan hátt á 70 ára afinœlinu, sendi ég hugheilar þakkir og inni- legar óskir um velfarnað á komandi tímum. Gísli Magnússon. Uið gefum ■ á þig! Lýsing býður þér á landsleik íslands og Bosníu í körfubolta miðviku- daginn 24. febrúar. Nánari upp- lýsingar á slóðinni www.lysing.is < i Borgþór S. Kjærnested Ferðamál íslenzk ferðaþjónusta, segir Borgþór S. Kjærnested, er nú óðum að slíta barns- skónum. og sögu íslands við uppbyggingu menningarlegrar ferðaþjónustu á íslandi. íslenskir leiðsögumenn eru upp til hópa vel menntað fólk í sinni starfsgrein. Allar kannanir á sviði ferðaþjónustu leiða í ljós að það eru leiðsögumenn sem komast næst ferðamanninum og að það er í all flestum tilvikum leiðsögumaðurinn sem vekur áhuga ferðamannsins á tilveru þessarar þjóðar, sögu henn- ar og menningu. Nokkrir einstak- lingar hafa lagt drjúga hönd á plóg við menntun íslenskra leiðsögu- manna. Að öllum ólöstuðum sem þar hafa komið að verki eru mér efst í huga frú Vigdís Finnbogadótt- ir fyrrverandi forseti íslands og frú Bima G. Bjarnleifsdóttir núverandi forstöðumaður Leiðsöguskóla Is- lands. Báðar eru þessar góðu konur heiðursfélagar í Félagi leiðsögu- manna og hafa lagt og leggja enn drjúga hönd á plóg við eflingu ferðaþjónustu á íslandi, hvor á sinn hátt. íslensk ferðaþjónusta er nú óðum að slíta bamsskónum. Atvinnurek- endur í þessari ört vaxandi starfs- gi-ein eru óðum að endurskipu- leggja starfsemi sína. Félag leið- sögumanna fagnar stofnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Hugtök, eins og menningarferðamennska, eru að ryðja sér til rúms. Nú eru í uppsigl- ingu samtök um íslenska menningu og ferðaþjónustu og ber að fagna því framtaki. Einnig ríkir nú ríkari skilningur í menntamálaráðuneyt- inu en oftast áður á mikilvægi þess að efla enn frekar menntun leið- sögumanna. Það á að vera öllum ljóst að besta leiðin' til að laða að ferðamenn, oft sama fólkið aftur og aftur, er fólkið í þessu landi og starfsemi þess, bar- átta íslendingsins við vandamál líð- andi stundar, menningarlíf hans og handanna verk. Með þessu er ekki verið að kasta neinni rýrð á þá stað- reynd að íslensk náttúra hefur mik- ið að bjóða ferðafólki, bæði innlendu og erlendu. Við sjáum að það er menningarstarfsemi eins og tónlist- ardagskrá Skálholts á sumrin, sem A næstu misserum munu birtast á mjóikur- umbúðum textabrot sem gefa hugmynd um fjölbreytni þess sem skrifað hefur verið á íslensku í gegnum aldirnar. Af því tilefni efnir Mjólkursamsalan til skemmtilegrar getraunar fyrir lestrarhesta á öllum aldri. Hver er höfundur textans? inu sinni var lítil kóngsdóttir sem hét Dimmalimm. Hún var bæði Ijúf og góð og hún var líka þæg. Hún lék sér alltaf ein í garðinum hjá kóngshöllinni. I garðinum var lítil tjörn og á tjörninni voru fjórir svanir. Dimmalimm þótti svo vænt um þá. Þeir komu líka alltaf syndandi þegar þeir sáu hana. Hún gaf þeim brauð og ýmislegt annað góðgæti. Einu sinni fékk Dimmalimm að fara út úr garðinum. Hana langaði að sjá hvort þar væri nokkuð öðruvísi um að litast. Fern bókaverðlaun og 200 stuttermabolir! Islenskuátak Mjólkursamsölunnar hefur staðið í fimm ár. Margvíslegar ábendingar um íslenskt mál hafa birst á mjólkur- umbúðum og hlotið góðar viðtökur. Það er von Mjólkursamsölunnar að textarnir á nýju umbúðunum muni vekja forvitni hjá ungum sem öldnum og verði hvatning til frekari lesturs. Svör berist til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, fyrir 10. mars. Einnig er hægt að svara getrauninni á heimasíðu MS, www.ms.is. Verðlaun verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.