Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 59

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 59 x KIRKJUSTARF NESKIRKJA í Reykjavík. Safnaðarstarf Skátar, kvæða- menn og tjá- skipti hjóna í Neskirkju MARGT er í boði í safnaðarstarfi Nesldrkju nú um helgina. í dag, laugardag, kl. 15 koma tveir félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni, þeir Sigurður Sigurðsson og Stein- dór Andersen, í heimsókn í félags- starf aldraðra og flytja mál, laust og bundið. Barnastarfið er á sínum stað á sunnudagsmorgninum kl. 11, bæði fyrir yngri og eldri börn (8-9 ára). Kl. 14 verður svo skátaguðsþjón- usta í samstarfi við skátafélagið Ægisbúa en starfssvæði þeirra er Vesturbærinn. Þeir skátarnir og guðfræðinemamir Aðalsteinn Þor- valdsson og Sigfús Kristjánsson flytja hugleiðingar auk þess sem aðrir skátar aðstoða. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Á eftir, kl. 15, fer síðan fram skátavígsla í kirkj- unni. Kaffiveitingar eru í safnaðar- heimilinu að vígslu lokinni. Hjónastarf Neskirkju er síðan með fræðslu á sunnudagskvöld kl. 20.30. Þar mun Benedikt Jóhanns- son, sálfræðingur hjá Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar, fjalla um efnið „Tjáskipti hjóna og sambúðarfólks" og ræðir þar m.a. um leiðir til að auka nánd og byggja upp samstill- ingu í sambandinu. Einnig mun hann kynna námskeið um tjáskipti sem haldið verður fyrir hjón og sambúðarfólk. Fundurinn er hald- inn í safnaðarheimili kirkjunnar og er öllum opinn. Meðgöngumessa á konudegi ÞAÐ að ganga með barn og fæða inn i þennan heim er stórkostleg Guðs gjöf og mikið kraftaverk. Á slíkum tímamótum bærast með for- eldrum miklar og margbreytilegar tilfinningar. I einum af skírnarsálm- um kirkjunnar stendur „Full af gleði yfir lífsins undri, með eitt lítið bam í vorum höndum" og „Full af kvíða fyrir huldri framtíð leggjum vér vort barn í þínar hendur". Þessi yndislegi sálmur tjáir á raunhæfan hátt þær miklu og ólíku tilfinningar sem nýbakaðir foreldrar upplifa í huga sínum og hjarta. Boðskapur Jesú Krists á svo sannarlega erindi til okkar á tíma- mótum sem þeim er við horfumst í augu við foreldrahlutverkið. Það er líka gott að koma til kirkjunnar og teyga að sér umvefjandi kærleika Krists. Því verður „meðgöngu- messa“ í Dómkirkjunni sunnudags- kvöldið 21. febrúar kl. 20:30. Þar ætlar Hulda Jensdóttir ljósmóðir að prédika. Gróa Hreinsdóttir, Gréta Matthíasdóttir og Laufey Geir- laugsdóttir leiða lofgjörðina. Prest- arnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Irma Sjöfn Óskarsdóttir ásamt Þór- dísi Ágústsdóttur ljósmóður, Helgu Hróbjartsdóttur kennara og Her- dísi Finnbogadóttur líffræðingi sjá um helgiþjónustuna. Beðið verður sérstaklega fyrir verðandi foreldrum og foreldrum ungbama. Það eru allir velkomnh’ að njóta samfélagsins. Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur. Gregorísk messa og tónlistarguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju NÆSTKOMANDI sunnudag verð- ur haldin gregorísk messa í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 11. í gregorískri messu er sungið hið forna messutón kirkjunnar án undirleiks orgels og flvtur kór Hafnarfjarðarkirkju tón- ið. Þema messunnar er „ÁbjTgð hins kristna manns“ en altarisgang- an er kjarni stundarinnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Boðið er upp á kaffisopa í safnaðarheimil- inu eftir messuna. Kl. 17 er sungin Tónlistarguðs- þjónusta en í þeirri guðsþjónustu er megináherslan lögð á íhugun, bæn og tónlistarflutning. Ami Gunnars- son baritón flytur þá þrjú einsöngs- lög. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Natalía Chow leikur undir al- mennum safnaðarsöng í báðum guðsþjónustum dagsins. Unglingakór Selfosskirkju og vöfflukaffi í L angholtskirkj u BARNA- og unglingakórum hefur fjölgað mikið við kirkjur landsins undanfarin ár. Margrét Bóasdóttir, söngkona, er einn af þeim stjóm- endum sem byggt hafa upp þetta góða starf. Hún stjómar Unglinga- kór Selfosskirkju sem mun syngja við messu í Langholtskirkju sunnu- daginn 21. febrúar kl. 11. Á sunnu- daginn er einnig konudagurinn og af því tilefni bjóða karlmenn í safn- aðarfélaginu upp á vöfflukaffi eftir messu. Konur fá að sjálfsögðu ókeypis á þessum degi en karlar greiða 200 kr. fyrir vöfflukaffíð. All- h’ era velkomnir. Djákni til starfa í Asprestakalli VIÐ guðsþjónustu í Áskirkju á sunnudag kl. 14 verður Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni, boðin velkomin til starfa í Ásprestakalli. Hún var vígð af biskupi Islands hinn 7. þessa mánaðar til djákna- þjónustu á vegum Félags aðstand- enda Alzheimersjúklinga og jafn- framt til kærleiks- og fræðsluþjón- ustu í Ásprestakalli, og verður sett inn í störf að þeirri þjónustu á sunnudaginn. Guðrún mun einkum annast skipulag heimsóknarþjónustu í þágu aldraðra og einstæðinga í söfnuðinum og sjá um mótun starfs sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu og hafa umsjón með því. Á sunnudaginn mun kirkjubíllinn aka íbúum dvalarheimila og ann- arra stærstu bygginga sóknarinnar til kirkju og heim aftur að lokinni guðsþjónustu og kaffisölu Safnaðar- félags Ásprestakalls eftir messu á sunnudag. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Tummas Jakob- sen frá Fær- eyjum talar í Fíladelfíu DAGANA 19.-26. febrúar verður hér á landi Tummas Jacobsen, for- stöðumaður Fíladelfíu í Þórshöfn, Færeyjum. Tummas kemur hingað í boði Hvítasunnukirkjunnar á ís- landi og er heimsókn hans liður í auknu samstarfi hvítasunnumanna í Færeyjum og á íslandi. Tummas er einn af forystumönnum hvítasunnu- safnaðarins í Færeyjum og nýtur mikillar virðingar þar í landi sem góður íræðari og traustur bróðir. Tummas mun vera ræðumaður á samkomu í Ffladelfíu sunnudag kl. 16.30. Allir eru velkomnir. Myndir úr heim- ilislífi Marteins Lúthers Á FRÆÐSLUMORGNI nk. sunnudag kl. 10 mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja erindi sem hann nefnir: Marteinn og Katrín. Myndir úr heimilislífi Marteins Lúthers. Það vakti athygli á sinni tíð þeg- ar munkurinn Marteinn gekk að eiga nunnuna Katrínu. Hjónaband- ið kallaði Lúther „skólann í skapprýði“. Þeim hjónunum varð sex þarna auðið og auk þess sátu iðulega við borð nemendur Lúthers og aðrir og urðu svonefndar borð- ræður Lúthers víðfrægar. Um konu sína sagði Lúther eitt sinn: „Kata mín er svo fús og góðgjörn, að ég vildi ekki skipta á fátækt minni og auðæfum nokkurs Krös- usar.“ Dr. Sigurjón Ámi hefur um ára- bil stundað rannsóknir á ævi og störfum Lúthers og verður fróðlegt að heyra hann leiða áheyrendiu- inn í þetta annasama heimili siðbótar- mannsins. Eftir messu á sunnudag verður opnuð sýning á málverkum eftir Kristján Davíðsson í Hallgríms- kirkju. Kristján, þessi Nestor ís- lenskrar myndlistar, hefur lánað kirkjunni tvö gríðarstór og litsterk olíumálverk til þess að prýða kirkj- una á föstunni. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Félagsstarf aldraðra kl. 15, fé- lagar úr kvæðamannafélaginu Ið- unni koma í heimsókn og flytja kvæði og gamanmál. Sigurður Sig- urðsson dýralæknir og Steindór Andersen. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús íyrir unglinga kl. 21. HafnarQarðarkirkja. Kl. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbeinendur sr. Gunnþór Ingason og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga Ármannsdóttir. Allir hjartan- lega velkomnir. Mánudagur 22.2.: Kvennabænastund kl. 20.30. Þriðjud. 23.2.: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud. 24.2.: Samveru- stund unglinga kl. 20.30. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Ailir vel- komnir. Þeir bestu tefla í Linares SKAK Linares, Spáni, 20. feb.—12. mars ÁTTA MANNA OFURMÓT Stigahæstu skákmenn heims tefla á stórmótinu í Linares á Spáni sem hefst nú um helgina. GARY Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, á mikilla harma að hefna að þessu sinni á mótinu í Linares. I fyrra tefldi hann litlaust á mótinu og varð að horfa upp á Indverjann Vyswan- athan Ánand vinna öruggan sig- ur. Nú þegar heimsmeistara- keppnin í skák er í miklu upp- námi er horft meira til sterkustu VÍÐIR S. Petersen, Islandsmeistari barna 1999. skákmótanna til að sjá hver sé öflugasti skákmaður heims á hverjum tíma. Kasparov má ekki.við því að missa efsta sætið aftur til Ánands og hann er vissulega sigurstrang- legur eftir glæsilega taflmennsku og sigur á Hoogovens-mótinu í Hollandi í janúar. Flestir bestu skákmenn heims tefla á mótinu. Karpov, FIDE- heimsmeistari, er þó fjarri góðu gamni, enda upp á kant við móts- haldarann skapmikla, Spánverj- ann Luis Rentero. Karpov er nú fallinn niður í níunda sætið á al- þjóðlega stigalistanum. Aleksei Shirov, sem varð í öðru sæti í fyrra, er heldur ekki með. Hann er að vonum óhress með að hafa verið svikinn um heimsmeistara- einvígi gegn Kasparov sem hann vann sér rétt til með sigri á Kramnik í einvígi. Bretinn Nigel Short er fjarri góðu gamni af stakri óheppni. Eins og fram hefur komið hér í skákþættinum var janúar-stiga- listi FIDE kolvitlaus og Short var snuðaður um fjölda stiga. Þegar mistökin höfðu verið leiðrétt var það um seinan, Ungverjanum Peter Leko hafði þá þegar verið boðið til leiks og hann gaf ekki sætið eftir. Keppendurnir eru átta talsins og tefla tvöfalda umferð, alls fjórtán skákir hver: Kasparov, Rússlandi 2.812 Anand, Indlandi 2.781 Kramnik, Rússlandi 2.751 Adams, Englandi 2.716 ívantsjúk, Ukraínu 2.714 Svidler, Israel 2.713 Topalov, Búlgaríu 2.700 Leko, Ungverjalandi 2.694 Þrír íslendingar í Cappelle Þrír íslenskir stórmeistarar, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson, tefla nú á geysifjöl- mennu og sterku opnu móti í Cappelle la Grande nyrst í Frakklandi. Þegar tefldar hafa verið sjö umferðir af níu er Norð- maðurinn Simen Agdestein einn efstur með sex og hálfan vinning, en sex vinninga hafa þeir M. Gurevich, Belgíu, og Rússarnir Volsjin, Malakov og Tregubov. Helgi Áss er í hópi næstu manna í 6.-13. sæti með 5'/z vinning. Hannes Hlífar hefur hlotið fimm vinninga og Helgi Ólafsson fjóra og hálfan vinning. íslandsmót barna 1999 íslandsmót barna 1999 (fædd 1988 og síðar) var haldið um síð- ustu helgi. Alls kepptu 34 börn um titilinn íslandsmeistari í bamaflokki 1999. íslandsmeistari varð Víðir Smári Petersen úr Taflfélagi Kópavogs. Víðir hlaut 8l/2 vinning í níu skákum. Hann vann fyrstu átta skákimar, en gerði jafntefli við Margréti Jónu Gestsdóttur úr Taflfélaginu Helli í síðustu umferðinni. Víðir háði harða keppni um íslandsmeist- aratitilinn við Guðmund Kjart- ansson sem nýlega varð Norður- landameistari í barnaflokki. Guð- mundur sigraði á íslandsmeist- aramóti barna í fyrra, en tapaði nú titlinum til Víðis. Röð efstu keppenda varð: 1. Víðir S. Petersen 8V4v. 2. Guðmundur Kjartansson 7 v. 3. Víðir Bemdsen ö'/zv. 4. Margrét Jóna Gestsdóttir 6V2V. 5. -7. Atli Freyr Kristjánsson 6 v. 5.-7. Hafliði Hafliðason 6 v. 5.-7. Viktor Orri Valgarðsson 6 v. 8.-9. Stefán Ingi Amarson 5V4 v. 8.-9. Matthías Sigurðsson 5V4v. o.s.frv. Meistaramót Hellis Tveimur umferðum er nú lokið á Meistaramóti Hellis. Úrslit í annarri umferð urðu þessi: Jón Viktor Gunnarss. - Helgi Jónatanss..........1-0 Torfi Leósson - Sigurbjöm Björnss........0-1 Arnar Þorsteinss. - Jóhann H. Ragnarss.......1-0 Stefán Kristjánss. - Vigfús Ó. Vigfússon .......1-0 Guðjón H. Valgarðss. - Björn Þorfinnss...........0-1 Benedikt Egilss. - Einar Kr. Einarss.........0-1 Davíð Kjartanss. - Sigurður Steindórss......0-1 Kjartan Guðmundss. - Ólafur í. Hanness.........0-1 Harpa Ingólfsdóttir - Jóhann Ingvason ..........0-1 Valdimar Leifsson - Kristján Ö. Elíass......V2-V2 Bjarni Magnússon - Eiríkur G. Einarsson .... 1-0 Elí B. Frímannsson - Gústaf S. Björnsson ......0-1 Arnþór Hreinsson - Hjörtur I. Jóhannsson ... 0-1 Efstir á mótinu eru: 1.-6. Jón Viktor Gunnarsson 2 v. 1.-6. Arnar Þorsteinsson 2 v. 1.-6. Bjöm Þorfinnsson 2 v. 1.-6. Stefán Kristjánsson 2 v. 1.-6. Sigurbjörn Bjömsson 2 v. 1.-6. Einar Kr. Einarsson 2v. 7. Olafur í. Hannesson IV2 v. o.s.frv. Skákþing Akureyrar Fimm umferðum er nú lokið á Skákþingi Akureyrar. Úrslit í 5. umferð: Ólafur Kristjánss. - Halldór B. Halldórss...... 1-0 Stefán Bergsson - Haukur Jónsson............. 1-0 Rúnar Sigurpálsson - Sigurður Eiríksson........ 1-0 Þór Valtýsson sat yfir Efstir á mótinu era nú: 1. Rúnar Sigurpálsson 4 v. 2. Stefán Bergsson 3/2 v. 3. Ólafur Kristjánsson 314 v. o.s.frv. Skákþing Akureyrar, yngri flokkar Skákþing Akureyrar í yngri flokkunum fer fram laugardag- ana 20. og 27. febrúar. Teflt verð- ur í þremur flokkum: Unglinga- flokki (13-15 ára), drengjaflokki (10-12 ára) og barnaflokki (9 ára og yngri). Taflið hefst kl. 13:30. Þátttökugjald er kr. 300 og eru allir velkomnir. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.