Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAR.Z 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opna á skíðalyftuna í Skálafelli Bratti að kröfu Vinnueftirlits Mannvernd leitar fjárstuðnings Dómstólaleiðin ekki útilokuð HAUKUR Þorsteinsson, svæðis- stjóri skíðasvæðisins Skálafells, segir að fyrirkomulagi því sem verið hefur við skíðalyftuna hafi verið komið á samkvæmt kröfu Vinnueft- irlits ríkisins, en í góðu samkomu- lagi við forsvarsmenn skíðasvæðis- ins, í kjölfar slysa sem urðu fyrir tveimur árum. Þá vai' brekka, sem tekur við þegar staðið er upp úr lyftunni, gerð brattari en áður var. Nú hefur fyrirkomulaginu aftur verið breytt og farinn millivegur varðandi brattann. Lokið var við breytingar á lyft- unni á laugardag en hún var þó enn lokuð í gær og sagðist Haukur bú- ast við að hún yrði opnuð í dag eða á morgun. Hann tekur fram að lokun- in hafi verið samkvæmt ákvörðun Bláfjallanefndar. Vinnueftirlitið hafi ekki gert neina slíka kröfu. „Mesta breytingin sem við höfum gert er kannski sú að nú fórum við ekki undir endahjólið með við- skiptavininn þegar hann rennir sér úr lyftunni, eins og við gerðum áð- ur,“ segir Haukur. „Þá var fallhæð- in nokkuð mikil, eins og reyndar er mjög víða erlendis í slíkum lyftum. Við ákváðum þó að hafa ekki þenn- an möguleika hér og settum snjó undir þannig að fallhæðin er nú mjög lítil.“ Sömu stólar og í Bláijöllum Haukur segir að ekki sé mikil hætta á að menn festist í stólunum og raunar séu þeir nákvæmlega sömu gerðar og stólarnir í Bláfjöll- um og sumir þeiira upprunalega þaðan komnir. „Staðreyndin er þó sú að það er hægt að festast í þeim og þegar brekkan er svona brött hefur fólk lítinn tíma. Ætlast er til þess að staðið sé upp þegar komið er inn á pallinn og þá rennur maður sjálfkrafa niður þegar kemur að brekkunni. Það vill oft bera við að fólk situr meðan lyftan fer yfir pall- inn og stendur ekki upp íyrr en að brekkunni kemur. Þá er meiri hætta á að stóllinn nái að krækjast í úlpuna. Reyndar hefur það aukið vandann að nú er miklu meira um tvískiptan klæðnað, áður fyrr var miklu meira um að menn væru í göllum. Núna erum við búnir að láta útbúa fleiri skilti þar sem við bend- um fólki á að bíða ekki með að standa upp.“ Haukur segir að hallinn í brekkunni sé eftir breytingarnar orðinn svipaður og í Bláfjöllum. Sá munur er þó á að í Bláfjöllum er pallurinn smíðaður úr timbri en hann er gerður úr snjó í Skálafelli. Brattinn í brekkunni var aukinn í kjölfar nokkurra slysa fyrir um tveimur árum þar sem stólarnir fóru í höfuð fólks, í að minnsta kosti einu tilviki vegna þess að mann- eskja datt í brekkunni en stóð aftur upp og var þá í þeirri hæð að stólinn fór í höfuð hennar. „Þá kom ki'afa frá Vinnueftirlitinu um að setja brattari brekku. Við vorum reyndar uð frá því á laugardag sam- kvæmt ákvörðun Bláfjalla- nefndar í kjölfar slysa sem þar hafa orðið. Lagfæringum á lyft- unni er nú lokið. samþykkir því, okkur fannst þetta ágætis lausn,“ segir Haukur. 3-4 slys í vetur Hann segir að í vetur hafi orðið 3^1 óhöpp þar sem fólk hafi fest í lyftunni og hangið. í tveimur tilvik- um hafi það verið komið í töluverða hæð, í annað skiptið datt kona úr um þriggja metra hæð og hrygg- brotnaði, eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. í hitt skiptið festist kona, en fötin héldu henni þangað til hægt var að koma henni til bjargar. MANNVERND, samtök um per- sónuvernd og rannsóknafrelsi, hef- ur leitað eftir stuðningi almennings og fjárframlagi svo unnt verði að ná fram breytingum á lögum um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Sigmundur Guðbjarnason, formaður Mannverndar, segir að með fjárframlögum geti samtökin t.a.m. kannað réttarstöðuna í mál- inu og ekki sé útilokað að höfðað verði mál fyrir dómstólum. Samtök- in hvetja landsmenn til að segja sig úr gagnagrunninum. Um 500 beiðn- ir hafa borist Landlæknisembætt- inu frá einstaklingum sem vilja ekki láta skrá sig í gagnagrunninn. Forsvarsmenn Mannvemdar áttu fund með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra í febrúar og sagði Sig- mundur að sá fundur hefði ekki skil- að árangri. Því snúi samtökin sér nú til almennings. „Viðleitnin er sú að fá viðunandi form á framkvæmdina. Við óskum rannsóknafyrirtækinu að sjálfsögðu velfamaðar og góðs ár- angurs við meingenarannsóknina og þar verður væntanlega allt gert eftir hefðbundnum reglum. En annað vinnulag er viðhaft hvað viðvíkur gagnagranninum. Þar höfum við önnur sjónarmið," sagði Sigmundur. Hann sagði að leitað væri eftir fjárstuðningi til að standa straum af því að kanna réttarstöðuna í málinu. Til greina kæmi að vísa málinu til dómstóla. Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að ekki hafi verið rætt um upplýst samþykki í tengsl- um við uppbyggingu miðlægs gagnagi'unns. Landlæknisembættið hefur átt samstarf við Mannvernd og reynt innan ramma laganna að taka tillit til athugasemda samtak- anna. „Ursagnarbréfum hefur verið dreift í allar heilbrigðisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu og eru þau á leið út á land einnig. Um næstu helgi birtum við í dagblöðum aug- lýsingu um úrsögn úr gagnagrunn- inum og þar er eyðublað sem hægt er að klippa út úr blaðinu. Það er hlutverk Landlæknisembættisins að auðvelda fólki eins og kostur er að nota rétt sinn til að segja sig úr honum,“ sagði Matthías. Hann segir að úrsagnir hafi borist Landlæknisembættinu hrað- ar eftir að dreifing hófst á eyðublöð- um. Um 500 úrsagnir liggi nú fyrir og streymi nokkuð margar inn dag- lega. Landlæknir hefur ráðið mann tímabundið í heilt starf eingöngu til að annast þessi mál, veita upplýs- ingar og svara tölvupósti. Úrsagnareyðublöð er einnig hægt að nálgast í apótekum og heilsu- gæslustöðum. Eitt blað er fyrir hvern einstakling og þarf því fjög- urra manna fjölskylda að fylla út fjögur blöð. Segi menn sig ekki úi' gagnagranninum fara þeir sjálf- krafa í hann. I einstaka tilfellum hafa verið sendar inn úrsagnir vegna látins fólks en lögin gera ekki ráð fyrir því að það sé hægt. Samkomulag um fjármögnun nýbygginga Háskólans á Akureyri 400 milljónir í framkvæmdir SAMKOMULAG um bygginga- framkvæmdir við Háskólann á Akureyri var undirritað af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þorsteini Gunnarssyni rektor í gær. Samkomulagið er til fjögurra ára, frá 1999 til 2003 og er heildar- kostnaður vegna framkvæmda áætlaður rúmar 400 milljónir króna. Menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingum háskól- ans í október en frá þeim tíma hefur verið gengið frá samningi um fram: kvæmdir og fjármögnun þeirra. I máli Bjöms kom fram að samning- urinn nær til framkvæmda við fyrstu nýbyggingar háskólans og endurbætur á eldra húsnæði á Sól- borg. Um er að ræða 2.000 fermetra nýbyggingar og 1.600 fermetra af eldra húsnæði. I nýbyggingunum verður kennsluhúsnæði, vinnuað- staða fyrir kennara og skrifstofur. Kennsluhúsnæðið er í þremur álm- um með átta kennslustofum, sér- hæfðu húsnæði fyrir kennslu í hjúkran og iðjuþjálfun auk hópher- bergja og tengjast álmurnar gangi sem tengir allt húsnæði háskólans saman. „Ég tel að við séum að stíga enn eitt merkt skref í sögu háskólans með þessu samkomulagi um fyrstu nýbyggingar hans,“ sagði Björn. Nýr kafli í sögu háskólans „I dag hefst nýr kafli í sögu Há- skólans á Akureyri þegar stjórnvöld gera í fyrsta sinn langtímaskuld- bindingar um fjái-mögnun nýbygg- inga háskólans," sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Aætlaður byggingakostnaður þeirra framkvæmda sem samkomu- lagið nær til er 414 milljónir króna. Framkvæmdir við nýbyggingarnar verða boðnar út í einu lagi um LIKAN af háskólasvæðinu á Akureyri. Hinar fyrirhuguðu nýbyggingar eru litaðar grænar. M orgunblaðið/Kristj án BJORN Bjarnason menntamálaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undir- rita samkomulag um fjármögnun framkvæmda við byggingar háskól- ans en það nær til næstu fjögurra ára. næstu helgi og er frestur til að skila inn tilboðum þrjár vikur, en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í byrjun maí. Lokið verður við upp- steypu meginhluta kennsluhúsnæð- isins á þessu ári en á því næsta verður unnið við innréttingai' og stefnt að því að taka húsnæðið í notkun þá um haustið. Bróðurpart- ur kennslu við háskólann mun þá flytjast á svæðið við Sólborg. Árið 2001 verður byggt og fullklárað húsnæði fyrir kennslu í iðjuþjálfun og hjúkrun og á næstu tveimur ár- um þar á eftir verður unnið að end- urbótum eldra húsnæðis. Menningarhús hluti af byggingum háskólans? „Fyrirhugað menningarhús gæti mjög auðveldlega verið hluti af byggingum á þessu glæsilega há- skólasvæði sem er nákvæmlega í miðpunkti íbúðarbyggðar á Akur- eyri,“ sagði Þorsteinn en bygging fyrirlestrarsala háskólans gæti ver- ið hluti af menningarhúsinu. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra lýsti fyrir hönd þing- manna kjördæmisins ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir. „Ég hygg að það sé nú að sannast að stofnun Háskólans á Akureyri er eitt stærsta og merkilegasta ski'efið sem stigið hefur verið í byggðamál- um hér á landi,“ sagði Guðmundur. Á ÞRIÐJUDÖGUM Svíagrýlan söm við sig. Herslumuninn skorti / B2 Pjetur Sigurðsson dæmir í HM í Nígeríu / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.