Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 69

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 69 FÓLK í FRÉTTUM Nemendur elska í Menntaskólanum við Hamrahlíð Galdrastaður og töfrastund Náttúruóperan er óhefðbundin leiksýning Leikfélags MH. Hún er afrakstur leik- smiðjuvinnu undir stjórn Hörpu Arnar- dóttur í samvinnu við rithöfundinn Andra Snæ Magnason. Hildur Loftsdóttir skemmti sér konunglega á fyrstu sýningunni af átta. KLUKKAN 22.03 hinn 9. ágúst sest sólin beint ofan í gíginn á Snæfellsjökli. Baldur fer ár hvert út á Gróttu með kærustunni sinni að njóta þeirrar fógru sýnar, en hann getur bara ekki sagt orðið elska. Baldur fer því í innra ferðalag í leit að orði sem gæti komið í stað þessa orðs sem er svo stórt að það nær ut- an um heiminn. Ungar orkusprengjur Orvar Þóreyjarson Smárason er helmingur hljómsveitarinnar Múm sem semur tónlistina í Náttúruóper- unni. Ásamt Halldóri Arnari Úlfars- syni, leikmyndahönnuði sýningarinn- ar, hafa þeir mikla reynslu af tónleika- haldi og uppákomustandi í MH, sem þeir nýlega útskiifuðust frá. Magnea Björk Valdimarsdóttir er í stjóm leik- félags MH. Hún er einnig hrífandi leikkona í stóru hlutverki í þessu nýja íslenska leikriti eftir vænlega skáldið Andra Snæ Magnason, sem gekk á vit ritlistarinnar eftir að hafa fallið á sál- fræðiprófi Flugumferðarstjómar. Magnea: Okkur langaði fyrst og fremst að setja á svið sýningu sem myndi laða fólk í leikhús. Pá ekki með markvissri markaðssetningu, heldur með leikgleði af okkar hálfu og góðum leikhúsanda. Fólk í áhuga- mannaleikhúsum á okkar aldri er svo miklar orkusprengjur, og það höfum við fram yfir atvinnumannaleikhúsin. Best að nýta það. Sprengdum upp söguna Magnea: Leikfélagið hafði unnið mik- ið með spuna og á óhefbundinn máta með leikstjóranum okkar Hörpu Arnardóttur og þannig kynnst þeim súrrealísku leiðum sem hún fer í leik- húsi. Við ákváðum því að spinna í stað þess að vinna eftir handriti á hefðbundinn máta, og höfum verið á spunanámskeiði síðan í haust og byrjuðum strax að spinna í sýning- una. Núna er eiginlega bara upphafs- atriði leikritsins sem er frá spuna- námskeiðinu. Andri: Þetta varð miklu meira höf- undaverk en ætlunin var upphaflega. Mitt hlutverk var að lagfæra spunann, en þetta varð leikrit samið sérstaklega fyrir hópinn. Eins og undir bragarhætti. Maður fær tutt- ugu og fjóra leikara og það þarf að koma þeim öllum fyrir. Leikritið er byggt á smásögu sem ég samdi fyrir Útvarpið í haust og fjallar um Baldur og leitina að orðinu. Hún átti að vera rökrétt saga innan um spunann, en svo sprengdum við upp söguna þannig að hún gerist öll inni í hausn- um á Baldri, og þá skapaðist mikið frelsi og sýningin varð alveg opin. Orka hópsins Andri: Þetta var mjög skemmtileg vinna, en líka einna óbilgjamasta vinna sem ég hef unnið. Við vorum að prófa alls kyns hugmyndir, bæði góð- ar og vondar. Ég fékk strax viðbrögð á þær, og þá í samræmi við það að leikararnir vissu ekkert hvert ég var að fara eða hvaða lokamynd ég hafði í huga fyrir verkið á þeirri stundu. Þau fengu nýtt leikhandrit frá mér vikulega, og enginn vissi hvar þetta myndi enda. En núna myndi þetta teljast nýtt íslenskt leikrit. Eruð þið ekki sammála því? Orvar: Jú, en geturðu ímyndað þér að það verði sett upp aftur? Andri: Ja, það er nú eitt. Magnea: Þetta er upplagt verk fyrir stóra leikhópa. Andri: Þetta er auðvitað ekki verk sem ég hefði samið einn heima hjá mér. Útkoman er byggð á orkunni í þessum leikhópi, þannig að það er erfitt að ímynda sér það sett upp annars staðar. Örvar: Það yrði allt öðru vísi, ég myndi vilja sjá það. Það smellpassar! Örvar: Við Gunnar Öm voram með frá upphafi, og sömdum tónlistina við byrjunarhugmyndirnar, eða eigin- lega við smásöguna. Við urðum að vinna tónlistina strax því við gáfum út geisladisk, svo þurftu leikararnir að geta unnið út írá tónlistinni. Á tímabili fannst mér tónlistin ekki lengur passa við verkið, en svo allt í einu smellpassaði þetta saman. Halldór: Eftir að hafa fylgst með bit- unum mótast, séð hugmyndir hang- andi og fljótandi þá var ég agndofa á frumsýningunni að sjá hversu heil- steypt verkið er. Og þökk sé mörgum út um allan bæ sem hafa m.a. lánað okkur hina ýmsu hluti. Miðað við stærðina á rýminu, og allt sem er bú- ið að setja þar inn, þá er kostnaður- inn hlægilega lítill. Við þurftum að búa til leikhús frá grunni og gerðum það í hátíðarsal MH. Magnea: Við vildum ekki sýna í Tjarnarbíói þriðja árið í röð. Okkur langaði til að finna rými, helst iðnað- arhúsnæði þar sem við gætum sett áhorfendur þar sem við vildum. Halldór: Við snerum salnum við þannig að áhorfendur sitja uppi á sviði, og það er gaman að gefa nýja tilfinn- ingu þegar gengið er í salinn. Leik- myndin er mínímalísk og ég er ánægð- ur með hana núna, en við þurftum að slátra mörgum góðum leikmyndahug- myndum vegna peningaskorts. Örvar: Útkoman er eiginlega ótrú- leg. Mér fannst t.d mjög strembið að semja tónlist og leggja hana svo í henduniar á Hörpu sem ákvað hvemig hún yrði notuð. Það var erf- iðast af öllu, en samt það sem ég var ánægðastur með að lokum. Halldór: Það sem var svo erfitt við ferlið er að lokahugmyndin var svo óljós að maður gat ekki fullmótað neina hugmynd sem maður var að vinna með. Við urðum bara að treysta hvert á annað. Andri: Meira að segja lokaæfingar vora eins og í vatni; allt svo hægt og tregt. Svo lifnaði allt við á framsýn- ingu. Framtíðin bíður verkefna - Þið ei'uð öll reynslunni ríkari eft- ir uppsetningu sýningarinnar? Andri: Já, en það lá við að sumir væra ekki héma megin hælis eftir lokaæfinguna. Örvar: Eg ætla ekki að vinna við leikhús á þennan hátt aftur. Mála- miðlunarvinna er ekki fyrir mig. Magnea: Mig langar að ganga ennþá lengra í framtíðinni. Það er svo gam- an að sjá hversu mikil þróun er í leik- list á Islandi. Við hljótum að fara að ná þeirri stemmningu sem ríkir al- mennt í Evrópu; að bera virðingu fyrir minni leikhópum. - Hvað fínnst ykkur skemmtUeg- ast við hvað þetta gekk vel? Magnea: Bara hvað þetta gekk allt saman vel. Við erum rosalega ánægð. Strákarnir: Já. Nyr idíingi í ilniolíuineðferð Baðnlíur, nuddolíut, sturtugvl, oliunði og ndgia olia. Í\tr hafa ör\amii, dakandi, - róandi Morgunblaðið/Halldór ÞAÐ ER stanslaust fjör á sviðinu allan timann í Náttúruóperunni. ANDRI Snær hylltur af áhorfendum og leikurum í lok frumsýningar. LEIKARAR og aðrir aðstandendur voru klappaðir upp. 16" pizza m/3 áleggstegundum stór skammtur af brauðstöngum og sósa. - v , kr. E 550 REYKJAVÍK • KÓPAVOGUR SÍMI 55 44444 Fákafen I I • Langirimi 2I • Smiðjuveg 6 Rvk.VESTURBÆR SÍMI 562 9292 Hringbraut I I9 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 2525 • Hjallahraun 20/2 Lyfju Lágmúla 11-16 21/2 Lyfju Lágmúla 12-16 23/2 Háaleitisapótek 14-18 24/2 Grafajrvogsapótek 14-18 Á fermÍRgaborðið Borðdúkajúrvalið n i o 11 r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.