Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 / MORGUNBLAÐIÐ Endurbygging Selj avallalaugar VORIÐ 1995 ákváðu nokkrir brottfluttir Ey- fellingar ásamt Ung- mennafélaginu Eyfell- ingi í Austur-Eyjafjalla- hreppi að freista þess að lagfæra Seljavalla- laug sem þá vai’ komin í þvílíka niðurníðslu að orð fá vart lýst. Farið var að grafa undan y botni laugarinnar og við blasti alger eyðilegging hennar yrði ekki brugðist skjótt við. Hinn 24. júní 1995 mætti svo vaskur hópur manna til að hefja verkið. Síðan hefur ver- ið unnið á hverju sumri við verkið og að því stefnt að því yrði lokið fyrir 75 ára afmæli laugarinnar, árið 1998. Það tókst með dyggum stuðningi ýmissa aðila og má þar sér- staklega nefna Ríkissjóðs Islands, Byggðastofnun, banka og sveit- arfélög á Suðurlandi, fjölda fyrir- tækja, Héraðsnefnd Rangæinga o.fl. Þá má ekki gleymast að geta þeirrar miklu vinnu sem áhugamenn víðs vegar að hafa lagt til endurgjalds- laust svo takast mætti að forða þessu merkilega mannvirki frá því að verða eyðingu að bráð. Þessi víðtæki stuðn- ingur við þetta verkefni sýnir betur en allt annað hvem hug landsmenn bera til laugarinnar en hún á sér sína aðdáendur, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Sveitarstjórn Austur-Eyjafjallahrepps sendi þeim sem að viðgerðinni stóðu þakkarbréf fyrir framtakið og fjöldi manns víðs vegar að hefur haft samband við und- irritaðan og lýst ánægju sinni með að einhver skyldi taka sig til og reyna að koma lauginni í viðunandi ástand. Hinn 9. maí sl. vor var lagfæringum að heita mátti lokið og var því fagnað þann dag með því að halda hátíðlegt 75 ára afmæli laugarinnar. Dagurinn var tekinn snemma í einstaklega fógru veðri og mætti fjöldi fólks að lauginni þann dag. Fréttamenn irá Stöð 2 voru þar einnig mættir og mynduðu og tóku viðtöl við viðstadda, þ.á m. tvo af þeim sem unnið höfðu við byggingu laugarinnar á sínum tíma, en þeim fer óðum fækkandi því aðeins er vitað um sex núlifandi menn úr þeim hópi. Allir voru mjög ánægðir með þann áfanga sem nú var lokið og hugðu að nú væri lítið sem þyrfti að gera næstu árin annað en að halda lauginni sómasamlega við, en til þess virtust allir vera boðnir og búnir. Meðal viðstaddra voru tveir sveitarstjómarmenn sem lýstu ánægju sinni með unnið verk. Öllum íbúum Austur-Eyja- íjallahrepps var svo boðið til kvöldverðar í Fossbúð, félagsheimili sveitarinnar á Skógum, en Sláturfélag Suðurlands veitti þar mjög myndarlegan stuðning. En upp úr þessu gerðist nokkuð Mannvirkjaverndun Við sem látum okkur afdrif Seljavallalaugar einhverju varða, segir Páll Andrésson, verðum nú að standa vörð um laugina. sem enginn hafði átt von á. Bóndinn á Seljavöllum sendi kæru til sýslu- manns Rangæinga, Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands og hollustunefndai- og krafðist þess að lokað yrði fyrir rennsli vatns til laugarinnar og henni yrði lokað fyrir fullt og allt. Brugðust þessir aðilar við á þann hátt að setja upp viðvaranir við laugina og vegin- um að henni var síðan lokað. Bóndinn mun jafnvel hafa hótað sveitarstjórn- armönnum þvi að hætta búskap á Seljavöllum ef þeir kæmu ekki í veg fyrir frekari lagfæringar á lauginni. Forsendur þessara aðgerða voru þær að laugin uppfyllti ekki ki’öfur um aðbúnað sem tilskilinn er á sund- stöðum, t.d. varðandi hreinlæt- isaðstöðu og fleira sem sjálfsagt er Páll Andrésson UMRÆÐAN SELJAVALLALAUG. talið nú tU dags. í því sambandi má nefna að víða vantar slíkan búnað þar sem fólk fær sér sundsprett eða laugar sig, t.d. í Landmannalaugum og gömlum sundlaugum sem finna má víða um land. Einnig kemur fram sá alyarlegi misskilningur að með endurbyggingu laugarinnar hafi staðið til að hefja rekstur hennar á ný sem opinbers sundstaðar. Það hefur aldrei staðið til heldur einung- is að forða þessu merka mannvirki frá tortímingu og koma lauginni í sómasamlegt ástand og hafa hana þannig til sýnis öllum þeim sem hana vUja skoða. Þeim, sem vildu synda I henni við þær aðstæður sem hún býður upp á, væri það velkomið. Þannig hefur það verið öll þau 75 ár sem laugin hefur verið notuð án þess að nokkur maður hafi hlotið mein af. Allt tal um annað er ekki sannleikan- um samkvæmt. Vegna öryggissjón- armiða og til fræðslu og leiðsagnar þyrfti samt að vera varsla við laug- ina, a.m.k. yfir sumartímann, en hugsa mætti sér að þeir sem heimsæktu laugina greiddu eitthvert gjald fyrir. MikUl straumur fólks hefur verið að Seljavallalaug allt frá þvi hún var byggð á sínum tíma þótt vitaskuld hafi sá straumur minnkað verulega síðan veginum að henni var lokað. Öll umgengni við laugina eftir að lagfær- ingum lauk hefur verið til fyrirmynd- ar að einu atviki frátöldu, en það er auðvelt að setja á svið Ula umgengni ef vilji er fyrir hendi. Eftir þau 75 ár sem liðin eru frá byggingu laugarinn- ar má ætla að kominn sé hefðarrétt- ur á tilvist hennar, veginn sem að henni liggur og vatnið sem í hana rennur. Nokkrir menn hafa fullyrt í mín eyru að á afmælisfundi árið 1943 hafí Oskar Ásbjömsson, þáverandi bóndi á Seljavöllum, og Ánna kona hans ákveðið að gefa lauginni úr landi sínu allt það vatn sem tU henn- ar þyrfti um ókomin ár. Á þeim tíma gilti það að „orð skulu standa“ og því var ekki talin þörf á að þinglýsa þess- ari höfðinglegu gjöf Óskars né eign- arhaldi á lauginni. Fyrir það era menn nú sennUegast að gjalda í dag. Við sem látum okkur afdrif Selja- vallalaugar einhverju varða verðum nú að standa vörð um laugina og gera allt sem í okkar valdi stendur til að varðveita hana. Ungmennafélagið Eyfellingur virðist enga möguleika hafa á að standa að varðveislu henn- ar þar sem ungu fólki fer nú fækk- andi í sveitinni og áhuga þar virðist skorta hjá mörgum fyrir þessu verki. Við leggjum því til að varðveisla laugarinnar verði fengin í hendur Byggðasafninu í Skógum, sem eftir atvikum gæti haft sér til aðstoðar og fulltingis aðila frá félagi áhuga- manna um varðveislu Seljavallalaug- ar. Með því móti mætti halda laug- inni við, hafa hana opna öllum þeim sem vildu skoða hana eða synda í henni, gerðu þeir sér að góðu þá aðstöðu sem þar er boðið upp á. Bóndinn á Seljavöllum hefur byggt upp myndarlega ferðaþjónustu á jörð sinni en ekki verður annað séð en varðveisla Seljavallalaugar myndi fremui- styrkja þá þjónustu en hitt. Seljavallalaug hefur ætíð og mun í framtíðinni hafa veralegt aðdráttar- afl fyrir ferðafólk sé henni viðhaldið og tilvist hennar kynnt þeim sem ferðast um Suðurland. Þannig gæti laugin í framtíðinni laðað til sín auk- inn straum ferðafólks og orðið vatn á myllu ferðaþjónustubóndans á Selja- völlum ef rétt er á málum haldið. Grein þessi er rituð til að vekja at- hygli almennings á stöðu þessa máls. Verði ekkert að geri mun að líkindum annað af tvennu gerast: laugin verða jöfnuð við jörðu með stórvirkum vinnutækjum eða grotna niður vegna vanhirðu á næstu árum og verða endanlegri tortímingu að bráð. Skoðun okkar, sem staðið hafa að endurbyggingu laugarinnar, er hins vegar sú að svo megi aldrei fara; til þess séu alltof mikil menn- ingarleg og söguleg verðmæti í húfi. Þeir sem sama sinnis eru mættu mjög gjarnan hafa samband við und- irritaðan og styrkja með því enn betur en nú þann hóp sem standa vill vörð um varðveislu Seljavalla- laugar. Höfundur er ökukcnnnri. Oskir Islands UM DAGINN sagði lítil stelpa mér brandara af fyllibyttu sem galdrakarl veitti þrjár óskir. Róninn óskaði sér koníaksflösku sem aldrei tæmdist og fékk hana viðstöðulaust. Gerðist nú fyllirafturinn kátur mjög, svo mjög að þegar galdrakarlinn innti hann eftir hverjar hinar óskim- ar væru sagði róninn: „Ég vil bara fá tvær eins flöskur í viðbót.“ Heimsku hjónin Mér þótti þetta snautleg útgáfa af sagnaminninu um óskimar þrjár. Allir muna eftir hjónunum sem strit- ^ uðu dag út og inn til að hafa í sig og á. Einn daginn sýndi karlinn þá góð- mennsku að höggva ekki tré sem í bjó lítill náttúraálfur og til þakklætis veitti álfurinn hjónunum þrjár óskir. Hvers skyldu þau óska sér? Vildu þau gott íbúðarhús og bústofn svo að þau gætu lifað farsælu lífí til fram- búðar eða áttu þau að óska sér kon- ungstignar og gullhallar? Um það rifust þau. I ákafanum gleymdu þau frumþörfunum, gleymdu að borða. Allt í einu varð sulturinn skerandi. Alveg óvart óskaði karlinn sér bjúga. Það birtist á borði þeirra um leið. Kerlingin varð æf yfir þessari sóun á ósk og húðskammaði karlinn. Hann missti þá alveg þolinmæði og skyn- semi og óskaði sér að bjúgað festist á nefi kerlingar, sem það gerði og hékk þar ilmandi. Nú var aðeins ein ósk eftir. Gætu þau notað hana til að óska sér konungshallar? Kerling aftók það. Engra lífsins lystisemda -^inyti hún með bjúga hangandi á nef- inu. Síðasta óskin var að bjúgað hyrfí, sem það gerði. Hjónakornin sátu eftir jafn slypp og snauð og þau höfðu verið og áttu ekki fleiri óskir. Þrjár óskir Islands Á landnámsöld var Island óskaland margra. Þar skyldu rætast óskir um hagsæld og frelsi. Þær byggðust á því að nýta auðlindina gróður jarðar. Fljótt kom í ljós að of mikils var kraf- Landnýting Fyrstu ósk sinni glöt- uðu íslendingar vegna fátæktar, segir Sigrún Helgadóttir, annarri af óforsjálni, jafn- vel græðgi. ist. Skógurinn dó, jarðvegurinn fauk á haf út en þjóðin skrimti. Við getum ekki ásakað forfeður okkar og mæður fyrir að sóa þessari ósk, þau gátu ekki annað. Þjóðin var eins og maður sem sér ekki fram á að lifa af veturinn. Hann hlýtur, gegn betri vitund, að skerða höfuðstólinn og borða útsæði vorsins frekar en að geyma það og láta það spíra á gröf sinni. Haflð bauð þjóðinni næstu stóra ósk. Þegar íslendingar loksins eign- uðust sæmileg skip réðust þeir á auðævi þess af mikilli græðgi hins nýríka manns, allir vildu verða kóngar og eignast hall- ir. Nytjastofnar hafsins hrundu, jafnvel hurfu, a.m.k. um tíma. Á haf- inu eram við ekki ein um ráðin, aðrar þjóðir gera tilkall til hinna kviku auðlinda hafsins. Ofveiði er ekki eina ógn lífríkis í hafi. Mengun og aðrar breytingar á umhvei'fí sem stafa af iðnvæðingu og umsvif- um mannsins geta orðið því enn hættulegri. Land okkar er gjö- fult. Enn býður það nýja ósk. Þá ósk sem býr í landinu sjálfu, fjöllum og fossum, klettum og jöklum, auðnum og grósku, mold og menningu. Hvernig eigum við að verja þeirri ósk? Þriðja óskin Okkur er mikill vandi á höndum. Þriðja ósk þjóðarinnar er enn vand- meðfamari en hinai- tvær. Með því að leggja nógu hart að okkur í vinnu og fjárútlátum er mögulegt að bæta fyrir fyrri misgjörðir hvað varðar gróður og sjávarfang sem era end- umýjanlegar auðlindir. Svo fremi sem við höfum ekki gengið allt of nærri höfuðstólnum og höfum vit og vilja til að stýra viðgangi hans þá getur hann hjamað við. Það á ekki við um auðlindina sem býr í landinu sjálfu. Varnaðarorð Sigurðar Þórar- inssonar verða aldrei of oft kveðin: „Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum og pólitísk- um afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum era í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar get- ur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl og engin nýsköpunartækni get- ur byggt Rauðahólana upp að nýju.“ Rauðhólarnir liggja undir Reykj avíku rfl u g- velli. Nú viljum við selja vikurhóla lands- ins til útlanda, meira að segja þá sem mynda umgjörð um sjálfan Snæfellsjökul. Við vilj- um sökkva náttúraperl- um hálendisins og virkja sum merk- ustu fallvötn og fossa landsins til að gefa orkuna í mengandi iðjuver eða jafnvel veita henni um hund til að lýsa upp einhverja smáborg í Evr- ópu. Við virðumst vilja umgangast náttúrana sem einnota dót. Slík náttúrunýting er ósjálíbær því að hún skerðir möguleika komandi kynslóða og gengur á rétt þeirra. Jafnvel óskir fyllibyttunnar, sem hún vinkona mín sagði mér frá, vora skynsamlegri en þetta. Með víndrykkjunni skaðaði hann þó fyrst og fremst sjálfan sig. Sjálfsmynd þjóðar og sjálfbær þróun ísland er sérstætt land, ekki síst miðhálendi þess. Landmótunaröflin eru óvíða máttugri og andstæður sterkari, eldur og ís, hraun og vall- lendi, eyðimerkur og votlendi, jökul- vatn og lindir. Landið geymir stærsta jökul Evrópu, aflmesta foss- inn, mestu gljúfrin, stærsta óbyggða víðernið, óvenjulegt landslag, ein- stök gróðurlendi og sérstök búsvæði lífvera. Rannsóknii' á þessum náttúrasvæðum eru mikilvægar til að auka grunnþekkingu mannkyns og svæðið er ómetanlegt til að miðla þeirri sömu þekkingu. Mikilvægast er þó að sérstaða íslands styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar. Vissan um þá sérstöðu, og þá möguleika sem búa í stórum, lítt röskuðum víðern- um landsins, veitir íbúum þess bæði styrk og gleði, jafnvel þótt þeir fari aldrei þar um. En á ferðalögum um slíkt land verður fólk fyrir sterkari upplifun og dýpri hughrifum en ann- ars staðar. Sjálfbær þróun er lífsnauðsyn. Sjálfbær þróun þýðir að allir fá fullnægt framþörfum sínum án þess að auðlindir rýrni. Náttúrugæðin eru nýtt á þann hátt að þau viðhaldast fyrir komandi kynslóðir. Þannig má nýta landslag og náttúrafegui'ð. Sama náttúraperlan gleður auga og nærir sál, eins ferðamanns í dag og annars á morgun og áfram og áfram svo langt sem fyrir verður séð. Sam- neyti við náttúru er ein af frumþörf- um mannsins og ferðalög á vit henn- ar því ekki tískubóla sem sprettur upp og hverfur. Þjóð sem á eða getur framleitt lífsnauðsynjar á sjálfbæran hótt er rík og getur' verið rík til frambúðar. Fyrstu ósk sinni glötuðu Islend- ingar vegna fátæktar, annarri af óforsjálni, jafnvel græðgi. Verður heimskan okkur nú fjötur um fót svo að börn okkar sitja uppi slypp og snauð og minnast okkar sem vit- grannra hjúa með bjúga á nefí? Höfundur er míttúrufræðingur og kennari. Sigrún Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.