Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 51 Hvatt til ábyrgrar af- stöðu gegn spilafíkn SAMKVÆMT upp- lýsingum SÁÁ vex spilafíkn hér á landi hröðum skrefum og er það einkum ungt fólk sem ánetjast henni. Á undanfómum árum hefur um eitt hundrað manns^ fengið stuðning hjá SÁÁ vegna fíknar sinnar. Þess em mörg dæmi að fólk spili frá sér allar eignir og oft breiðir sviðin jörð þess- arar ógæfu sig til margra aðstandenda. Fyrir tveimur ámm var hér á ferðinni banda- rískur prófessor í geð- hjúkrun, Sheila B. Bl- um að nafni, en hún er jafnframt stjórnandi meðferðarstofnunar fyrir áfengis-, eiturlyfja- og spilafíkla í New York. Þessi bandaríski prófess- or benti á hvílíkur skaðvaldur þessi fíkn vasri og sagði meðal annars eft- irfarandi í viðtali við Ríkissjónvarp- ið: ,Áfengissýki eyðileggur fjöl- skyldu, konu, mann og börn en spilafíkn eyðileggur íyrii- mörgum kynslóðum. Ekki er einungis eignum nærfjölskyldunnar sóað heldur for- eldra, afa og ömmu, barna og bama- barna. Svo spilafíkn fer verr með fjölskyldur en áfengissýki." I viðtal- inu kom fram að iðulega yrðu fíklar svo niðurbrotnir að þeir fyrirfæm sér. Það er vissulega mikið áhyggju- efni að ekki skuli reynt að stemma á að ósi í þessum efnum. En við ramm- an er reip að draga. Þeii- aðilar sem hagnast á spilakössum og spilavítum hér á landi em Háskóli íslands og ýmsar þjóðþrifastofnanir og samtök á borð við Rauða kross Islands, Landsbjörg og reyndar einnig SÁA eins mótsagnakennt og það nú hljóm- ar. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis vill ekki aðhafast í málinu er að þessar stofnanir og samtök yrðu af mjög mikilvægum tekjustofnum, en samtals nemur beinn hagnaður þessara aðila vegna spilakassanna rúmum milljarði króna á ári. Ef kostnaður við spilavítis- vélamar er ekki dreg- inn frá heldur htið á það sem úr kössunum kem- ur þá nálgast upphæðin tvo milljarða króna. Heildarveltan er svo ennþá meiri því talsvert fer í vasa þeirra sem spila á kassana. Það skýrir fíknina, vogun vinnur, vogun tapar. Einhverjh- hagnast en flestir sitja eftir með sárt ennið. En þessar tölur gefa vísbendingu um hve miklar upphæð- ir hér er um að tefla. Með nokkrum sanni má segja að tveir aðilar hafi ánetjast spilakössunum, þeir sem eru háðir þeim sem tekjustofni og hinir sem haldnir eru spilafíkn. I fytra komu fram lagafrumvörp sem Forvarnir Það getur ekki verið vilji okkar, segir Ögmundur Jónasson, að stofnanir eða sam- tök, hversu góð sem þau kunna að vera, séu rekin fyrir fjármuni ógæfufólks. gerðu ráð fyrir banni við spilavítis- vélum á Islandi. Margir risu upp til handa og fóta innan þings og utan og túlkuðu þessi frumvörp sem árás á þær stofnanir sem hagnast á spila- kössunum og þess voru dæmi að innan þeirra móðgaðist stöku mað- ur. Engu að síður viðurkenndu flest- ir menn vandann og um það skapað- ist samstaða á Alþingi að vísa mál- inu til ríkisstjórnarinnar sem hafði Ögniundur Jónasson hafið undirbúning á allsherjar end- urskoðun á happdrættum. Áð sjálf- sögðu var þetta gert í trausti þess að eitthvað yrði aðhafst í málinu og tekið yrði tillit til þessara sjónar- miða við fyrrgreinda endurskoðun. Um þessa vinnu spurði undirritaður dómsmálaráðherra landsins, Þor- stein Pálsson, í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni. Ráðherrann brást við á þann hátt að segja að aldrei hafi staðið til að fara að þeim tillög- um sem hann sjálfur hafði þó greitt atkvæði að vísað yrði til hans sjálfs og jafnframt benti hann á í svari sínu að ekki vildi hann svipta allar hinar góðu stofnanir þessum verð- mæta tekjustofni. Að mínum dómi er þetta óábyrg afstaða af hálfu dómsmálaráðherra landsins. Það getur ekki verið vilji okkar að nokkrar stofnanir eða sam- tök, hversu góð sem þau kunna að vera, séu rekin fyrir fjármuni ógæfufólks. Að sjálfsögðu á það að vera verkefni þjóðarinnar og full- trúa hennar, hvai'vetna sem ákvarð- anir sem þessu tengjast ei*u teknar, að finna leiðir til að tiyggja menn- ingarstofnunum á borð við Háskóla íslands og þjóðþrifasamtökum sem sinna mikilvægum verkefnum al- menningi til hagsbóta fjármuni til að standa straum af starfsemi sinni á annan hátt en hirða peninga upp úr vösum þeirra sem ekki ráða við gjörðir sínar sökum spilafíknar. Hvatt er til ábyrgrar afstöðu allra hlutaðeigandi í þessu alvarlega máli. Höíumluv er alþingismaður. ^JSUÆKN Asj, ^MgfíK^ Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. ’55-|[ Komdu þér í mjúkinn RONUDfftMINN 1 f R ft MÖRfl/N, SUNNllftffc." Hjá Jóhannesi bahara í ÁIfheimabakarífærð þú glæsilegar gjafakörfur með bakkelsi beint á morgunverðarborðið. Með hverri körfu fylgir óvæntur glaðningur fyrir ástina þína. U'pplifið hveitibrauðsdagana aftur! ■r Veður og færð á Netinu úS> mbl.is /KCLTAf= e/TTH\SA£? ISIÝT7 WHITE SWA N Dreifing: Engey ehf. Hvcrfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 fmj mbl.is _/KL.L.Ty\f= e/TTHWkÐ NÝTT Kælir/frystir Mál: 141x55x60 sm. Rétt verð kr. 48.400 Mál: 180x60x60 sm. Rétt verð kr. 68.900 *Ö1I verð eru staðgreiðsluverð Vifta. 260 m3 Rétt verð kr. 7.300 Ofn með blæstri, klukku, 4ra hellu glerhellu- borð og gufugleypir í setti, hvítt. Rétt verð 98.800. Glæsilegar eld- hús- og baðvogir með 50% afslætti. Þurrkari 5 kg. Rétt verð 35.500 Hitakönnur með 50% afslætti. fffs Einar Farestveit &Co. Itf. Borgartúni 26 1? S62 2901 og S62 2900 r <. -C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.